Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 Friður á yinnumarkaði forsenda hagsældar — eftir Pál Sigurjónsson Fundarstjóri, virðulegu gestir, góðir félagar. Þetta er nú í sjöunda sinn, sem ég stend sem formaður Vinnuveit- endasambandsins og flyt ykkur hugvekju um atvinnuvegina, starfsskilyrði þeirra og afkomu, fjalla um liðna tíð og spái í það ókomna. Við undirbúning þessarar ræðu blaðaoi ég sem oft áður við tilsvar- andi tækifæri í gegnum ræður undanfarinna ára. Rifjast þá upp liðinn tími og maður spyr sig, hvort eitthvað hafi miðað á liðn- um árum, eða erum við íslend- ingar í efnahagslegu tilliti eins og maður, sem reynir að ganga upp rúllustiga gagnstætt ferð hans og kemst ekkert áfram þó hann gangi og gangi, helst, ef hann hefur sig allan við, á sama stað eða flyst aftur á bak ef hann nær ekki hraða rúllustigans, í stað þess að nota hann til að komast hraðar að settu marki. Á liðnu starfsári minntumst við hálfrar aldar afmælis Vinnuveit- endsambandsins, og á þeim tíma- mótum er rétt að staldra við og horfa yfir farinn veg og huga að hvert halda skuli. Ljóst er að feikimiklar framfar- ir hafa orðið á efnahags- og at- vinnulífi á þeim 50 árum, sem lið- in eru frá stofnun Vinnuveitenda- sambandsins. Sé hins vegar litið styttra aftur í tímann, til dæmis 10 ár, er spurningin, hvort nokkuð hafi miðað í rétta átt til að bæta lífskjörin í landinu, þrátt fyrir þrotlaust starf okkar hér í Vinnu- veitendasambandinu að benda á leiðir til framfara. Þjóðarframleiðsla hefur lítið aukist, erlendar skuldir hafa vaxið mjög og kaupmáttur ráðstöfun- artekna hefur sem næst staðið í stað. Kauptaxtar hafa meira en þrjátíuogtvöfaldast á þessu tima- bili en kaupmáttur þessara taxta hefur lækkað um meira en 30% því verðlag hefur meira en fjöru- tíuogsexfaldast á sama tímabili. Þessi munur segir þó ekki að lífs- kjör almennings hafi versnað sem þessu svarar, því kauptaxtar sýna ekki nema að nokkru leyti, hvaða breytingar hafa almennt orðið á launum. Þær breytingar koma betur í ljós annars vegar við að skoða þróun ráðstöfunartekna og hins vegar á breytingu atvinnutekna. Ráðstöfunartekjur á mann í krón- um talið hafa ríflega fjörutíuog- áttfaldast á þessu tímabili og at- vinnutekjur hafa tekið svipuðum breytingum. Hagur almennings er því ef til vill nokkru betri en fyrir 10 árum. En hvernig gæti hagur- inn verið ef rétt hefði verið á mál- um haldið? Arðsemi og fjárfesting Á þessu 10 ára tímabili jókst þjóðarframleiðsla um 20% en þjóðinni fjölgaði á sama tíma um 11%. Aukning þjóðarframleiðslu á hvert mannsbarn var aðeins 8% eða innan við 1% á ári að meðal- tali. Á þessu sama tímabili höfum við fjárfest mjög mikið, en ekki sparað að sama skapi og því aukið erlendar skuldir. Þjóðarauðurinn í atvinnulífinu, opinberum bygging- um og mannvirkjum hefur vaxið um meira en 50% á þessu tímabili. En þessi fjárfesting hefur ekki gefið af sér þann arð sem skyldi. Ef hver fjárfest króna í þjóðar- auðnum skilaði jafnmiklum arði nú eins og árið 1974 væri þjóðar- framleiðslan í dag 25%—35% meiri en hún er. Þetta er vísbend- ing um hvað hefði getað orðið ef arðsemi hefði ráðið fjárfestinga- ákvörðunum á liðnum 10 árum, og þá væru lífskjör þjóðarinnar jafn- vel 25% betri en þau eru nú. Afleiðingar þessa hafa orðið að þjóðin hefur orðið að búa við lak- ari kjör undanfarið, en nokkur ár þar á undan. Afturkippurinn hef- ur orðið meiri m.a. vegna þess, að á mestu aflaárum íslandssögunn- ar voru afleiðingar óstjórnar í fjárfestingamálum faldar með gegndarlausri erlendri lántöku. Á síðustu tveimur árum hefur tvennt farið saman, í fyrsta lagi vaxtabyrði af erlendum skuldum hefur stóraukist og samdráttur hefur orðið í útflutningsfram- leiðslu. I árslok 1984 var hlutdeild hverrar