Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 1
80 SIÐUR/B STOFNAÐ 1913 87. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 Gorbachev gagnrýnir sovézkt efnahagslíf: Slæm skipulagning og sinnuleysi ráða mestu Mowkvu. 17. aoríl AP. Moekvu, 17. aprfl AP. SOVÉZKA fréttastofan TASS gagn- rýndi í dag ýmsar helztu atvinnu- greinar Sovétríkjanna fyrir mjög lé- lega frammistöðu og afköst Skír- skotaði TASS til ræðu, sem Mikhail Gorbacbev, leiðtogi sovézka komm- únistaflokksins, flutti fyrir nokkrum dögum, en þar komst hann m.a. þannig að orði: „Slæm skipulagning, sinnuleysi og ábyrgðarleysi eiga mestan þátt í lélegum afköstum á mörgum sviðum." Framleiðsla á kol- um, olíu og raforku hefði verið mun minni en vonir stóðu til og sömu sögu væri að segja í greinum eins og efna- og stáliðnaði. Ræðu þessa flutti Gorbachev á fundi með helztu ráðamönnum í efnahags- og atvinnu- lífi Sovétríkjanna. Fyrir tveimur dögum birti Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, forystu- grein á forsíðu, þar sem óstjórn i starfsemi járnbrautalesta í Sov- étríkjunum var harðlega gagn- rýnd. Sagði þar m. a., að tugir milljóna tonna af járnbrauta- farmi hefði aldrei komizt á áfangastað sökum óstjórnar. Gorbachev hefur hvað eftir ann- að ítrekað þörfina á meiri aga í sovézku atvinnulifi að undan- förnu. 1 ræðu sinni hér að framan kvaðst hann jafnframt hafa áhuga á því að auka athafnafrelsi fram- kvæmdastjóra í verksmiðjum landsins í von um aukin afköst. Samtímis gaf hann i skyn, að nauðsyn væri á að draga úr þeirri þunglamalegu miðstjórn, sem rik- ir i sovézka hagkerfinu, og sagði: „Við verðum að hætta þeirri röngu aðferð að láta miðstjórn hagkerf- isins taka allar ákvarðanir." Sovétmeim: Stöðva skíp á Eystrasalti Stokkhólmi, 17. aprfl. Frá frétUríUra Morjfun bUAHÍnM. SOVÉZKIR varðskipsmenn stöðvuðu í gær sex fiskiskip frá Danmörku, tvö frá Vestur-Þýzkalandi, og þrjú frá Svíþjóð. Gerðist þetta á Hvíta svæðinu svokallaða í Eystrasalti fyrir austan Gotland. Létu Rússarnir sér ekki nægja að stöðva skipin, heldur fóru um borð í þau öll. Sven Uhler, yfirmaður sænsku strandgæzlunnar, telur að með þessu hafi Sovétmenn rofið það samkomulag, sem þeir höfðu áður gert við Svía um að trufla ekki fiskveiðar á þessu svæði, en öll ríki við Eystrasalt hafa stundað þar fiskveiðar. Rússar halda því hins vegar fram, að öll fiskiskipin hafi verið komin inn í sovézka efnahagslögsögu. Samkvæmt mælingum sænsku strandgæzlunnar voru fiskibát- arnir í 10 mílna fjarlægð frá mörkum efnahagslögsögunnar. Halda samtök sjómanna í Svlþjóð því þess vegna afdráttarlaust fram, að hér sé um gróft brot að ræða af hálfu Sovétmanna og hafa krafizt þess í orðsendingu til sænska utanríkisráðuneytisins, að það fari skilyrðislaust fram á skýringu á þessum atburði af hálfu sovézkra yfirvalda. Svíar og Rússar hafa í 16 ár deilt um takmörk efnahagslög- sögu sinnar í Eystrasalti. Báðir halda því fram, að miðlína skuli þar ráða. Svíar vilja hins vegar að hún sé miðuð við Gotland en Sov- étmenn aftur á móti við megin- land Svíþjóðar. Andstæðir bópar múhameóstrúarmann* áttn í hörðum bardögum í vestur- hluta Beirút í gær og er talið, að 29 manns hafí misst lífið í þessum átökum, þar sem sprengjuvörpum var óspart beitt. Mynd þessi sýnir vegsummerki þessara bardaga á byggingu einni í BeirúL Afstöðu íslands líkt við stefnu Nýja-Sjálands — Engin breyting varðandi kjarnorkuvopn segir Geir Hallgrímsson UMMÆLI Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í fyrradag um að stefna íslenskra stjórnvalda varðandi bann við kjarnorkuvopnum á íslandi ætti einnig við um skip í íslenskri lögsögu hefur vakið athygli víða um heim. í gærkvöldi sendi AP-fréttastofan út skeyti þar sem fram kom, að yfírlýsing utanríkisráðherra væri sambærileg við ákvarðanir Nýja- Sjálands í þessum efnum og lýst var viðbrögðum talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. „Þessi yfírlýsing sem ég gaf er staðfesting á stefnu íslenskra stjórnvalda áratugum saman," sagði Geir Hallgrímsson í gærkvöldi „og er ekkert í tengslum við yfírlýsingu Nýja-Sjálands.