Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Framtíð mannkyns í skugga atómvopna og eiturneyslu Aldrei hefur mannkyn jarðar getað lifað ljúfari daga og átt greiðari brautir til heilla, hjálp- ar og samstarfs en einmitt nú á líðandi stund, og skapað sér með samstarfi sanna hamingju. Sé vel athugað mætti jafnvel fullyrða að aldrei hafi mannkyn- ið staðið nær þvi að geta skapað guðsriki friðar, frelsis, fagnaðar og mannréttinda á jörðu en á siðari hluta þessarar aldar. Samt eru fréttir af svartasta hryllingi, sulti, þjáningum, hungurdauða og hermdarverk- um meginefni frétta á hverju kvöldi. Fyrir sjónir svífa á skjánum endalausar fylkingar skjögrandi fórnardýra i mannsmynd, sem ættu þó ekki að geta orðið til, ef þess væri gætt i framkvæmd og af fyrir- hyggju, sem ætti að vera innan handar að skapa og veita af gæð- um jarðar, ef valdhafar þjóð- anna kynnu að leika sitt hlut- verk i leik lifsins af drengskap, manngildi og miskunnsemi, að ekki sé nefnt bróðurhug og heil- indum. Með sameiginlegu átaki af tækni og kærleika beitt, má á ótrúlega stuttum tíma breyta eyðimörk í aldingarða og akra eða flytja fæðu og nauðsynjar frá allsnægtarsvæðum til hung- urlanda á nokkrum klukku- stundum. Samhliða hungurfréttunum heyrum við svo um, sjáum, og eigum sjálf hér á Vesturlöndum heil smjörfjöll, fleskhallir og fiskgeymslur, sem valda bæði vanda og deilum. Alls staðar að heita má er svonefnd offramleiðsla hinna hollustu og beztu matvæla, sem heimurinn hefur nokkurn tíma kynnzt. Sagt er, að aldrei hafi orðið meiri offramleiðsla af dýrindis vínum margra milljarða dollara virði en einmitt síðastliðið ár. Gæti það verið rétt og drengilegt að framleiða heil stöðuvötn áf áfengi, þegar milljónir manna, kvenna og barna deyja daglega úr hungri og þorsta, án þess að þeim sé veitt svo mikið sem vatnsdropi að drekka. Væri ekki réttara, viturlegra og mannlegra að notfæra sér tækni vísinda og flutningstækja til að framleiða það, sem gæti veitt líf og heilsu, vonir og gleði slíkum hópum, og flytja þeim fæðu og drykk? Enginn í víðri veröld þyrfti að svelta, ef af viti og mannúð væri unnið af þeim, sem völd hafa og auðlegð allsnægta og úrkosta til flutninga og framleiðslu. Var ekki í þess stað, stórt skip hlaðið af dýrasta wiský — sýnt í höfn hungurlandsins Eþíópíu snemma í vetur? Og í mestu kornræktarlöndum frjósömustu akurlenda heims, er ræktað korn, og auk þess flutt inn korn alla leið frá Ameríku fyrir millj- ónir dala og níblna til að fram- leiða vodka og brennivín. Og ein- mitt þaðan berast nú fréttir, sem lýsa ótrúlegustu undrum miðað við andstæðurnar hungur annars vegar og ofneyzlu hins vegar. Vísindalegar athuganir gerðar í sjálfri Vísinda-akademíu Sovétríkjanna, hafa nú nýlega skilað skýrslu um slíka ofneyzlu, sem birt er eftir franskri frétta- stofu í sjálfri Moskvuborg og birt í sænsku blaði, sem ég fæ hingað. Þar er brennivínið talin meiri ógnun við framtíð Sovétríkjanna en kjarnorkuvopn erlendra stór- velda. Er þá mikið sagt. Ein enn af þessum fjarstæðum. Meðan milljónaþjóðir svelta, eru auðæfi ríkustu þjóða heims notuð til að framleiða allar ægilegustu teg- undir eldflauga og atomvopna, svo ekki þyrfti nema eina af milljón slikra flauga til að skapa heimsendi. Til þess er hægt að verja milljónum milljarða af dollurum og rúblum árlega eða daglega ef svo mætti segja. En á hinn bóginn er framleitt áfengi, sem ógnar annarri teg- und bölvunar og heimsendis, sem lýst er nú þegar í Rússlandi með orðum skýrslunnar og ályktunum Akademíunnar rússnesku og miklu með eftirfar- andi orðum: „Drykkjuskapur siðustu ára er mesta hörmung rússneskrar sögu í þúsund ár.“ „Sjötta hvert barn fæðist með meiri eða minni skemmdir í líf- færum sínum af völdum áfeng- is.“ „Fjörutíu milljónir Sovétborg- ara eru opinberlega skráðir ofdrykkjumenn og þar af 17 milljónir blátt áfram sjúkl- ingar.“ „Vodka drepur milljón Sovét- manna árlega." „Ríkið aflar mikils fjár í ríkis- kassann með sölu vodka. Samt er sá gróði ekki nema fjórði hluti þeirra útgjalda, sem ríkið verður að greiða gegn afleiðingum ofdrykkjunnar á ýmsan hátt.“ „Ríki, þar sem annar hver full- orðinn maður er alkóhólisti, sem ekki getur unnið fyrir sér, getur ekki staðizt, né átt mikla fram- tíð.“ „Dánarhlutfall fer hækkandi i Sovétríkjunum. Árið 1960 var dánartala ung- barna af hverju þúsund 7,1. Nú er sú tala 10,4 og hefur hækkað um 47% prósent á nokkrum ár- um.