fjögurra manna fjöl- skyldu í erlendum skuldum þjóð- arinnar að meðaltali 860 þúsund krónur. Erlendar skuldir á mann hafa þrefaldast á síðustu 10 árum. Vextir og afborganir af þessum skuldum eru og verða þungbærar fyrir þjóðina. Nettó vaxtagreiðslur af lánum þjóðarbúsins voru í fyrra 4,5 millj- arðar króna. Til samanburðar má upplýsa að tekjur af útflutningi þorskafurða voru á sama tíma 6 til 7 milljarðar sem þýðir að um það bil tvær af hverjum þrem krónum sem fást fyrir þann gula fara í vaxtagreiðslur og þá eru afborg- anirnar eftir. Sem sagt, ef skynsemin hefði fengið að ráða í fjárfestingum, hefðu allir getað haft það mun betra en við höfum það í dag. Á undangengnum árum hefur þannig syrt að íslenskum þjóðar- búskap. Meiri samdráttur hefur orðið á þjóðartekjum en orðið hef- ur í langan tíma. Minnkandi fisk- gengd hefur einnig ráðið miklu. Þorskafli minnkaði úr 460.000 tonnum árið 1981 í 280.000 tonn árið 1984 og nánast engin loðna var veidd árin 1982 og 1983. Það sýnir hve háðir við erum þessum undirstöðuatvinnuvegi okkar. Óstjórn og þó fremur ofstjórn með verðbólgu hefur þó leikið þjóðarbúið verst. Þetta eru þær aðstæður, sem við búum við og hér er skýringa að leita á lakari lífskjörum, en við höfum áður vanist. Þessum að- stæðum þurfa samtök atvinnulífs- ins að bregðast við með markviss- um og skynsamlegum hætti. Ef at- vinnureksturinn fær ekki snúið vörn í sókn, þá munu ekki aðrir betur til þess fallnir. Ósætti í þjóðlífinu Undangengin tíu ára hafa ein- kennst af ójafnvægi og ósætti í íslensku þjóðlífi. Hér hefur ríkt ójafnvægi á sviði gengismála, á sviði ríkisfjármála, á sviði pen- ingamála og ekki síst á sviði stjórnmála. Afleiðing þessa hafa verið langvinnar vinnudeilur, sem lamað hafa atvinnurekstur um lengri og skemmri tíma og með því hindrað þá uppbyggingu og verð- mætasköpun sem ein getur staðið undir aukinni hagsæld. Vinnufrið- ur en ein forsenda framfara og að- alsmerki þeirra þjóða sem best standa sig í samkeppni þjóðanna, en eins og fram hefur komið að undanförnu erum við ekki meðal þeirra, þvert á móti meðal þeirra sem verst standa sig í að halda vinnufriði. Það er dapurleg stað- reynd, sem vonandi vekur til um- hugsunar og breytinga. Eg held að ég hafi í hverri ræðu minni undanfarin ár lagt áherslu á, að grundvöllur bættra lífskjara er aukin verðmætasköpun í at- vinnulífinu, en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Verðmætasköpunin fer fram í fyrirtækjunum en hvorki við samningaborðið né á taflborði stjórnmálanna. Ekki skal ég gera lítið úr hlut- verki stjórnmálamannanna því að þeirra ábyrgð er mikil, en eins og Páll Sigurjónsson „En stjórnendur fyrir- tækja og starfsmenn fyrirtækja verða að gera sér Ijósa ábyrgð sína, því að það er þrátt fyrir allt fyrst og fremst í fyrirtækjunum sjálfum sem kostnaðarþróunin á sér stað. Á sama hátt og stjórnmálamennirnir, eins og ég sagði áðan, eiga helst ekki að blanda sér í rekstur ein- stakra fyrirtækja, eiga einstök fyrirtæki ekki heldur að leita til stjórn- málamannanna og hins opinbera um sérstaka hjálp.“ við höfum marg endurtekið þá teljum við að, að því er atvinnulíf- inu viðkemur, þá sé það hlutverk stjórnmálamannanna að búa at- vinnulífinu þau rekstrarskilyrði og þann starfsramma, að það fái undir góðri stjórn þrifist og dafn- að og geti skilað öllum þegnum þjóðfélagsins eðlilegum ábata. Því fyrr því betra, sem þing- mönnum skilst, að það er hvorki þeirra hlutverk að stunda áhættu- saman atvinnurekstur með skattpeninga borgaranna að veði, né að hlutast til um málefni ein- stakra fyrirtækja eða starfs- greina. En stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn fyrirtækja verða að gera sér ljósa ábyrgð sína, því að það er þrátt fyrir allt fyrst og