Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
Minning:
Geir Zoéga forstjóri
Fæddur 27. júlí 1896
Dáinn 7. apríl 1985
Með andláti Geirs G. Zoega er
höfftingsmaður genginn til feðra
sinna. Geir hafði bæði mannafor-
ráð ög mikið umleikis um dagana,
en ekki kalla ég hann höfðingja af
því heldur hinu, að hann var höfð-
ingi í sér og það sem kallað hefði
verið til forna kurteis maður, en
sá maður var góðviljaður og til
fyrirmyndar í háttum sínum og
umgengni við annað fólk. Nú orðið
notum við gjarnan orðið séntil-
maður um menn þessarar gerðar
og það orð heyrði ég fólk nota um
Geir G. Zoega.
Ég kynntist nokkuð Geir öldr-
uðum, átti við hann spjall um
liðna tíð og færðist með honum til
þess tíma er uppi voru þeir menn,
sem við köllum aldamótamenn, en
þeirra kynslóð var sú þróttmesta
sem ísland hefur átt. Allar þjóðir
eiga sér kynslóðir í aldanna rás
misgóðar og misþróttmiklar, einn
tími kallar á manndóm umfram
annan og skilyrðin til þroska eru
einnig misjöfn hjá kynslóðunum,
þær ýmist kikna í of mikilli eymd
eða linast í velmegun.
Aldamótakynslóðin var fyrsta
kynslóðin á Islandi allt frá lokun
Þjóðveldisaldar, sem hafði nóg að
borða til þess að alþýða manna
gæti tímgast til mikilla átaka.
Tíminn færði aldamótakynslóð-
inni gott árferði, frelsi og hug-
sjónir án þess að hún tapaði átt-
unum, aldamótamennirnir stóðu
báðum fótum jafnt í fornum hefð-
um og nýjum tíma, en þá vegnar
þjóðum bezt, þegar jafnvægi ríkir
milli íhaldssemi á fornar dyggðir
og vilja til breyttra og betri þjóð-
félagshátta.
Geir G. Zoega mótaðist af þess-
um aldamótahugsunarhætti.
Æskuheimili hans var hefðbundið
íslenzkt heimili, en þar var einnig
ríkjandi mikill framfarahugur,
þótt faðir hans væri tekinn að
hægja á áer, og allt í kring, nær
því í hverju húsi voru menn að
reyna krafta sína á nýjum við-
fangsefnum í verzlun og útgerð og
menntun, en á þessu þrennu hlutu
allar framfarir að byggjast.
Geir var merkrar ættar og það
þykir mér hlýða að tina til nokkra
punkta um Zoéga-ættina, en hana
má rekja langt aftur í aldir og um
mörg lönd. Upphaflega ættarnafn-
ið var Zoé, komið úr grísku og
merkti fjárhirði. Fyrst fara
spurnir af mönnum með þessu
ættarnafni á Ítalíu snemma á 17.
öld og er þar að finna mann, sem
saga fór af og ekki lítil, því að
hann rak sverð í gegnum hertog-
ann í Genúa, þeir háðu einvígi um
stúlku, og varð hann af því að
flýja og settist að í Þýzkalandi og
þar bættust tveir stafir í nafnið og
það varð Zoéga. Margt kunnra
manna er í Zoéga-ættinni víða um
lönd, en næst okkur er að nefna
danska fornleifafræðinginn og
listunnandann Georg Jörgen
Zoéga. Náfrændi þess merka
manns var Zoéga héraðsdómari í
Höer í Danmörku, en hans sonur
var Jóhannes, sem kom til íslands
1780, sem verzlunarþjónn Kon-
ungsverzlunar og var á hennar
vegum í Vestmannaeyjum. Jó-
hannes bessi kvæntist íslenzkri
konu, Astríði Jónsdóttur frá
Bakka í Austur-Landeyjum. Þegar
komingsverzlun hætti varð Jó-
hannes tugtmeistari í Reykjavík
og gegndi því starfi til 1793 að
hann gerðist verzlunarmaður og
bakari og „borgari". Hann átti við
konu sinni tvö börn sem komust
til fullorðins ára: Magdalenu, sem
giftist Hannesi Gissurarsyni
Olsen og Jóhannes (f. 1796, d.
1852), sem var að aðalatvinnu sjó-
maður en stundaði líka eitthvað
verzlun og hefur líklega haft sem
hjáverkastarf að skera gler, því að
hann var nefndur Jóhannes
glerskeri.
