Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 29 yfir hana að öðru leyti. Við þre- menningarnir, sem eigum mynd- ina, höfum verið að sækja um fé til að gera þetta, en Kvikmynda- sjóður hefur ekki haft áhuga. Við það situr, enda kannski eðlilegt að hentugra sé að búa að sínum hlut- um hér heima, uppboðshömrum sem öðru. Undirritaður átti nokkurn þátt í tilurð Kvikmyndasjóðs og vill honum vel. En alveg er ómögulegt að ætlast til þess að þeir menn, sem að þessu sinni önnuðust út- hlutun geti séð út yfir dægur- vandamálin og grátkórinn, og hugað að því sem meira máli skiptir, að hér rísi upp sterkur kvikmyndaiðnaður í höndum manna, sem hafa þegar nokkra reynslu fyrir því sem ekki teljast færar leiðir. Síðast í dag var einn þessara úthlutunarmanna að til- kynna: „Við höfum heyrt það ofan í kvikmyndagerðarmenn að þeir virðast vera þess sinnis, að ekki sé ástæða til þess að skipta í mjög marga hluta á meðan fé það sem til ráðstöfunar er er ekki meira." Þrátt fyrir þetta viðhorf kvik- myndagerðarmanna kom það ekki í veg fyrir að veitt var fé til tveggja nýrra mynda í þeim mæli, að Kvikmyndasjóður kemur til með að bera ábyrgð á því síðar að uppboðshamarinn mun hvíla yfir höfðum framleiðenda. Kvik- myndagerð er að því leyti stóriðja, að hún þarfnast gífurlegs fjár- magns í byrjun, og erlendis er við- tekin venja að líta svo á, að ekki verði séð hvort tap eða gróði er á mynd fyrr en að fimm árum liðn- um. Lánakerfið hér leyfir ekki svo langan tíma, enda er mynd talin hafa farið á hausinn, geti hún ekki greitt allan kostnað upp í topp innan tveggja ára í lengsta lagi. Kvikmyndasjóði er ætlað að veita það mikið fé í byrjun til ein- stakra verka, að yfir þennan agnúa fljóti. En það er öðru nær en sjóðnum sé ætlað slíkt hlutverk. Úthlutun- in nú er einmitt dæmigerð um al- gjöran ófarnað í fjárveitingum, og sýnir að þeir sem um úthlutunina fjölluðu hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru með í höndunum, og hafa að auki ekki verið færir um að draga ályktanir af þeim bjarg- ráðasjóðstilraunum, sem þeir voru þá með tilburði til á sama tíma og úthlutun fór fram til nýrra mynda. Sama kerfið skal gilda áfram, að hér verði minnst hundr- að manns að basla í gerð kvik- mynda í framtíðinni — og allir á hausnum. Það er alveg ljóst, að það verður á ábyrgð Kvikmynda- sjóðs hvaða myndir eru gerðar hér, vegna þess að sjóðurinn verð- ur að veita allt að 70% af verði myndar miðað við kostnaðaráætl- un, sem fylgir umsókn, og fram- leiðendur eiga að neita að róa af stað með minna hlutfall. Mikið hefur verið talað um, að ekki hafi fengist lögskipað tillag til sjóðsins og hefur fjármála- ráðherra legið undir ámæli fyrir það. En reikna má með að honum hafi fundist sem svo, að of miklu fé væri verið að veita út í óviss- una, og ekki lægi nógu skýrt fyrir hvernig úthlutun yrði hagað, til að hún þýddi ekki að eingöngu væri verið að koma einhverjum nýjum hugsjónamönnum undir uppboðs- hamarinn. En fjármálaráðherra veit auðvitað betur hverjar ástæð- ur hans voru fyrir þröngri fjár- veitingu. En hin þrönga fjárveit- ing var jafnvel notuð af nefndinni til að afsaka það, sem hún gerði ekki. Hvað varðar umsókn Ágústs Guðmundssonar vegna kvikmynd- arinnar „Skáldsögu", sagði nefnd- in á þá leið, að Ágúst yrði sjálfur að sækja það fé í hendur fjármála- ráðherra, og virðist honum þá hafa verið áætlaðar ca. fjórtán milljónir yrði lagaákvæðum full- nægt. En auðvitað var þetta ekki annað en ósvífni af nefndinni. Hún veit eins og hver annar, að Ágúst Guðmundsson á engan að- gang að fjármálaráðherra og mun ekki fara að krefja hann sam- kvæmt tilmælum nefndarinnar. Um skipan nefndarinnar að öðru leyti verður næsta lítið sagt. Um ástæður þess að bíóforstjóri er í nefndinni er ekki vitað, nema ef vera skyldi það, að bíóforstjórar hafa aldrei veitt kvikmyndaiðnað- inum neitt. Þeir hafa vanist því að fá erlendar myndir hingað fyrir spottprísa og dreifa þeim síðan um landið fyrir enn minna verð, eins og gefur að skilja. Þeir eru því góðu vanir. Því er það, að þeg- ar þarf að semja um sýningar á íslenskum myndum, er mönnum tekið með brosi á vör, en greiðslur verða að vera þannig, að þær jafn- ist á við bestu aðsókn. Kvik- myndahúsin hafa því haft sitt á