Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUDAGUS18. APRÍL1985 Útgerdarfélag Hafnfirðinga hf.: Almenn hlutafjár- söfnun að hefjast ALMENN hlutafjársöfnun er nú að hefjast til hins nýja almennings- hlutafélags, „Útgerdarfélags Hafn- firðinga hf.“, sem áformað er að taki við rekstri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Áætlað er að hlutafé verði 70 milljónir króna og er það, ásamt skuldbreytingum lána og viðgerðum á skipum útgerðarinnar talin for- senda þess, að útgerðin geti hafið starfsemi að nýju. Að sögn Einars Inga Halldórs- sonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, hefur að undanförnu verið unnið að því að fá lánum hjá opinberum sjóðum, verkalýðsfélögum og öðr- um kröfuhöfum skuldbreytt til lengri tíma og að semja um greiðslur á viðskiptaskuldum Bæj- arútgerðarinnar. Einar Ingi sagði ennfremur, að kostnaður við við- gerðir á skipum útgerðarinnar væri áætlaður um 30 milljónir króna og í ráði væri að selja eitt þeirra, b/v Júní, og stæðu nú yfir viðræður við þá aðila sem sýnt hefðu áhuga á að kaupa skipið. „Þessar aðgerðir eru forsenda þess, að hægt verði að hefja útgerð og fiskvinnslu hjá fyrirtækinu á ný,“ sagði Einar Ingi Halldórsson í samtali við blaðamann Mbl. „Vandamál bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar leysast ekki með þvi að hefja rekstur nú við óbreyttar að- stæður. Aðalatriðið er að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar þannig, að fyrirtækið geti veitt þeim, sem hjá þvi starfa, örugga atvinnu." Sjá viótal við Einar Inga Hall- dórsson á mióopnu. Mál Hjartar Pálssonan íí „Geri ráð fyrir skýrslu — segir mennta- málaráðherra „ÉG GERI ráó fyrir aó skýrsla um málið liggi fyrir á fundinum,** sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráóherra, er hún var spuró, hvort hún myndi taka mál Hjartar Pálssonar og uppsögn hans sem forstjóra við Norræna húsið í Færeyjum til meðferðar á fundi menntamálaráðherra Norðurlanda. Fundur menntamálaráð- herranna verður haldinn i lok maimánaðar að sögn Ragn- hildar. Aðspurð um hennar skoðun á málinu sagði hún: „Ráðning forstjóra er alfarið í höndum stjórnar hússins." Morgunbladid/Bjarni Hluti barnanna sem sendu borgarstjóra mótmælabréf gegn því að byggt verði einbýlishús á leiksvæðinu við Heiðargerði. Börnin mótmæltu skerðingu leiksvæðisins BORGARSTJÓRI, Davfð Oddsson, fékk óvenjulega heimsókn á skrif- stofu sína í gærmorgun. Þar voru á ferðinni fimm stúlkur úr Hvassaleit- isskóla sem vildu mótmæla fyrirhugaðri byggingu einbýlishúss á leik- svæðinu við Heiðargerði. Afhentu stúlkurnar borgarstjóra mótmælabréf, undirritað af 52 börnum sem öll eru búsett í Heiðargerði. Blaðamaður spjallaði litillega því skiljanlegt að við viljum ekki við börnin síðla dags í gær þar sem þau voru að leik á leikvellin- um. Kváðust þau hafa frétt af fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir stuttu og ákveðið að við svo yrði ekki búið. „Þetta er eini leikvöllurinn í okkar hverfi og missa hann,“ sögðu þau. „Borg- arstjóri sagði að ætlunin væri að halda eftir skika af leikvellinum fyrir aftan íbúðarhúsið sem þar á að byggja. Við höldum þó að það verði of lítið svæði til þess að hægt verði að leika sér þar. Því viljum við halda leikvellin- um og ekki sakaði ef leikað- staðan yrði bætt. Tækin hér eru örfá og annað hvort biluð eða ónýt.