Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Fnimkristni og miðalda- kristni Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Rudolf Bultmann: Primitive Christianity in its Contemporary Setting. Translated by the Reverend R.H. Fuller Thames and Hudson 1983. Rosalind and Christopher Brooke: Popular Religion in the Middle-Ages — Western Europe 1000—1300. Thames and Hudson 1984. Robert Bultmann var meðal kunnustu mótmælenda-guðfræð- inga og leitaðist við að skilja og útlista kristnar grunnkenningar á grundvelli kenninga existential- ista. Kierkegaard og Heidegger hafa mótað skilning Bultmanns á mennskri tilveru og tilgangi og hann mótaði kristinn existential- isrna. Bultmann endurtúlkaði ýmsar dogmur kristninnar og taldi sumar hverjar goðsögulegar og óþarfar. Höfundur segir í inngangi að „sannleikur kristninnar eins og „sannleikur" annarra trúarbragða og heimspekistefna, er alltaf bundinn mati hvers einstaklings og sagnfræðingurinn hefur engan rétt til þess að losa einstaklinginn undan þeirri ábyrgð" þ.e. að taka persónulega ákvörðun. Bultmann segir það vera viðfangsefni sagnfræðingsins að skilgreina gang sögunnar til þess að geta skilið mennska tilveru. Honum ber að blása lífsanda í fortíðina. Tilgang bókar sinnar telur hann , vera að komast að því hverskonar skilningur á mennsri tilveru krist- allist í frumkristninni. Hver var þessi skilningur? Bultmann skilgreinir þau atriði sem mótuðu frumkristnina og ber þau saman við dogmur gnostikera, en sú stefna var mjög áhrifamikil á sínum tíma. Hann telur að grundvallarkenningar kristninnar hafi ekki sigrað gnostisismann heldur skilningur kristninnar á manninum, stöðu hans í tilverunni og afstöðu hans til Guðs. Höfundar „Popular Religion in the Middle Ages“ eru bæði kunnir fræðimenn í kirkjusögu miðalda og hafa skrifað nokkrar bækur um þau efni. 1 þessari bók fjalla þau ‘um hugmyndir almennings um trú og trúvillu á þessu tímabili (1100-1300). Árið 1000 var ár óttans, búist var við dómsdegi, sem einnig gat orðið fagnaðardag- ur þeim rétttrúuðu. Fyrsta júbilár rómarkirkjunnar var haldið árið 1300 og í tilefni af því var mikið um aflát og syndakvittanir. Það urðu miklar breytingar á þessu 300 ára tímabili, í listum og bók- menntum og skilningi á kristinni trú. Höfundarnir leitast við að upp- götva ríkjandi skoðanir leikmanna á kirkju og kristni. Heimildirnar eru kirkjurnar sjálfar, þangað sem fólkið þyrpist, skreyting þeirra í gleri og steini, sálmar og kvæði og skráðar heimildir. Höf- undarnir rannsaka dýrkun helgra manna, ferðalög pílagrímanna og dýrkun helgra dóma. Þeir fjalla einnig um kenningar þær sem taldar voru til trúvillu og hvers- vegna þær hlutu svo mikinn hljómgrunn. Höfundarnir ræða m.a. um bibl- íuna og afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til biblíulestrar leikmanna. Kirkjan taldi hentast að textum biblíunnar væri miðlað til leik- manna í máli og myndum. Þýð- * ingar biblíunnar á þjóðtungurnar voru oft taldar vafasamar og stundum beinlínis rangar af yfir- völdum kirkjunnar. Auk þess var lestrarkunnátta ekki fyrir hendi meðal fjöldans og þýddi því lítið að fá mönnum bók. Þetta breyttist síðan með prentlistinni og með „Index librorum prohibitorum". Þetta er fróðleg bók, sem hefði mátt vera lengri. „Byltingarkennt frumvarp“ — sagði iðnaðarráðherra Til stendur, sagði Savar Gestsson formaður Alþýðubandalags efnis- lega í neðri deild Alþingis í g*r, að ræða