fremst í fyrirtækjunum sjálfum sem kostnaðarþróunin á sér stað. Á sama hátt og stjórnmálamenn- irnir, eins og ég sagði áðan, eiga helst ekki að blanda sér í rekstur einstakra fyrirtækja, eiga einstök fyrirtæki ekki heldur að leita til stjórnmálamannanna og hins opinbera um sérstaka hjálp. Það er hlutverk stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í samein- ingu að stuðla að jafnvægi í efna- hagsmálum og heilbrigðum vaxt- arskilyrðum íslensks atvinnulífs. Stöðugleiki á sviði efnahags- mála og friður til lengri tíma á vinnumarkaði er forsenda þess að okkur takist að bæta lífskjör og auka hagsæld. Framvinda kjaramála Ég vil þá að vanda fara nokkr- um orðum um framvindu kjara- mála og samninga á liðnu starfs- ári. í umfjöllun minni um þetta efni á síðasta aðalfundi, sem haldinn var 15. maí, gætti nokkurrar bjartsýni, það voru tæpir þrír mánuðir liðnir frá gerð febrúar- samninganna 1984. Þeir samning- ar voru að ýmsu leyti gerðir við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga hafði lækkað verulega. í fyrsta sinn í langan tíma var unnt að gera samninga án viðja vísitölu- kerfisins. Um febrúarsamningana í fyrra má segja að þeir voru sigur skynseminnar og einnig sameigin- legur sigur beggja samningsaðila. Hvorugur aðili vildi stefna í hættu þeim árangri, sem náðst hafði í baráttunni við verðbólguna og báðir voru reiðubúnir til að takast á við þá erfiðleika, sem vænta mátti af þröngum efnahag. Sú bjartsýni sem gætti hér á síðasta aðalfundi eftir nýgerða kjarasamninga og að því er virtist góðan árangur í baráttunni við verðbólguna, sýndi sig er frá leið og á reyndi, ekki eiga nægilega stoð í raunveruleikanum. Forsendur kjarasamninganna breyttust. í stað þess að haldið væri fast við áætlanir um jafn- vægi í viðskiptum þjóðarinnar við útlönd, gáfu stjórnvöld eftir fyrir ásókn eftir erlendu lánsfé. Láns- fjárþensla olli því að tekjuþróun varð þvert á það, sem við mátti búast í upphafi ársins. Launa- skriðið varð meira en nokkur dæmi eru til síðan kjararannsókn- ir hófust. Að meðaltali hefur tímakaup hækkað frá 3% og upp í 10% fram yfir kauptaxta milli ár- anna 1983 og 1984 en sé miðað við tímabilið frá 4. ársfjórðungi 1983 og til jafnlengdar 1984 var algengt meðaltal launaskriðsins um 8% og fyrir einstaka starfshópa enn meira. Þessi hækkun kauplags umfram það sem samið var um og mis- skipting þeirra hækkana á ein- staka hópa launþega var sá jarð- vegur, sem kröfugerð mótaðist í hiá þeim verkalýðsfélögum er sögðu samningunum lausum frá 1. september 1984. Kaupkröfur verkalýðsfélaga voru upp á nokkra tugi prósenta, en mikill mismunur var þó á afstöðu einstakra félaga og landssambanda. Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks, sem lengst af höfðu forystu í samn- ingaviðræðunum á liðnu hausti, sýndu, þegar á leið samningavið- ræðurnar, skilning á vanda þeirra atvinnugreina, er ekki nutu góðs af lánsfjárþenslunni. Þessir aðilar lögðu mesta áherslu á að breyta launahlutföllum neðst í launastig- anum með því að afnema áhrif hinna svonefndu lágmarkstekna. Að öðru leyti höfðu þeir þegar á leið meiri áhuga á hærri kaup- mætti á grundvelli þeirra verð- mæta sem til skiptanna voru fremur en hærri verðbólgu. Það sama varð ekki sagt um samtök opinberra starfsmanna, sem héldu fast við kröfur sínar um 30% launahækkun til viðbótar ýmsu öðru, sem aukið hefði launa- kostnaðinn ennþá meira. Fylgdu samtök opinberra starfsmanna þessum kröfum fram með fjögurra vikna verkfalli. Forysta Félags bókagerðarmanna hafði sömu stefnu og gerði svipaðar kröfur og BSRB og fylgdi þeim fram með einu lengsta verkfalli sem háð hef- ur verið hér á landi hin síðari árin. Skattalækk- unarleið hafnað Viðræður Vinnuveitendasam- bandsins við Verkamannasam- bandið