“ Sögðu börnin jafnframt að borgarstjóri hefði í hyggju að heimsækja þau á leikvöllinn og kanna aðstæður. Kváðust þau vongóð um að borgaryfirvöld myndu taka mótmæli þeirra til greina og ennfremur að komið yrði upp nýjum leiktækjum handa þeim. Davíð Oddsson sagði í samtali við blm. að fyrirhugaðar fram- kvæmdir á leiksvæðinu væru í tengslum við úthlutun á því vegna erfðafestuuppgjörs gam- als máls. Tók hann það skýrt fram að stærsti hluti lóðarinnar yrði áfram leikvöllur. Málið verður til athugunar hjá borgar- stjórn í dag og sagði Davíð að þá yrði kannað hvort ábendingar barnanna væru réttmætar. Framleiðsluráðsfrumvarpið: Búist við samþykkt Stéttarsambandsins í GÆR var haldinn aukafulltrúa- fundur Stéttarsambands bænda í Bændahöllinni í Reykjavík. Aðal- Samningaviðræðumar á ísafirði: „Ljón í veginum“ — sagði Pétur Sigurðsson seint í gærkvöldi SAMNINGAFIJNDUR ríkissáttasemjara með Alþýðusambandi Vestljarða, Sjómannafélagi ísafjarðar og viðsemjendum stóð yfir í allan gærdag og stóð enn yfir seint í gærkvöldi. Var þá reiknað með að fundi yrði fram haidið fram eftir nóttu. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Alþýðusambands Vest- fjarða, voru skiptar skoðanir framan af kvöldi í gær, hvort halda ætti samningaviðræðum áfram fram eftir nóttu, en hann reiknaði með að reynt yrði að halda áfram. Aðspurður um stöðu mála sagði hann: „Þaö er ljón i veginum og við skulum segja að við séum að reyna að milda það.“ mál fundarins voru fjárhagsstaða bænda og ný lagafrumvörp um framleiðsluráð og búnaðarsjóð sem samin hafa verið á vegum stjórnvalda. Fundinum var ekki lokið þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi, en búist var við að fundurinn samþykkti framleiðslu- ráðslagafrumvarpið með ákveðn- um athugasemdum við það í heild og einstakar greinar þess. Samkomulag var í laganefnd- inni sem fjallaði um málið í gær um þessa afgreiðslu og að kjósa nefnd til að fylgja breytingar- tillögunum eftir við þá sem sömdu frumvarpið og Alþingi. Fundurinn hófst í gærmorgun með ítarlegri skýrslu formanns Stéttarsambandsins, Inga Tryggvasonar. Fjallaði hann um framleiðslu- og sölumál. sagði frá erfiðri stöðu bænda og sagði frá helstu breytingum við laga- frumvörpin. Má segja að Ingi hafi gefið þingfulltrúum tóninn í gagnrýni á frumvarpið. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, ávarpaði fundinn. Hann gerði fjárhagsstöðu bænda að umræðuefni og skýrði frá því sem unnið hefði verið að á því sviði í ráðuneytinu. Gaf hann í skyn að til greina gæti komið í einsaka tilvikum að ríkið keypti jarðir bænda til að tryggja byggð á jaðarsvæðum. Hann fjallaði einnig um frumvörpin um framleiðsluráð og búnað- arsjóð. i almennum umræðunum eft- ir ræður Inga og Jóns gafst þingfulltrúum kostur á að koma með stutt álit og athugasemdir við ræður þeirra. Einkum var gagnrýnt hvað þingfulltrúum gæfist lítill tími til að fjalla um frumvarpið, hversu mikil völd væru flutt frá Framleiðsluráði til landbúnaðarráðuneytis og að frumvarpið væri „laust í reipun- um . Sjá nánar frétt á miðsíðu. •0 INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.