Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 49 Nokkur atriði um samskipti íslands við Bandaríkin - eftir Einar Örn Björnsson Ríkisstjórnin hefur setið í tæp tvö ár, átt í erfiðleikum vegna óró- leika á vinnumarkaðinum. Vísital- an var tekin úr sambandi, sem var til að stuðla að því að atvinnulífið rambaði áfram. Hættuástand er í atvinnulífinu sem vandséð er hvernig leysist. Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að lyfta þjóðinni úr þeim öldudal sem við blasir. Sjávarútvegurinn á í miklum erf- iðleikum, svo er einnig um land- búnaðinn og að honum vegið af skammsýnum öflum í Reykjavík, sem stunda þá iðju í hasarblöðum að villa um fyrir þjóðinni um þýð- ingu hans. Erfiðleikar nefndra atvinnu- vega eru með þeim hætti að ekki er annað sýnna en grípa verði til skuldaskila er tryggi að atvinnu- vegirnir rétti við svo rekstur þeirra verði tryggður í landinu. Ríkisstjórnin og stuðningsflokk- ar hennar ættu að taka sig á og reyna að sjá björtu hliðarnar og þá möguleika sem við blasa ef rétt er að farið. Launþegasamtökin ættu að beita afli sínu í sömu átt. Á því veltur framtíð þjóðarinnar. Rétt er að hugleiða nokkur at- riði sem stuðluðu að nýrri fram- farasókn ef vel væri að unnið. 1. Endurskoðun fari fram um nýja samningagerð við Banda- ríkin þar sem samgöngur í landinu yrðu meginverkefni. Vegakerfi landsins verði byggt upp frá Faxaflóasvæðinu út á landsbyggðina úr varanlegu efni með nútíma öryggisbúnaði. Jarðgöng verði gerð á Vest- fjörðum og Austfjörðum þar sem henta þykir og einnig á Norðurlandi. Fyrsta fram- kvæmd á Austurlandi í jarð- gangnagerð ætti að vera jarð- göng í gegnum Fjarðarheiði sem gætu orðið ca. 12—15 km löng. 2. Flugvellir úr varanlegu efni verði byggðir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi 3. Almannavarnir verði skipu- lagðar og framkvæmdar um allt land í samvinnu við Banda- ríkin sem liður í varðstöðunni. Þær eru nær engar í landinu ef náttúruhamfarir og önnur vá væri yfirvofandi. Öruggt vegakerfi og flugvellir eru liður í slíku. Vegakerfið út um landsbyggðina er víða eins og í vanþróuðum löndum, snjó- ar hamla að hausti og vetri og aurbleyta að vori. Þannig er einnig um flesta flugvelli úti á landi. Það sem mætir fólki á ferð um landið er grjóthríð og moldrok um sumartímann og eyðilegging á farartækjum. Þetta er árangur af samskipt- um við stórríkið í vestri og aðr- ar Atlanshafsþjóðir sem ekki var viðvarandi í samningunum við þær. Radarstöðvar á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra eða á Aust- urlandi sem fyrirhugað er að reisa eru liður í því sem um er fjallað í þessari grein til að stuðla að öryggi þjóðarinnar og betri varðstöðu. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins er þátt tóku í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík fyrir alþing- iskosningarnar 1974 samþykktu svipaðar breytingar á samskiptum íslendinga við Bandaríkin og lýst er hér að framan. Ragnhildur Helgadóttir núverandi mennta- málaráðherra lýsti yfir í grein í Morgunblaðinu að prófkjöri loknu að þó yfir áttatíu prósent kjós- enda hefðu samþykkt breytinguna væru þeir varla marktækir. Ekki var það henni til framdráttar. í kjölfar þessarar samþykktar lýsti dr. Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra því yfir í ræðu er hann flutti í Valaskjálf á Egils- stöðum sumarið 1977 að rétt væri að vinna að því að varanleg vega- gerð um landið, flugvellir úr var- anlegu efni og almannavarnir yrðu viðvarandi í nýrri samninga- gerð við Bandaríkin og margt fleira sem íhugað væri um leið. Forsætisráðherra, Geir Ha- llgrímsson, tók dauflega undir þessar hugmyndir, en dr. Gunnar Thoroddsen flutti þær á ríkis- stjórnarfundi. Forsætisráðherr- ann vildi ekki vinna að slíkri lausn. Það var ekki að fullu ljóst um afstöðu annarra ráðherra í ríkisstjórninni, nema Halldórs E. Sigurðssonar, þáverandi sam- gönguráðherra, er vildi athuga þessi mál. Síðar taldi Geir Hall- grímsson að þeir sem væru með slíkar hugmyndir gengju við „betlistaf". Þessu stórmáli var þannig drepið á dreif af flokks- valdi Sjálfstæðisflokksins og for- manni hans, er ekki greiddi götu hans síðar. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, vann ötullega að því, að byggð yrði ný flugstöð við Keflavíkurflugvöll og olíustöð í Helguvík og undirbjó þau mál vel en náði ekki að láta hefja fram- kvæmdir vegna neitunarvalds Al- þýðubandalagsins sem þeir fengu í ríkisstjórninni, er var furðulegt. