Morgunblaðið - 27.03.1985, Blaðsíða 64
SnMEST Unstraust
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Lítil flugvél og Flugleiðaþota yfír Keflavíkurflugvelli:
Flugvélin var óþægi-
lega nálægt okkur
Gervigrasvöllurinn í Laugardal var
formlega vígður í gærkvöldi með
knattspyrnuleik Reykjavíkurúrvals
og „Landsins“. Lið Reykjavíkur
sigraði í þeirri viðureign með
þremur mörkum gegn einu og
hlaut að launum bikar sem gefinn
var í tilefni vígslunnar. A mynd
Júlíusar að neðan má sjá liðin sem
áttust við í gærkvöldi ásamt
dómaratríóinu áður en leikurinn
hófst. Lið Reykjavíkur er í bláum
búningum en „Landið“ í hvítum.
Sjá nánar á íþróttasíðu á bls. 63.
- segir yfirflugstjóri Flugleiöa sem
hefur beðiÖ um athugun á atburðinum
„RÉTT eftir að við komum niður úr skýjum sáum við véiina aðeins til hægri
bandar við okkur, svona 2 til 300 fet fyrir neðan okkur," sagði Dagfinnur
Stefánsson, yfirflugstjóri hjá Flugleiðum, í samtali við blm. Mbl. í gærkveldi,
er hann var spurður um aðflug hans á þotu Flugleiða sem var að koma frá
Lúxemborg sl. fostudag. Dagfinnur hefur nú lagt fram beiðni hjá Loftferða-
eftirlitinu, þess efnis að athugun fari fram á nálægð lítillar vélar við þotuna
þegar hún kom niður úr skýjum úr blindflugi.
„Við tilkynntum þetta strax og
þá var þessari litlu vél sagt að
beygja til vinstri, í suðurátt, til
þess að koma sér frá okkur. Vélin
beygði eiginlega þvert fyrir okkur
og svo sáum við hana bara hverfa
fyrir neðan nefið á vélinni," sagði
Dagfinnur og bætti við: „Við sáum
náttúrlega að hún var fyrir neðan
okkur, en þar sem við vorum í
sjónflugi, þá sáum við hana hverfa
til vinstri handar við okkur,
eitthvert til suðurs. Mér fannst
betta vera ansi óþægilega nálægt.
Hollen.sk flugmálayfirvöld:
Fyrirspurn
um áætlunar-
Ég hef aldrei lent í svona áður og
ég er alls ekki sáttur við þetta.“
Dagfinnur sagði að hann hefði
lent á sömu braut og önnur vél,
sem hefði verið fimm mílum á
undan. Þetta sagðist Dagfinnur
telja nokkuð naumt, enda hefðu
þeir í fjarskiptunum ekki svarað
þeim, þar sem þeir hefðu verið
uppteknir við að biðja vélina á
undan að koma sér út af braut.
Ðagfinnur sagðist vilja fá skýr-
ingu á því hvers vegna litla vélin
hefði verið þarna á þessum stað,
þegar búið væri að heimila honum
aðflug inn á brautina.
Skúli Jón Sigurðsson, deildar-
stjóri Loftferðaeftirlitsins, sagði í
samtali við blm. Mbl. í gær, að
hann væri búinn að fá skýrslu
Dagfinns um þetta mál og öll gögn
og yrðu þau könnuð í dag.
flug til Islands
ÍSLENSKUM flugmálayfirvöldum
hefur bori.st fyrirspurn frá flugmála-
yfirvöldum í Hollandi um hugsanlegt
áætlunarflug hollenska flugfélagsins
„Transavia" á milli Amsterdam og
Islands. Iȇ hefur einnig borist erindi
frá svissneska flugfélaginu „Balair"
um leyfi til leiguflugs frá Ziirich til
íslands.
Að sögn Birgis Guðjónssonar,
sem fer með mál þessi fyrir hönd
samgönguráðuneytisins, hefur eng-
in ákvörðun verið tekin um af-
greiðslu þessara erinda enda þyrfti
að kanna ýmsa þætti málsins
gaumgæfilega áður en endanleg
ákvörðun lægi fyrir. Birgir sagði,
að varðandi fyrirspurn Hollend-
inga væri fremur um að ræða
þreifingar um það hvernig því yrði
tekið af íslenskum yfirvöldum ef
„Transavia” bæði um leyfi til áætl-
unarflugs til íslands. Beiðni svissn-
eska flugfélagsins um leiguflug
væri hins vegar ein af mörgum
slíkum, sem hingað berast. { báðum
tilfellum þyrfti að vega og meta að-
stæður, meðal annars með tilliti til
hagsmuna íslenskra flugfélaga.
