Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 16. APRÍL 1985
Finnur steinn til
eða er hann lífvana?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
45. árgangur.
Ritstjórar: Silja Aðalsteinsdóttir og
Vésteinn Ólason.
Utgefandi: Bókmenntafélagið Mál
og menning 1984.
Tímarit Máls og menningar,
árgangur síðasta árs, býður upp á
fjölbreytilegt lestrarefni, ritið sex
hundruð blaðsíður. En óneitanlega
vekur 5. hefti mesta forvitni. Um-
sjón þess er í höndum Guðbergs
Bergssonar og er það að mestu
helgað portúgölskum bókmennt-
um.
Guðbergur hyggst „sýna hvern-
ig hinar ýmsu stefnur sem hafa
verið uppi, helst í Evrópu, hafa
haft áhrif á portúgalskan skáld-
skap“. Með úrvalinu vill hann líka
„leggja áherslu á að smáþjóðir eru
til og menning þeirra oft jafn
blómleg og hinna". Sé það rétt sem
hann heldur fram að úrvalið sé
„líklega það víðtækasta sem gert
hefur verið" er það út af fyrir sig
viðburður. En hvernig sem á þessa
kynningu Guðbergs á portúgölsk-
um bókmenntum er litið, gagnrýn-
um augum eða ógagnrýnum, er
hún á margan hátt gagnleg.
Það er alltaf fróðlegt að kynnast
hugmyndum Guðbergs. Ritgerðir
hans um portúgölsk ljóð og laust
mál eru ítarlegar og fullar af at-
hugasemdum um líf og list, sumar
þess eðlis að erfitt er að fylgja
honum á fluginu, aðrarliitta beint
í mark.
Ljóðasýnishornin eru ekki
mörg, sum ljóðanna hljóðlát og
láta lítið yfir sér. Það er rétt hjá
Guðbergi að „þau verða eflaust
talin vera flöt og litlaus af ljóða-
unnendum sem eru vanir háum
hrópum". En eru þau ekki ljóð-
skáld fá nú á tímum sem stunda
há hróp? Það er aftur á móti ljóst
af sýnishornunum að „portúgölsk
ljóðagerð er afar fögur, hún hefur
varðveitt hið lygna og djúpa
mannvit latneskrar Ijóðagerðar
um leið og hún hefur endurnýjast
vegna franskra og enskra áhrifa".
Gott sýnishorn þessara ljóða er
Ættland eftir Miguel Torga (d.
1907):
Öræfi og fjöll!
Eitthvað sefast í eðli mínu ...
eitthvað djúpstætt og bælt,
en gert úr gróðurmold
ogsál.
Hér á fálkinn friðland
og faðmar ómælisvídd:
undir klónum er klettasnös
en krækir gogg í stjörnur ...
Þýdd eru tvö ljóð eftir höfuð-
skáldið Fernando Pessoa
(1888—1935). Pessoa er mælskari
en Torga og fleiri skáld, einkenni-
legt skáld sem í rauninni var mörg
skáld í einu skáldi. Guðbergur
kemst vel að orði þegar hann segir
að ljóð Pessoa séu á flugi í mold-
arheimi og í þeim sé „yfirskilvit-
leg tilfinning án þess Ijóðin hætti
að vera jarðbundin". Eftirfarandi
erindi er til marks um þankagang
Pessoa:
Nú hef ég þegar ort þónokkur Ijóð.
Að sjálfsögðu verð ég að auka við safnið.
Innihald Ijóðanna er alltaf það saman,
en samt eru Ijóðin ólik hvert öðru,
því sérhver athöfn er viss aðferð við að segja
það sama.
Stundum sest ég og virði fyrir mér stéin '
Mér dettur ekki í hug að hugsa hvoFt steinn
finni til.
Og fjarri fer því að ég kalli steininn bróður.
Hann er mér kær fyrir það eitt að hann er steinn
og líka af því hann finnur ekki til
og er mér þvi einnig óskyldur.
í þýðingum Guðbergs Bergsson-
ar, einkum ljóðaþýðingum, finnur
lesandinn að glíma hefur átt sér
stað við mál. Það er alltaf ljóst að
um þýðingu er að ræða. Ástæðu-
laust er að telja þetta galla því að
þýðingarnar miðla yfirleitt vel
skáldskap framandi ljóða. En
Guðbergur þýðir áberandi betur
prósa en ljóð. Þýðingar hans á
lausu máli Portúgala eru á
kjarnmiklu og oft djarflegu máli
og bera höfundi sínum vitni.
