Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 39
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUB18. APRÍL1966 39 Ár vatnslitl- ar vestanlands Kleppjárnsreykjum, 15. aprfl. ÞESSI vetur hefur verið óvenju snjóléttur, þar af leiðandi er mjög lítið vatn í ánum hér vest- anlands. Vaknar þá sú spurning, hvort nægjanlegt vatn verði í ánum í sumar fyrir laxinn. Fróð- ir menn segja, að hann muni ganga mjög snemma því að vatn- ið verði hlýrra en venjulega. í Reykjadalsá eru eyrar, sem ekki hafa sést fyrr á þessum tíma. Á myndinni sést Magni Már, 10 ára, í miðri Reykjadalsá og er hún væð á gúmískóm. Bernhard Huldumaöurinn í Regnboganum HULDUMAÐUBINN nefnist sænsk-ensk kvikmynd, sem Regn- boginn hefur nýlega hafið sýningar^ á. Myndin fjallar um scnskan vís- indamann, sem hefur fundið upp tæki sem gerir leit að kafbátum auð- velda. Uppfinning hans vekur mikla athygli í Svíþjóð og ekki síður í Bandaríkjunum. Tckinu er stolið frá vísindamanninum og hefst þá mikill eltingarleikur. Með aðalhlutverk í Huidumann- inum fara Dennis Hopper. Hardy Kruger, Cory Molder og Gösta Ekman, en leikstjóri er Tom Clegg. Nýtt tölublað Tísku- blaðsins Nýtt líf NÝLEGA kom út annað tölublaðið í ár af tískublaðinu Nýtt líf, en frá og með síðustu áramótum var ákveðið að blaðið kcmi út átta sinnum á árí. Blaðið er 116 síður að stcrð. Meðal efnis í því er viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra, grein um starfsemi rásar 2 og við- töl við starfsmenn þar. Smásaga er í blaðinu eftir Hafliða Vil- helmsson rithöfund, grein er um tónlist eftir Gunnar Salvarsson auk fleiri greina og viðtala af margvíslegum toga. Ritstjóri Tískublaðsins Nýtt líf er Gullveig Sæmundsdóttir. TooKst. - •• rlas>s Tölvur ’85 — rit tölvunarfræðinema FÉLAG tölvunarfræðinema við Háskóla íslands hefur gefið út rit- ið Tölvur ’85 og er það annar ár- gangur blaðsins. Meðal greina má nefna „Kynslóðir í nýju ljósi" eftir Sigurð Haraldsson, „Þvaðrið um upplýsingaþjóðfélagið og islenzkt hugvit” eftir dr. Benedikt Jóhann- esson, „Tölvubyltingin og áhrif hennar á þjóðfélagið" eftir Svein Baldursson, „Vinnsla máls í tölv- um“ eftir Friðrik Skúlason og „Tölvubyltingin — hvað stendur eftir þegar tískan líður hjá“ eftir Jón Erlendsson. „Fæði sykursjúkra — fæði fyrir alla“ MANNELDISFÉLAG íslands og Samtök sykursjúkra halda opinn fund á laugardaginn, undir kjörorðinu „fcði sykursjúkra — kjörið fcði fyrir alla“. Verður fundurinn haldinn í Holtagörðum við Holtaveg og hefst kl. 14.30. Inngangserindi fundarins flytur Gunnar Valtýsson, læknir, sem er sérfræðingur í innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum. Erindi hans fjallar um sykursýki og einkenni hennar. Síðan flytur dr. Hugh Simpson læknir erindi er nefnist „The role of nutrition in the tre- atment of diabetes mellitus with special reference to high carbohy- drate high fibre diet“. Lokaerindi fundarins flytja þær Kolbrún Ein- arsdóttir, Guðrún Þ. Hjaltadóttir og Anna Edda Ásgeirsdóttir, nær- ingarfræðingar, en þær fjalla um fæði sykursjúkra. Áætluð fundarlok eru kl. 17.30—18. Fundarstjóri verður Gunnar Valtýsson, læknir, sem er varaformaður Manneldisfélagsins og i stjórn Samtaka sykursjúkra. (0r fréttatilkynningu) c'ggjgilSII Fréttirfmfvrstu liendi! GULLNI HANINN LAUCAVECI 178, SÍMI 54780 i HUSI TRVCCINCAR HF ——Lúxus matseðlar= föstudaga, laugardaga og sunnudaga í aprílmánudi Hér eru tvær tUlögur að lúxuskvöldverði í Gullna hanan- um sem standa gestum staðarins tU boða auk hins venju- bundna matseðils. Fordrykkur Gullni haninn Kjötseyði Colbert m/ostakexi Fiskifantasía Gullna hanans Sex gómsœiir sjávarréttir m/kryddgrjónum Gljáð kiwi „Grand Marnier" m/súkkuladi og rjóma Kaffi og koniak Verð kr 1250 Fordrykkur Gullni haninn Sjávarkæfutríó m/fpyskri eggjasósu Te-frauð m/rommbragði. Hvítlaukskrydduð nautabuffsteik gratín m/kúmenosti og bakaðri kartoflu Kaffi og koniak Verð kr. 1350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.