þurru og aldrei þurft að greiða eyri vegna íslenskra kvikmynda. Þeim þykir betra að tapa á stöku erlendri mynd. Það er fullkomin ástæða fyrir fjármálaráðherra að athuga vel hvernig á að standa að úthlutun úr Kvikmyndasjóði áður en full og lögmæt fjárveiting til sjóðsins tekur gildi. Við þurfum ekki frek- ari fjöldaframleiðslu á íslenskum kvikmyndum fyrir tilstyrk Kvik- myndasjóðs, aðeins til að koma einhverju ótilgreindu fólki undir uppboðshamarinn. íslendingar hafa lært af reynslunni í þessum efnum. Þeim hefur orðið gangan á braut kvikmyndanna heldur þung í skauti. Samt er hér um ævintýri að ræða, þar sem ekki verða fram- ar þrædd öngstigin á mörkum mannlegrar greindar, heldur tekið á málum af fullri skynsemi, eins og okkur ber að gera nú, þegar barnabrekin liggja ljós fyrir. Indriði G'. Þorsteinsson er rithöíundur. 1 <000 CD n a i U t-i 3 4-> W 2 1 ÍD CO œ '>> n | ninn • s 2 > cn CD * co . u I u CD n i nP n n 1 I t- oo ! I Súluritið sýnir hve margir vinnudagar hafa tapast að meðaltali í löndunum þrettán á árunum 1974—1983. Langflestir vinnudagar hafa tapast vegna vinnudeilna á Ítalíu, en ísland fylgir fast á eftir. Næstflestir vinnu- dagartapastá fslandi 74—’83 VINNUDEILUR á íslandi hafa vald- ið því, að fslendingar hafa tapað að meðaltali 1.041 vinnudegi árlega á hverja 1000 starfsmenn á árunum 1974—1983. Aðeins ftalir hafa tapað fleiri vinnudögum vegna vinnu- deilna á sama tímabili, alls 1.320 dögum á hverja 1000 vinnandi menn. Flestir dagar töpuðust hér- lendis árið 1976, alls 309.950 dagar en næstflestir á síðasta ári, 301.099 dagar. Þetta kemur fram í saman- burði, sem gerður hefur verið af ILO, Alþjóða vinnumálasambandinu í Genf. Næstir á eftir fslendingum koma Bretar og Finnar með 439 og 433 tapaða daga á hverja 1000 starfsmenn. í aprílhefti frétta- bréfs Vinnuveitendasambands ís- lands, „Úr atvinnulífinu", scgir um þetta mál, að ef litið sé til þeirra þjóða, „sem hvað mestum efnahagslegum árangri hafa náð á tímabilinu, kemur í ljós að Japan- ir hafa tapað 73 vinnudögum á hverja þúsund starfsmenn, Norð- menn 60, Þjóðverjar 32 og Austur- ríkismenn og Svisslendingar 2 dögum. Af yfirliti VSÍ má og sjá, að fæstir vinnudagar töpuðust vegna vinnudeilna hérlendis árið 1983, alls níu. 1975 töpuðust með þess- um hætti 62.531 vinnudagur, 1976 alls 309.950 dagar, 1977 voru tap- aðir vinnudagar 189.600, árið eftir 51.270, 1979 töpuðust vegna vinnu- deilna 15.970 vinnudagar á hverja þúsund starfsmenn, 1980 voru dagarnir 30.760. Árið 1981 töpuð- ust 78.410 vinnudagar, árið eftir 119.000 vinnudagar, níu árið 1983 og 301.099 á síðasta ári. Þaó er hugsanlegt aó vió tökum bilinn þinn upp inýjan eóa notaóan Volvo \ Notaður Volvo SK-bíll frá okkur er með 6 mánaða ábyrgð Bilanatíöni í Volvo er með því lægsta sem þekkist. En engu að síður viljum við tryggja öryggi og ánægju fjölskyldu þinnar sem best. Þess vegna eru allir Volvo-bílar frá okkur með 6 mánaða ábyrgð. Þeir hafa gengist undir SK-skoðun, verið stilltir og yfirfarnir af bifvélavirkjum okkar. Við höfum sannað að góðir hlutir kosta ekki alltaf mikla peninga \U »* * <t + SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200 Volvo er alltaf peninganna virði Það eru auðvitað ýmsir bílar ódýrari en Volvo. En það sem máli skiptir er að eigandi Volvo hefur fengið mikið fyrir peningana sína. Helsta metnaðarmál Volvo hefur ávallt verið að smíða bíla sem tryggja öryggi bílstjóra og farþega, eru lífseigir við erfiðar aðstæður og þægilegir í akstri. Hvað þessi atriði varðar, þá er Volvo í forystusveit meðal bílaframleiðenda. SKODUN J N0TADUR V0LV0 óXÁNAEn ABYRC.D Það er auðveldara en þú heldur að eignast nýjan Volvo Við viljum auðvitað gera þér fært að eignast nýjan Volvo um síðir. Heimsæktu okkur í Volvosalinn og sjáðu hvað við höfum i boði. Ef þú átt þokkalegan bíl, er hugsanlegt að við tökum hann upp í nýjan eða notaðan Volvo. Þetta gæti auðveldað þér að komast í hóp hamingjusamra Volvo-eigenda. Öryggið skiptir fjölskyldu þína mestu máli Það er ekki deilt um hve öruggur og áreiðanlegur Volvo er. Volvo er draumabíll fjölskyldufólks um víða veröld, - draumabíll þeirra sem láta sig mestu varðaöryggi, þægindi og heill allrarfjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.