Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
Reykdælir sýna Blómarósir
K leppjárn.sreykjum í aprfl.
EITT AF umfangsmestu verkefnum Umf. Reykdsela er
leikstarfsemi. Óhætt er að fullyrða að þar hafi flestir
félagar lagt félaginu lið og fengið trúlega skemmtun við
að spreyta sig á hinum ýmsu verkefnum, hvort það er að
leika á sviði eða stjóma að tjaldabaki.
í fundargerð frá 8. marz 1914 segir svo: „Til þess
að gera félagslífið sem fjölbreyttast og skemmtileg-
ast væri tilvalið að brydda upp á þeirri nýjung að
sýna sjónleik." Ekki varð þetta þó að veruleika fyrr
en 1915 eða 1916, en þá var sjónleikurinn „Sýslu-
fundurinn" settur upp. Gunnlaugur Briem lék sýslu-
manninn en aðrir leikarar voru m.a. Guðmundur
Bjarnason, Guðmundur Illugason, Helgi Sigurðsson,
Kristófer Guðbrandsson og Þorsteinn Kristleifsson.
Á tíu ára afmæli félagsins árið 1918 var sýndur
þáttur úr Skugga-Sveini. Þá var leikið úti, uppi við
kletta fyrir ofan félagsheimilið. Eftir þetta eru sjón-
leikir nokkuð reglulegir í starfsemi félagsins og alls
Málin rædd í matartímanum.
hafa líklega verið sýnd 45—50 leikrit og leikþættir.
Flestar hafa sýningar orðið á Skugga-Sveini árið
1966 eða 14 talsins, en flestir gestir komu á Gullna
hliðið árið 1971, tæplega 2 þúsund manns.
Nú um páskana var leikritið „Blómarósir" eftir
ólaf Hauk Símonarson frumsýnt. Leikstjóri er
Bjarni Steingrímsson, sem hefur þrívegis áður
leikstýrt hjá Umf. Reykdæla. Ekki er að efa að
Blómarósir verða enn eitt „meistarastykkið" hjá fé-
laginu. Gömlu kempurnar, sem eiga einna lengstan
leikferil með félaginu, t.d. Andrés í Deildartungu,
Halldóra í Reykholti, Hrafnhildur á Bergi, Steinunn
á Grímsstöðum, Ármann á Kjalvarsstöðum og
Þorsteinn á Hömrum eru öll enn á ný mætt til leiks
ásamt átta öðrum leikurum. Sigurður á Kirkjubóli
annast undirleik eins og hann hefur áður gert.
— Bernhard
Frá sýningu Umf. Keykdæla á Blómarósum.
Vorhugur í Reykholtsdal
Kleppjárnsreykjum, 7. aprfl.
ER VORIÐ að koma? Þessi spurn-
ing vaknar hjá okkur þegar hitastig-
ið mælist í tveggja stafa tölu. En það
er fleira sem minnir á vorkomuna.
Að undanförnu hefur rnikið ver-
ið brennt af sinu hér um slóðir og
lyktin og reykurinn minna á vorið.
Álftir hafa sést á flugi með mikl-
um lúðraþyt á leið til sumarheim-
kynna sinna á Arnarvatnsheiði.
Fyrr á öldinni hefur sennilega
verið enn þá meira álftavarp á
heiðinni því að álftafjaðratínsla
þótti töluverð hlunnindi fyrir
Reykholtskirkju, en hún átti ein
rétt á fjaðratínslunni á Arnar-
vatnsheiði.
Hestamennska hefur alltaf ver-
ið í hávegum höfð í Reykholtsdal
og er algengt að menn séu með
5—10 hesta á húsi. Þegar veðrið
sýnir sínar beztu hliðar er ekki
legið á liði sínu að bregða sér á
bak og sýna gæðinga sína og sjá
aðra. Um langa helgi eins og
páskahelgina koma brottfluttir í
sveitina og fá að sjálfsögðu að
fara á bak.
Lítill klaki er í jörðu hér og geta
vorverkin byrjað fyrr en venju-
lega. Þá er það von allra að sum-
arið verði ekki eins votviðrasamt
eins og í fyrra.
— Bernhard.
Gestum er gjarnan boðið á bak á gæðingum.
Skemmdir á
veginum
til Flatevrar
Flateyri, 2. aprfl.
NÝ AÐKEYRSLA var lögð til
Flateyrar síðla sumars 1984 og
liggur að nokkru leyti í sjávar-
kantinum. Ekki hafði verið gengið
frá grjótvörn á þeirri hlið, sem
snýr að firðinum og hefur því
vindbára brotið úr veginum. Mest-
ar urðu skemmdirnar í miklu roki
er geysaði nú fyrir nokkru og hef-
ur vegurinn mjókkað verulega á
kafla. Þá urðu einnig skemmdir á
varnargarði þeim sem gerður
-hafði verið fyrir smábátahöfn.
— BIH.
Homíirskir hestamenn í hópreið á Fomustekkum
Langþráð mótaskrá
hestamanna tilbúin
Hestar
Valdimar Kristinsson
Eftir langa bið hefur nú litið dagsins Ijós mótaskrá Landssambands
hestamannafélaga og virðist sem sífellt erfiðara sé að koma þessari skrá
saman vegna sífelldrar fjölgunar hestamóta. Erfiðlega gekk að finna
íslandsmótinu stað og virðist sem það sé oft á tíðum hornreka við gerð
mótaskránna.
