Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL1985 Aðaifundur Sambands ísl. auglýsingastofa: Ólafur Stephensen endurkjörinn formaður SAMBAND íslenskra auglýs- ingastofa (SÍA) hélt aðalfund sinn hinn 29. mars sl. í stjórn SÍA sl. starfsár áttu sæti þau Ólafur Stephensen formaður, Kristín Þorkelsdóttir varafor- maður og Páll H. Guðmundsson gjaldkeri. Á aðalfundinum gerði formaður grein fyrir störfum stjórnar. Kom þar m.a. fram, að frá stofnun SÍA árið 1978 hefur meginþungi starf- seminnar hvílt á herðum stjórnar- manna hverju sinni. í nóvember sl. var hins vegar opnuð skrifstofa að Háteigsvegi 3 í Reykjavík og var Sólveig Ólafsdóttir lögfræðingur, ráðin framkvæmdastjóri SÍA. Taldi formaður þetta merkan áfanga í sögu SÍA og gæfi mögu- leika á mun öfluga starfi í framtíð- innl. Á árinu voru haldnir fjölmargir félagsfundir, þar sem rædd voru ýmis hagsmunamál og verkefni sambandsins. SÍA gekkst einnig fyrir nokkrum fræðslufundum fyrir starfsfólks aðildarstofnana og hyggst efla það starf í framtíðinni, enda er það m.a. tilgangur SÍA að auka hæfni aðildarfyrirtækjanna til þess að veita sem fullkomnasta þjónustu. Á vegum SÍA hefur frá upphafi verið starfrækt siðanefnd og er það eitt af skilyrðum fyrir inngöngu í SÍA að auglýsingastofa starfi í fullu samræmi við siðareglur Al- .þjóðaverslunarráðsins, sem lagðar eru til grundvallar í störfum siða- nefndar. Siðanefnd var upphaflega eingöngu skipuð fulltrúum Sí A, er. um sl. áramót hófst samstarf við Verslunarráð íslands og Neytenda- samtökin á þessum vettvangi. Hin nýja siðanefnd hefur nú sett sér starfsreglur og hyggst kynna starf- semi sína rækilega á næstunni. Ábyrgt upplagseftirlit blaða og tímarita hefur lengi verið baráttu- mál SlA. í desember 1983 var gerð- ur samningur milli nokkurra blaða og tímarita og Sí A um upplagseft- irlit í samráði við Verslunarráð Is- lands. Verða tölur um upplag þess- ara rita á árinu 1984 væntanlega birtar áður en langt um líður. Hins vegar hefur það valdið vissum vonbrigðum hve treglega margir útgefendur hafa tekið þessu ný- mæli. SÍA mun eftir sem áður halda áfram að vinna að þessu máli í von um að skilningur á því aukist. Formaður skýrði einnig frá mörgum öðrum þáttum í starfi SÍA Olafur Stephensen, formaður SÍA. eins og t.d. kynningum á auglýsing- um og starfsemi auglýsingastofa hjá ýmsum félagasamtökum, um- sögn til Alþingis um útvarpslaga- frumvarp og fundum vegna þess, fjölmiðlakönnunum, erlendum samskiptum o.fl. SÍ A er aðili að NRF, sem er Sam- band norrænna auglýsingastofa og EAAA — Evrópusambandi auglýs- ingastofa. Hafa fundir þessara samtaka verið sóttir af Islands hálfu og er það mjög gagnlegt fyrir starfsemina hérlendis að geta fylgst náið með því sem er að ger- ast í fjölmið! heiminum á umróta- tímum sem nú. A aðalfundinum gerðust þrjár nýjar stofur aðilar að SÍA, Auglýs- ingastofan Gott fólk, Auglýs- ingastofan Octavo og SM Auglýs- ingaþjónusta/Markaðsráðgjöf. Eiga þá 14 auglýsingastofur aðild að Sí A. Stjórn SÍA var öll endurkjörin, en hana skipa eins og áður segir ólafur Stephensen formaður, Kristín Þorkelsdóttir varaformað- ur og Páll