Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1985 Nýtt húsnæðislána- kerfi er nauðsynlegt — eftirSkúla Sigurðsson Umræður undanfarnar vikur og mánuði um húsnæðismál hafa um of takmarkast við þann þátt sem lýtur að fyrri tíð, hagsmunum þeirra, sem þegar hafa fengið ián úr Byggingarsjóði rikisins og öðr- um lánastofnunum. Ekkert hefur hins vegar verið fjallað um hags- muni allra þeirra, sem á næstu ár- um þurfa að komast í húsnæði, annað hvort eigið, eða leiguhús- næði. Sá mikli vandi, sem fjöldi íbúð- areigenda stendur nú frammi fyrir vegna misgengis lánskjara- visitölu og launa, er vandi, sem stjórnvöld hafa búið til með að- gerðum sínum til þess að vinna bug á verðbólgunni. Ekki skal hér lagður dómur á þær aðgerðir, en að því er húsbyggjendur og íbúða- kaupendur snertir leiddu þessar aðgerðir til þess að greiðslubyrði af almennum lánum til húsbygg- inga og kaupa hækkaði miklu meira en laun. Af þessu stafa gíf- urlegir greiðsluerfiðleikar þessa fólks. Sem betur fer hafa margir getað klórað sig fram úr þessum vanda, en eftir sem áður er mikill fjöldi fólks kominn í mikil vanskil og sér ekki fram á neina lausn sinna mála. Það er rétt að leggja áherslu á það atriði, að vandi þessa fólks er að verulegu leyti til orðinn án tilverknaðar þess sjálfs, að öðru leyti en því, að það tók venjuleg lán til íbúðarkaupa eða húsbyggingar. Þetta fólk gerði ráð fyrir þvi, að geta greitt af þessum lánum, enda var það yfirlýst stefna stjórnvalda að hækkun af- borgana af húsnæðislánum yrðu i samræmi við launahækkanir. Vaxtastefnan og rýrnandi kjör annars vegar og hækkun láns- kjaravísitölu hins vegar hafa leitt til þessa vanda. Stjórnvðldum bar skylda til þess að sjá til þess að þær afleiðingar aðgerða gegn verðbólgunni, sem gripið var til, leiddu ekki til gjaldþrota hús- byggjenda í stórum stíl. Þess er a.m.k. gætt þegar málið snýr að atvinnuvegum landsmanna. Þess er gætt, að aðgerðir stjórnvalda Slvkkishólmi, 12. iprfl. NÝLEGA barst Dvalarheimili aldr- aðra vegleg gjöf, en það voru 100 þúsund kr. sem systkinin á Hálsi á Skógarströnd, Kristján Sigurðsson, Guðfínna og Sigurbjörg Sigurðar- dætur, færðu stofnuninni til minn- ingar um móðursystur sína, Ingi- björgu Kristjánsdóttur, sem sein- ustu ár sín dvaldi á heimilinu. Vilja þau systkinin með þessu sýna þakklæti sitt til Dvalarheim- ilisins fyrir sérstaka umönnun leiði ekki til rekstrarstöðvunar og gjaldþrots fyrirtækja. Það er sjálfsagt. En hvað er sjálfsagt við það að láta fjölda húsbyggjenda og íbúðarkaupenda verða gjald- þrota? Stjórnvöld hafa komið þeim í þennan vanda og verða því að finna viðunandi lausn á honum. Til hverra ráða verður gripið. Tvennt hefur verið ákveðið. í fyrsta lagi hefur verið komið á fót ráðgjafarþjónustu hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Slíkt hefði átt að koma þar fyrir löngu og ætti að vera sjálfsagður þáttur í allri starfsemi lánadeildar stofnunar- innar. í öðru lagi hafa stjórnvöld ákveðið að lækka þá fjárhæð sem ætluð var til nýbyggingarlána á þessu ári um 150 m.kr. og veita þá fjárhæð í svonefnd „kreppulán" til þeirra, sem eru komnir í mestu vanskilin, og aðstoða þá