Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Le Pen Einar Sigurðsson var snöfur- legur að vanda er hann brá kastljósinu yfir heimsbyggðina nú á þriðjudaginn. Ég hef raunar ætíð mikla ánægju af Kastljósi, enda áhugamaður um heimspóli- tík ekki síður en innlend stjórn- mál, en ég held að án slíks áhuga sé vonlaust að rita um dagskrá ríkisfjölmiðlanna, svo mjög sem pólitíkin spinnst þar inní alla um- ræðu og fréttaflutning. Ég er raunar þeirrar skoðunar, að póli- tíkin hafi miklu meiri áhrif á sál- arlíf okkar og daglega líðan en al- mennt er viðurkennt. Þetta er nú bara svona tilgáta hjá mér eða nánast hugboð, þannig fannst mér í fyrrgreindum Kastljóssþætti Einars Sigurðssonar mega greina svipað „hugarástand" á fjölda- fundunum hjá franska stjórn- málamanninum Le Pen og sjá má á hinum klassísku heimildar- myndum Leni Riefenstahl af fjöldafundum nasista frá fjórða áratugnum. Að vísu er hér um stigsmun að ræða því fjöldafundir Le Pen eru ekki nærri eins fjöl- mennir og vel skipulagðir og fund- ir þeir er Josef Goebbels stýrði, en er eðlismunur á slíkum fjölda- samkomum, þar sem foringinn er í hásæti og æsir lýðinn með handa- pati og siagorðaglamri er höfðar til hjartans fremur en heilans? Hringferill sögunnar Við skulum gá að því að í mál- flutningi Le Pen er höfuðáherslan lögð á þjóðernisrembing, innflytj- endahatur og einfaldar kennisetn- ingar er hæfa hinum lítilþægu í samfélaginu. Þar er með öðrum orðum reynt að skapa ákveðið „hugarástand" i krafti pólitískra slagorða. En málið er ekki svona einfalt, það skyldi þó aldrei vera að það „andrúmsloft" er á sínum tíma veitti Hitler og félögum stjórnmálalegt svigrúm sé að skapast í Evrópu í krafti póli- tískra ákvarðana og stefnumótun- ar lýðræðislega kjörinna stjórn- málamanna? Eða hvert eiga allar þær milljónir atvinnuleysingja er nú eigra um götur og torg evr- ópskra borga að snúa sér? Verður þetta lánlausa fólk, sem margt hvert er fórnarlamb menntunarkrafna hátækniiðnað- arins, ekki næsta auðveld bráð manna á borð við Le Pen, sem tal- ar auðskilið og einfalt mál götunn- ar? Hér heima En hvað um okkur hér heima á gamla Fróni, hafa ákvarðanir hinna lýðræðislega kjörnu full- trúa einhver afgerandi áhrif á vík- ingseðlið og hetjulundina? í Helg- arpóstinum var nýlega viðtal við Högna óskarsson geðlækni um hina óeðlilegu miklu uppsveiflu sjálfsvíga á árinu ’83. Högni skýr- ir þessa uppsveiflu meðal annars þannig: Allt það ástand, sem stuðlar að auknu vonleysi og hjálparleysi fólks, ýtir undir ör- væntingu og uppgjöf. Þannig mætti ætla, að kreppuástandið í efnahagslífinu á síðustu árum hafi áhrif í þessa átt, sérstaklega þegar fólk er fast í þeirri skrúfu, sem aukinn munur á kaupgjalds- og lánskjaravísitölu hefur skapað. Og ekki hjálpa upp á sakirnar ábyrgðarlitlar yfirlýsingar stjórn- málamanna, sem eru fyrst og fremst hugsaðar sem veiðarfæri á atkvæðamiðum ... Þegar einstakl- ingurinn er orðinn áhrifalaus og þegar flokks- og kerfishagsmunir sitja í fyrirrúmi þá er voðinn vís. Ólafur M. Jóhannesson Þáttur um Jónas Jónsson frá Hriflu ■1 Þáttur Emils 20 Björnssonar “ „Minnisstætt fólk“ er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 21.20. í þessum þætti segir Emil frá kynn- um sínum af Jónasi Jóns- syni frá Hriflu og nefnist þessi þáttur, sem er sá fyrri af tveimur, „Áhrifa- valdur aldarinnar'. Jónas Jónsson fæddist í Hriflu í Bárðardal árið 1885. Hann varð gagn- fræðingur frá Akureyri 1905 en stundaði síðan Jónas Jónsson frá Hriflu framhaldsnám i ýmsum Evrópulöndum. Þegar heim kom, 1909, gerðist hann kennari við Kenn- araskólann í Reykjavík til ársins 1918. Jónas var skólastjóri Samvinnuskól- ans frá stofnun hans haustið 1919—1927 og aft- ur 1932—1955. Hann beiti sér fyrir stofnun Fram- sóknarflokksins 1916 og var formaður hans 1934-1944. Jónas var skipaður dóms- og kirkjumálaráð- herra 1927 og að ráð- herradómi loknum, 1932, tók hann aftur við skóla- stjórn Samvinnuskólans sem fyrr segir til 1955. Jónas varð landskjörinn þingmaður árið 1923 og sat á þingi til ársins 1949. Hann tók sæti í bankaráði Landsbankans 1927 og 1936 og var forseti Þjóð- vinafélagsins 1940—1941. Þá var Jónas afkastamik- ill rithöfundur og eftir hann liggja fjölda mörg rit og greinar. Hann and- aðist í Reykjavík 1968. Iðnaðarráðherra „þriðji maðurinn“ ■■ Þátturinn 00 „Þriðji maður- inn“ er á dagskrá rásar 2 í kvöld kl. 21. Gestur þáttarins að þessu sinni er Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra. Stjórnendur þáttarins eru Ingólfur Margeirsson og Árni Þór- arinsson. Tónlistarkrossgáta rásar 2 Hér birtist Tónlistar- krossgáta