Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 1
80 SIÐUR MEÐ 12 SIÐNA IÞROTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 85. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Súdan: Skæruliðaleið- togi í stjórn? Khartoum, Súdan. 15. aprfl. AP. ABDUL Rahman Swareddahab, hinn nýi leiðtogi Súdan, sagði í dag, að til greina kæmi að bjóða foringja skæruliða stjórnarandstæðinga í suðurhluta landsins, John Garang, ráðherrasæti í meðstjórnarriðuneyt- inu sem til stendur að stofna. Ráðu- neyti þessu verður ætlað að fylgjast með og aðstoða herstjórnina í að koma á borgaralegri stjórn með al- mennum kosningum eftir eitt ár. Þá sagði Swareddahab að reynt yrði að bæta sambúðina við Líbýu, Sovétrík- in og Eþíópíu. Swareddahab greindi frá þessu á stuttum fréttamannafundi í Khartoum í dag. Hann gat ekki staðfest hvort Garang hefði fallist á að sitja í umræddu ráðuneyti, en ítrekaði að hann óskaði eftir því að hitta Garang að máli og heyra hugmyndir hans og fyrirætlanir. „Jú, það hefur komið til tals að bjóða honum sæti í ráðuneytinu, þar er sæti frátekið fyrir flokk hans,“ sagði hershöfðinginn. Gar- ang hefur í útsendingum frá leyni- útvarpsstöð skæruliða greint frá því að hann hafi ekki fengið skila- boð frá hinum nýju valdhöfum um fund eða viðræður þótt þeir létu í slíkt skína, hann gæti því ekkert sagt um þessi tíðindi að svo stöddu. Sjá nánar: Tek ekki upp samvinnu við stjórn Khadafys á bls. 32. Kosningaþátttaka var allgóð í Perú. Myndin sýnir þröng á þingi á kjörstað í höfuðborginni Lima. AP/Sfmamynd Smitaði 2ja ára son sinn af AIDS Brescia, ftalfu. 15. aprfl. AP. TVEGGJA ára gamall drengur frá Sardiníu lést úr AIDS, eða áunninni ónæmisbæklun, á sjúkrahúsi í Brescia í dag. Læknar telja öruggt að drengur- inn hafi smitast af móður sinni við fæðingu, blóð hennar hafi verið sýkt Umrætt sjúkrahús í Brescia sérhæfir sig í meðferð AIDS- sjúklinga, en þeim fer fjölg- andi á ltalíu, fylla nú næstum þriðja tuginn. Ludovico Sueri, læknirinn sem lengst af hafði með litla drenginn að gera, sagði að allt hefði verið reynt til þess að lina þjáningar hans, „en okkur kom ekki til hugar að honum gæti nokkurn tima batnað," eins og Sueri komst að orði. Forsetakosningar í Perú: Garcia vann fyrri um- ferðina með yfírburðum Linu, Perú. 15. apríl. AP. ALAN GARCIA, sósíaldemókrati, fagnaði sigri i fyrri umferð forsetakosn- inga í Perú í dag. Talningu atkvæða var ekki endanlega lokið síðast er fréttist, en allt benti til að fögnuður Garcia væri réttlátur. Síðari umferð kosninganna fer fram í júni og keppir Garcia þá um kjörið við marxistann Alfosno Barranted og er talið að Garcia eigi þar sigurinn vísan. Talning allra atkvæða mun standa yfir næstu vikurnar og opinberar tölur munu því ekki liggja fyrir á næstunni. Spár sem byggðar eru á skoðanakönnunum og þeim atkvæðum sem hafa verið talin benda þó til að sigur Garcia hafi verið afar glæsilegur, hann hafi hlotið rúmlega 45 prósent greiddra atkvæða, Barranted hins vegar 22 prósent. Garcia hefði þurft helming at- kvæða eða meira til að vinna end- anlegan sigur þegar í fyrri um- ferðinni, en sigurlíkur hans eru gífurlegar þó það hafi ekki tekist, hann bar bratt halann er spár lýstu hann sigurvegara