Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 51 EignirBÚH umfram skuldir í tilefni af þeim fréttaflutningi að undanförnu um málefni Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, og þá sér- staklega hafðar í huga upplýsingar sem bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa látið í té, óska undirritaðir fyrrverandi útgerðarráðsmenn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar eft- ir, og telja nauðsynlegt, að fram komi eftirfarandi: Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar þann 8. janúar 1985, var samþykkt tillaga starfsnefndar bæjarstjómar um málefni Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, þar sem lagt er til, að stofnað skuli hlutafé- lag um rekstur hluta eigna Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar. Starfs- nefnd bæjarstjórnar hafði þá látið fara fram uppgjör á rekstri og fjárhag Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar miðað við 30. september 1984 og áætlaðan efnahagsreikn- ing miðað við 3. desember 1984. Reikningsuppgjör þessi voru gerð af Endurskoðunarskrifstofu Sig- urðar Stefánssonar sf. og bæjar- endurskoðanda Hafnarfjarðar. í nefndum yfirlitum, sem lágu til grundvallar samþykktum bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, um stofn- un hins nýja hlutafélags, eru heild- areignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar metnar i 610 millj. kr. en heild- arskuldir taldar 523 millj. kr., en þá höfðu þær verið hækkaðar um 26 millj. kr. frá uppgjöri fyrrnefndra endurskoðenda. Þannig voru eignir Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar um- fram skuldir taldar 87 millj. kr. Ársreikningur Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1984 sýna að heildarskuldir nema 478 millj. kr. þann 31. desember 1984 og er það 45 millj. kr. lægri skuldir en áætlað var þegar bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði samþykkt sína um stofnun hins nýja hlutafé- lags. Ef eignir eru metnar á sama veg og gert var í uppgjöri Endur- skoðunarskrifstofu Sigurðar Stef- ánssonar sf. og bæjarendurskoð- anda, eru þær um 577 millj. kr. Þannig eru eignir umfram skuldir 99 millj. kr. í árslok 1984. Fram hefur komið samkvæmt upplýsingum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að viðgerðir á skipum félagsins séu áætlaðar um 40 millj. kr. Ef tekið er mið af því liggur ljóst fyrir að lækka má mat eigna Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar um tæpar 50 millj. kr., en þrátt fyrir það eru eignir til staðar hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar til að mæta öllum skuldum fyrirtækisins. Sá höfuðvandi sem steðjar að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar um- fram þann vanda sem blasir við öllum sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtækjum hér á Suðvest- urlandi er bág lausafjárstaða fyrirtækisins og hefur margsinnis verið bent á það á undanförnum árum. Hjálagt fylgir yfirlýsing frá bankastjórum Útvegsbanka ís- lands um viðskipti Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar varðandi afurðalán. Sigurður Þórðarson, Hrafnkell Ásgeirsson, Magnús Jón Arnason. Eins og myndin sýnir eru til ótalmargar gerdir af TBS lita- böndum í margskon- ar gerðir ritvinnslu- tækja, s.s. ritvólar, reiknivélar og prentara. „Ritarinn" þarf bara að slá á þráðinn og fær TBS litaböndin samdægurs, ef svo ber undir. HANS ARNASON UMBOÐ & ÞJÓNUSTA S 66 68 96 Dominova húsgögn Með ótal mögu- leikum má byggja upp að eigin vild Smíduö úr massívri furu meö hvítlökkuöum hliö- um og baki. Þessi hús- gögn eru jafnvönduð og þau eru glæsileg. Veröiö ótrúlega hagstætt. Hér á vel viö aö segja: „Lengi býr aö fyrstu gerð“. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI lirunij

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.