Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRlL 1985 31 Sprengingin á Spáni: íslamska andspyrnuhreyfing- in lýsti yfir ábyrgð sinni í gær Beirút, 15. apríl. AP. ÓKUNNUR maður hélt því fram í símtali í dag, að samtökin „Isl- amska andspyrnuhreyfingin", sem hann væri meðlimur í, hefðu staðið að sprengingunni í Madrid á aðfaranótt laugardags. í sprcngingunni, sem varð í þétt- setnu veitingahúsi, biðu 18 manns bana. Maðurinn, sem ekki vildi segja á sér deili, hélt því fram, að sprenging þessi hefði verið framkvæmd til þess „að hefna morðanna í Bier El-Abed“. Með Skálmöld í Líbanon Lík sex manna fundust höfuðlaus Vin. 15. nuí. AP. ÓÞEKKTIR byssumenn drápu tvo palestínska flóttamenn í vestur- hluta Beirút um helgina og höfuð- laus lík sex manna til viðbótar fundust þar. Er talið, að þetta séu lík sex drengja, sem saknað hefur verið frá því í síðustu viku. Hendur voru bundnar fyrir aftan bak á lík- unum, er þau fundust Alls hafa 34 menn verið drepnir í borgunum Beirút og Sidon á einni viku og að auki hafa 176 manns særzt, sumir mjög alvarlega. í dag sendi líb- anski herinn 30 hervagna inn í Sídon til þess að stilla til friðar í borginni. Vegið að einum af horn- steinum aðskilnaðarstefnu þessu mun maðurinn hafa ver- ið að skírskota til atburðar þess, sem varð 8. marz sl. í út- hverfi shíta í Beirút í Líbanon. Þá sprungu þar sprengjur í bíl með þeim afleiðingum, að 75 manns biðu bana og yfir 250 særðust. Hafa sumir leiðtogar múhameðstrúarmanna í Líb- anon kennt ísraelum og Banda- ríkjamönnum um þann atburð. Þeir, sem fórust í sprenging- unni á föstudagsnótt, voru allir Spánverjar, en í hópi þeirra voru 13 konur en 5 karlmenn. Voru hinir látnu jarðsettir á sunnudag. Voru 9 þeirra jarð- settir í kirkjugarði í Madrid en hinir á heimaslóðum sínum víðsvegar um Spán. Sprengingin er eitt versta hermdarverk, sem framið hef- ur verið á Spáni, allt frá því í borgarastyrjöldinni í landinu 1936. Joes Barrionuevo, innanríkisráð- herra Spánar (fyrir miðju), skoðar vegsummerki eftir sprenginguna í Madrid. Sprengingin varð í þétt- setnu veitingahúsi aðfaranótt laug- ardagsins. Átján manns biðu bana í sprengingunni. JóhanneKarborg, 15. aprfl. AP. STTJÓRNVÖLD í Suður-Afríku hafa ákveðið að fella úr gildi lög sem um margra ára skeið hafa meinað fólki af ólíkum kynþáttum að eiga kyn- mök og ganga í hjónaband. Oll kyn- blöndun hefur verið illa séð í Suður- Afríku. Verðbólgan 412% síðustu 12 mánuði Tel Aviv, 15. aprfl. AP. Framfærsluvísitalan hækkaði um 12,1 % í ísrael I marz sl. og er verð- bólgan í landinu þannig orðin 412% á síðustu 12 mánuðum. Þessar tölur sýna samt, að verðbólgan þar hefur hægt á sér frá því í fyrra. Verðbólgan fyrstu þrjá mánuði þessa árs er orðin 33,9%. Hún var 13,5 % í febrúar og 10,7% í marz. Ef svo fer fram sem horfir, þá verður verðbólgan í landinu 225% fyrir allt árið 1985. Þessi lagabreyting í Suður- Afriku þykir tíðindum sæta og vera stórt skref í þá átt að afnema aðskilnaðarstefnu, en þessi lög hafa verið einn af homsteinum þeirrar stefnu. Þó litið sé á þetta sem ljósan punkt, þá er vandséð fram úr ýms- um vandamálum sem þetta mun hafa í för með sér, til dæmis hvort hörundsdökkum og blönduðum verði nú heimilað að ganga „inn á svið hvítra", eins og komist var að orði. Það kemur í ljós. ina. Áður hafði Alia fest heiðurs- merki á Hoxha látinn. Geysilegur fjöldi fólks fylgdi leiðtoganum til grafar og „drúptu menn höfði og tárfelldu" samkvæmt frásögn ATA. Ramiz Alia, sem gegnt hefur bæði embætti forseta landsins og forseta þingsins, var á laugardag kjörinn leiðtogi kommúnista- flokks Albaníu í stað Hoxha. Alia er 59 ára að aldri. Reka 70.000 manns úr landi STJÓRNVÖLD í Nígeríu hafa skipað 70.000 útlendingum sem dveljast í landinu að hafa sig á brott þaðan fyrir 10. maí næst- komandi. Flestir eru hinir brott- ræku frá Ghana, en einnig margir frá öðrum löndum í vestanverðri Afríku. Flestir komu þeir til Níg- eríu til að fá atvinnu i tengslum við olíuvinnslu Nígeríumanna. „Hetjur“ bandarískra ungmenna: Clint Eastwood í efsta sæti Washington, 15. nprfl. AP Kvikmyndastjörnur skutust fram fyrir Ronald Reagan forseta, Jóhannesi Páli páfa öðrum og Móður Teresu, sem títtnefndustu „hetjur'* ungra Bandaríkjamanna, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt er í vikuritinu US News and World Report í dag. Sú hetja, sem oftast er nefnd á nafn, er kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood, sem kunnastur er fyrir hlutverk hörkutóls í kvikmyndum. Alls voru 315 ungmenni á aldrinum 18—24 ára spurðir í könnuninni. Nefndi 161 karlmaður Eastwood fyrstan og var hann í þriðja sæti hjá 154 stúlkum. Yfir heildina var Eastwood í efsta sæti, en 30% aðspurðra settu hann í efsta sæti. í öðru sæti var grínistinn Eddie Murphy með 24% og Reagan Bandarikjaforseti hafnaði í þriðja sæti, en 15% aðspurðra settu hann í fyrsta sæti. Ef skipt er eftir kynjum var Reagan f þriðja sæti hjá körlum en ní- unda hjá konum. Listinn yfir 10 helztu „hetjur“ bandarískra æskumanna er ann- ars á þá leið að í fjórða sæti er kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg, í fimmta sæti körfu- knattleiksmaðurinn Julius Erv- ing, i sjötta og sjöunda sæti fótboltamennirnir Joe Montana og Doug Flutie, í áttunda sæti leikarinn Harrison Ford, i ní- unda sæti forstjóri Chrysler- bílaverksmiðjanna, Lee Iacocca og jafnir i 10. sæti eru Jóhannes Páll annar páfi og söngvarinn Michael Jackson. í efsta sæti á vinsældalista bandarískra kvenna 18—24 ára er leikkonan Jane Fonda, siðan kemur leikkonan Sally Field, þá Eastwood, Móðir Teresa, Eddie Murphy, Nancy Reagan forseta- frú, páfinn, Geraldine Ferraro varaforsetaefni demókrata, Reagan og í 10. sæti varð leik- konan Meryl Streep.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.