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra tók ákvörðun um að framkvæmdir hæfust. Á aðalfundi Eimskipafélags ls- lands á síðasta ári kom fram að íslensk skipafélög höfðu misst flutninga er þau höfðu á varningi til varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli en bandarískt skipafélag tek- ið við flutningunum. Rætt var um það á aðalfundinum að vinna að því að skipafélögin fengju þessa flutninga aftur. Utanríkisráð- herra hefur skýrt frá því að þær viðræður séu í gangi, en nefndi ekki að það væri að ganga við „betlistaf". Þetta sýnir hve losara- leg samskiptin eru og styður þá nauðsyn að endurskoða þau í heild. Sú firra að varnarliðið sé fyrir íslendinga eins og stjórnmálaöfl hafa lýst ef minnst er á breytingar á samskiptum er aðeins til að breiða yfir staðreyndir. Vera fs- lands í Átlantshafsbandalaginu er sterkur hlekkur hér á Norður- Atlantshafi. Það skilja bandalags- þjóðirnar í NATO. Þess vegna eiga allar samgöngur að vera greiðar í vel uppbyggðu samgöngukerfi en ekki í lágmarki eins og nú er. Þess vegna er nauðsyn að fella inn í nýjan samning að samgöngumálin verði látin sitja fyrir vegna sam- vinnu Islands og Bandaríkjanna. Samninga um varðstöðu hér á landi gerum við ekki fyrir Banda- ríkin, heldur við þau, til að tryggja samheldni -og öryggi norðlægra þjóða í heild. Umsvif í sambandi við alla upp- byggingu á Keflavíkurflugvelli og í Hvalfirði eru mikil. Þar hafa verktakafélög á Faxaflóasvæðinu haft tögl og hagldir og stjórn- málaöfl lagt blessun sína á, en sumt af því sem þar hefur farið fram verður að teljast til einokun- ar er jaðrar við gróðabrall, sem varnarmálanefnd og utanríkis- ráðuneytið hafa lagt blessun sína yfir, og það síðan kallað viðbúnað- ur til varna. Þau öfl sem þarna eru að verki eru sannkallað „þöglafé- lag“ sem hefur ráðið því að þannig skyldu fslendingar verða með- höndlaðir í samstarfi við stórríkið í vestri, en vegir og flugvellir úr varanlegu efni í landinu öllu væru ekkert atriði í samningum. Þannig fara skammsýnir stjórn- mála- og gróðahyggjumenn að og varðar ekkert um þjóðarhag, en halda að íslenska þjóðin sé þeir. Fulltrúar landsbyggðarinnar á Al- þingi láta sér þetta lynda eins og þeim komi þetta ekkert við. Er ekki kominn tími til að grisja þennan frumskóg. Betra seint en aldrei að snúa við af óheillabraut. Vera íslendinga í Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamningur- inn við Bandaríkin hefur mikla þýðingu í friðarátt vegna þess að fslendingar vilja engar styrjaldir, kúgun eða ofbeldi, en munu beita áhrifum til að bera klæði á vopn- in, en þeir vilja vera í samtökum vestrænna þjóða til að tryggja frelsi þeirra og að það breiðist út um veröld alla. fslendingar stofn- uðu fyrsta þjóðþing veraldar sem síðar breiddist út og er raunar fyrirmynd þess sem nú viðgengst á Vesturlöndum. Þess vegna eiga íslendingar að vera virkir og standa fast á þeim málstað og bera höfuðið hátt í samstarfinu við vestrænar þjóðir. Lokaorð íslendingar verða að rífa sig upp úr þeirri lognmollu sem verið hefur í stjórnmálaumræðúnni og beina sjónum sínum að þeirri stöðu er þeir hafa í samfélagi þjóðanna. Deilur sem staðið hafa um þau mál hafa lamað allar framfarir og orðið til þess að sigið hefur á ógæfuhlið. Því verður að- eins snúið við með þjóðarsam- stöðu, sem stuðlar að framförum sem tengdar eru þeim miklu möguleikum er við blasa og getið er hér að framan. Fleira mætti tilfæra um þau mál. íslendingar reka mikil fyrirtæki í Bandaríkj- unum sem tilreiða fiskafurðir og dreifa til sölu þar, enda stærsti markaður þeirra. Þau viðskipti þarf að efla. Iðnaðarvörur eru Einar Ö. Björnsson. „íslendingar verða að rífa sig upp úr þeirri lognmollu, sem verið hefur í stjórnmálaum- ræðunni, og beina sjón- um sínum að þeirri stöðu, er þeir hafa í samfélagi þjóðanna.“ einnig á markaði í Bandaríkjunum í vaxandi mæli. Huga þarf að fleiri þáttum, svo sem rafeinda-, rafmagns- og tölvuiðnaði og fleiru sem tengist slíku, sem íslendingar eru þegar farnir að stunda. Þess vegna er nauðsynlegt að ná góðum sam- böndum, virkja atgervi og hugvit með frjálsum hætti. Þar eiga ís- lendingar mikið óunnið. Tækni- aðstoð, fjárhagslegur grunnur og samvinna ættu að vera auðfengin hjá stórríkinu í vestri ef rétt er að farið. Þetta á einnig við um lönd Vestur-Evrópu og Japan og fleiri svið viðskipta. íslendingar eiga mikla orku í fallvötnum og jarðhita, þess vegna er nauðsynlegt að vinna með festu að því einmitt nú, að ná samvinnu við samstarfsþjóðir íslendinga, með Bandaríkin í fararbroddi, um að koma hér upp stóriðnaði er styrkir annan iðnað. Það er leiðin til að forða þjóðinni frá því að lenda niðri á örbirgðarstiginu. Einar Öra Björnsson er fyrrum bándi í Mýnesi. ÖRYGGI Höfum fyrirliggjandi á mjög góðu verði flestar gerðir af öryggjum frá Sipe, Portúgal. nÖTlJIMIMr HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI. 685656 og 84530 ^Apglýsinga- siminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.