Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 16. APRlL 1985
9
TSíframatlcadulinn
K§-ie.ttisyötu 12-18
Honda Quinted EX 1982
Rauður, 5 dyra, eklnn 57 þ. km. Sjélfskiptur,
vökvastýri, rafm. sóllúga og fl, Fallegur bíll.
Verð 350 þús.
Lada Sport 1981
(Þýskalands týpa). Rauður, eklnn 38 þ. km.
Toppgrind. Klæðnlngar á hllðum. 15 tommu
felgur. Breiö dekk o.fl. Verö 230 þús.
Toyota Corolla DX 1982
Ekinn 30 þ. km. Verö 280 þús.
Volvo 240 GL 1984
Ekinn 13 þ. km. Verö 650 þús.
Uno 45 1984
Ekinn 10 þ. km. Verð 240 þús.
Fiat 127 Super 1983
Ekinn 22 þ. km. Verð 200 þús.
Mazda 323 1500 1983
Blár. 3ra dyra, ekinn 35 þ. km. 5 gira, útvarp,
sumardekk, vetrardekk. Verö 310 þús.
Subaru Hatchback 4x4 1982
Gulur, ekinn 32 þ. km. 1800 vél, útvarp,
snjódekk, sumardekk. Verö 295 |}ús.
Crysler Lebaron 1981
Brúnsans. m/vinyltopp. Ekinn 9 þ. km. 6
cyl., sjálfskiptur, útvarp, segulband, snjó-
dekk, sumardekk. Verð 650 þús.
Volvo 244 GL 1983
Ekinn 16 þ. km. Verö 490 þús.
Mazda 626 LX 1600 1984
Ekinn 4 þ. km. Verö 430 þús.
M. Benz 230 E 1983
Ekinn 40 þ. km. Verð 870 þús.
Peugeot 505 GRD 1982
Ekinn 168 þ. km. Verö 395 þús.
Honda Civic 3 dyra 1983
Rauöur, ekinn 31 þ. km. Sjálfskiptur, snjó-
dekk, sumardekk. Verö 295 þús.
Daihatsu Charade 1982
Grár, ekinn 31 þ. km. 5 gíra. Verö 235 þús.
Klassískt kvöld
í Amarhóli
nk. miðvikudagskvöld
Marakvartettinn
leikur kammertónlist undir borðhaldi. Nýr stór-
kostlegur sérréttaseðill.
í Koníaksstofunni
syngur Ingibjörg Marteinsdóttir, undir-
leik annast Jórunn Viðar. Ingibjörg heí-
ur stundað nám hjá Maríu Markan.
Hún tók þátt í ljóðanámskeiði hjá Erick
Werba. Ingibjörg hefur víða komið
fram sem einsöngvari t.d. með Þjóð-
leikhúskórnum. Hún stundar nám í
Söngskólanum hjá Þuríði Sigurðardóttur.
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Meö ósk um að þiö eigiö ánœgjulega kvöldstund.
ARNARHÓLL
Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu.
Borðapentanir í síma 18833.
....... — —
Þorsteinn Pálsson við setningu landsfundar sjálfstæðismanna:
Við verðum alltaf
flokkur nýs tíma og
nýrra viðfangsefna
Þverskurður þjóðar
Milli ellefu og tólf hundruö landsfundarfulltrúar úr öllum starfsst-
éttum og frá öllum byggöum bólum á landinu sóttu Landsfund
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var um sl. helgi. Jón Þórarins-
son, tónskáld, sagöi efnislega í ræöu á fundinum, að einn af
hverjum hundraö Islendingum á starfsaldri sæti fundinn. Þessi
staðreynd sýnir, aö landsfundurinn var þverskuröur þjóöar. Eng-
in samtök fólks í landinu rísa betur undir heitinu grasrótarhreyf-
ing en Sjálfstæöisflokkurinn, þegar grannt er gáö.
Einn af hverj-
um hundraö
Láta mun nærri að milli
110 og 120 þúsund lands-
menn séu starfandi í þjóð-
arhúskapnum, skili árs-
verki, eins og það heitir
skýrshim um vinnuframlag
landsmanna. Landsfund
SjálfstæðLsflokksins, sem
haldinn var um sl. helgi,
sóttu milli 11 og 12 hundr-
uó kjörnir fulltrúar, víðs
vegar af landinu og úr öll-
um starfsstéttum. Þetta
þýðir, eins og fram kom í
ræðu Jóns l>órarinssonar,
tónskálds, að einn af hverj-
um hundrað vinnandi fs-
lendingum sat landsfund-
inn.
„Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins er í raun og
veru reginafl í íslenzkum
stjórnmáhim." Þannig
komst Þorsteinn Pálsson,
formaður flokksins, að
orði, i setningarræðu sinni.
Þetta er rétt. Ekkert annað
stjórnmálaafl, sambærilegt
að styrk og festu, er til ■
landinu. Sjálfstæðismenn
eru að visu ekki sammála
um allt, heldur um megin-
mál, sem sameinar þá í
þjóðfélagsafstöðu.
„Frjálslynd hugsjón
okkar er byggð á íslenzk-
um veruleika," sagði
Þorsteinn, „styrkur okkar
sjálfstæðismanna hefur
ævinlega verið fólginn í því
að við höfum aldrei verið
ofurseldir kreddukenning-
um né fastmótuðum hug-
myndum skipulagshyggj-
unnar... En við verðum
alltaf flokkur nýs tíma og
nýrra viðfangsefna. Nýir
tímar kalla á ný vinnu-
brögð og ný verkefni.
