Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 68
JIL DAGIIGRA NOTA
OPINN 10.00-00.30
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Rúmlega 20
einkarafstöðv-
ar eru að rísa
YFIR 20 bændur eru nú sð virkja bæj-
arlækina á býlum sínum til raforku-
framleiðslu eða eru með slíkar virkj-
anir í undirbúningi. Flestar virkjanirn-
ar eru 15 til 200 kflówött að stærð en
dæmi eru um stærri virkjanir. Á
Sleitubjarnarstöðum í Skagaflrði er til
dæmis verið að reisa 200 kw stöð fyrir
byggðakjarnann sem þar er að mynd-
asL
Á undanförnum árum hefur
heimilisrafstöðvunum stööugt
fækkað en að sögn Sveins Þórðar-
sonar, deildarstjóra hjá Rafmagns-
eftirliti ríkisins, hefur þróunin nú
snúist við með þessari bylgju nýrra
einkarafstöðva. Hátt raforkuverð
virðist vera aðalástæöan fyrir þess-
ari þróun. Algengt er að heimilis-
rafstöðvarnar kosti frá 800 þús.kr.
og allt að einni millj. kr.
4 Sjá einnig „Þróunin hefur snúist
við“, á bls. 7 í Mbl. í dag.
Landsfundur ályktan
Hvalveidar hefj-
ist að nýju
LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins
samþykkti á sunnudag tillögu þess efn-
is að tryggja yrði að hvalveiðar og
hrefnuveiðar gætu með einhverjum
.hætti haldið áfram, og var því beint til
þingflokks Sjálfstæðisflokksins að
hann léti einskis ófreistað til þess að
svo mætti verða.
Það var Haraldur Blöndal sem
mælti fyrir þessari tillögu, og voru
flutningsmenn tillögunnar auk hans
18 sjálfstæðismenn úr öllum kjör-
Morgunblaðið/Guðmundur Helgi Þorsteinsson
DIMISSION í MR
í gær var dimission í Menntaskólanum í Reykjavík og gerðu nemend-
ur sér þá glaðan dag að vanda, áður en strangt upplestrarfrí hefst. Þeir
óku um götur höfuðborgarinnar á heyvögnum og sungu. í þessum vagni
var bekkurinn klæddur að hætti svokallaðra strumpa. Þegar dimittant-
ar fara um göturnar er jafnan vor í lofti, þótt Reykvíkingar hafi annars
ekki vaknað í gær í miklu vorveðri, þar sem blindbylur var árla morguns.
Þorskkvótmn aukinn um 12.500 lestir:
dæmum landsins.
Flutningsmenn tillögunnar voru
Már Elísson, Reykjavik, Ágúst Haf-
berg, Reykjavík, Guðmundur Hall-
varðsson, Reykjavík, Haraldur
Blöndal, Reykjavík, Valdimar Ind-
riðason, Akranesi, Ragnheiður
Ólafsdóttir, Akranesi, Ellert Krist-
insson, Stykkishólmi, Sveinn Jóh.
Þórðarson, Barðastrandarsýslu,
Engilbert Ingvarsson, Norður-
ísafjarðarsýslu, Matthías Bjarna-
■’tson, ísaftrði, Sveinn S. Ingólfsson,
Skagaströnd, Ómar Hauksson,
Siglufirði, Björn Dagbjartsson,
Reykjavík, Halldór Blöndal, Akur-
eyri, Guðmundur G. Halldórsson,
Húsavík, Theodór Blöndal, Seyðis-
firði, Eggert Haukdal, Rangárvalla-
sýslu, Guðjón Tómasson, Hafnar-
firði, og Matthías Á. Mathiesen,
Hafnarfirði.
Sjá grein um landsfundinn á bls.
26—27 og fréttir af fundinum á mið-
opnu.
Þorskaflinn áætlaður
290 þúsund lestir í ár
SJÁVARUTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að auka þorskkvóta
þessa árs um 5% eða um 12.500 lestir ails. Talið er að útflutnings-
verðmæti þessa sé um 400 milljónir króna. Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann
gerði ekki ráð fyrir því, að til frekari aukningar komi á þessu ári.
Hann vonaðist því til að menn höguðu veiðum sínum í samræmi við
það. Miðað við breytingar þessar er talið að heildarþorskaflinn verði
um 290.000 lestir á árinu.
