Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 ffclk í fréttum Þegar konunum vegnar betur ... að er alkunna, að ef konu vegn- ar betur á framabrautinni en eiginmanninum, getur það haft slæmar afleiðingar fyrir hjónaband- ið, eða sambandið ef um óvígða sam- búð er að ræða. Það er auðvitað all- ur gangur á þessu, en mörgum þykir sem það sé algengara en hitt, að vandamál komi í kjölfarið á betri frammistöðu eiginkonunnar, eða að hún hafi meiri tekjur. Lítum á nokk- ur dæmi úr heimi kvikmynda- og sjónvarpsleikara. Sarah Douglas, sem hefur gert garðinn frægan í Falcon Crest er ein af þessum konum sem við ger- um hér að umræðuefni. Meðan hún býr í lúxusvillu í Hollywood með roktekjur, býr eiginmaður hennar Richard Parmentier hinu megin Atlantsála í Stratford up on Avon, heimabæ þeirra beggja í Englandi. Stoltið hamlar því að hann flytji vestur um haf og deili lífi sínu með Söru meðan hún ger- ir það gott, en hann hamist áfram í meðalmennskunni. Richard er bæði leikari og rithöfundur. En þau eru ekki í skinaðarhugleiðing- um þótt vandamálið sé erfitt við- ureignar og raunar óleysanlegt meðan karlmannsstolt Richards þolir ekki velgengni Söru. Þau heimsækja hvort annað eins reglulega og frekast er kostur og tala saman i sima daglega. Þetta ástand hefur varað í tvö ár og það sér ekki fyrir endann. Sara var gestur í sjónvarpsþætti kjafta- kvendisins Joan Rivers fyrir nokkru og gerði mikla lukku þar sem hún stakk laglega upp í orð- hákinn Joan. Joan spurði og gaf ótvírætt nokkuð í skyn, hvort það hefði einhverja kosti að hafa eig- inmanninn í Englandi. Sara var fljót ,að stinga snuði upp í Joan og svaraði: „Það er ódýrasta getnað- • • • Goldie með fyrri manni sínum. Sarah Douglas og Richard arvörn sem ég þekki.“ Allir skelli- hlógu. Nema Joan. Án gríns, þá segjast þau elska hvort annað afar heitt og Sara fullyrðir að hún myndi með gleði afhenda Richard alla frægð sína og frama, láta sviðsljósið eftir eiginmanni sínum ef það gæti orðið til þess að þau gætu verið saman á ný. „Mér gengur vel í starfi og er auðvitað hamingjusöm með það. En í einka- lífinu er ég óhamingjusöm, það gerir frægðin," segir Sara. Vinkona okkar Joan Collins var gift Ron Cass er leikferi 11 hennar náði uppsveiflu með þátttöku í Dynasty eftir nokkur mögur ár. Cass var og er velmegandi hljómplötu- og kvikmyndafram- leiðandi, en þau giftust 1972. Er Joan náði smám saman sinni mestu frægð, nálgaðist toppinn á ferli sínum, fór frægðarinnar mjög að gæta í einkalífinu, það var sagt að Alexis Carrington Colby boraði sér eins og ánamaðk- ur inn í hjónabandið og það vita þeir sem til þekkja, að Alexis þessi er allt annað en geðþekk og ljúf eins og hugur manns, því fór hjónabandið í vaskinn. Kannski er STEINAR BERG ÍSLEIFSSON „Alþjóðleg verðlaun fyrir góðan árangur með Mezzoforte“ Steinar Berg ísleifsson tók í mars sl. við alþjóðlegum verðlaunum „International Trophy for Quality" á Melia Castilla-hótelinu í Madrid á Spáni. Þessi verðlaun hlaut fyrirtækið Steinar hf. fyrir árangur þann sem fyrirtækið hefur náð í að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis og er þar átt sérstaklega við árangurinn með hljómsveitina Mezzoforte. Er þetta í 13. skipti sem verð- launin eru veitt og voru það „Trade Leaders Club“ sem eru al- þjóðleg samtök manna og fyrir- tækja úr viðskiptaheiminum er veittu þau. Þess má þá geta að um þessar mundir eru þeir félagar í Mezzo- forte í hljómleikaferðalagi um Þýskaland, Austurríki, Holland, Belgíu og Frakkland og eftir því sem blm. veit best, léku þeir í gær í Hannover. Þegar þessari hljómleikaferð lýkur mun Mezzoforte hljóðrita nýja tveggja laga plötu. A forhlið hennar verður lagið hans Friðriks Karlssonar „This Is the Night“ og mun Weston Foster sem leggur nú hljómsveitinni lið, syngja í því lagi. Þetta var 113. skipti sem verðlaunin voru veitt. COSPER — Við erum sýnilega umkringdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.