“ Samt hafa Sovétríkin sexfald- an læknafjölda miðað við mann- fjölda, t.d. i samanburði við Kín- verja. Þessi dánartala er þó 50% hærri í Sovétríkjunum, segja þessir vísindamenn — Þetta eru í sannleika umhugsunarverðar upplýsingar fyrir allar þjóðir heims. Eru hvarvetna brjálaðir menn við stýri á lífsfleytum þjóðanna? Hér ætti að spyrna fótum við tvenns konar kjarnorku: Atoms og alkóhóls, að ógleymdum öllum fíknilyfjum, sem ríku þjóðirnar gleypa nú stöðugt úr stærri gám- um. Hvernig er það annars vestan Atlantsála með vínneyzlu og framleiðslu þess? Sagt er síðast að Sovétspek- ingar hafi fyrir einum áratug ætlað að bæta úr böli sterkra vína með % 6.áfengum bjór!! Þó geta vísindin lýst þessu svona eftir áratugs reynslu. Sannarlega ættu því allar þjóðir heims, að gæta vöku sinn- ar gagnvart voða og dauða- skuggum atomvopna og eitur- neyzlu. Við þráum öll þrátt fyrir allt ljóma mannréttinda, friðar og gleði, Guðs í góðum heimi. Reykjavík, 21. febr. 1985. + Elsku litla dóttir okkar og systir, SIGURRÓS ÞORSTEINSOÓTTIR, lést 28. mars í sjúkrahúsi i London. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey. Þökkum auösýnda samúö og hlýhug. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks barnaspitala Hringsins fyrir ómetanlega að- stoö i veikindum hennar. + MARGRÉT SVEINSDÓTTIR lést i Hátúni 10B 7. april. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug. Ragnar Finnsson, dætur, makar og barnabörn. Kolbrún Héöinsdóttir, Þorsteinn Sigurösson, Signý Rós Þorsteinsdóttir. 4- + Eiginmaöur minn og faöir okkar, TRYGGVI ÓLAFSSON málarameistari fró Garóshúsum, Vestmannaeyjum, Reynigrund 73, Kópavogi, Jaröarför ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, Miöbraut 30, Seltjarnarnesi, fer fram miövikudaginn 17. aprll kl. 15.00. Systkini og aörir vandamenn. 13.30. Þórhildur Stefánsdóttir, Ólafur, Stafán og Sævar Tryggvasynir. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi. + Móöir okkar, MAGNEA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Marargötu 6, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. april kl. 13.30. Helga Hafsteinsdóttir, Jón B. Hafsteinsson, Gunnar 1. Hafsteinsson, SIGURGEIR SIGFÚSSON, fyrrverandi leigubílstjóri, Langholtsvegí 58, veröur jarösunginn frá Áskirkju miövikudaginn 17. apríl kl. 13.30. Þeir sem vildu mínnast hans vinsamlega láti Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Hlff Gestsdóttfr, Gestur Sigurgeírsson, Svala Ingimundardóttir, Gunnar Sigurgeirsson, Sigrún Jónsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Sigrún Guömundsdóttir, Raymond La Croix, og barnabörn. naii iieinn naisveinsson. -1 Lokað Eiginmaöur minn og faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON frá Snsebjarnarstöóum I Fnjóskadal, Dalbraut 27, Reykjavfk, Lokaö veröur i dag, þriðjudaginn 16. april, frá kl. 14.30—16.30 vegna jaröarfarar. Verslunin Yrsa, Skólavöröustlg 13. sem lést i Landspitalanum laugardaginn 6. april sl. veröur jarö- sunginn frá Dómkirkjunni 1 Reykjavík fimmtudaginn 18. april kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Landspitalann og Krabbameinsfélag islands. Lokað í dag Magnúsfna Kristinsdóttir, Hólmfrföur G. Jónsdóttir, Ingvi S. Ingvarsson, Brynleifur Jónsson, Sigurbjörg Guömundsdóttir, Síguröur K. Jónsson, Selma Jóhannesdóttir, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. frá kl. 14.00—17.00 vegna jaröarfarar HILMARS G. HILMARSSONAR. Videóturninn, Melhaga 2. Bandalag jafnaðarmanna bflafríðindi bankaxtjóra: Verknaður sem kerfið samþykkti EFTIRFARANDI fréttatilkynning hef- ur borist Mbl.: Af gefnu tilefni vill þingflokkur Bandalags jafnaðarmanna taka fram eftirfarandi. 1. Staðreynd er að bílafriðindum bankastjóra var á sínuin tíma komið á að frumkvæði Alþýðuflokksins með stuðningi hinna gömlu flokk- anna. 2. Staðreynd er að núverandi breyt- ing á kjörum bankastjóra er ekki launahækkun heldur formbreyting á greiðslum sem lengi hafa tíðkast ómótmælt af þeim flokkum og full- trúum sem sæti eiga í bankaráðum ríkisbankanna. 3. Staðreynd er að þeir menn sem fjórflokkarnir treystu best til að gæta hagsmuna alþjóðar í bönkun- um hlýddu ekki samþykkt Alþingis um afnám bílafríðinda bankastjóra. Fjórflokkarnir bera ábyrgð á þess- um mönnum og gerðum þeirra. Ennfremur má benda á eftirfar- andi: 1. Gömlu flokkarnir gerðu engar at- hugasemdir við þessi fríðindi bankastjóranna fyrr en fjölmiðlar uppljóstruðu um málið. 2. Tillögur um að ákveða laun bankastjóra í kjaradómi eru tillögur aðila, sem eru hræddir við ábyrgð. 3. Það er ódrengilegt að benda á þá menn sem í bankaráðunum sitja sem sökudólga fyrir verknað sem kerfið samþykkti þar til almenning- ur fordæmdi verknaðinn. Hér nægir ekki að skipta um menn heldur þarf að afnema sam- tryggingu og spillta bitlingastjórn fjórflokkanna. V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.