þannig til þess að komast í skil að mestu leyti, a.m.k. Við þessa leið er eink- um tvennt að athuga. í fyrsta lagi er vandi þeirra, sem þegar hafa fengið lán leystur á kostnað þeirra, sem þurfa að fá nýbyggingarlán á þessu ári, og á næstu árum. Þetta getur ekki tal- ist vera „lausn“ frá sjónarhóli Byggingarsjóðsins, í besta falli bráðabirgðalausn. Vandinn að því er sjóðinn snertir, og væntanlega lántakendur, er ekki aðeins óleyst- ur, heldur meiri en hann var fyrir. í öðru lagi. Þegar til þess er lit- ið, að þessi vanskil eru til komin vegna aðgerða stjórnvalda fyrst og fremst er erfitt að sætta sig við að málið sé „leyst" með þvi að veita skuldurum ný lán. Skuldar- inn situr uppi með gífurlega hækkun lána á síðustu 4—5 árum, vegna verðtryggingarákvæða skuldabréfa. Nýtt lán til þess að standa undir þessari hækkun og þeim vanskilum sem þegar eru orðin, leysa ekki vanda hans. Hann verður ekki færari um að greiða af allri skuldasúpunni á næsta ári eða þarnæsta. Misgeng- ið milli skuldanna eins og þær eru i dag annars vegar og launa hins vegar er þegar orðið svo mikið að hann er og verður ógjaldfær. Þess- um forsendum þarf að breyta. Það þarf að gera skuldaranum kleift móðursystur sinnar og um leið leggja sitt lóð á vogarskálina til að auka við þessa ágætu stofnun. Ingibjörg vann lengi hér i Stykkishólmi og mest að sauma- skap. Var lengi á saumastofu kaupfélagsins eða þar til hún var lögð niður. Þá setti hún á fót sína eigin stofu sem hún annaðist með- an heilsa og kraftar leyfðu. Eru gefendum hér með færðar þakkir stjórnenda fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Árni Skúli Sigurðsson „Þaö þarf aö skapa hús- byggjundiim og íbúöa- kaupendum síöustu ára aöstæöur til þess að þeir geti verið skilamenn eins og þeir vilja vera, en ekki festa þá enn frekar í vanskilanetinu. Eina leiöin sem virðist vera fær í þessari stöðu er breyting á þeim skuldum, sem húsbyggj- endur og íbúðarkaup- endur hafa á undan- förnuin árum stofnaö til vegna öflunar húsnæöis, í ný lán meö viðráðan- Iegum greiðslukjörum.“ að greiða af lánum sínum með sín- um launatekjum, án þess að þurfa að verja til þess óeðlilega stórum hluta tekna. Ný lán eru ekki rétta leiðin. Flutningur vandans frá einu ári til annars með bráða- birgðalausnum og segja siðan „den tid den sorg“ þegar spurt er, hvernig leysa eigi þessi mál á næsta ári, gengur auðvitað ekki lengur. Það þarf að skapa hús- byggjendum og íbúðarkaupendum síðustu ára aðstæður til þess að þeir geti verið skilamenn eins og þeir vilja vera, en ekki festa þá enn frekar í vanskilanetinu. Eina leiðin sem virðist vera fær í þess- ari stöðu er breyting á þeim skuld- um, sem húsbyggjendur og íbúða- kaupendur hafa á undanförnum árum stofnað til vegna öflunar húsnæðis, í ný lán með viðráðan- legum greiðslukjörum. Þetta er leið sem farin er þegar bændur hafa stofnað til of mikilla lausa- skulda. Þá er flutt sérstakt laga- frumvarp um breytingu á lausa- Vegleg gjöf til Dvalarheim- ilis aldraðra Stykkishólmi skuldum í föst lán og komið þann- ig í veg fyrir að. þeir flosni upp af jörðum sínum. Útgerðin nýtur slíkra lausna einnig þegar að henni