Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Afgreiddi drög að nýjum fram- leiðsluráðslögum Ágreiningur um einstök atriði í Framsókn ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisnokks- ins hefur afgreitt þau drög að nýjum framleiðsluráðslögum sem starfs- hópur á vegum stjórnarflokkanna hefur samið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær- kvöldi að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefði veitt sér umboð til að ganga frá málinu við sam- starfsflokkinn, í samráði við Birgi ísleif Gunnarsson og Egil Jónsson, Aðalfundur VSI: Rætt um ný- sköpun í at- vinnurekstri AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands verð- ur haldinn í dag á Hótel Sögu og hefst hann kl. 10. Páll Sigurjónsson, formaður VSl, setur fundinn en síðan flytur Einar Benediktsson, sendiherra, erindi um tengsl utanríkisþjónustu við atvinnu- lífið. Einnig mun Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri, flytja erindi sem nefnist ís- land hf. Að loknu hádegisverðarhléi hefjast aðalfundarstörf skv. lögum VSÍ, en kl. 14.30 hefjast panelumræður um nýsköpun í atvinnurekstri. í umræðum þessum taka þátt þeir Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra og Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra. Umræðunum stjórnar Hörður Sigurgests- son, forstjóri. Aðalfundi Vinnuveitenda- sambandsins lýkur kl. 17. sem sitja í starfshópnum fyrir hönd flokksins. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur ekki afgreitt frumvarps- drögin formlega. Samkvæmt heimildum Mbl. er ágreiningur í þingflokknum um ýmis atriði frumvarpsdraganna. Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra, sagði í samtali í gærkvöldi að málið hefði ekki tafist vegna ágreinings i þingflokknum og átti von á að það yrði afgreitt fljótlega, jafnvel í vikunni. Davíð Aðalsteinsson og Þórarinn Sigurjónsson eru fyrir Framsóknarflokkinn í starfshópn- um sem samdi frumvarpið, en Bjarni Guðmundsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, stjórnaði starfshópnum. Morgunblaðiö/Ævar Guðmundsson Fjölmenni við útför feðganna Ólafsvík, 15. aprfl. í GÆR var gerð frá Ólafsvíkurkirkju útför feðganna Úlfars Kristjónssonar skipstjóra og Jóhanns Óttars Úlfarssonar, sem fórust með Bervík SH hinn 27. marz. Sóknarpresturinn séra Guðmundur Karl Ágústs- son, jarðsöng og kirkjukór Ólafsvíkurkirkju söng. Hafsteinn Engilbertsson flutti ljóðmæli. Kirkjan var blómum prýdd og sjómenn stóðu heiðursvörð fyrir kirkjudyrum. Þetta var fjölmennasta útför sem gerð hefur verið frá Ólafsvíkurkirkju. Byggðin er í sárum og mun lengi verða eftir að hafa misst fimm vaska sjómenn og góða drengi. — Helgi Miklar birgðir fímm punda þorskflakapakkninga hjá Sambandinu: Framleiðslunni beint í aðrar pakkningar BIRGÐIR Iceland Seafood, sölu- fyrirtækis Sambandsins, á fímm f unda pakkningu þorskfíaka vest- an hafs eru nú orðnar verulegar. Því hefur þorskframleiðslu frysti- húsa á vegum Sambandsins hér heima verið beint í aðrar pakkn- ingar á Bandaríkjamarkaðinn. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið ætti talsverðar birgðir af þorsk- flökum. Það væri einnig verið að beina framleiðslu á þorski inn í aðrar pakkningar. Á hinn bóginn hefði verið skortur á karfa og ýsu síðan í október á síðasta ári og ufsa síðustu tvo mánuði hjá fyrir- tækinu. Þessi skortur væri að verða mjög verulegur og hefði valdið því að fyrirtækið hefði misst ýmis tækifæri á sölu þess- ara tegunda. Guðión sagði mjög mikla aukn- ingu hafa orðið á framleiðslu þorskflaka á síðasta ári hjá frysti- húsum Sambandsins. Þessi birgðamyndun hefði því í raun átt sér stað á síðasta ári og fyrstu mánuði þessa árs. Fyrir einu og hálfu ári hefðu þorskflakabirgðir fyrirtækisins hins vegar verið í minnsta lagi. Síðan hefði salan verið svipuð og árið á undan, en framleiðslan verulega meiri. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði I samtaii við Morgunblaðið, að þorskflakafram- leiðslunni hefði ekki verið beint inn á Bretland. Þess í stað hefði henni verið beint í ýmsar sérstak- ar pakkningar, sem væru að ryðja sér til rúms á markaðnum vestra í auknum mæli. Hins vegar hefði sterlingspundið styrkzt um nálægt 20% síðustu vikur og færi því framleiðsla á Bretland að verða bærilegri. „Hard Rock Café“ á íslandi: Alþjóðlegur veitinga- staður í Hagkaup HAGKAUP HF. hefur óskað eftir tiU boðum í að reisa verslunaramiöstöð- ina i Kringlumýri og er miðað við að steypa húsið upp og ganga frá því að utan. Tilboðum skal skila fyrir klukk an 11.00 þriðjudaginn 14. maí naest- komandi, en Þi veröa þau opnuð. Samningar um aðstöðu fyrir verslanir og fyrirtæki í húsinu standa nú yfir og hefur m.a. verið gengið frá samningi við alþjóðlega veitingahúsasamsteypu „Hard Rock Café“ um rekstur veit- inga- og skemmtistaðar. Að sögn Ragnars Atla Guð- mundssonar, sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum við verslun- armiðstöðina, er grunnflötur húss- Steingrímiir Hermannsson forsætisráðherra um niðurstöður landsfundar: „Harma að sneitt er að samvinnuhreyfíngimni“ „ÉG GET TEKIÐ UNDIR ýmislegt sem kemur fram í þessum ályktun- um, en um annað vitum við að er ekki samstarf um á milli flokkanna," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við blm. Mbl. er hann var spurður álits á helstu niðurstöðum landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Forsætisráðherra sagði, að að sjálfsögðu væri það alltaf svo, þegar um samstarf tveggja flokka væri að ræða, að ekki fengist allt fram, og sagðist hann ekki trúa að sjálfstæðis- menn héldu að þeir fengju allt sitt fram, sem ályktað hefði ver- ið um á þessum fundi. „Ég sé því ekkert i þessum ályktunum, sem þarf að valda auknum vandræð- um í þessu stjórnarsamstarfi." Aðspurður um hvað honum litist best á í þessum ályktunum sagði forsætisráðherra: „Ég fagna því hvað flokkurinn leggur mikla áherslu á að ná samstöðu við vinnuveitendur og launþega um efnahags- og kjaramál. Flokkarnir hafa fylgt frjálsum samningum og Sjálfstæðisflokk- urinn kannski verið ennþá harð- ari í því en við. Mér finnst þetta vera viðurkenning á því að í þessari stöðu sem nú er, þurfi ríkisvaldið að taka virkan þátt í samningum. Ég styð líka álykt- un þeirra svo að þeir styðji ný- sköpun í atvinnulífinu, og því fagna ég einnig. Að vísu sakna ég þess að ekkert er minnst á Þróunarfélagið." Forsætisráðherra sagðist jafnframt vera samþykkur því sem fram kæmi í ályktuninni um landbúnaðarmál. Landbúnaðar- ráðherra hefði nú sýnt frumvarp í þingflokkunum um breytingar á framleiðsluráðslögunum, en það frumvarp gerði einmitt ráð fyrir því að útflutningsbætur yrðu óþarfar eftir vissan aðlög- unartíma. Sagði hann að í ljósi þessa væri ákaflega mikilvægt að flokkarnir gætu drifið í gegn frumvarp um landbúnaðinn. Steingrímur var spurður að því hvað hann gæti ekki fellt sig við í ályktunum landsfundarins: „Ég er svolítið hissa á því hvað þeir leggja óskaplega mikla áherslu á einkareksturinn. Við framsóknarmenn höfum alltaf talið ýmis rekstrarform koma til greina í þjóðfélaginu. Við höfum stutt samvinnurekstur, einka- rekstur og í undantekningartil- vikum ríkisrekstur. Ég harma því að svo er sneitt að samvinnu- hreyfingunni. Ég veit ekki hvar hagsmunagæsla Framsóknar- flokksins fyrir Sambandið er svona rík, eins og Þorsteinn oröar það. Við ættum kannski að taka upp harðari baráttu fyrir samvinnuhugsjónina, þvi hún er að mínu mati ein sú besta sem þessi þjóð hefur notið í gegnum áratugi." Steingrímur sagði jafnframt að framsóknarmenn teldu að það yrði að vera a.m.k. einn öflugur ríkisbanki til þess að fullnægja ýmsum þörfum í fjármögnun, t.d. atvinnuveganna, sem ríkið hlyti að beita sér fyrir að hefði vissan forgang. ins 12.200 fermetrar, og um 30 þús- und fermetrar með öllum hæðum. Rúmmál hússins er 150 þúsund rúmmetrar. Hér er því um að ræða einhverjar mestu bygingafram- kvæmdir sem ráðist hefur verið í hér á landi. Ragnar Atli sagði að sala versl- unareininga við göngugötu verslun- armiðstöðvarinnar hefði gengið vel og væri nú búið að ganga frá samn- ingum um 2.600 fermetra af þeim 10 þúsund fermetrum sem boðnir eru út. Af þeim fyrirtækjum og ein- staklingum, sem þegar hafa gert samning við Hagkaup um aðstöðu f húsinu, má nefna Kosta Boda gjafa- vöruverslun, Hans Petersen hf., Magnús Baldvinsson úra- og skratgripasala, Silfurbúðina gjafa- vöruverslun, Baldur Jóhannsson sem mun reka þar deildarverslun með fatnað, Steinar Waage skó- verslun, Herragarðinn herrafata- verslun, og Benetton fataverslun, svo dæmi séu nefnd. Þá sagði Ragnar Atli að gengið hefði verið frá samningi við veit- ingahúsasamsteypuna „Hard Rock Café“ um aðstöðu í húsinu, en staði með því nafni má finna í New York, Los Angeles, London og Stokk- hólmi. Verður þar rekin almenn veitingasala á daginn og skemmti- staður á kvöldin og er gert ráð fyrir sérinngangi í veitingahúsið með rekstur skemmtistaðar fyrir aug- um. Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson munu annast rekstur staðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.