Kona Jóhannesar glerskera var
Ingigerður Ingimundardóttir frá
Völlum á Kjalarnesi og voru þau
Vallarsystkin mörg og út af þeim
nafnkunnir menn. Jóhannes gler-
skeri var ekki efnamaður en
bjargaðist vel. Hann átti tvö börn
framhjá konu sinni, sitt með
hvorri stúlkunni, en með því að
maðurinn var heiðarlegur gekkst
hann við þessum börnum og gaf
þeim sitt ættarnafn og var annað
þessara barna Einar Zoéga, faðir
Helga útgerðamanns og Valgerðar
konu Einars Benediktssonar, en
hitt barnið var Tómas, faðir Geirs
rekstors, sem kunnastur er barna
Tómasar en hann átti mörg börn
og er margt góðra manna útaf
Tómasi. Með konu sinni átti Jó-
hannes glerskeri sjö börn, en þrjú
þeirra dóu á barnsaldri og tvær
dætur þeirra áttu enga afkomend-
ur, þær Kristjana, sem giftist
Jónasen verzlunarstjóra og
Magdalena, sem giftist fyrst
dönskum skipstjóra en síðar
Helga Helgesen skólastjóra. Eitt
barnið var Jóhannes Zoéga, sjó-
maður og útvegsbóndi í Nýjabæ,
en kona hans var Björg dóttir
Þórðar „borgara" Guðmundssonar
á Hóli, síðar kenndur við Glasgow,
sem var nafnkunnur maður í
Reykjavík og ekki síður synir
hans, bræður Bjargar. Synir Jó-
hannesar í Nýjabæ og Bjargar
voru þeir Þórður kaupmaður og
Jóhannes smiður í Nýjabæ. Þá er
að nefna það barn Ingigerðar og
Jóhannesar glerskera, sem fræg-
ast varð.
Af Geir Jóhannessyni Zoéga er
mikil saga, sem flestum er kunn.
Hann var brautryðjandi í skútuút-
gerð í Reykjavík og þar stærstur
skútuútgerðarmanna allt fram til
1908 að hann seldi skútuflota sinn,
sjð skútur. Með skútuútgerðinni
tók að lifna yfir Reykjavík og í
hátíðarræðum var Geir oft nefnd-
ur næstur Skúla fógeta sem sá
maður, sem stuðlaði mest að vexti
Reykjavíkur. Fyrri kona Geirs var
Guðrún Sveinsdóttir bónda i Æg-
issiðu í Vesturhópi og áttu þau
hjón saman eina dóttur bama,
Kristjönu, sem giftist Th. Thor-
steinssyni, útgerðarmanni og
kaupmanni. Geir missti Guðrúnu
konu sína 1889 og seinni kona
hans var Helga Jónsdóttir Ei-
ríkssonar bónda á Stóra-Ármóti í
Flóa og átti Geir fimm börn við
þeirri konu. Var þeirra elst
Hólmfríður, sem giftist frænda
sínum Geir Zoéga vegamálastjóra,
en hann var sonur Geirs rektors.
Þá var Kristjana, sem giftist John
Fenger stórkaupmanni og næstur
í aldursröðinni var Geir, en yngst
Guðrún, sem giftist Magnúsi Joch-
umssyni póstmeistara. Eitt barna
Geirs J. Zoéga dó í æsku.
Geir Geirsson Zoéga fæddist 27.
júlí 1896 í Sjóbúð, en svo hét hús
Geirs föður hans (síðar Vestur-
gata 7, þar sem nú er bílaplan).
Svo langt mundi Geir aftur, að
hann mundi aldamótakvöldið, að
vísu sem stakan atburð af því að
faðir hans hafði látið taka ljósker-
in af skútunum og hengja á húsið
og uppljóma það í tilefni aldamót-
anna, en margt var Geir þó ljóst i
minni af atburðum og umhverfi
strax næstu ár við aldamótin.
Reykjavík æsku hans var húsa-
þyrpingin, mest verzlunarhús og
embættismannasetur, í kvosinni
milli Tjarnar og sjávar og Læks-
ins og Grjótans og kotbýlin í holt-
um í kring, skútur á höfninni, ára-
bátar í vörum og fiskur á reitum.
Geir átti góða æsku og hún var
bundin höfninni og Geirsbryggju.
Það var stutt úr Sjóbúð niður að
sjó, því að sjór gekk þá hærra en
nú er. Geir átti margar minningar
frá æsku sinni á sjávarkambinum.
Sjö ára gamall var hann nær
drukknaður í sjónum við Geirs-
bryggju, bjargaðist fyrir þá hend-
ingu, að maður einn gekk út úr
pakkhúsi ofan við bryggjuna til að
kasta af sér vatni og sá þá húfu
fljóta við jullu en engan í jullunni
og stökk maðurinn i julluna og
náði að seilast í strákinn þegar
honum skaut upp. Þetta varð til
þess, að faðir hans sendi hann inní
Sundlaugar að læra þar sund hjá
Páli Erlingssyni og það varð aftur
til þess að Geir varð mikill sund-
garpur og 13 ára gamall bjargaði
hann fyrst manni frá drukknun í
höfninni, en á sínum yngri árum
bjargaði hann fimm sinnum
mönnum frá drukknun í Reykja-
víkurhöfn einn og þrisvar ásamt
öðrum. Það taldi hann sig bezt
hafa afrekað á því sviði, þegar
hann bjargaði breska flugkappan-
um John Grierson frá því að far-
ast í höfninni 1933, þegar flugvél
hans hvolfdi og var það sögulegur
atburður, sem víða hefur verið
getið.