H. Guðmundsson gjald- keri. Að loknum aðalfundarstörfum var haldin ráðstefna um þrjú mik- ilvæg málefni: 1. Menntunarmál. Kristín Þor- kelsdóttir flutti stutt erindi um mikilvægi góðrar menntunar starfsfólks auglýsingastofa. Hvatti hún til þess að úttekt yrði gerð á möguleikum fólks til menntunar á þessu sviði í íslenska skólakerfinu og að SÍA legði sitt af mörkum til þess að auka hana og bæta. 2. Dagblaðakönnun Hagvangs. Hallur A. Baldursson gerði grein fyrir könnun, sem SÍA hafði látið gera á lestri dagblaða. Mikilvægt er fyrir auglýsinga- stofur að fylgjast með fjölmiðla- markaðinum til þess að geta gefið viðskiptavinum sínum góð ráð varðandi notkun auglýsingafjár. Árið 1982 gerði Hagvangur um- fangsmikla lesendakönnun fyrir SÍA og hefur sú könnun verið mik- ilvæg viðmiðun fyrir auglýsinga- stofur. Nú hefur Hagvangur hafið nýja tegund kananna, svokallaðan spurningavagn. Þessi könnun er alls ekki eins umfangsmikil og ít- arleg og könnunin frá 1982 og er því ekki sambærileg nema reynt sé að samræma forsendur þeirra en slíkt er ætíð varasamt. 3. Tölvunotkun í starfsemi auglýs- ingastofa. Um þennan þátt ráð- stefnunnar sáu tveir Norðmenn, sem komu gagngert til landsins að þessu tilefni. Þeir Lars Bruus- gaard, aðstoðarframkvæmdastjóri RRR (norska SÍA) og Knut Straume, verkefnisstjóri tölvuvæð- ingar norskra auglýsingastofa, gerðu ítarlega grein fyrir sam- vinnu Dana og Norðmanna á sviði hugbúnaðarþróunar fyrir auglýs- ingastofur. Tilgangurinn var að fá nákvæmar upplýsingar um það, hvað gert hefur verið í nágranna- löndum okkar á þessu sviði, ef það gæti komið að gagni fyrir íslenskar auglýsingastofur. Ekkert hefur þó enn verið rætt um það, hvort ís- land gerist þátttakandi í þessu dansk/norskaverkefni. (Úr fréttatilkynningu) Frá sýningu samvinnufyrirtækjanna. Samvinnusýning á Patreksfirði PaireksfírAi í aprílbyrjun. Samvinnufyrirtækin í V-Barðastrandarsýslu héldu sýn- ingu dagana 30.—31. marz í Fé- lagsheimili Patreksfjarðar. Kynntar voru framleiðslu- og innflutningsvörur samvinnufyr- irtækja. Sigurgeir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans á Patreksfirði og stjórnarformaður kaupfélagsins, flutti inngangsorð að sýningunni og gerði grein fyrir starfsemi samvinnufélaganna. Rósa Bachmann, deildarstjóri, opnaði síðan sýninguna formlega. Anna Jónsdóttir kynnti tízku- sýningu, en sýndur var klæðnaður frá samvinnufélögum, ýmist eigin framleiðsla eða innfluttar vörur. Auk þess voru á sýningunni mat- væli, hús- og viðlegubúnaöur, verkfæri og margt fleira. Jafn- framt var boðið upp á kaffi og kökur. Bíll ársins 1985, Opel Kad- ett, stóð á miðju gólfi og átti at- hygli margra. Lukkumiðar voru á sýningunni. Raddir voru um það hvort sá sem I lukkupottinn félli fengi villibráð, sem þykir fínna og dýrara kjöt en menn minnast enn hinnar svoköll- uðu loftárásar á sauðfé. Félagar í Leikfélagi Patreks- fjarðar tróðu upp með skemmtiat- riði, m.a. söngvum úr Kardi- mommubænum. Sýningargestum þótti vel til takast með sýninguna eða „vel lukkuð og góð tilbreyting" eins og margir komust að orði. Fréttaritari Um launauppbót og sparnað á Grundartanga — eftir Kjartan Guö- mundsson I sambandi við fréttir frá ís- lenska járnblendifélaginu hf. sem birst hafa I flestum fjölmiðlum, Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæði: Remanit 4301 IIIC Stálgæði: Remanit 4016 Plötuþykktir: Plötustærðir: SINDRA 0.8 - 3.0 mm 1250x 2500 mm STALHF Borgartúni 31 sími 27222 þar sem greint er frá sérstakri greiðslu til starfsmanna, vil ég taka fram eftirfarandi: Um nokkurt skeið höfðu farið fram viðræður á milli viðkomandi verkalýðsfélaga og fyrirtækisins og VSÍ um samninga en samningar voru lausir 1. mars. I þessum við- ræðum var kröfunni um grunn- kaupshækkun afdráttarlaust hafn- að af hálfu okkar viðsemjenda. Þegar ljóst var að erfitt mundi að ná samningum, ef ekki yrði einhver hreyfing á grunnkaupi, tilkynnti fulltrúi fyrirtækisins að hann mundi leggja til við stjórn þess að hverjum og einum starfsmanni yrði greidd ákveðin upphæð eftir nánari útfærslu sem samkomulag yrði um. Þessi hugmynd var lögð fyrir starfsfólk sem taldi sig geta fallist á aðrar hliðar samningsins ef af þessari greiðslu yrði. I trausti þess að þessi hugmynd næði fram að ganga hjá stjórn ÍJ voru samn- ingar undirritaðir 8. mars 1985. Annað atriði í fyrrnefndum fréttum vil ég aðeins minnast á, en það er um hinn svonefnda „Spari- bauk“. Nú mætti ætla að launakjör séu svo góð hér á Grundartanga að hver maður geti lagt til hliðar svo og svo mikið af launum sínum um- fram aðra vinnustaði, en því miður er ekki svo. Ef menn eiga að geta staðið við skuldbindingar sínar í þessu vaxta- og lánaokri þurfa þeir að geta lagt til hliðar eitthvað af tekjum sínum og skipulagt fjármál sín. Hefur járnblendifélagið raun- ar árum saman veitt starfs- mönnum, sem þess hafa óskað, að- stoð við að ná tökum á fjármálum sínum með gerð greiðsluáætlana, sem síðan hafa verið notaðar í skiptum manna t.d. við lánastofn- anir. Á si. hausti kom fram sú hug- mynd hvort ekki væri hægt að skipuleggja einhvern sparnað hjá starfsmönnum á Grundartanga til þess að auðvelda þeim að standa við skuldbindingar sínar. Stjórn starfsmannafélagsins gekk svo f það að hrinda þessu í framkvæmd. Þetta fer fram með þeim hætti að launadeild fyrirtækisins heldur eftir af tekjum hvers og eins þeirri upphæð sem hann ákveður mánað- arlega. Þetta fé er svo lagt í banka á sameiginlegan reikning á bestu fáanlegum kjörum en er þó laust fyrir hvern og einn þegar hann þarf. Einnig er miðað að því, að þessi skipan liðki fyrir lánum til þeirra sem eru þátttakendur í „Sparibauknum". Vel getur verið, að starfsemi „Sparibauksins“ verði til þess, að einhverjir starfsmenn stofni til sparnaðar, sem þeir annars hefðu ekki gert. Slík aukageta af þessari starfsemi er að sjálfsögðu af hinu góða. Af því, sem hér hefur verið sagt, má vera ljóst, að fyrrnefnd greiðsla kom starfsmönnum á Grundar- tanga ekki svo mjög á óvart (en engu að síður kom hún sjálfsagt mörgum vel) og einnig hitt að til „Sparibauksins" var stofnað af nauðsyn, en ekki af því að tekjuaf- gangur starfsmanna væri þeim til vandræða. KJartan (ludmundsson er aðaltrún- aðarmaður (Irundartanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.