Lausa málið sem Guðbergur
þýðir eftir Portúgala er 1 anda
rómantísku, táknsæisstefnu,
súrrealisma og raunsæis. Það er
gaman að kynnast reyfarakenndri
frásögn Carlos Malheiro Dias
(1875—1941) í Hinni sigruðu konu
og bera hana saman við nístandi
raunsæi Jose Maria Ferreira de
Castro (1898—1974) í Casas Viej-
as. Sýnishorn lausamálsins eru
hvert öðru betra. Ég nefni Þjóðveg
númer 43 eftir Jose Cardoso Pires
(f. 1925), Leyndardóm trésins eftir
Raul Brandao (1867—1930) og
Unnustann eftir Augustine Bessa
Luis (f. 1922).
Það sem við getum lært af
NYJA
GLUGGA-
SAMSETNINGIN
Gluggasmiðjan er rótgróið fyrirtæki,
með yfir 30 ára reynslu í framleiðslu glugga og
hurða af öllum gerðum og stasrðum.
• Á undanförnum árum, hefur átt sér stað
mikil þróun í smíði glugga hjá nágrannþjóðum
okkar. Gluggasmiðjan hefur nú tekið upp full-
komnustu framleiðsluhætti sem þekkjast í dag,
með nýjum afkastameiri vélakosti.
• Gluggarnir frá Gluggasmiðjunni eru settir
saman með nýrri tækni, sem við köllum 45°
byltinguna. Þessi samsetning eykur til muna
styrkleika glugganna og hindrar að opin
endatré dragi í sig raka.
• Með þessari tæknivæðingu verk-
smiðjunnar, hefur okkur tekist að lækka verðið
á okkar gluggum um allt að 30%, og auka
styrkleika þeirra um 144%.
• 45° byltingin.
Gluggahornin eru kembd saman með 47
fínum kömbum og pressuð í lím. Með þessum
frágangi eykst styrkleiki gluggahornana
um 144%, þe. brotamörk við styrkleikaprófun
er við 8800 Newtona álag í stað 3600 með
gamla laginu.
• Póstar
Svipaða sögu er að segja um frágang pósta.
í gluggum frá Gluggasmiðjunni eru póstarnir
EKKI látnir ganga í gegnum undir- og
yfirstykki, eins og algengt er, — heldur eru
póstarnir grópaðir í sæti. Með þessu móti er
komið í veg fyrir að endatré standi opin og
dragi í sig raka.
Tæknideild okkar veitir allar nánari upplýsingar.
SÍÐUMÚLA 20 RVÍK S. 38220
i
Silja Aðaisteinsdóttir
sagnaskáldskap Portúgala er hið
myndræna. Þetta er óvenju
myndríkur skáldskapur. Mála-
lengingar eru engar. Það liggur á
að komast að kjarnanum. Sér-
staklega er athyglisvert hvernig
hinar ýmsu bókmenntastefnur
hafa blandast og úr þeim sprottið
magnaður prósi. Raunsæisleg
frásögn öðlast tíðum dulræna úð.
f fyrrgreindu hefti Tímarits
Máls og menningar er aðalefnið
Portúgal. Þemahefti virðast vera
stefna ritstjóranna. Fyrsta hefti
1984 er að verulegu leyti helgað
Sigurði Nordal, annað hefti fær-
eyskum bókmenntum, fjórða hefti
teiknimyndasögum. Þriðja hefti
heldur áfram Færeyjalýsingu með
gagnrýnu ljóði eftir Martin Götu-
skeggja og fjallar töluvert um út-
ópíur samanber ritgerð eftir Árna
Bergmann: Staleysur, góðar og ill-
ar. Þetta hefti getur einnig státað
af góðri kynningu á hinum merka
tyrkneska rithöfundi Yashar
Kemal og er hún verk Þórhildar
Ólafsdóttur.
Nordalsheftið er tilraun til
endurskoðunar, en segir ekki mik-
ið þrátt fyrir góða viðleitni lipurra
greinahöfunda. Mest kveður að
persónulegri lýsingu eftir Stein-
unni Eyjólfsdóttur: 19 ára í vist
hjá Nordal.
í leit að nútíðinni — í uppgjöri
við fortíðina nefnist ritgerð um
færeyskar nútímabókmenntir eft-
ir Turið S. Joensen í öðru hefti.
