Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 fclk f 3p fréttum Sissy vakti athygli Leikkonan Sissy Spacek kom til veislu nýlega ásamt einginmanninum, Jack Fisk, og lyft- ust flestar augabrúnir. Ef myndin er skoðuð sést hvers vegna það gerðist. Voru flestir sam- mála um að vissulega væri Sissy snyrtileg til fara og skraddarasaumuð jakkafötin væru hnökralaus. Hins vegar færu þau henni heldur illa. Ekki voru allir sammála, einstaka þótti Sissy vera „algert æði“ í búningi sínum. Til voru svo þeir sem létu í ljós grun um að Sissy hefði klætt sig á þennan hátt vegna þess að hún hefði talið að sér yrði ekki hleypt inn ef hún hefði ekki bindi. Best að hver dæmi fyrir sig... Wham!-bræður ekki spenntir fyrir annarri Kínaför eir félagar í Wham, George Michael og Andrew Ridgely, voru nokkuð ánægðir með viðtök- urnar sem þeir fengu er þeir héldu tvenna hljómleika í Canton og Peking í Kína fyrir skömmu. Kínversk æska fagnaði þeim ákaft, en þó töldu þeir að mikil og djúp menningarleg gjá væri á milli austurs og vesturs. Þannig var talsverður fjöldi áheyrenda þeirra einkennisklæddir lögreglu- menn sem óðu um allan sal eins og stormsveipir og ýmist hrintu krökkunum ofan i sætin á ný ef þeir leyfðu sér að risa úr sætum til að klappa eða dansa, eða þá að þeir hreinlega báru slíka frum- hlaupsgikki út úr húsinu og vörp- uðu þeim út á götu með þeim orð- um að andlega mengunin væri bú- in að ná allt of miklum tökum á þeim. Þetta líkaði þeim Wham-bræðr- um eigi alls kostar, Andrew sagði að sig langaði ekki aftur til Kína í bráð, „fólkið er svo sem alúðlegt, það vantaði ekki, en vandræðin voru oft mikil og stundum hélt ég að þetta myndi aldrei ganga upp, báðir hljómleikarnir héngu á blá- þræði," sagði Andrew. George hafði minni áhyggjur af öllu sam- an og sagðist hafa skemmt sér konunglega. Ferðin fór hins vegar illa með taugakerfi portúgalska trompettleikarans þeirra, hann tapaði glórunni í flugvélinni á leiðinni heim, gekk berserksgang og stakk sjálfan sig í kviðinn með litlum hnífi áður en hann geystist inn í flugstjórnarklefa og glímdi um hríð við flugmennina. Hrapaði flugvélin nokkur hundruð fet með- an flugmenn og fleiri sneru trompetleikarann niður. Hann ró- aðist um síðir og í ljós kom að hann hafði ekki slasað sig eða aðra alvarlega. INGER ANNA AIKMAN „Aldrei verið komin eins nálægt því að flytja til Færeyja" w Eg er svo feimin, að ef að fleiri en fimm manns eru með mér einhvers staðar, þá kem ég ekki upp einu hljóði. Það trúa því líklega fáir að hér tali Inger Anna Aikman, sem sér um þáttinn „Út um hvippinn og hvappinn" á rás 2, svo frjálsleg og óþvinguð sem hún virkar í útvarpinu. Undirrituð og Inger sötruðu saman kaffi eitt síðdegið á Lækjarbrekku til að spjalla um starf Inger á rásinni. — Hvernig datt þér í hug að fara að vinna á rásinni? — Ekki hlæja ..., en ég við- urkenni þó að það sé svolítið hlægilegt. Ég skrifaði nefnilega Þorgeiri Ástvaldssyni bréf. I dag skil ég ekki hvernig mér gat dottið það í hug en það er nú önnur saga. Ég gleymdi síð- an bréfinu, en einn daginn löngu seinna talaði Þorgeir við mig og við ákváðum að ég skyldi koma í raddprufu, og upp úr því gerði ég varaþátt sem var í einu orði sagt hræði- legur og