Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 16
16 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1985 Litur, hreyfing, líf Leiklist Jóhann Hjálmarsson StúdenUleikhúsið: Litli prinsinn og Píslarsaga síra Jóns Magnússonar. Leikgerð: Halldór E. Laxness. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Búningar: Ólafur Engilbertsson. Málverk: Hallgrímur Helgason. Lýsing: Egill Arnason. Litli prinsinn og Píslarsaga Jóns Magnússonar í leikgerð Ha- lldórs E. Laxness eru i anda leiktjáningar sem kenna má við hreyfingu, dans. Orðið, textinn, skiptir ekki meginmáli i þessum sýningum heldur er reynt að kveikja líf með því að láta leik- arana sjálfa njóta sin sem mest með þeim brögðum sem felast í listinni og leikninni. í Litla prinsinum eru hinar ýmsu manngerðir leiddar fram á sviðið eins og þær birtast hinum undrandi prinsi á ferð um geim- inn. Við kynnumst konunginum, montna manninum, drykkju- manninum, kaupsýslumannin- um, ljósamanninum og land- fræðingnum. Ekki er víst að allir aðdáendur Litla prinsins eftir Antoine de Saint-Exupéry séu sáttir við þessa túlkun, en hún er skemmtileg svo langt sem hún nær og öll í hugljúfri tóntegund, stundum hávær, stundum líkt og hvísl. Tónlist Kjartans ólafsson- ar er veigamikill hlutj Litla prinsins. Píslarsaga síra Jóns Magnús- sonar er hnitmiðaðra leikverk en Litli prinsinn, stuttur þáttur, en laðar fram ógnvænlega stemmn- ingu, hugsýki manns sem telur sig verða fyrir ofsóknum, göldr- um. Tónlist Kjartans ólafssonar var magnaðri i þessum hluta, ljóst er að hér er á ferð tónskáld, sem kann skil á dramatisku efni. Sýningarnar voru báðar lit- ríkar, búningar ólafs Engil- bertssonar ýmist framúrstefnu- legar eða eins og drög að nýrri náttfatatísku. Málverk Hall- gríins Helgasonar voru þrótt- mikil verk, ekki sist karlfígúran i lokaatriði Litla prinsins. Um lýsingu sá Egill Árnason og mæddi mjög á hann, en hann gerði sitt til að auka áhrifamátt sýningarinnar. Þessi sýning Stúdentaleik- hússins er góð viðleitni og virð- ingarverð. Leikarar sem flestir eru viðvaningar skiluðu sinum hlut þokkalega. Einkum ber að geta Hlífar Þorgeirsdóttur í Litla prinsinum og Tómasar Tómassonar í Píslarsögunni. Hlíf var hinn viðkunnanlegasti prins og Tómas holdi klæddur þumlungurinn. Hér gefst fólki kostur á að sjá nýstárlega sýningu og vel gerða smámuni, sem vonandi leiða af sér annað og meira, en eru Stúd- entaleikhúsinu til sóma. Dægrastytting með draugum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kynlegir farþegar. Syrpa um afturgöngur og reimleika. Þýtt hefur og valið Þorsteinn frá Hamri. Bjallan 1984. Kynlegir farþegar eiga sér er- lenda hliðstæðu, bókina Spögels- estimen sem kom út i Kaupmanna- höfn 1975. Val þýdda efnisins er grundvallað á fyrrnefndri bók, en íslenska efnið hefur Þorsteinn frá Hamri valið. Þorsteinn talar um að i syrpunni megi kynnast „hin- um ýmsu blæbrigðum reimleika- sagna fyrr og síðar“. Hann skrif- ar: „Annars er það styst að segja um syrpu þessa að seilst cr með minnsta móti til hinna eldri og al- þekktari þjóðsagna, en fremur leitað á nýrri mið; til að mynda er aðeins ein saga valin úr safni Jóns Árnasonar. Efninu er saman skip- að