og sagði: „Þetta er ekki sigur eins stjórn- málaflokks, heldur sigur þjóðar- innar,“ því næst lofaði hinn 45 ára gamli lögfræðingur farsælli stjórn á 5 ára kjörtímabili sínu. Barranted viðurkenndi ósigur- inn, heimsótti Garcia á heimili hans til þess að „árna heilla þeim manni sem reyndist vinsælli en ég sjálfur". Kjörsókn var góð, 7 millj- ónir kusu þrátt fyrir að skærulið- ar úr hreyfingunni „skínandi stíg- ur“ hafi hótað að fremja hryðju- verk og að ekki yrði farið í manngreinarálit er fórnarlömb væru valin. Lítið varð um efndir stígsmanna, þó náðu þeir að drepa Erfítt verkefni Discovery-manna: Reyna að ræsa hreyflana með „flugnabana Kanaveralböfúa. 15. aprfl. AP. GEIMFARARNIR um borð í geimskutlunni Discovery fá snúið verkefni í dag, en þá munu þeir freista þess að gangsetja bilaðan gervihnött sem rekur stjórnlaust á sporbraut um jörðu. „Þetta verður skemmtilegt og erfitt og okkur mun heppnast það,“ sagði Karol Bobko, fararstjóri í Discovery. u AP/Símamynd Reah Geddon og Jeffrey Hoffman leika sér að gormi um borð í Discovery í dag. Á morgun, þriðjudag, verður alvaran í fyrirrúmi. Geimfararnir hafa hannað sérkennilegt verkfæri til þess að nota við aðgerðina, plastspjald fest við langt rör. Geimfararnir hafa haft á orði að fyrirbærið minni þá helst á flugnabana. Á morgun, þriðjudag, munu tveir áhafnarmeðlima fara út úr skutlunni og festa „flugnaban- ann“ á enda hinnar 15 metra löngu griptangar, sem stjórnað er innan úr skutlunni. Er Disco- very rennir sér fast upp að gervi- tunglinu, verður reynt að slæma flugnabananum í rofa sem er utan á tunglinu og gera menn sér vonir um að hreyflar tungls- ins muni ræsast ef það heppnast. Vandinn er að hitta rofann, því geimfararnir fá ekki mörg tæki- færi. Þá mun einnig ríða á að forða sér í tæka tíð til þess að skemmdir verði ekki á Discovery ef hreyflar tunglsins fara i gang. í fyrstu datt geimförunum í hug að það myndi árangursrík- ast að einn úr þeirra hópi stæði úti á skrokki skutlunnar og reyndi að ná taki á rofanum með höndunum, en að athuguðu máli varð ljóst að hin minnstu mistök gætu kostað geimfarann lífið og var því horfið frá því. tvo unga drengi með sprengju í útborg Lima. Sjá nánar „Rómantiskur maður en raunsær og verkhygginn“ á blaðsíðu 30. Köln: Sovéskur njósnari gómaður Karlgruhe, 15. aprfl. AP. TALSMAÐUR saksóknara í Karls- ruhe greindi frá því í dag, að starfs- maður við sovésku viðskiptasendi- nefndina í Köln hefði verið handtek- inn, grunaður um njósnir í þágu Sov- étríkjanna. Vestur-þýska dagblaðið Die Welt greindi einnig frá þessu og þar sagði, að Sovétmaðurinn, sem blaðið nefndi „Semliakov", hefði verið gómaður „með buxurnar á hælunum" eins og komist var að orði er hann mætti til stefnumóts við Vestur-Þjóðverja sem hafði gert lögreglunni viðvart um at- hæfi hans. Semliakov ætlaði að sögn dagblaðsins að hafa út úr Vestur-Þjóðverjanum upplýsingar um varning sem bannað hefur ver- ið að flytja til Sovétríkjanna vegna hugsanlegs hernaðarlegs gildis. Die Welt sagðist jafnframt hafa það eftir tryggum heimildum, að hér væri ekki um stjórnarerind- reka að ræða og þvi myndi hann verða dæmdur samkvæmt vestur- þýsku réttarkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.