Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 27.03.1985, Síða 54
54 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 27. MARZ 1985 Páskabingó í Tónabæ í kvöld kl. 19.30. Matur og páska- egg fyrir alla fjöl- skylduna. Hæsti vinningur kvölds- ins að verðmæti 30 þús. Nefndin ALL „JAZZ STARS“ Spakmœli dagsins; Skýzt um skák hverja. Þar sem við opnum alla daga kl. 18.00, er tilvalið að kíkja við eftir erfiði dagsins, og jafnvel taka eina skák eða kotru. Beryl Bryden í fyrsta skipti á íslandi samankomnir allir bestu jazz-leikar- ar landsins ásamt hinni frábæru söngkonu Beryl Bryden sem kölluð hefur veriö „Drottning blues-ins“. Einstakir tónleikar fyrir blues-unnendur Opiö til kl. 03.00. „Þad jafnast ekkert á viö jazz“ Fjölbreyttur smáréttamatseöill á hóflegu veröi. Boröapantanir í síma 17759. Miöaverö aöeins kr. 100. Jazzvakning JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ JAZZ Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands Umræður um aukið frjálsræði í erlendum lántökum: Gæti orðið „myllusteinn um háls“ ýmissa smáfyrirtækja — segir Sigurður E. Haraldsson formaður K.í í FYRIRSPURN til viðskiptaráö- herra, Matthíasar Á. Mathiesen, á aöalfundi Kaupmannasamtakanna sl. fimmtudag, iét Sigurður E. Har- aldsson, formaöur samtakanna, í Ijós áhyggjur af afleiöingum, sem hann taldi geta hlotist af því að fyrir- Uekjum yröu veittar heimildir til aö taka erlend lán, án þess að til þurfi aö koma banka- eöa ríkisábyrgöir. Sagði hann aö vegna þess ótrausta gengis krónunnar sem við byggjum viö geti slík heimild orðiö „myllu- steinn um háls“ ýmissa smáfyrir- tækja, sem freistuöust til að taka slík lán. Sigurður spurði viðskiptaráö- herra álits á þessu og því hvernig staðið yrði að þessum breytingum. Það kom ennfremur fram í máli hans, að Kaupmannasamtökin hafa ekki tekið afstöðu í máli þessu, en hann yrði var við þessar áhyggjur á tali manna. Viðskiptaráðherra sagði í svari sínu, að hér væri fyrst og fremst um stefnumál í átt að auknu frjálsræði í viðskiptum að ræða, en við þyrftum að sjálfsögðu að setja okkur reglur og skilyrði. Hann sagði síðan: „Mér finnst einnig að aðilarnir sjálfir hljóti að meta stöðu sína hverju sinni. Þá trúi ég ekki öðru en að þeir sem veita lánafyrirgreiðslur athugi að- stæður þeirra sem fara fram á lán. Númer eitt er að mínu mati að skömmtunarfyrirkomulag ríki ekki í þessum málum." Ályktun aðalfundar Kaupmannasamtaka íslands: Þróun atvinnuvega til- viljanakennd og ómarkviss EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt samhljóða á aðalfundi Kaup- mannasamtaka íslands sl. fimmtu- dag: „Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands 1985 lætur í ljós áhyggjur vegna óstöðugleika í þjóðfélaginu. Afleiðingarnar eru þær, að þróun atvinnuvega er tilviljanakennd og ómarkviss. Sí- felld átök sem lama atvinnu- starfsemi eru þjóðarböl. Fundurinn leggur áherslu á að stjórnvöld landsins hlutist til um, að skotið verði traustari stoðum undir atvinnulíf landsmanna með eflingu nýrra atvinnugreina. Ljóst er að á næstu árum mun mikill fjöldi ungs fólks leita eftir atvinnu í íslensku þjóðfélagi. Fundurinn hvetur stjórnvöld og landsmenn alla til átaks, sem geri atvinnuvegunum mögulegt að efl- ast og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Fundurinn leggur sér- staka áherslu á eftirfarandi: — Að skattheimtu ríkisins sé haldið í skefjum. — Að dregið sé úr skattlagningu á neysluvörum og störfum hraðað að endurskoðun toll- skrár. — Að atvinnugreinum lands- manna sé ekki mismunað Þrýstimælar Allar stærðir og geröir -íi®(yr & (&cd) Vesturgötu 16, sími 1328Þ skattalega, eins og nú er, sam- anber sérsköttun á verslunar- húsnæði og launaskatt. — Að skattaívilnanir samvinnu- félaga eru ranglátar og mis- muna fyrirtækjum gróflega. — Að grandskoðað verði hvort upptaka virðisaukaskatts sé réttlætanleg. Skatturinn leggst að fullum þunga á allar neyslu- vörur, þ. á m. matvöru, sem nú er undanþegin söluskatti, og honum fylgir mikil skrif- finnska. — Að endurskoðun á lögum um verslunaratvinnu sé hraöað. — Að lög verði sett um svonefnd greiðlukort, sem tryggi að not- endur kortanna greiði kostnað þeirra vegna. — Að sanngjarnt er að verslanir fái raforku með bestu kjörum vegna notkunar um nætur og helgar. — Að unnið sé að því með öllum ráðum að draga úr flutnings- kostnaði á vörum til verslana utan Reykjavíkursvæðisins. Heildverslanir og framleiðend- ur lækki flutningskostnað eða felli hann niður. — Að dregið verði úr hömlum á verslun með grænmeti. Heild- sala á slíkum vörum verði gef- in frjáls. — Að tekið sé tillit til sjónarmiða kaupmanna varðandi skipu- lagsmál í þéttbýli. — Að óhæfilega langur af- greiðslutími verslana leiðir til hækkaðs vöruverðs og er á þann hátt á kostnað neytenda. Endurskoðun á skipulagi V innumálasambandsins Á AÐALFUNDI Vinnumálasam bands Samvinnufélaganna sem haldinn var nú fyrir skömmu var „Skipulag og starfshættir Vinnu- málasambandsins og staða þess inn- an Samvinnuhreyfingarinnar" tekið fyrir. Á fundinum var samþykkt til- laga þar sem stjórn VMS er falið að vinna að endurskoðun á skipulagi Vinnumálasambandsins. Kjörin var ný stjórn fyrir Vinnumálasambandið og er hún nú skipuð Þorsteini Ólafssyni framkvæmdastjóra, Reykjavík, formanni, Árna Benediktssyni framkvæmdastjóra, Reykjavík, Gísla Haraldssyni kaupfélags- stjóra, Neskaupstað, Gunnari Sig- urðssyni kaupfélagsstjóra, Hvammstanga, Jóni E. Alfreðs- syni kaupfélagsstjóra, Hólmavík, Ólafi Ólafssyni kaupfélagsstjóra, Hvolsvelli, og ólafi Sverrissyni kaupfélagsstjóra, Borgarnesi. Garðasól opnuð í Garðabæ NÝLEGA var sólbaðsstofan Garða- beztu gerð, m.a. með andlitsljós- sól opnuð í Iðnbúð 8 í Garðabæ. um, sturtuklefa fyrir hvem bekk Eigendur eru Ómar Konráðsson og góða snyrtiaðstöðu. og Edda Eydal. Myndin er tekin í Garðasól og f frétt frá Garðasól segir, að er Edda Eydal lengst til hægri. stofan bjóði upp á sólarlampa af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.