með það fyrir augum að það gegni sem best hinu sígilda hlut- verki reimleikasagna, hvernig svo sem þær eru til orðnar, að vekja sem besta skemmtan, auk þeirra umþenkinga og heilabrota sem slíkar bókmenntir hafa löngum valdið fróðleiksgjörnu og lesfúsu fólki á öllum aldri." Af íslenskum höfundum er Þór- bergur Þórðarson fyrirferðar- mestur. Eftirfarandi sögur eru skráðar af honum: Kynlegur far- þegi, Andarnir í hjólsöginni, Fáðu mér beinið mitt, Gunna!, Draugur leysir hnút og Vélstjórinn frá Ab- erdeen. Allt eru þetta góðar sögur og bera þess merki að skrásetjar- inn trúir orðum sögumanna sinna eins og nýju neti. Meðal annarra sagna af íslensk- um draugum er Hverf er haust- gríma skráð af Pálma Hannes- syni, óvenjulegur andstæðingur Friðgeirs H. Berg, Nesvogur Theo- dóru Thoroddsen, Retap retson Þorsteins Erlingssonar og þannig mætti áfram telja. Nokkra sér- stöðu hefur Strigastakkurinn eftir Guðmund Friðjónsson því þar er á ferðinni fullgild smásaga list- rænnar gerðar. Þrjú ljóð hefur Þorsteinn tekið með og eru þau öll Kreisler strengjasveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Síðari tónleikar Kreisler-strengjasveitarinnar voru haldnir í Langholtskirkju og voru flutt þar verk eftir Vaughan-Willi- ams, J-S. Bach, Britten og Tsjaík- ofsky, alit feikna vinsæl og fógur tónverk. Kreisler-strengjasveitin er skipuð atvinnutónlistarmönnum, sem ýmist starfa sem kammertón- listarmenn eða leika í hljómsveitum eins og Ensku kammersveitinni, hljómsveit þjóðaróperunnar og fleiri hljómsveitum. Jafnframt því æfir hljómsveitin nú að staðaldri og hefur þegar fengið tilboð um að halda tónleika víða um England. Hver svo sem framtíð sveitarinnar verður er ekki annað hægt að segja, en að leikur hennar á fyrrgreindum tónleikum haH verið glæsilegur. Tónleikarnir hófust á konsert fyrir tvær fiðlur, eftir J.S. Bach. Einleikararnir voru stjórnand- inn, Michael Thomas, og Simon Lewis, sem er fastráðinn við ensku kammersveitina. Þeir eru mjög ólíkir fiðluleikarar, Lewis með sinn hvellskýra tón og Thomas með sinn mjúka en safa- ríka tón, sem naut sín einkar vel i hæga kaflanum. í heild var leikur þeirra mjög vel útfærður og brá víða fyrir fallegum samleik. Annað verkið á tónleikunum var Thomas Tallis-fantasían, eft- ir Vaughan-Williams, og var leik- ur sveitarinnar með því falleg- asta sem undirritaður man eftir að hafa heyrt á tónleikum, bæði hvað snertir tónblæ, samspil og styrkleikabreytingar. Þriðja verkið, Frank Bridge- tilbrigðin eftir Britten, var einnig á efnisskrá fyrri tónleikanna og var sannarlega gaman að heyra verkið aftur og bera saman heyrðina í Langholtskirkju og Bústaðakirkju. Hljómurinn er töluvert lengri í Langholtskirkju svo að líklega er erfiðara að hlusta á margbrotna „kontra- púnktíska" tónlist þar en í Bústaðakirkju. Aftur á móti ætti hljómræn tónlist, eins og reyndar kom fram á þessum tónleikum, að verða sérlega lifandi og safarík i þessari ágætu kirkju Langholtss- afnaðar. Það var það sama upp á teningnum með tilbrigði Brittens og með fantasiu Vaughan-Willi- ams, að leikur sveitarinnar var frábær og fyrir íslenska hlust- endur sannarlega nýnæmi að heyra þvilikar andstæður i styrk og jafnframt skýrleika í tóntaki, frábær tóngæði og áhrifamikla túlkun. Það er auðheyrt að stjórnandinn, Michael Thomas, er vel heima í rómantfkinni og lætur vel að túlka hástemmdar tilfinningar og leikræn tilþrif. Þessi hæfileiki naut sin einkar vel í síðasta verkinu, serenöðunni eftir Tsjaíkofsky. 