Keflavíkurflugvöllur:
Reykskynjarinn barg
þremur mannslífum
— segir Astvaldur Eiríksson eldvarnaeftirlitsmaður
„VIÐ ERUM sannfærðir um að reykskynjari hafl bjargað að minnsta
kosti þremur mannslífum í jtessu tilfelli, konu og tveimur börnura, og
jafnvel þriðja barni,“ sagði Ástvaldur Eiríksson, eldvarnareftirlitsmaður
á Keflavíkurflugvelli er hann var spurður um atvik er átti sér stað á
Keflavíkurflugvelli á föstudagsmorgun, þegar eldur varð laus í íbúð þar.
Ástvaldur sagði málsatvik
hafa verið þau, að konan, sem er
bandarísk, var sofandi i herbergi
sínu þá um morguninn og börn
hennar, eins árs og 4 ára, sváfu í
sitt hvoru herberginu. Sex ára
drengur var að leika sér í stof-
unni og mun hafa náð í kveikj-
ara og farið að fikta með hann,
með þeim afleiðingum að eldur
komst í sófa. Reykskynjarinn fór
þegar í gang og vaknaði konan
við það. Þegar hún kom fram í
stofu sá hún ekki eldinn i sófan-
um en tók hins vegar logandi
klæði, sem lá á gólfinu og slökkti
í því í eldhúsvaskinum. Þegar
hún kom aftur inn í stofuna var
sófinn alelda.
„Það mátti ekki miklu muna
að þarna færi illa, og við teljum
að reykskynjarinn hafi bjargað
lífi konunnar og barnanna sem
sváfu og jafnvel drengsins sem
var að leika sér í stofunni," sagði
Ástvaldur og bætti við, að fólk
mætti draga þann lærdóm af
þessu atviki að láta ekki undir
höfuð leggjast að verða sér úti
um reykskynjara, þar sem mörg
dæmi væru um, að þeir hefðu
komið í veg fyrir stórtjón og
bjargað mannslífum.
I frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu segir meðal annars, að
aukningu þessari verði skipt
milli þeirra fiskiskipa, sem áð-
ur hafi fengið úthlutað
þorskkvóta, þannig að hlutur
hvers skips aukist um 5% en þó
aldrei minna en um eina lest.
Hlutur fiskiskipa, sem hlotið
hafa sóknarmark eykst sam-
svarandi. Þorskkvóti báta
smærri en 10 brúttólestir eykst
einnig um 5%, en aflamark
annarra tegunda verður
óbreytt frá því, sem nú er.
Heildarþorskkvótinn fyrir
þetta ár hækkar því úr 250.000
lestum í 262.500 lestir. Ákvörð-
un þessi er tekin að fengnu áliti
Hafrannsóknastofnunar á
ástandi fiskistofna og að höfðu
samráði við hagsmunaaðilja.
Halldór Ásgrímsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
áður hefði verið áætlað, að
heildaraflinn af þorski yrði um
280.000 lestir á þessu ári vegna
breytinga úr öðrum tegundum
og vegna sóknarmarks. Með
þessari aukningu yrði aflinn
því líklega um 290.000 lestir eða
svipaður og árið 1983. Sam-
kvæmt spám væri ekki talið að
gengið yrði á hrygningarstofn-
inn miðað við þennan afla. Tal-
ið væri, að við þetta ykjust út-
flutningsverðmæti sjávaraf-
urða lítillega. Óttast væri, að
einhver samdráttur yrði í afla
annarra tegunda, þannig að
aukningin á þorskinum vægi
það upp og nokkru betur.
Olíuleitin viö Grænland:
Flugleiðir
fljúga 30—50
ferðir í sumar
UTLIT cr fyrir að á næstunni verði
gcngirt frá samningum milli Flugleiða
og Grnnlandsfly um 30—50 ferðir
Fluglciða milli Reykjavíkur og Meist-
aravíkur á Grænlandi með varning og
fólk fyrir bandaríska olíufélagið Arco
Oil, skv. upplýsingum Sæmundar
Guðvinssonar, fréttafulltrúa Flug-
leiða.
Hann sagði líklegt að ferðirnar
yrðu farnar frá 1. júlí til 1. október
og að flutt yrði starfsfólk, matvæli
og varahlutir til olíuleitarverkefn-
isins við Meistaravík. Fokker-flug-
vél verður notuð til flutninganna.
Reiknað er með að Grenlandsfly
annist sjálft flutninga milli íslands
og Grænlands næsta vetur en svo
gæti farið að Flugleiðir tækju aftur
við flutningunum næsta vor. Amer-
íska fyrirtækið flytur varning sinn
frá Bandaríkjunum með stærri vél-
um til fslands en hann er síðan
fluttur héðan vestur.