rásar 2 númer 24. Þáttur Jóns Gröndal er á sunnudaginn kemur kl. 15. Hlustendum er þá gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistar- menn og ráða krossgátu um leið. Lausnir sendist til: Ríkis- útvarpsins rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgátan. I gegnum tíðina ■■ Þátturinn „f 00 gegnum tíðina" er á dagskrá rásar 2 í dag kl. 15. Stjórnandi er Ragnheiður Davíðsdóttir. Að þessu sinni kemur enginn gestur í heimsókn, en í nokkrum þátta sinna hefur Ragnheiður spjallað við fólk úr ýmsum áttum, m.a. fólk þekkt úr ís- lensku tónlistar- og leik- listarlífi. í þættinum í dag hyggst Ragnheiður eingöngu leika íslensk lög af plötum sem komið hafa út á síð- ustu 10 árum. f stuttu spjalli við blm. kvaðst Ragnheiður ætla að kynna þau lög á plötunum, sem einhverra hluta vegna hefðu ekki náð vinsældum þrátt fyrir að þau væru ekki síðri en hin lögin á plötunni. Ragnheiður Davíðsdóttir er stjórnandi þáttarins. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 18. aprll 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Baldurs Jónssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Höröur As- kelsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Hollenski Jónas" eftir Gabriel ÍScott Gyða Ragnarsdóttir les pýð- ingu Sigrúnar Guðjónsdóttur (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréftir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra Þáttur f umsjá Þóris S. Guð- bergssonar. 11.00 „Ég man þá tlö“ Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.20 Barnagaman Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Tónleikar 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson Helgi Þorláksson les (18). 14.30 A frlvaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. Serenaða I D-dúr op. 41 eftir Ludwig van Beethoven. Aurél Nicolet og Karl Engel leika á tlautu og planó. b. Trló 11 Es-dúr K.498 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Walter Triebkorn, Gönter Ludwig og Gunter Lemmen leika á klarinettu, planó og viólu. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19^5 Knapaskólinn Breskur myndaflokkur I sex páttum um unglingsstúlku sem langar til að verða knapi. Þýöandi Guðni Kol- beinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Sig- urösson. 19A0 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur páttinn. 20.00 Hvlskur Umsjón: Höröur Sigurðar- son. 20.30 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar Islands I Háskólablói. (Beint útvarp frá fyrri hluta tónleikanna.) Stjórnandi: Carolos Trikoli- des. Einleikari: Viktoria Mull- ova. a. Fingalshellir. Forleikur op. 26 eftir Felix Mendelssohn. b. Rðlukonsert nr. 1 I d-dúr op. 6 eftir Niccolo Paganini. Kynnir: Jón Múli Arnason. 21J20 Minnisstætt fólk — 21.15 Sóknin aö sunnan Bresk heimildarmynd um nýtt blómaskeið I kvik- myndagerö I Astrailu sföustu árin. Ýmsir þekktir kvik- myndaleikarar koma fram I myndinni, bæði ástralskir og bandarlskir, sýndar eru svipmyndir úr áströlskum blómyndum og fjallað um sérkenni pessarar fjarlægu heimsálfu. Þýðandi Bjarni Gunnarsson. 22.15 Þá goösögn deyr (When the Legends Die). Bandarlsk blómynd frá Ahrifavaldur aldarinnar Emil Björnsson segir frá kynnum slnum af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Fyrri þáttur. 21.45 Gestur I útvarpssal Kjell Bækkelund leikur á pl- anó. a. Fjögur planólög eftir Far- tein Valen. b. „Kubiniana" eftir Hans Er- ik Apostel. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Milli stafs og huröar Umsjón: Hilda Torfadóttir og Ólafur Torfason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 1972. Leikstjóri Stuart Millar. Aöalhlutverk: Richard Wid- mark, Frederic Forrest, Lu- ana Anders og Vito Scotti. Sðguhetjan er indlánapiltur sem yfirgefur nauöugur heimkynni sln og kynnist sið- um hvltra manna. Drykk- felldur kúreki uppgötvar að piltinum er hestamennska I blóð borin. Hann tekur pilt- inn að sér og gerir hann full- numa I keppnislþróttum kú- reka. Þýðandi Reynir Harð- arson. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 18. aprll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 154)0—16.00 I gegnum tíðina Stjórnandi: Ragnheiður Dav- íðsdóttir. 16.00—174» Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktfmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 214)0—22.00 Þriðji maöurinn Stjórnendur: Ingólfur Mar- geirsson og Arni Þórarins- son. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandl: Svavar Gests. 23.00—24.00 Óákveóiö. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 19. aprfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.