Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 7 Margir vilja byggja einkarafstöðvar: Þróunin hefur snúist — segir Sveinn Þórðarson deildarstjóri hjá Rafmagnseftirliti ríkisins MIKILL áhugi er nú í sveitum landsins fyrir byggingu einka- rafstöðva. Aö sögn Sveins Þóröarsonar, deildarstjóra í Rafmagnseftirliti ríkisins, eru 20—25 aöilar að virkja bæjar- lækina hjá sér til raforkufram- leiðslu eða eru með slíkt í und- irbúningi. Virkjanirnar eru flestar á bilinu 15—200 kfló- wött. Stærstu stöðvarnar sem í undirbúningu eru eru á Sleitu- bjarnarstöðum í Skagafirði (200 kW) og Húsafelli í Borg- arfirði (400 kW). Sveinn sagði að einkarafstöðv- um hefði farið fækkandi undan- farna áratugi en þessi mikli áhugi nú benti til að þróunin væri að snúast við. Hann sagði að gömlu stöðvarnar væru litlar og með lítið rekstraröryggi en stöðvarnar sem nú væru byggðar væru stærri. í dag eru í landinu 178 rafstöðvar á sveitabýlum, með 2.709 kW afl í allt, og eru 72 þeirra á býlum sem ekki eru tengd við héraðsveitur. Sagði Sveinn að flestar stöðvarnar sem nú væri verið að undirbúa og byggja væru til upphitunar og súgþurrkunar en bændurnir keyptu áfram rafmagn af RA- RIK til heimilisnota. Sveinn Þórðarson sagði að að- stæður til virkjana bæjarlækja væru afar misjafnar. Kostnaður væri eftir því misjafn, hundruðir þúsunda og allt að milljón. Sumsstaðar þyrfti mikið af leiðslum til að ná góðri fallhæð og sumsstaðar þyrfti rafmagns- línur heim á bæina. Hann sagði að rekstraröryggi væri afar mis- jafnt. Mest væri um rennslis- virkjanir, það er án uppistöðu- lóna, sem væru algerlega háðar tíðarfari. „Orkukostnaöurinn allt of mikiir „Við erum mjög jákvæðir gagnvart þessum virkjunum þó bæirnir hafi þegar rafmagn frá okkur og þær dragi úr okkar orkusölu," sagði Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri, í sam- tali við Mbl. þegar hann var spurður að því hver væri afstaða RARIK til fjölgunar einkavirkj- ana. „Þetta er þjóðhagslega hag- kvæmt auk þess sem þessi sveitabýli fá þriggja fasa rafm- agn sem við getum í fæstum til- vikum boðið upp á í sveitunum. í sumum tilfellum geta þessar stöðvar líka sparað okkur dýrar línulagnir. Við erum að athuga möguleik- ana á að þessir menn geti fengið rafmagn frá okkur þegar þeirra stöðvar bregðast en ýmis tækni- leg vandamál, sem við erum að athuga með lausn á, standa í veginum fyrir því. Sumir þeirra eru jafnvel með umframrafmagn sem þeir vilja selja með sam- tengingu en mestar líkur eru á að það sé aðallega á þeim tímum sem við höfum fyrir nóg raf- magn og því lítill akkur fyrir okkur.“ Kristján var spurður hvort þessi mikli áhugi nú fyrir einka- virkjunum benti ekki til að orku- verðið í landinu væri orðið óeðli- lega hátt. „Jú, það háa orkuverð sem við búum við er auðvitað hvatinn að þessum stöðvum. Menn komast að raun um að virkjanirnar borga sig. Orkuverðið er allt of hátt og meðal annars þessvegna höfum við ekki getað lagst gegn þessum virkjunum. Það er hins- vegar ekki dreifingarkostnaður- inn sem gerir það hátt, við fáum ekki of mikið í okkar hlut, heldur tel ég að þetta felist í virkjun- arkostnaðinum." Hefur smíðað 60 túrbínur Vélbúnaðurinn í flestar einka- rafstöðvarnar er smíðaður hér innanlands. Jón Sigurgeirsson í Árteigi í Köldukinn hefur til dæmis smíðað 60 túrbínur á rúmum þrem áratugum. I sam- tali við Mbl. sagðist hann vera að smíða fjórar túrbínur núna af mismunandi gerðum og margir væru á lista. Hann sagði að stofnkostnaðurinn væri mjög mismunandi, ekki væri óalgengt að hann færi upp undir milljón kr. Hann sagðist smíða gang- stillitæki við túrbínurnar og oft á tíðum gera upp gamla rafala fyrir þessar virkjanir. Auk þessa þyrfti rör, sem væru nokkuð dýr, og jarðstreng eða línu. Hann sagðist hafa hannað flestar virkjanirnar sjálfur. Ég held að þessar virkjanir borgi sig. Þegar ég segi þetta lít ég til þeirra manna sem fara út í þessar framkvæmdir. Þeir eru oft á tíðum framúrskarandi fjár- málamenn sem fara ekki út í þetta til að tapa. Þegar menn taka saman