Sýnishorn sem fylgja eftir Róa
Patursson, Guðrið Helmsdal Ni-
elsen, Oddvör Johansen, og Jó-
hannes Nielsen eru til marks um
hvert færeyskur skáldskapur
stefnir, en kynningin er alltof
þröng. óhætt hefði verið að gefa
út heilt hefti með færeyskum
skáldum.
Fjórða heftið með teiknimynda-
söguefninu vekur þó ekki athygli
vegna þess. Það hlýtur fyrst og
fremst að höfða til vandlátra les-
enda vegna þýðingar Sigfúsar
Daðasonar á Einamana heimi eft-
ir Paul Eluard. Sigfús hefur áður
þýtt Eluard, en freistar þess nú að
túlka mjög vandasamt verk frá ár-
inu 1932. Margt í þessari þýðingu
er frábærlega orðað, annað er
nokkuð stirðlegt. Ljóð VII er dæmi
Vésteinn Ölason
um einfaldleika ljóðmáls hins
franska skálds:
Fjallið hafið og hin fagra sundkona
í húsi fátæklinganna
Á gráum himninum sem skýlir þeim
Eru þúsundir og aftur þúsundir dimmra
lampa í felum.
Spegilflötur sameinar tár
Lokar augum
Allt er fullkomnað.
Á eftir myndunum
Veltur bákn Ijóssins til annarra drauma.
Gamalkunnir höfundar birta
eftir sig efni í Tímariti Máls og
menningar og góðu heilli eru lítt
kunn skáld þar einnig á ferð.
Nokkuð er um að lesendur fái
upplýsingar um skáidskaparrök-
ræðu sem fram fer í útlöndum,
dæmi Ef skáldsagan leggur upp
laupana eftir Miían Kundera í
fyrsta hefti. Forvitnileg umræða
frá íslensku sjónarhorni er Bar-
áttan um raunsæið eftir Ástráð
Eysteinsson í fjórða hefti.
Stundum eru í Tímariti Máls og
menningar dæmi um nýjan ís-
lenskan skáldskap sem höfða til
lesandans og skera sig úr. í ár-
gangi liðins árs detta mér helst í
hug Þrjú ljoð Þuríðar Guð-
mundsdóttur í fyrsta hefti. Eitt
þeirra nefnist Steinn og er svona:
Steinninn var svo fallegur
þar sem hann lá
innan um lyngið, ljósið og döggina
þú tíndir hann upp
til að varðveita þessa fegurð
en þegar þú barst hann
inn í bæinn
varð hann svo einkennilega umkomulaus
hætti að Ijóma
og í lófa þínum lá
aðeins lífvana grár steinn
Tímarit Máls og menningar hef-
ur að mestu horfið frá kreddum
sem háðu því lengi, en burðast
engu að síður við að vera vinstri-
sinnað málgagn. Flokkspólitískt
bergmál er stundum að finna í
þætti sem nefnist Ádrepur. Þetta
eru oftast skylduskrif. Von ritsins
er að í því megi frjálslyndi aukast.
Kyikmyndir og
fyrirlestur hjá MÍR
Þriðjudagskvöldið 16. apríl kl.
20.30 hefjast sýningar í nýjum sýn-
ingarsal MÍR á Vatnsstíg 10 á flokki
kvikmynda um síðustu heimsstyrj-
öld, einkum baráttuna á austurvíg-
stöðvunum, og endurreisnarstarf
sovétþjóðanna fyrstu árin eftir stíð-
ið.
Sama dag er væntanlegur
hingað til lands á vegum félagsins
sovéskur sagnfræðiprófessor, dr.
Oleg Rzeshevskí. Flytur hann al-
mennan fyrirlestur um sögulegt
hlutverk sovétþjóðanna í barátt-
unni við fasista á styrjaldarárun-
um fimmtudaginn 18. apríl kl.
20.30. Fyrirlesturinn verður flutt-
ur í húsakynnum MÍR á Vatnsstíg
10, en að honum loknum verður
opnuð sýning á plakötum frá
styrjaldarárunum. Sagnfræði-
prófessorinn verður væntanlega
einnig við sýningar á 2. og 3. þætti
áðurnefnds kvikmyndaflokks
laugardaginn 20. og sunnudaginn
21. apríl, báða dagana kl. 16.
Aðgangur að MÍR-salnum er
ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
(FréU frá MÍR)
p 1 ... V
8 £ G(')dan daginn!