Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 16. APRÍL1985 Breska kolafélagið: Fyrrum verkfalls- menn varaðir við lx>ndoii, 15. apríl. AP. IAN MacGregor, formaöur breska ríkiskolafélagsins, sagði Verður Dotson náðaður? ( 'hicago, 15. apríl AP. FJÖLSKYLDA og vinir Gary Dotsons berjast nú harðri bar- áttu fyrir því að fá hann lausan, eftir að hann var settur á ný í fangeisi fyrir nauðgun, sem stúlkan, er fyrir henni átti að hafa orðið, segir að aldrei hafi gerzt. Er nú hafín mikil undir- skriftasöfnun fyrír því að fá Dotson náðaðan. Cathleen Crowell Webb, heldur því fram, að hún hafi logið, er hún bar það á Dotson, að hann hefði nauðgað sér árið 1977. Hún sagði fyrir helgina: „Ég mun ekki leggja árar í bát. Þessu máli er ekki lokið." Sagðist hún reiðubúin til þess að gangast undir próf með lygamæli til þess að fá það staðreynt, að hún segði satt. James R. Thompson, ríkis- stjóri í Illinois, hefur staðfest það, að fjöldi manns hefði farið þess á leit við sig, ýmist bréf- lega eða með símhringingum, að Dotson yrði náðaður. Ríkis- stjórinn sagðist hins vegar ekki myndi taka neina ákvörð- un í málinu að svo komnu, en málið yrði að sjálfsögðu tekið til athugunar, er formleg náð- unarbeiðni frá Gary Dotson lægi fyrir. sl. laugardag, að nú yrði skorin upp herör gegn þeim verkamönn- um, fyrrum verkfallsmönnum, sem stöðugt ofsæktu og hrelldu þá starfsbræður sína, sem ekki hefðu tekið þátt i verkfallinu. I yfirlýsingu, sem MacGregor lét frá sér fara, sagði, að gripið yrði til tafarlausra aðgerða gegn þeim verkamönnum, sem staðnir yrðu að því að hóta og hrella þá, sem ekki hefðu viljað leggja niður vinnu í verkfalli kolanámamanna. Yrði ekki skirrst við að beita brottrekstri ef með þyrfti. Yfirlýsingin kom sama daginn og lögreglan skýrði frá því, að hún hefði neyðst til að forða burt fjöl- skyldu verkamanns, sem ekki lagði niður vinnu, eftir að um 40 manns réðust á heimili hans. Að sögn lögreglunnar stjórn- uðu fyrrum verkfallsmenn þess- um aðförum og grýttu þeir hús- ið, brutu gluggarúður, og mölv- uðu húsgögn mélinu smærra. Hafa margir slíkir atburðir átt sér stað í kolanámahéruðunum að undanförnu. Gervitunglabani Hovétmenn hafa smíðað gervihnött, sem grandað getur gervihnöttum á braut um jörðu. Á þessari mynd bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sovézki hnötturinn í vinstra horni. Sést hann skjóta frá sér klasa af sprengjukúlum, sem ætlað er að granda hnetti í horninu efst til hægri. Er hér um teikningu að ræða. Tek ekki upp samvinnu við stjórn Khadafys Sænski hjartaþeginn: Ánægður með lífið Stokkhólmi. 15. apríl. AP. „ÉG HEF lært að meta hvert augna- blik,“ var í dag haft eftir óþekkta hjartaþeganum á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhóimi. Enn hefur ekki verið skýrt frá nafni hans og er því sá orðrómur áfram á kreiki, að það sé Leif Stenberg, en sá maður var á sínum tíma fundinn sekur fyrir dómi um skattsvik og ýmis önnur afbrot. í tilkynningu, sem lesin var upp í dag af einum læknanna, er að- gerðina framkvæmdu, var haft eftir hjartaþeganum: „Ég er þakklátur fyrir hverja mínútu, sem ég fæ að lifa." Var sagt, að hann væri farinn að standa upp og ganga um og borða venjulegan mat og líðan hans væri ágæt í hví- vetna. — segir Sareddahab, leiðtogi bylt- ingarstjórnarinnar í Súdan New York, 15. aprfl AP. ABDUL-RAHMAN Swareddahab hershöfðingi, leiðtogi stjórnarbylt- ingarinnar í Súdan, sagði í gær, að hann myndi reyna að koma aftur á borgaralegri stjóm í landinu inn- an árs. Þangaö til yrði samt ekki hjá því komist, að aðhaldsráðstaf- anir fyrrverandi stjórnar í efna- hagsmálum væru áfram við lýði. „Við verðum að halda þessum aðgerðum áfram, ella kann ástandið að verða enn verra að lokum en það er nú,“ sagði Swareddahab i viðtali við fréttamann bandaríska blaðsins New York Times. „Gallinn á fyrri stjórn var sá, að hún hirti ekki um að útskýra hlutina fyrir þjóðinni, heldur stjórnaði með tilskipunum án þess að gefa nokkrar skýringar á því, sem verið var að gera.