rafmagnsreikn- ingana sína eftir árið fer þetta yfirleitt ekkert á milli mála, rafmagnið er orðið svo gífurlega dýrt,“ sagði Jón. Hann sagði að rekstrarkostnaður væri sáralítill við þessar virkjanir og þyrfti því fyrst og fremst að meta hag- kvæmnina út frá stofnkostnað- inum. Stofnkostnaðurinn væri töluverður og eins og fjárhags- staðan væri hjá bændum í dag, væru sumir hikandi þrátt fyrir augljósa hagkvæmni til lengri tíma litið. Vill selja RARIK rafmagn „Hún hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Kristleifur Þor- steinsson á Húsafelli í Borgar- firði en hann hefur verið með 140 kílówatta vatnsaflsstöð í mörg ár fyrir rekstur sinn þar og selt rafmagn i sumarbústaði. Hann sagðist upphaflega hafa virkjað vegna þess að RARIK hefði ekki getað látið sig fá nóg rafmagn til að halda áfram upp- byggingunni á staðnum. • Stöðin er orðin of lítil og hefur hann verið með aðra virkjun í undirbúningi en sagðist vera bú- inn að leggja þau áform á hill- una, í bili amk. Hann sagðist hafa ágæta virkjunarkosti en sæi ekki að virkjun borgaði sig með þeim vöxtum sem banka- stjórarnir heimtuðu í dag. Kristleifur bjóst við að RARIK færi með 3 fasa línu upp Hvít- ársíðu og að hann gæti þá fengið að tengjast þar við til að fá rafmagn þegar honum vantaði. Hann sagði það skynsamlegt að tengja veiturnar saman vegna öryggisins og hann gæti þá e.t.v. selt RARIK rafmagn þegar hann hefði of mikið og gæti það verið beggja hagur. „Þjóðhagslega séð eru þessar einkarafstöðvar vitlausar á með- an RARIK hefur nóg rafmagn,“ sagði Kristleifur þegar leitað var álits hans á litlu einkarafstöðv- unum sem eru að spretta upp úti um allt land. „Þetta eru yfirleitt litlar virkjanir og stofn- kostnaðurinn nokkuð mikill. Stöðvarnar geta þó verið hag- kvæmar fyrir einstaklingana, ekki síst ef þeir geta byggt þær sjálfir, vegna þess hvað raf- magnið er orðið dýrt." Vöruflutningar Arnarflugs jukust um 93 % FLUTNINGAR Arnarflugs hafa aukist verulega það sem af er árinu borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta á bæði við farþegaflutninga og flutninga á vörum. í frétt frá Arnarflugi segir að ef litið er á tímabilið janúar til mars sl. kemur í ljós að heild- arfjöldi farþega Arnarflugs í millilandaflugi var 4.371 en til samanburðar voru þeir 3.307 á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára er því um 32% sem er talsvert meiri aukning en nemur heildaraukningu farþega í flugi milli íslands og Evrópu. Vöruflutningar félagsins juk- ust um nálægt 93%. Fyrstu þrjá mánuði ársins flutti það um 193 tonn milli landa, en um 100 tonn á sama tíma í fyrra. Farþegar Arnarflugs í milli- landaflugi eru liðlega 16% fleiri en gert var ráð fyrir í rekstrar- áætlun félagsins frá því í árslok 1984 og vöruflutningar 28% meiri. Tæplega 28 þúsund farþegar fóru með Arnarflugi milli landa á síöasta ári og er gert ráð fyrir talsverðri aukningu á þessu ári. Flogið hefur verið þrisvar í viku milli íslands og Hollands í vetur og með sama áframhaldi á aukningu í farþegaflutningum má búast við að tíðni ferða milli landanna verði aukin enn og þá flogið fjórum sinnum i viku á komandi vetri. í sumar er gert ráð fyrir fimm ferðum í viku auk flugs milli ís- lands og Zúrich annars vegar og íslands og Dússeldorf hins vegar. APRÍL-TILBOÐ EV Allir notaðir bílar seldir ÁN ÚTBORGUNAR EV kjör Við lánum í 3, 6, 9 eða jafnvel 12 mán. EV kjör M. Benz 280 S '74 Volvo 245 '78 Við bjóðum 20% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á ÖLLUM NOTUDUM BÍLUM Datsun Cherry ’82 AMC Concord ’79 i_atja Sport ’81 Örlítiö brot af þeim bílum er viö höfum á boðstólum. Athugið að STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTURINN gildir einnig fyrir greiðslur er greiðast upp á 1MÁNUÐI. Tökum einnig 3—5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf á Stór Reykjavíkursvæðinu fyrir öllu andvirðinu. 1929 fEGILL I VILHJÁLMSSON HF. EV-salurinn Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 79944 — 79775 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.