ég hef aldrei verið eins nálægt því að flytjast til Fær- eyja fyrir fullt og allt. — Er þetta skemmtilegt starf? — Já, mjög, þó svo að það hafi verið gífurlega stressandi í byrjun þá venst svoleiðis smám saman, þó ekki kannski alveg. Þetta starf á lika einstaklega vel við mig, þ.e.a.s. ég hef svo mikið sjálfræði. Þátturinn gef- ur mér þann möguleika að hafa frjálsar hendur, vera sjálfrar mín herra, get sagt það sem ég vil þegar mér hentar og leikið þá tónlist sem rher finnst vel við eiga hverju sinni. Ég reyni að hafa þættina blandaða, en auðvitað er manni stundum hætt við að leika meira þá tón- list sem manni fellur vel í geð. — Nú leikur þú nokkuð ró- lega tónlist! — Já, það hef ég heyrt útund- an mér og sumir vilja bæta því við að ég sé nú frekar væmin. En þetta er hlutur sem ég tek ekki nærri mér því það er til margt verra en það að vera væmin. Ég veit líka að það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis. — Er ekkert óþægilegt að vinna svona í beinni útsend- ingu. — Ég hugsa að ég verði Þor- geiri ætíð þakklát fyrir að láta mig fara út í það í raun án þess að vita hvaða merkingu það hafði. Það er ekki svo erfitt nú- orðið. Ég hef aðallega áhyggjur af þvi hvað tæknimanninum finnst um það sem ég segi, en útiloka hugsunina um að það séu svona og svona margir að hlusta á mig. Ég hef yndislegan tækni- mann mér til aðstoðar og það skiptir gifurlegu máli í þessu. Það veltur svo mikið á því hve vandvirkir þeir eru og í hvernig skapi þeir eru hverju sinni. Þeir geta alveg stjórnað því hvernig liggur á manni. Georg Magn- ússon, sem er eini fastráðni tæknimaðurinn á rásinni, er alltaf mjög uppörvandi og gott að vinna með honum. — Kemur það aldrei fyrir að þér verði á í „messunni" og þú mismælir þig eða eitthvað álíka? — Jú, mikil ósköp, en þá kemur aftur að því sama og ég minntist á áðan, þ.e. að hafa góðan tæknimann. Það hefur stundum komið fyrir að eitt- hvað hefur verið að fara úr- skeiðÍ3, en þá hefur tæknimað- urinn bent mér góðfúslega á mistökin og við leiðréttum vit- leysuna í tæka tíð. Það gerðist þó á annan í páskum að ég var Ijúka þætti og hafði ekki skrifað niður lokaorðin. Ég segi þá eitthvað á þá leið að ég ætli að kveðja hlustendur með lagi Dolly Parton ... og þá mundi ég ekki hvað lagið hét. Því var hrein- lega stolið úr mér. Ég baðaði út MorgunblaðiS/Bjarni „Það fer allt eftir því hversu vel ég er fyrirkölluð," sagði Inger þegar blm. spurði hve lengi hún væri að undirbúa hvern þátt. öllum öngum og tæknimennirn- ir lokuðu á mig á meðan ég spurði hvað lagið hét. Það var síðan opnað aftur á mig og við björguðum þessu þannig eins og hægt var. Þetta er það allra versta sem fyrir mig hefur komið. — Áttu þér sérstaka uppá- haldstónlist? — Mér hefur verið vinsam- lega bent á að líklega sé ég hrifnust af „Soul“-tónlist og ég hef einnig mjög gaman af því að hlusta á jazz þegar ég er upplögð til þess. Yfirleitt fell ég frekar fyrir textum en „melódíum" og ef textarnir geta fengið mig til að staldra við og hugsa þá ræður það venjulega úrslitum. í sam- bandi við góða texta þá hefur Billy Joel löngum átt upp á pallborðið hjá mér. — Ertu lengi að undirbúa hvern þátt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.