frumvarp um framleiðsluráð landbúnaðarins hjá Stéttarsam- bandi bænda nsstu daga, sem ekki hefur verið kynnt stjórnarandstöðu. Hann kvað forsætisráðherra hafa veifað blaði með tuttugu og fimm efnisatriðum í atvinnu- og efna- hagsmálum, sem vera áttu í burð- arlið, framan í sjónvarpsáhorfendur fyrir nokkrum vikum. Ekkert þeirra væri fram komið. Fjöldi mála, svo sem lánsfjárlög og útvarpslaga- frumvarp, liggi og í salti, vegna ósamkomulags stjórnarflokkanna. SVAVAR GESTSSON (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær í tilefni þess að funda ætti út í bæ um frumvarp um framleiðsluráð landbúnaðarins, án þess að það hafi verið kynnt þingflokkum stjórnarandstöðu. Krafðizt hann þess að þeir fengju frumvarpið í hendur þegar í dag. Hann gagn- rýndi og harðlega vinnulag og seinagang þingmála, sem hann taldi eiga rætur í ósamkomulagi stjórnarflokkanna. Þeir hefðu ekki flutt nein meiriháttarmál frá áramótum. Önnur væru stanz í nefndum vegna ósamkomulags stjórnarliða, svo sem lánsfjárlög í efri deild og útvarslagafrumvarp í neðri deild. JÓN HELGASON, landbúnað- arráðherra, kvað framleiðslu- og sölumál landbúnaðar hafa veríð í athugun stjórnarflokka undan- farið. Frumvarpsdrög hafi verið lögð fyrir þingflokka stjórnarinn- ar í fyrri viku, án þess þó að greinargerð hafi verið fullunnin. Rétt væri að til stæði að kynna málið á aukafundi Stéttarfélags bænda síðar í vikunni. Hann kvaðst og hafa ákveðið að kynna málið þingflokkum stjórnar- andstöðu á morgun (þ.e. í dag, þriðjudag). SVAVAR GESTSSON (Abl.) spurði hvað landbúnaðarráðherra væri að fela í þessum efnum. Hann krafðizt þess að fá frum- varpið í hendur strax í dag. GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) gagnrýndi og vinnubrögð þings og stjórnarliða. Beindi hann þvi til forseta þingsins og formanna þingflokka að þegar yrði kortlagt, hvað þing eigi að starfa lengi fram á vorið og hvaða mál hefðu forgang um af- greiðslu. Hann talaði um dáðleysi ríkisstjórnar og ráðleysi stjórn- arliða. HALLDÓR BLÖNDAL (S) kvað þann hátt hafa viðgengizt lengi hjá ríkisstjórnum að stjórn- arfrumvörp fengju fyrst umfjöll- un í þingflokkum, er stjórn styddu, en væru síðan kynnt stjórnarandstöðu. Þegar fyrrver- andi ráðherra gerði slíkt vinnu- lag, sem hann hafi sjálfur ástundað, að hávaðamáli nú, tal- að það út af fyrir sig sínu máli. STEINGRÍMUR J. SIGFÚS- SON (Abl.) kvað nauðsynlegt að þingið fengi nægan tima til að fjalla um hin meiriháttar málin, m.a. skýrslu forsætisráðherra um Framkvæmdastofnun og byggða- mál og skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál, þó þeir yrðu að sitja fram á grænt sumar. Stein- grímur lét og að því liggja að rík- isstjórnin legði færri mál fyrir neðrí en efri þingdeild. SVERRIR HERMANNSSON (S) kvað landbúnaðarráðherra bregðast skjótt við tilmælum Svavars, framsettum síðdegis í dag, að uppfylla þau strax á morgun. Engu að síður létu stjórnarandstæðingar eins og þeir hefðu „etið óðs manns skít" og krefðust vinnuplagga stjórn- arinnar fyrir kvöldmál samdæg- urs. Sverrir sagði „byltingark- ennt frumvarp" á ferð og forvit- nilegt, en furðaði sig þó á óþoli þeirra, sem hér færi með mestum óhemjugangi. Umræður um þetta efni stóðu lengi dags, þó ekki verði lengur rakið hér. Að þeim loknum hóf þingdeildin að ræða stjórnar- frumvarp um selveiðar. Þorvaldur Garðar um framvarp til þingskapæ „Staða Alþingis og virðing liggur við“ Fyrir 20 árum vóru fyrirspurnir