og Landssamband iðn- veikafólks fóru í þann farveg að leita leiða til að tryggja kaupmátt og bæta lífskjör, fremur en að tryggja verðbólgu. Vinnuveitenda- sambandið beindi viðræðunum inn á þá braut að auka kaupmátt heimilanna með sparnaði í ríkis- rekstri og með lækkun skatta samhliða niðurskurði ríkisút- gjalda. Þessi hugmynd mæltist vel fyrir hjá öllum þorra landsmanna. Alþýðusamband íslands kom inn í viðræðurnar um skattalækk- unarleiðina og samstaða var milli allra aðila á hinum almenna vinnumarkaði um að reyna til þrautar að ná samningum á þess- um grundvelli. Ríkisstjórnin tók undir þessar hugmyndir og kom á laggirnar sérstakri samstarfsnefnd milli ríkisstjórnarinnar, BSRB, sveitar- stjórna, VSÍ og ASÍ um fram- kvæmd þessara hugmynda. Þessi nefnd starfaði ötullega og voru horfur á því að í hcnni gæti tekist samkomulag. Var vinna nefndar- innar vel á veg komin þegar stjórnvöld snerust gegn skatta- lækkunarleiðinni. Fór svo, að hinn 30. október tókust samningar milli fjármálaráðuneytisins og BSRB um launahækkanir sem námu á þriðja tug prósenta og lauk þar með formlega umræðum um skattalækkunarleiðina. Viku síðar sömdu ASÍ og VSÍ í samræmi við það sem gerst hafði í samningum opinberra starfsmanna um 12,8% hækkun við undirskrift, 4,8% hækkun um áramót, 2,4% hækkun 1. mars og 2,4% hækkun hinn 1. maí. í kjölfar þessara samninga hafa verið gerðir fjölmargir samningar um svipaðar eða meiri peninga- launahækkanir. Samningar við sjómenn á kaupskipum náðust ekki fyrr en að undangengnu 12 daga verkfalli og samningar við sjómenn á fiskiskipum náðust ekki fyrr en að loknu 2ja vikna verkfalli og er raunar ekki enn séð fyrir endann á þeim deilum um allt land. Skattalækkunarleiðin var aldrei sett fram sem allsherjarlausn á efnahagsvandanum. Hún var fyrst og fremst tilraun til að varðveita og bæta þann árangur sem náðst hafði í baráttunni við verðbólg- una. Hefði þessi leið verið valin hefði verðbólga að líkindum orðið innan við 10% á þessu ári. Skatta- lækkunarleiðin hefði líka tryggt launþegum raunverulegar kjara- bætur og skapað vinnufrið allt ár- ið 1985, um leið og slíkar kjara- bætur hefðu fyrst og fremst skilað sér til hins almenna launamanns. En með skattalækkunarleiðinni var ekki tekist á við þann grund- vallarvanda í þjóðarbúskapnum, að eytt er um efni fram og skuld- um er safnað erlendis, en með henni hefði myndast grundvöllur til að leysa þann vanda. Nýjar viðræður Enn á ný eru samningaviðræður á næstu grösum. 1 samræmi við samninga ASÍ og VSÍ frá liðnu hausti hafa þessir aðilar tækifæri fram til 25. júní til að finna lausn og framlengja kjarasamninga framyfir 1. september. Takist það ekki verða samningar sjálfkrafa lausir í haust. Enn sem komið er hafa samn- ingaviðræður ekki hafist, en sam- starfsnefnd ASÍ og VSÍ sem komið var á upp úr síðustu samningum hefur þó unnið að undirbúningi samninganna. Meðal annars hefur náðst um það samkomulag á milli Vinnuveitendasambandsins og Al- þýðusambandsins að þegar skuli hefja viðræður um og kanna möguleika á sameiginlegri stefnu- mótun á sviði atvinnumála. í þess- um viðræðum þarf að setja markmið fyrir hinar ýmsu greinar atvinnulífsins um vöxt þeirra og verðmætamyndun. Þessar viðræð- ur geta því orðið þýðingarmiklar, því með þeim kann að skapast gagnkvæmur skilningur á mögu- leikum atvinnulífsins og getu þess til að koma til móts við óskir starfsfólks um kjarabætur. í fyrstu ræðu minni sem for- maður þann 2. maí 1979 lét ég svo ummælt, og ég endurtek það nú: „í nútíma þjóðfélagi hljóta hagsmunir ríkisins, fyrirtækjanna og starfsmanna fyrirtækjanna að fara saman, hvorki rikið né starfsmenn fyrirtækjanna geta til lengdar haft það betra en fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.