Albert veitir 15 millj.
til Sjóefnavinnslunnar
- Sverrir hefur lýst því yfir að hætta beri rekstrinum og segir þá afstöðu óbreytta
ÉG HEF ekki úthlutað Sjóefnavinnsl-
unni neinu fjármagni. Sjóefnavinnsl-
an gengur bara samkvæmt lögum,
þar sem lögum um hana hefur ekki
verió breytt,“ sagrti Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gærkveldi, þegar
hann var spurður hvers vegna hann
hefði tekið þá ákvörðun að veita 15
milljónum króna til Sjóefnavinnsl-
unnar, þrátt fyrir yfirlýsingu Sverris
Hermannssonar iðnaðarráðherra í þá
veru að starfsemi Sjóefnavinnslunnar
skuli hætt.
„Lögin breytast ekki, þótt vilja-
yfirlýsing komi frá einum ráð-
herra. Það er Alþingi sem verður
að breyta lögunum um verksmiðj-
una, en í þeim segir að 8 þúsund
tonna tilraunaverksmiðja skuli
reynd, og þessi verksmiðja er að-
eins komin í 2 þúsund tonn,“ sagði
Albert, „þannig að það er alveg úti-
lokað fyrir mig, að loka fyrir
launagreiðslur, eða annan kostnað
til verksmiðjunnar, á meðan að
lögunum hefur ekki verið breytt.“
Albert sagði að starfsemi Sjó-
efnavinnslunnar yrði ekki hætt, þó
að Sverrir Hermannsson lýsti yfir
vilja sínum í þá átt. Það væri ein-
ungis Alþingis að ákveða slíkt. Al-
bert sagði að greiðslur þær, sem
Sjóefnavinnslan fengi, væru fasta-
kostnaður umfram tekjur.
„Mín afstaða til þessa fyrirtækis
er með öllu óbreytt," sagði Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi. „Þeir, sem hafa haft fyrir
því að lesa lögin um Sjóefnavinnsl-
una, vita að það eru einungis heim-
ildalög. Heimildir sem iðnaðar-
ráðherra tekur ákvörðun um hvort
hann notfærir sér.“
Skáksambandið hótar að
kæra Helme til FIDE
HAKÐAK deilur eru sprottnar upp milli Skáksambands tslands og Finnans
Eero Helme, fulltrúa Norðurlanda f FII)E, Alþjóðaskáksambandinu, vegna
þeírrar ákvörðunar Finnans að krefjast þess, að Margeir Þétursson heyi
einvígið við ísraelska skákmanninn Schvidler í ísrael um rétt til þáttöku á
millisvæðamóti og að Skáksamband ísland beri allan kostnað af lor Mar-
geirs. Breyti Eero Helme ekki ákvörðun sinni hótar Skáksambancf íslands
að kæra hann á þingi norrænna Skáksambanda í júlí næstkomandi og á
næsta þingi FIDE.
„Við leggjum til að einvígið
verði haldið í hlutlausu landi
þannig að Skáksambönd tslands
og tsraels beri jafnan kostnað,"
sagði Þorsteinn Þorsteinsson, for-
seti Skáksambandsins, í samtali
við Mbl. Helme lofaði Israelum að
halda einvígið án þess að ráðfæra
sig við norrænu skáksamböndin. í
svarskeyti hótar Helme því, að
báðir skákmennirnir verði útilok-
aðir frá þátttöku í millisvæðamóti
fari Margeir ekki til tsraels.
Hann skýrir frá því, að síðastl-
iðið sumar hafi ísraelar einir boð-
ist til að halda einvigið. Hins veg-
ar viðurkennir hann að hafa ekki
ráðfært sig við önnur skáksam-
bönd, né hafi sérstaklega verið
lýst eftir tilboðum í einvígið. Þá
leggur hann til, að norrænu skák-
samböndin taki þátt í kostnaði af
för Margeirs til Israels.
Hagkaup:
Viðræður við erlenda
aðila um gólfeiningar
FRAMKVÆMDAAÐILAR að hinni nýju verslunarmiðstöð Hag-
kaups í Kringlumýri eru nú að ganga frá samningum um forspenntar
steinsteypueiningar í bygginguna, samkvæmt tilboðum, sem borist
hafa. í því sambandi hefur verið ákveðið að ganga til samninga við
erlent byggingarfyrirtæki um sérstakar gólfplötur í bygginguna.
Magnús Bjarnason, byggingar-
stjóri verslunarmiðstöðvar Hag-
kaups, sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins að síðastliðið
haust hefðu verið boðnar út á al-
þjóðlegum markaði forspenntar
steinsteypueiningar, sem eru
hluti af burðarvirki hússins.
Mörg tilboð hefðu borist, þar á
meðal frá fimm Evrópulöndum,
og væri nú verið að ganga frá
samningum um þessar stein-
steypueiningar. Magnús sagði að
hér væri aðallega um að ræða
innlenda aðila, en um fjórðungur
yrði væntanlega keyptur erlendis
frá. Væri þar um að ræða sér-
stakar gólfplötur, sem ekki eru
framleiddar hér á landi. Að-
spurður um hvort gengið hefði
verið frá samningum við Eimskip
varðandi flutninga á umræddum
steinsteypueiningum sagði Magn
ús: „Það er verið að athuga með
flutning á þessum plötum og
Eimskip er inni í þeirri mynd.“