á þingi 22 talsins. Á yfirstandandi þingi hafa þegar komið fram 166 fyrirspurnir og ekki er öll nótt úti enn í því efni. Fyrir 20 árum vóru tillögur til þingsályktunar 47, en á þessu þingi eru þær þegar orðnar 124. Þetta kom fram í máli Þor- vald.s Garðars Kristjánssonar, for- seta Sameinaós þings, er hann mælti fyrir frumvarpi að nýjum þingskaparlögum í efri deiid AF þingis í gær, mánudag. ÞORVALDUR GARÐAR KRISTJÁNSSON (S) kvað þing- menn standa frammi fyrir ýms- um vanda, varðandi starfshætti og vinnubrögð Alþingis, vegna gjörbreytinga í verkefnum þings- ins, ekki sízt vegna fyrirspurna og tillagna til þingsályktunar, sem hefði fjölgað mjög hin síðari árin, og umræðna utan dagskrár, en engin ákvæði væru í gildandi þingsköpum um utandagskrár- umræður. Þingsköp Alþingis eru að meg- instofni frá árinu 1876, þó nokkr- ar breytingar hafi verið á þeim gerðar í tímans rás. Fyrirspurnir og þings- áiyktanir ÞORVALDUR GARÐAR sagði m.a.: „Þingsályktanir og fyrirspurn- ir gegna mikilvægu hlutverki í störfum Alþingis. En hinar ótakmörkuðu umræður um þings- ályktunartillögur og litt tak- mörkuðu umræður um fyrir- „Kreppir að svigrúmi fyrir löggjafarstarfiðu „Bregtir svip- mót löggjafar- samkomu í yfir- bragð málskrafs- samkundu“ spurnir taka nú alltof mikinn tíma af störfum þingsins. Slíkt kreppir að svigrúmi fyrir sjálft löggjafarstarfið. Slíkt breytrr svipmóti löggjafarsamkomu í yf- irbragð málskrafssamkomu. Slikt fælir jafnvel þingmenn frá góðri fundarsetu...“ Umræður utan dagskrár ÞINGFORSETI sagði m.a. um þetta efni: „Þá eru umræður utan dag- skrár eitt vandamálið, sem við er að fást. í þingsköpum eru nú eng- in ákvæði um það efni. Hins veg- ar hafa í síðari tíð tíðkazt um- ræður utan dagskrár í það ríkum mæli að nauðsynlegt er að setja slíkum umræðum takmörk. Svo sjálfsagðar sem umræður utan dagskrár geta verið orkar oft tvímælis, hve nauðsynlegar þær VeðurguAir breiddu (ol á jörð í gærmorgun, sem hvarf skjótt með vætu er á daginn leið. Innan dura í þinghúsi, sem þjónað hefur hlutverki sínu á aðra öld, ræddu menn frumvarp til þingskapa í efri deild, m.a. vanda utandagskrárumræðna, en í neðri deild stóð ein slík í miklum blóma. í forgrunni myndar stendur stytta Jóns Sigurðssonar Alþingisforseta á varðbergi en ofanhúss knýr tæknin farkost um himinvegu. eru...“ Nýjum viðhorfum varð- andi umræður utan dagskrár verður að mæta með þingskapar- ákvæðum." Staða alþingis og virðing liggur við FRAMSÖGUMAÐUR sagði ennfremur: „Enn kalla gjörbreyttar að- stæður frá síðustu heildarend- urskoðun þingskapa fyrir tæpri hálfri öld á veigamiklar breyt- ingar í stjórnun Alþingis og vinnubrögðum þess almennt. Af öllum þessum ástæðum þurfa nú að vera gerðar breytingar á þing- sköpum. Staða Alþingis og virð- ing liggur við.“ Meginnýmæli frumvarpsins HELZTU nýmæli frumvarps- ins eru: 1) Stjórn þingsins er efld með skipulegum og markvissum vinnubrögðum, 2) fjölgað er fastanefndum Sameinaðs þings, 3) hnitmiðaðri reglur eru settar um meðferð tillagana til þings- ályktunar. Tímalengd fyrri um- ræðu er takmörkuð, 4) umræða um fyrirspurnir er bundin við fyrirspyrjanda og viðkomandi ráðherra, sem spurn er beint til, og ræðutími styttur, 5) sett eru ákvæði um umræður utan dagskrár og þrengdir möguleikar til slíkra umræðna án tímatak- markana, nema í undantekning- artilfellum þegar sérlega mikil- væg mál eiga í hlut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.