steðja greiðsluerfiðleikar. Húsbyggjendur eiga að geta notið þessarar lausnar einnig. Það er auðvitað ljóst, að þessi leið er flók- in og dýr, því hún verður að taka tillit til fleiri skulda en þeirra, sem stofnað var til hjá Bygg- ingarsjóði. Taka verður einnig til- lit til bankalána og lífeyrissjóðs- lána. Ný lán verða síðan að vera með kjörum, sem unnt er að búa við og standa undir greiðslum. En hvernig snýr málið gagnvart þeim, sem á næstu árum þurfa á lánum að halda til þess að komast í húsnæði, eigið eða til leigu? Það verður að segja eins og er, að á undanförnum árum hafa stjórn- völd gert grátlega lítið af því að gera áætlanir til lengri tíma um uppbyggingu húsnæðislánakerfis- ins. Svo langt hefur verið gengið á braut bráðabirgðalausna, að lána- kerfið er nú i rjúkandi rúst. Fjár- hagslega er það gersamlega van- megnugt að veita lán með þeim hætti, sem ráð er fyrir gert í lög- um og reglugerðum. Eins og upp- byggingu lánakerfisins er háttað getur það ekki gengið nema með sífelldum og endurteknum bráða- birgðalausnum. Það gildir um Byggingarsjóð ríkisins jafnt sem húsbyggjendur, bráðabirgðalausn- ir til „lausnar" á brýnasta vandan- um, gera aðeins vandann ennþá erfiðari úrlausnar. Ekkert bendir til þess að stjórnvöld hyggist taka á þessum vanda. tillögur um hækkanir lána, flutning fjár milli lánaflokka o.s.frv. en sem ekki taka á enduruppbyggingu lána- kerfisins, jafnt fjárhagslegri sem stjórnunarlegri, þjóna litlum til- gangi. Þær sýna eingöngu fram á skilningsleysi á þeim vandamál- um, sem lánakerfið á við að etja í dag. Patentlausnir í húsnæðismál- um hafa aldrei gefist vel. Að mínu mati ber stjórnvöldum skylda til þess, einkum gagnvart þeim sem á næstu árum þurfa á húsnæði að halda, að byggja hér upp nýtt og heilbrigt húsnæðis- lánakerfi. Slíkt kerfi verður að gera húsbyggjendum og íbúðar- kaupendum kleift að standa undir kostnaði við öflun húsnæðis án þess að taka á sig greiðslur af- borgana iangt umfram greiðslu- getu. En fyrst verða þau að viður- kenna þá staðreynd, sem við blasir og öllum er ljós, að núverandi lánakerfi er hrunið. Því verður ekki bjargað og e.t.v. ekki ástæða til. Leita verður eftir víðtækri samstöðu jafnt stjórnmálaflokka sem hagsmunasamtaka um upp- byggingu slíks lánakerfis. Það verður að byggjast á þekkingu á þðrf fyrir nýtt húsnæði hér á landi á næstu árum og viðhaldi þess húsakosts, sem þegar er fyrir í landinu. Húsnæðismálin á að hefja upp fyrir dægurþras stjórn- málanna. Enda þótt einhver blæ- brigðamunur sé á stefnu stjórnmálaflokkanna f húsnæð- ismálum, að svo miklu leyti sem þeir hafa slíka stefnu, þá er slíkt smáræði miðað við mikilvægi þess að nýtt lánakerfi verði hér byggt upp, sem taki mið af vilja hús- byggjenda. Hvort þeir vilja kaupa, byggja eða leigja á ekki að skipta meginmáli. Þeir eiga að hafa frjálst val. Skúli Sigurðsson er fýrrv. skrifstof- ustjóri Húsnædisstofnunar ríkis- ins. ____________________47_ Kéttw dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Kartöfíur eru með næringarrík- ustu fæðutegundum, enda notuð sem meðal til lækninga hér á öldum áður. Réttur þessi ætti að hressa menn við í Þykkvabænum, — í hann fer heilt kíló af kartöfíum. Þetta er að sjálfsögðu: Kartöflu- bakstur 300 gr Medisterpylsa 250 gr skinka 'h. tsk. karrý '/* tsk. paprika 1 stór laukur 60 gr smjörlíki 4 matsk. hveiti '/* ltr. kaffirjómi 2 dl kjötsoð 1 kg kartöflur 'h bolli rifinn ostur Rétt er að benda á að oft má fá skinkuenda- og afskorninga hér í verslunum á viðunandi verði. Þeir eru ágætir í bakaðan rétt eins og þennan. 