“ Miklar verðhækkanir á helztu nauðsynjum áttu mikinn þátt í þeim óeirðum, sem hófust í Súd- an fyrir nokkrum vikum og end- uðu með því að yfirmenn í hern- um undir forystu Swareddahabs gerðu stjórnarbyltingu og steypu Nimeiri forseta af stóli, á meðan hann var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Swareddahab lagði áherzlu á, að bráðabirgðastjórn sú, sem komið yrði á fót bráðlega, yrði skipuð mönnum utan hersins að verulegu leyti. Hann bætti því hins vegar við, að herinn myndi eftir sem áður fara með raun- verulegt vald í landinu og að stjórn landsins yrði áfram í höndum hersins að 12 mánuðum liðnum, ef „nauðsyn krefði". Þá sagði Swareddahab enn- fremur, að engin áform væru uppi um að draga Nimeiri fyrr- verandi forseta landsins fyrir dóm. „Við höfum öðrum þýð- ingarmeiri hlutum að gegna a næstunni," sagði hershöfðing- inn. Ef afdráttarlausar kröfur kæmu hins vegar fram um það á meðal þjóðarinnar myndi stjórnin að sjálfsögðu taka tillit til þess og freista þess að fá Nimeiri framseldan frá Egypta- landi, þar sem hann dvelst nú. Hershöfðinginn tók það skýrt fram, að stjórn hans hygðist ekki taka upp nánara samband við Líbýustjórn en verið hefur, en Mommar Khadafy, leiðtogi Líbýu, fagnaði stjórnarbylting- unni í Súdan og viðurkenndi stjórn Swareddahabs strax. Danmörk: V erkalýðsfélögin taka upp nýjar baráttuaðferðir Skotland: Leifar af þriggja metra sporðdreka I auIaa iK ••wíl A P ™ London, 15. aprfl. AP. STEINGERÐAR leifar risavaxins sporðdreka og skriðdýrs, sem líktist froski, hafa fundist í Skotlandi. Segja vísindamenn um fundinn, að hann sé ákaflega merkilegur og brúi áður óbrúað bil í forsögunni. Breska blaðið The Sunday Telegraph skýrði frá þessum fundi og kom þar fram, að skepnurnar hefðu verið uppi fyrir um 340 milljónum ára. Það var kunnur, skoskur steingerv- ingafræðingur, Stan Wood að nafni, sem fann þær skammt frá Edinborg. Fyrstu rannsóknir benda til, að steingervingarnir fylli upp í 30 milljón ára eyðu í forsögunni og sýni betur en áður hvenær hryggdýr á landi yfirgáfu heim- kynni sín í sjónum og í fenjun- um, sagði í blaðinu. Mikilvægasti fundurinn var næstum algert dýr af froskaætt líklega, með frumstæðan hala eins og kambasalamandra, en „furðulegasti fundurinn" voru bakskeljar af risavöxnum sporð- dreka, sem hefur líklega verið allt að þriggja metra langur. Kaupmannahofn, 15. aprfl. AP. ÁSTANDIÐ í Danmörku rirtist vera að færast í eðlilegt horf fyrir helgina og á laugardag ákváðu formælendur verkfallsaðgerðanna að hætta tilraunum til að knýja stjórn Poul Schlttters forsætisráðherra til að falla frá lagasetningu í launadeilunni. Á fundi 3000 trúnaðarmanna verkalýðsfélaga á Kaupmanna- hafnarsvæðinu var ákveðið að mæla með því, að ólöglegum verk- föllum yrði hætt frá og með mánudegi og teknar upp nýjar baráttuaðferðir. Lagt var til, að áhersla skyldi hér eftir lögð á að sprengja launaramma ríkisstjórn- arinnar með samningum við ein- staka atvinnurekendur. Enn er loft þó lævi blandið og það svo mjög, að skipuleggjendur kaupsýslumannanámskeiðs, sem halda átti í óðinsvéum, ákváðu að aflýsa samkomunni eftir að herskáir aðilar í verkalýðsforystu borgarinnar höfðu hvatt til víð- tækra mótmælaaðgerða gegn aðalræðumanni námskeiðsins, Shcluter forsætisráðherra. Búist er við að verkfallsaðgerð- um verði haldið áfram út vikuna í einhverjum mæli, en hinir harð- snúnustu í hópi forystumanna verkalýðsfélaganna viðurkenndu á fyrrnefndum trúnaðarmanna- fundi í Kaupmannahöfn, að verka- fólk hefði hreinlega ekki efni á að halda áfram ólöglegum verkfalls- aðgerðum án stuðnings úr verk- fallssjóðum félaganna. Félag atvinnurekenda í Dan- mörku undirbýr nú refsiaðgerðir á hendur þeim fyrirtækjum innan sinna vébanda sem fara út fyrir þann launaramma, sem lagasetn- ing ríkisstjórnarinnar markaði. Þó hafa borist fréttir af atvinnu- rekendum, sem kosið hafa að kaupa sér frið við launþega með því að semja um hærri laun en lögin mæltu fyrir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.