Hápunktur í mótahaldi sumarsins er án efa Fjórðungsmótið sem haldið
verður í Reykjavík og svo Evrópumótið sem haldið verður í Alingsás í
Svíþjóð dagana 16.—18. ágúst. En mótaskráin er sem hér segir:
APRÍU
6.- 8. Léttir íþróttamót Akureyri
20. Hörður íþróttamót v/Varmá
25. Fákur Firmakeppni Víðivöllum
25. Geysir Firmakeppni Hellu
25. Kópur Firmakeppni Kirkjubcjarklaustri
26.-28. Fákur íþróttamót Víðivöllum
27. Faxi Firmakeppni Borgarnesi
MAÍ:
1. Smári Firmakeppni Flúðum
4. Fákur Hlégarðsreið Mosfellssveit
4.— 5. Gustur íþróttamót v/Arnarneslck
4. Geysir íþróttamót Rangárbökkum
4. Sleipnir Firmakeppni Selfossi
11. Geysir Firmakeppni Hvolsvelli
11. Sleipnir íþróttakeppni Selfossi
11.—12. Gustur Gcðingakeppni og kappr. v/Arnarneslck
12. Smári íþrótlakeppni Kálfárbökkum, Gnúpv.h.
16. Hörður Firmakeppni v/Leirvog
16.—18. Léttir íþróttamót Akureyri
18. Andvari Gcðingakeppni v/Kjóavelli
19. Ljúfur Firmakeppni Keykjakoti
19. Máni íþróttamót Mánagrund
18.—19. Gu.stur Gcðingakeppni og kappr. v/Arnarneslck
24.-27. Fákur Hvítasunnukappreiðar V íðivöllum
25. Dreyri íþróttamót Æðarodda, Akranesi
26. Blcr Firmakeppni Norðflrði
27. Léttir Gcðingakeppni og kappreiðar Akureyri
JÚNÍ:
1. Sýning stóðhestastöðvar BI Gunnarsholti
1. Funi Afmclishátið Hrafnagili
1.— 2. Sörli Gcðingakeppni, kappr. v/Káldársel
2. Hörður íþróttamót v/Leirvog
7.— 8. Héraðssýning Eyfirðinga o.fl., Melgerðwmelum
8. Goði Gcðingakeppni og kappr. Fáskrúðsfirði
8. Hringur íþróttamót Dalvík
8.— 9. Suðurlandsmót í hestaíþróttum, Selfossi
8.— 9. Svaði Gcðingakeppni og kappr. llvannkotseyri, Hofsósi
8.- 9. Máni Hestaþing Mánagrund
14.—15. Héraðssýning Skagfirðinga Vindheimamelum
15.-16. Geysir Gcðingakeppni og kappr. (iaddstaðaflöt
15.—16. íslandsmót í hestaíþróttum (>addstaðaf1öt
15.-16. Hornf. Gcðingakeppni og kappr. Fornustekkum
21.-22. Héraðssýning Húnvetninga Húnavatnssýslu
21.—22. hjálfí og
Grani (■cðingakeppni og kappr. v/Einarsstaði
22. Sindri (■cðingakeppni og kappr. v/Pétureey
22. Hörður Gcðingakeppni og kappr. Arnarhamri
22.-23. Háfeti og
Ljúfur Gcðingakeppni og kappr. Faxaholti Þorlákshöfn
22.-23. Dreyri Gcðingakeppni og kappr. ölveri
22.-23. Freyfaxi Gcðingakeppni og kappr. Iðavöllum
27.-30. Fjórðungsmót sunnlendinga Víðivöllum, Kvk.
JÚLÍ:
5.- 6. Kvrópumótsúrtaka Víðivöllum
6. Kópur Gcðingakeppni og kappr. Sólvöllum
6. Glaður Gcðingakeppni og kappr. Nesodda
6.- 7. Neisti, Óðinn Gcðingkeppni og kappr.
12.-13. Stormur Gcðingakeppni og kappr. Söndum, Dýrafirði
13. Blakkur/
Kinnskcr Gcðingakeppni og kappr. Heiðabcjarmelum
13.-14. (■nýfari o.fl. Vináttumót Ólafsfirði
13.—14. Faxi Gcðingakeppni og kappr. Faxaborg
JÚLÍ:
13.-14. Íslandsmót í hestaíþróttum Hellu
13.-14. llringur Gcðingakeppni og kappr. Flötutungum
13.—14. l»ytur Gcðingakeppni og kappr. Króksstaðamelum
20.-21. Sleipnir/
Smári Gcðingakeppni og kappr. Murneyri
20.-21. Glcsir Gcðingakeppni og kappr. Siglufirði
20.—21. Fákur íþróttamót Víðivöllum
20.-21. Deildarmót norðlenskra íþr.deilda Dalvík
27. Sncfellingur Gcðingakeppni og kappr. Kaldármelum
27.-28. Funi, Léttir,
l>ráinn Stórmót Melgerðismelum
ÁGÚST:
3.- 4. Hestamót Skagfirðinga V indheimamelum
4. Lo((i Gcðingakeppni og kappr. v/Hrísholt
17. Bber Gcðingakeppni og kappr. Kirkjubólseyrum
17.-18. Gnýfari Gcðingakeppni og kappr. ólafsfirði
18. Trausti Gcðingakeppni og kappr. Laugardalsvöllum
24. hráinn Gcðingakeppni og kappr. Grenivík