1. Hýðið er tekið af kartöflunum ósoðnum og þær sneiddar í þunnar sneiðar. 2. Laukurinn er saxaður niður fremur fínt. Smjörlikið er hitað á pönnu og laukurinn látinn krauma í feitinni þar til hann er orðinn glær. Því næst er hveiti bætt sam- an við og síðan kjötsoðinu og rjómanum og hrært á meðan sós- an er að þykkna. Þá er karrý og papriku bætt út í og salti eftir smekk. 3. Medisterpylsur og skinka eru skornar í teninga eða bita. Síðan er u.þ.b. % af kartöflunum ásamt niðurskornu kjötmetinu blandað saman við sósuna. (Ath. hvort þörf er á að bragðbæta.) 4. Látið síðan i smurt eldfast fat og eru kartöflurnar sem eftir eru settar ofan á. Rifnum osti stráð yfir kartöflurnar, lok sett yfir eða álpappír og rétturinn bakaður i 225 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 1 klukkustund og 15 mín. Þessum rétti má breyta á ýmsa vegu. í stað Medisterpylsu má nota reykta pylsu eins og kinda- bjúgu og þá með eða án skinku. Ef notuð er reykt bjúga þá er krydd- inu karrý og papriku sleppt. Einnig má nota aðra pylsuteg- und og hvað krydd snertir, þá verður að fara þar eftir smekk. Þetta er réttur sem býður upp á ótal valkosti — hann er fyrir 4—6. Verð á hráefni: Medisterpylsa (300 gr) kr. 68.00 Skinka (endar, 250 gr) kr. 130.00 Kaffirjómi kr. 29.00 Kartöflur (1 kg) kr. 23.00 Taflfélag Víkursveitunga: Trausti Björnsson sigraði alla keppinautana ÁrDP*i, 10. aprfl. PÁSKAMÓT Tafífélags Víkur- sveitunga fór fram dagana 4.—6. aprfl í Finnbogastaðaskóla. Gestir mótsins voru Trausti Björnsson og Harvey Georgsson úr Reykjavík. Keppendur voru alls tólf og um- hugsunartími 2 klst. á skák. Sigur- vegari varð Trausti Björnsson, hann vann alla andstæðinga sína fremur auðveldlega og hlaut 11 vinninga. í öðru sæti varð Harvey Georgsson með 10 vinninga, en næstir komu þeir Jakob Thorar- ensen, Gjögri, og Gunnar Finns- son, Finnbogastaðaskóla, með 8'/i v. Elsti keppandi mótsins, Axei á Gjögri, 78 ára hafnaði í 6. sæti með 5. vinninga. Á páskadag tefldi svo Trausti Bjömsson fjöltefli við Árnes- hreppsbúa á aldrinum fimm ára til áttrætts. Hann vann allar skákir, fyrir utan jafntefli við Jakob Thorarensen. Annan páskadag var síðan klykkt út með 10 manna hrað- skákmóti. Trausti Björnsson lagði sem fyrr alla keppinauta sína, enda maðurinn vart ein- hamur. Þeir Harvey, Jakob og Gunnar komu næstir meistaran- um með 7 vinninga. Taflmenn í Árneshreppi gerðu góðan róm að komu gestanna, enda ekki á hverjum degi sem þeim gefst kostur á að etja kappi við skáksnillinga sunnan úr menningunni. Þess má geta að Taflfélag Vik- ursveitunga hefur haft vikulegar skákæfingar i barnaskólanum i vetur og hafa jafnan um 8—10 mætt á æfingarnar. Elnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.