Framfarirnar kalla á nýjar
úrlausnir. Nýjar kynslóðir
kalla á ný viðhorf."
Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins, sem haldinn
var undir kjörorðinu „4 !l'r
sem einn“, sýnir ótvírætt
að styrkur flokksins, bæði
inn á við og út á við, er
meiri eftir fundinn en áður.
Lesendum
dagblaöanna
fækkar
Þjóðviljinn segir svo í
frétt um Hagvangskönnum
um dagblaðalestur á Is-
landi:
„Ilagblaðalestur á ís-
landi hefur dregizt saman
um 25% ef miðað er við
könnun á vegum auglýs-
ingastofanna, sem birt var
4. marz 1983 og fram-
kvæmd af Hangvangi eins
og sú sem nú hefur veríð
birt. Einungis Þjóðviljinn
og Morgunblaðið hafa
haldið nokkurn veginn í
horfinu meðan NT og DV
hafa misst töluverðan hluta
af lesendahópnum.
Könnun sú sem gerð var
í árslok 1982 og birt var í
marz 1983 sýnir að gamli
Tíminn var þá lesinn af
29% dagblaðalesenda, en
samkvæmt nýbirtu könn-
uninni frá Hagvangi lesa
15.8T landsmanna NT. Þá
voru dagblöðin öll lesin af
179,5% (þ.e. margir lesa
fleiri en eitt blað) en sam-
kvæmt nýju könnuninni
lesa 133,5% blöðin. Þannig
hafa líka öll blöðin tapað
lesendum, Morgunblaðið
minnst eða 10,8% og NT
mest, yfir 45% samdráttur.
í Reykjavík hefur Þjóð-
viljinn samkvæmt nýju
könnuninni 18,3% en NT
16,4%, Morgunblaðið
80,4% DV 43,4% og AF
þýðublaðið 5,1 %
Nýja skoðanakönnunin
hefur verið kynnt í frétta-
tilkynningu en í heild er
könnunin til sölu fyrir 50
þúsundir. Þjóðviljinn hefur
fregnað að mikillar
óánægju gæti víða vegna
niðurstaðna hennar og m.a.
vegna þess hve erfitt er að
bera saman við fyrri kann-
anir. DV segir tölurnar
fyrst og fremst sýna dreif-
ingu áskrifta og að óska
blaðsins um spurningu,
sem ætla mætti að gæfi til
kynna raunverulega dreif-
ingu, hafi verið hafnað. Þá
er orðalagið misvísandi frá
þessari könnun til hinnnar
síðustu og býður þetta með
öðru upp á margs konar
túlkanir svo sem sjá hefur
mátt í blöðum og hér að
ofan.“
Ofanskráð frétt birtizt i
Þjóðviljanum 13. aprfl sl.
Ymsar framkvæmdir á Flateyri
FUteyrj, 2. april.
FRUMVARP að fjárhagsáætlun
Flateyrarhrepps hefur verið lagt
fram og er fyrri umræðu lokið.
Kristján Jóhannsson sveitarstjóri
var spurður um helztu framkvsmd-
ir, sem í gangi væru eða fyrirhugað-
ar á vegum hreppsins.
Iþróttahús er í byggingu og er
gert ráð fyrir að það verði fokhelt
á þessu ári. f haust verður sett
niður 55 metra langt stálþil í báta-
höfnina. Tvær götur, Tjarnargata
og Hjallavegur, fá bundið slitlag
og er ætlunin að reyna svokallað
„Otta-dekk“, sem víða hefur verið
lagt á þjóðvegi og í þéttbýli. Er
það mun ódýrara en aðrir kostir.
Um helgina var félagsheimilið
tekið í notkun eftir talsverðar
endurbætur vegna skemmda sem
á húsinu urðu í fyrra. Þá sprakk
vatnsleiðsla og olli miklum
skemmdum. Kristján sagði aðal-
vandamál Flateyringa vera að
þangað vantaði alltaf vinnuafl og
þá einkum í fiskvinnslu. _ UIH.
Djúpivogur:
Góður afli smærri báta
Djúpavogi, 15. aprfl.
GOÐUR afli hefur verið hér að und-
anlornu, einkum hjá smærri bátum
og atvinna næg.
Trillurnar, sem eru á færum,
hafa verið með upp i eina lest á
mann á dag og þær, sem eru á
netum, hafa verið með upp í 6 lest-
ir eftir daginn. I dag kom svo
Stjörnutindur SU 159 inn með 35
léstir af ýsu. Það er því létt yfir
mönnum hér, sérstaklega trillu-
körlunun, og nóg að gera.
Eftirfarandi
flokka spaiiskírteina
er nú hœgt að innleysa:
Flokkur Nafn vextir Innl.verð pr. kr. 100 Innlausnardagur
1979- 1 1982-1 1976- 1 1977- 1 1978- 1 1980- 1 3,7% 3,5% 4,3% 3,7% 3,7% 3,7% 1.178,59 369,97 3.584,19 2.628,89 1.782,39 838,03 25. febrúar 1985 1. mars 1985 10. mars1985 25. mars 1985 25. mars 1985 15. apríl 1985
Aðra ílokka spariskírteina
er hœgi að selja á VF á skráðu
sölugengi m/v 7,5% íórnarvexti -
en í Fjárvöxtun Fjárfestingarfélagsins
er nú hœgt að íá 14-16% vexti
umíram verðtryggingu.
Fj árvöxtunarsamningur
í stað
spariskírteina
Ríkissjóðs
Veróbréfamarkaóur
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.