Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, KIMMTITDAGUR18. APRÍL 1885 31 Mistókst að bjarga fjarskiptahnettmum Kanaveralhöfða, 17. aprfl. AP. Geimfararnir um borð í geimferj- unni Discovery reyndu tvisvar í dag að smella rofa á fjarskiptahnetti, sem bilaður er i braut um jörðu. Tilraunin til að bjarga hnettinum mistókst og var frekari aðgerðum af- lýst Geimfararnir höfðu búið grip- arm geimferjunnar verkfærum til að ýta við rofa á hnettinum og koma þannig rafstraumi á hreyfla, sem koma áttu honum á rétta braut um jðrðu. Er 80 millj- óna dollara hnötturinn því óstarf- hæfur, þar sem hann er nú niður- kominn. Reyndu geimfararnir allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga hnettinum, en án árangurs. Verk- færum, sem líktust flugnaspöðum, var komið fyrir á griparmi geim- ferjunnar til að ýta við rofanum. Tvisvar a.m.k. var komið við rof- ann og reynt að opna fyrir raf- strauminn, en allt kom fyrir ekki. Þykir það benda til þess að rofinn hafi staðið á sér og sé fastur í þeirri stöðu, sem hann var í. Talið er, að komið hafi verið við rofann fyrir slysni þegar ferjumenn voru að búa sig undir að koma hnettin- um á braut. Geimfararnir sigldu ferju sinni upp að hnettinum og var bilið á milli þeirra aðeins 9 metrar. Höfðu þeir aðeins sex mínútur til að reyna að smella rofanum. 1 ein- ni tilrauninni brotnaði hluti verk- færanna. Verkið var sýnt í beinni sjónvarpssendingu. Áður en reynt var að hleypa rafstraumi á fjarskiptahnöttinn flugu geimfararnir umhverfis hnöttinn og skoðuð í krók og kring til að ganga úr skugga um að með öllu væri óhætt að leggja til at- lögu. Sáu þeir þar m.a. að rofinn var opinn til hálfs. Stóð hann opinn að 90 gráðum og þurfti að- eins að færast í 110 gráður til að opna fyrir rafstraum. En hann lét ekki undan þótt a.m.k. tvisvar væri komið harkalega við hann. Er því hnötturinn aðeins 80 millj- óna dollara ruslahaugur úti i geimnum sem stendur. Peres og Mubarak eiga fund í maí JerámJem, 17. ayrfl. AP. FYRIRHUGAÐ er að í næsta mánuði eigi þeir Shimon Peres, forsætisráð- berra ísraels. og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, með sér fund, en leiðtogar ríkjanna hafa ekki hist í fjögur ár. Það voru embættismenn f Jerúsalem sem skýrðu frá þessu í dag. myndu utanríkisráðherrar fsraels og Egyptalands hittast fyrir leið- togafundinn. Weizman er staddur í Egypta- landi í boði Kamal Hassan, for- sætisráðherra landsins, og hefur ferð hans vakið mikla ólgu í ís- rael. Hefur Yitzhak Shamir, utan- ríkisráðherra ísraels, látið í ljós mikla óánægju með það að Weizman skuli ræða við egypska ráðamenn án samráðs við sig. Per- es, forsætisráðherra, hefur hins vegar haldið hlífiskildi yfir hon- Ezer Weizman, ráðherra í ríkis- stjórn ísraels, sem er staddur i Kaíró, sagði blaðamönnum i dag að fundurinn yrði haldinn ein- hvers staðar i útiaðri egypsku höf- uðborgarinnar. ísraelsku embætt- ismennirnir segja hins vegar að engin ákvörðun um fundarstað hafi verið tekin. Haft er eftir ísraelsku embætt- ismönnunum, sem ekki eru nafngreindir, að þegar hafi verið settur á laggirnar vinnuhópur sér- fræðinga úr nokkrum ráðuneytum til að undirbúa fundinn. Embætt- ismennirnir sögðu, að hugsanlega GUFUSTÝRIBÚNAÐUR i fyrir: fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, skelvinnslur og rækjuverksmiðjur. réttu hitastigi ítönkum og kerjum, óháð rafmagni. Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRAIMTANIR-WÓNUSTA FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBOND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.