“ Samkvæmt frétt AP voru það um herskipum. Bernard Kalb, viðbrögð talsmanna Bandaríkja- talsmaður bandaríska utanrik- stjórnar við fréttunum frá Is- isráðuneytisins sagði, að stefna landi að ítreka, að þau játuðu bandarískra stjórnvalda varð- hvorki né neituðu tilvist kjarn- andi kjarnorkuvopn erlendis orkuvopna um borð í bandarísk- Væri i fullu samræmi við gagn- kvæma, gildandi samninga og i samræmi við varnaráætlanir NATO og samninga við þau ríki, sem málið snertir beint. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það lægi ljóst fyrir, að leiðtogafundur At- lantshafsbandalagsins hafi lýst því yfir þegar árið 1957, að kjarnorkuvopn yrðu ekki flutt til eða geymd í neinu aðildarríki bandalagsins nema með sam- þykki yfirvalda þess. „Við höfum markað skýra stefnu i þessum málum af okkar hálfu,“ sagði utanríkisráðherra. „Við höfum sömu starfsaðferðir og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins sem lýst hafa yfir að þau vilji ekki kjarnorkuvopn á sínu yfir- ráðasvæði eins og Norðmenn og Danir.“ Nýja-Sjáland setti hafnbann á öll skip með kjarnorkuvopn fyrr á þessu ári, sem olli upplausn ANZUS-bandalagsins, en í því hafa Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland verið. Prentamiðja Morgunblaðsins Hittast Reagan og Gorbachev í október? Boston. 17. apríL AP. BANDARÍSKA blaóið Boston Globe sagðist í dag hafa það eftir háttsettum sendistarfsmanni frá Austur-Evrópu, að Mikhail Gorb- achev, leiðtogi Sovétríkjanna, væri því hlynntur að eiga fund með Reagan forseta í október nk. Skilyrði væri þó, að Bandaríkjastjórn tæki fram- komnum tillögum Sovétmanna um eftirlit með vígbúnaði bet- ur en hún hefur gert til þessa. Boston Globe heldur því fram, að Gorbachev hafi hug á að koma til Bandaríkjanna í október sökum hátiðahalda þeirra, sem fyrirhuguð eru vegna 40 ára afmælis Samein- uðu þjóðanna. Líbanon: Hætta á stjórnar- kreppu BriróL 17. aaríl AP. „ÞAÐ, SEM gerzt hefur, er likast hræðilegri martröð,“ sagði Rashid Karami, eftir að hann hafði sagt af sér sem forsætisráðherra í Líbanon. Með þessum orðum átti hann við blóðsúthellingar þær, sem haldið hafa áfram án afláts í landinu að undanfornu. Á síðustu þremur vikum hafa 118 manns beðið bana og síðasta sólarhring voru enn að minnsta kosti 29 manns drepnir i áköfum bardögum andstæðra hópa múhameðstrúarmanna i Beirút. Þrátt fyrir það að Amin Gema- yel forseti hefði beðið Karami um að gegna forsætisráðherraem- bættinu áfram til bráðabirgða, er talin mikil hætta á alvarlegi stjómarkreppu í Líbanon nú. Kar- ami hafði varla tilkynnt forsetan- um afsögn sína símleiðis, er ísra- elar gerðu sína sjöttu loftárás á þessu ári á staði i Líbanon. Til- kynnti ísrelska herstjórnin, að herþotur hennar hefðu gert mikla árás á stöðvar skæruliða í bænum Barr Elias í Bekaadal. Gemayel forseti átti i dag klukkustundar simtal við Hafez Assad Sýrlandsforseta um það ástand, sem komið væri upp i Líb- anon eftir afsögn Karamis. Ekki var sagt nánar frá efni viðræðna þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.