1 þvi verki voru fyrsti og þriðji þátturinn sérlega vel leiknir. Annar þátturinn, Valsinn frægi, var helst til hrað- ur en að öðru leyti mjög vel út- færður. í síðasta kaflanum var leikur sveitarinnar einkar glæsi- iegur, þrátt fyrir mikinn hraða. Enskir hljóðfæraleikarar hafa verið taldir mjög góðir og ef það unga tónlistarfólk, sem safnast hefur undir merki Kreisler- strengjasveitarinnar, nær að hasla sér völl, er ekki vitað nema þvi takist að vinna þau verk er eyði hræðslu manna við að viður- kenna þessa nú óþekktu hljóm- sveit. Stjórnandinn er kunnáttu- maður i fiðluleik og leggur mikla áhersiu á mótun stefja en forðast að festa tónferli þeirra á klafa hrynfestunnar með einhverjum „skóla“-taktslætti. Slíkt er f raun óþarfi fyrir tónlistarfólk, sem notið hefur þjálfunar í flutningi kammertónlistar. 1 heild voru þetta glæsilegir tónleikar og von- andi munu þessir ungu tónlist- armenn ekki telja eftir sér að koma aftur til fslands. Slík heim- sókn sem þessi er sannarlega nokkur viðburður, þó um margt sé hér að velja. tengd efni sagna, „bragðbæti“ kallar hann þau. Þetta eru Hvarf séra Odds frá Miklabæ eftir Einar Benediktsson, Stokkseyrarreim- leikinn 1892 eftir Grím Thomsen og Draugaskipið eftir Davíð Stef- ánsson. öll eru þessi ljóð ágæt sem slík, en erindi þeirra með sög- unum vafasamt. Erlendar sögur eru margar snjallar, sumar miðlungi góðar, nokkrar veigalitlar. Þýðingar Þorsteins vel gerðar. Meðal sagna sem ég las af athygli var Grái maðurinn eftir Max Lundgren, kímin saga sem lýsir jákvæðri af- stöðu til drauga. Höndin eftir Guy de Maupassant er sígild hryll- ingssaga og sama er að segja um Metzengerstein eftir Edgar Allan Poe. Presturinn í Herlöw eftir Frank Jæger er lúmsk saga skrif- uð af hreinni snilld. óreynd aft- urganga eftir H.G. Wells er líka skemmtilestur, ekki síst vegna þess hve fyndin hún er. Draugur- inn eftir Knut Hamsun er saga full af dul. Gabriel-Ernest eftir Saki er að sama skapi dularfull, höfundurinn veltir fyrir sér var- úlfseðlinu. Eftir Asbjörnsen og Moe er hin einkennilega stutta saga Vinirnir. R.B. Middleton og Sanfried Neander-Nilsson fjalla báðir um hvað hinir dauðu gera sér til skemmtunar. Ýmsir smá- munir eins og til dæmis Vofubarn- ið, sænsk þjóðsaga minna á tengsl ævintýra. Þessi saga er ekki ólík sögunni Móður minni í kví, kví. Ymsir hafa myndskreytt er- lendu sögurnar, meðal þeirra Carl Larsson (hans myndskreyting ber reyndar af), Tord Nygren, Hans Arnold og Ib Spang Olsen. ís- lensku sögurnar eru allar skreytt- ar af Hringi Jóhannessyni, og skera myndir hans sig úr að þvi leyti að þær eru þyngri, hafa ekki yfir sér þann léttleika sem ein- kennir hina þjálfuðu teiknara. Kynlegir farþegar er ójöfn bók, blandað frjálslega. En fyrir bragð- ið ætti hún að höfða til margra. Hún er að minnsta kosti prýðileg afþreying.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.