Morgunblaðið - 16.04.1985, Side 24

Morgunblaðið - 16.04.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 HINN MANNLEGI ÞATTUR / Asgeir Hvitaskáld Einar Jónsson myndhöggvari er ekki látinn Ég var að vinna í garðinum við listasafn Einars Jónssonar. Það var verið að breyta garðinum og ég var að vinna innan um ungar harðbrjósta stúlkur sem voru að raka arfa og búa til blómabeð. Trén hristust í rokinu. Ég horfði oft á þetta stóra, drungalega og margbrotna kastalahús. Ég hafði aldrei skoðað þetta safn. Hvað var eiginlega þarna inni! Jæjá, mér var sama. En svo þurfti ég að fara á klósettið. Ung stúlka vísaði mér flókna leiðina inn í húsinu. Mér fannst eins og ég væri í grafhvelfingu, allt myrkvað. í bakaleiðinni stalst ég til að skoða nokkrar styttur í þögn og rökkri. Það var eitthvað sem leitaði á huga minn er ég sá þessi stórbrotnu myndverk. Skyndilega kviknuðu ljós og mannaraddir heyrðust. Gömul kona var að leiðbeina hópi af út- lendingum. Safnið var opnað einmitt á þessum tima. Hópur af krökkum fylgdi konunni, þau töluðu ensku og voru öll í ís- lenskum lopapeysum. Andlit þeirra voru margbreytileg. En samt ekki eins margbreytileg og þessar undarlegu hvítu styttur. Ég laumaðist inn í hópinn. Konan útskýrði fyrir okkur styttu sem hét Brautryðjandinn. Það var veggmynd af manni sem var að burðast með björg og brjóta leið í gegnum kletta. Lýð- urinn kom á eftir. Konan sagði að Einar hefði gert þessa mynd um Jón Sigurðsson sem gaf okkur frelsið og sjálfstæðið. Inn- ra með mér vaknaði eitthvað sem hafði blundað lengi. Konan sýndi okkur stóra mynd af steinrunnu trölli sem steytti stóran hnefa á móti sólu og var með stúlku í fanginu. Rosaleg mynd. Þetta var eitt- hvert atriði úr þjóðsögunum; tröllið gat ekki gert stúlkunni mein á meðan hún talaði i bundnu máli. Svo hafði sólin komið upp og tröllið steinrunnið. Ef þessi mynd hefði verið í marmara í stækkaðri mynd á stóru torgi úti í löndum myndu menn koma hvaðanæva úr heim- inum til að sjá og dásama. Stórkostleg stytta. Þarna var mynd sem hét Dem- anturinn. Það var hönd sem hélt á risastórum demanti. Þetta var minnismerki um Færeying sem fór einn á báti á móti óvinum sem ógnuðu frelsi eyjaskeggja. Enginn nema hann hafði þorað að verja frelsið. Konan virtist hafa umgengist listamanninn á meðan hann var á lífi og sagði að hans skoðun hefði verið sú að listin dafnaði aðeins þar sem frelsi ríkti. Þá tendraðist bál inni í mér. Ég var þó ekki sá eini með slíkar hugsanir. En ég hef lengi haldið því fram að á ís- landi sé ekki nægilegt frelsi til lista. Svo var það styttan Skuld. Lít- il mynd úr gifsi. Sýnir mann á hesti, hesturinn hefur fallið á afturfæturna. En maðurinn hafði vaðið áfram, aðeins hugsað um að koma sjálfum sér áfram, troðið ungar stúlkur undir fótum hestsins. En dauðinn var kominn og sat á lendum hestsins, fyrir aftan hann. Og hann hvíslaði í eyra mannsins: „Nú verður þú að greina skuld- ir þínar." Þarna talaði Einar Jónsson beint til mín. Ég varð steinrunn- inn og fékk gæsahúð. Gat ekki fylgt hópnum eftir. Fór að hugsa um mitt eigið líf. Var ég ekki að vaða áfram án þess að hugsa um aðra. Ég varð óttasleginn þegar ég hugsaði um mínar eigin skuldir við lífið. Blindinginn var mynd af manni sem fikraði sig áfram með staf öðrumegin við grind- verk, en það var fólk hinumegin. Mér fannst þetta bara ósköp venjuleg mynd af blindum manni. En konan útskýrði: „Sko, þetta er blindur maður, ekki blindur í augunum, heldur er hann skammsýnn, þröngsýnn. Hann er hérna megin við girð- inguna en allt fólkið hinumegin. Hann vill ekki sjá. Maður skilur þetta ekki almennilega. Mynd- irnar tákna allar eitthvað. Hann vildi aldrei útskýra myndirnar, vildi að fólk fyndi sjálft mein- inguna. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.“ Við útskýringuna varð myndin allt öðruvísi. Hún sagði svo margt, ef maður gaf myndinni tíma og athygli sína. Var ég svona; skammsýnn, þröngsýnn, svartsýnn. Jú, stundum vildi ég ekki viðurkenna aðra. Efnishyggjan var mynd af nautshöfði sem brynjaður maður var sokkinn ofan f. Nautið var tákn heimskunnar, hornin fyrir það illa. Hann var í skrautklæð- um; sat hörkulegur og valds- mannslegur í hásæti sínu í hausi nautsins. Fyrir ofan var engill með barn í fanginu, hann horfði sorgmæddur niður og barnið hélt fyrir augun. Allar myndirnar voru úr gifsi, nema ein úr marmara. Þær hefðu allar mátt vera úr marm- ara eins og styttur Thorvaldsens f Kaupmannahöfn. En á fslandi fá listamenn ekki