Geir lauk prófi úr Verzlunar-
skólanum 1913 og ætlunin var að
hann færi síðan út til Englands,
að læra til útgerðar hjá þeim
mikla togaraútgerðarmanni Alec
Black, en fyrri heimsstyrjöldin
skall á í þann mund, sem Geir kom
til Englands og landið því lokað
útlendingum og Geir varð að snúa
heim. Hann vann næstu ár við
Geirsverzlun en 1918 hóf hann út-
gerð, keypti kútter Hafstein af
Duus ásamt Sigurði, síðar kennd-
ur við togarann Geir, og móður-
bróður sínum Sigurjóni. Þessi út-
gerð lukkaðist ágætlega, en henni
varð ekki fram haldið nema tvö ár,
því að togurum tók um þessar
mundir mjög að fjölga og menn
fengust ekki lengur á skútur. Þá
var það næst að Geir hóf fiskverk-
un í Hafnarfirði 1920 og þar var
hann búsettur og þar gerðist at-
hafnasaga hans næsta hálfan ann-
an áratug.
Hann keypti fiskverkunarstöð í
Hafnarfirði, svonefnda Hadd-
ensstöð, og tók að verka fisk af
togurum. En þau reyndust mörg-
um erfið, eftirstríðsárin, þegar
allur kostnaður, sem hækkað
hafði á styrjaldarárunum, hélzt
áfram hár en verðlag á fiski lækk-
aði. Geir tapaði eins og aðrir í út-
gerð og fiskverkun á þessum árum
og það olli honum einnig skaða, að
hann var óvinnufær í heilt ár
vegna liðagigtar, lá rúmfastur
fyrst hér heima en síðan í sjúkra-
húsi í Danmörku. Hann varð að
hætta þessum rekstri, en tókst að
halda stöðinni og gekk síðar í fé-
lag við Loft Bjarnason, sem Geir
sagði ágætastan manna, sem hann
hefði þekkt og hefði hann þó þekkt
margan góðan dreng. Þeim Lofti
gekk vel fiskverkunin og útgerðin
á línuveiðara, sem þeir keyptu
ásamt Ólafi Gíslasyni, fram-
kvæmdastjóra Kárafélagsins í
Viðey, enda fengu þeir á línuveið-
arann frægan fiskimann, Guð-
mund Júní. En svo skemmdist
þessi línuveiðari í ofsaveðri og
þeir félagar leigðu lítinn togara,
Sindra, til veiða, en hann var illa
fallið skip til línuveiða og varð tap
á þeirri útgerð, en allt bjargaðist
þetta hjá þeim félögum. Geir tók
um þessar mundir að sér fram-
kvæmdastjórn og umboðsstarf
fyrir Hellyers-útgerðina, sem rek-
in var frá Hafnarfirði frá ársbyrj-
un 1924 og var Loftur fram-
kvæmdastjóri Haddensstöðvar-
innar og rak hana með miklum
dugnaði og þar voru stundum 100
manns í vinnu þegar mest var að
gera á sumrum. Þeir félagar áttu
Haddensstöðina til 1940 að þeir
seldu hana.
Þau sex ár, sem Hellyersbræður
gerðu út frá Hafnarfirði, gerðu
t Móöir okkar, VIGDÍS RUNÓLFSDÓTTIR, Vallarbraut 17, Akranaai, andaöist föstudaginn 12. april. Bðrnln. t Eiginmaöur minn, ÞORGRÍMUR G. GUOJÓNSSON, Rofabss 29, andaöist i Borgarspitalanum 14. april. Lílja Björnsdóttir.
t Móöir min, tengdamóöir og amma, STEINUNN GUDMUNDSDÓTTIR Iré Norðfíröi, Hverfisgötu 35, Reykjsvfk, lést i Landspitalanum 14. april. Erel Stolcenvald. Rudolf Stoicenveld, og barnabörn. t Bróötr okkar, ERLINGUR GUÐMUNDSSON fré Melum, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, andaöist 13. þ.m. Systkinin.
t Útför KRISTJÖNU SIGURDARDÓTTUR, Skúlagötu 60, sem lést á Hrafnístu 9. april, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. april kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Vandamenn.
t Dóttir min og systir, KRISTRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Skeljagranda 6, Reykjavlk, lést 13. april. Gróa Þóröardóttir, Hulda Jóhannsdóttir.
t Hjartkaer eiginkona min, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, Hraunteig 14, sem lést i Landakotsspitala 12. april veröur jarösungin frá Dómkirkjunni I Reykjavik fimmtudaginn 18. aprll kl. 10.30. Ólafur Hjartarson, Hjördís Ólafsdóttir, Benedikt Ólafsson, Björg Ó. Berndsen, Ólafur H. Ólafsson, Elln Karlsdóttir, bðrn og barnabörn.
t Eíginmaöur minn og faöir okkar, TYRFINGUR ÞÓRARINSSON, Ásvegi 10, er látlnn. Léra Þóróardóttir, Þóróur Tyrfingsson, Þórarinn Tyrfingsson, Pétur Tyrfingsson.