einu sinni al- mennileg efni til að vinna úr. Gifs er ekki nógu varanlegt efni fyrir þessi stórkostlegu lista- verk. En marmaramyndin var af dreng á bæn, fyrir þá mynd fékk Einar verðlaun er hann var á listaakademfunni f Kaupmanna- höfn 21 árs gamall. Samviskubit var stórt andlit manns sem gretti sig af þján- ingu. Einn dvergur togaði augn- lokin upp en annar hvfslaði f eyra hans. Það var eins og þess- ar myndir töluðu upphátt. Þær voru tungumál fyrir hugsanir Einars Jónssonar. Þessar mynd- ir eiga heima í listasölum f Róm eða París. Og minnst ein mynd á hverju heimili. Það eru ekki margir í heiminum sem geta sagt manni jafn mikið með einni myndastyttu. Krakkarnir misstu brátt þoi- inmæðina og mösuðu saman í litlum hópum. Þetta voru skipti- nemar sem voru að hittast í síð- asta sinn áður en hver færi f sitt heimaland. Ég og konan vorum ein eftir. „Þekktir þú hann persónu- lega?“ spurði ég, feimnislega. „0, já,“ andvarpaði hún. Ég kinkaði kolli og fiktaði f gólfinu með tánni. Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi særa hana eitthvað ef ég fengi hana til að tala um hann. En ég þráði að vita allt um þennan mann. „Var hann ríkur?“ „Nei, væni minn, hann var aldrei ríkur. Hann var alltaf bláfátækur, alveg bláfátækur. Vissi ekki hvað peningar voru. Rikið og nokkrir einstaklingar styrktu hann til að reisa þetta hús. Hann var 46 ára þegar hann loks gat flutt inn.“ Hún sagði að hann hefði aldrei smakkað áfengi, lifað algjöru meinlætalífi. Konan hans var létt og kát og beið hans í 17 ár. Einar hafði vfst verið frekar þungur dagsdaglega en þó getað verið glaðlyndur suma daga. íbúðin-var uppi en eldhúsið og vinnustofan niðri. Sfðustu árin var hann veikur i fótum og átti erfitt með stigana. Þá hreiðruðu hjónin um sig í litlu herbergi niðri hjá vinnustofunni. „Hann hefur lifað fyrir list sína,“ sagði ég. „Já, algjörlega," svaraði kon- an, og ég sá þjáningu i slitnum andlitsdráttum hennar. Ég fór upp hringstiga og skoð- aði vistarverurnar. Þar var ekk- ert rennandi vatn. Við skrifborð hans var biblian og íslensku fornsögurnar. Jesúmyndir uppi á veggum. Það voru tvö svefnher- bergi, eitt fyrir hana, eitt fyrir hann. í herbergi hans var stórt málverk af fallegri konu hans. Þar var lítil afsteypa af högg- myndinni Von eftir Thorvaldsen. Það er akkúrat vonin sem vísar listamönnum f gegnum fátækt og mótbyr, hvað annað. Þegar ég þaut framhjá stytt- unni Skuld, á leið út f rokið í gegnum garðinn þar sem reiður verkstjóri beið mín, fór ég aftur að hugsa um mitt eigið lff. Innra með mér hafði fæðst trú á frelsið og sannleikann. Lifandi skoðanir og tilfinningar eru í þessum gifs- myndum. Einar Jónsson lifir ennþá. Ragnar og Birgir nálgast jörðina á TF-FTG. Reykjanibba í baksýn. Morgunbiafli»/j6n Þeir félagar Sigurður, Ragnar og Birgir við kennsiu- flugvélina. iiniiiiiiiiiPiiiii i "ii nmw wh"wpi iiiiiiiiwíiiíiiiwww Guðrún Paulsdóttir undirbýr flugtak af mikilli kost- gæfni. Blönduós: Mikill flugáhugi í Austur- Húnavatnssýslu BlönduÓNÍ, 9. apríl. VINDPOKARNIR á BlönduósHug velli héngu slappir niður þegar þeir félagar Birgir Ingólfsson og Ragnar Hauksson flugkennari frá flugskól- anum Flugtaki voru að lenda eins- hreyfils flugvél af Cessna-gerð, TF- FTG. Sigurður Georgsson sem beið þeirra félaga á jörðu niðri var fyrstur til að fara í loftið af þeim 29 Austur-Húnvetningum sem hafa spreytt sig. Lending þeirra félaga var ekki harkalegri en það að þeir voru við- talshæfir að henni lokinni. Ragnar Hauksson flugkennari sagði að sem dæmi um hvað flugkennslan hefði gengið vel þá væri ennþá sama flugvél notuð og sami flug- kennari. Þó ber þess að geta að önnur flugvél var notuð í upphafi kennslunnar en burðarþol hennar var svo lítið að ekki gátu allir sem flugáhuga höfðu notið flug- kennslu. Þar sem við sátum í skýli flug- áhugafólks í A-Hún. og ræddum þennan mikla flugáhuga bar að garði Benedikt ólafsson og Guð- rúnu Paulsdóttur. Þau eru, ásamt þeim sem að framan greinir, hluti af þeim 17 manna hópi sem flogið hefur reglulega frá 22. febrúar og á stutt í sólóprófið. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að undirrituðum var boðið útsýnisflug en því höfðing- iega boði var kurteislega hafnað á þeirri forsendu að ekki mætti tefja þetta áhugasama fólk frá flugnáminu. Þessi ályktun var rétt, því varla var búið að kveðja þegar Guðrún og Ragnar liðu upp í loftið i farkosti sínum með stefnu á Reykjanibbu. Jón Sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.