Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. APRÍL1986
Fri fundi viðrædunefndanna í Borgartúni 6. Morgunblaðift/Júlliu
Viðræðunefndir íslands og Sovét
VIÐSKIPTAVIÐRÆÐUM fslands
og Sovétríkjanna lauk í Reykjavík
síðastliðinn miðvikudag með undir-
rítun formanna viðræðunefndanna. í
viðræðum þessum tóku þátt 13 ís-
lendingar og 7 Sovétmenn. Fara
nöfn nefndarmanna hér á eftir:
íslenska viðræðunefndin
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri i viðskiptaráðuneytinu,
formaður, Páll Ásgeir Tryggva-
son, sendiherra íslands í Mosvku,
Björn Tryggvason, aðstoðar-
bankastjóri Seðlabanka íslands,
Jón Ögmundur Þormóðsson, deild-
arstjóri í viðskiptaráðuneytinu,
Helgi Gíslason, sendiráðunautur í
utanríkisráðuneytinu, Árni K.
Þorsteinsson, deildarstjóri, fyrir
oliufélögin, Gunnar Flóvenz,
framkvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndar, Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS,
Magnús Helgason, forstjóri, fyrir
Félag islenskra iðnrekenda, ólaf-
Viðskiptasamningur fslands og Sovétríkjanna:
ur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri SH, Pétur Eirfksson, for-
stjóri Álafoss, fyrir Verslunarráð
íslands, Sigurður Markússon,
framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar SÍS, Theódór S. Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri Sölu-
stofnunar lagmetis.
Sovéska viðræðunefndin
V.I. Simakov, yfirmaður Vestur-
landadeildar utanrikisviðskipta-
ráðuneytisins, formaður, B.L.
Radivilov, viðskiptafulltrúi Sovét-
ríkjanna á íslandi, B.A. Umansky,
aðstoðarviðskiptafulltrúi Sovét-
rikjanna á íslandi, M.V. Medved-
ev, deildarstjóri Norðurlanda-
deildar Vesturlandadeildar utan-
ríkisviðskiptaráðuneytisins, K.B.
Lavrova, aðalsérfræðingur, Vest-
urlandadeild utanrikisviðskipta-
ráðuneytisins, L.G. Zarudnaja, að-
alsérfræðingur, rikisáætlana-
nefnd Sovétríkjanna, V.P. Andriy-
ashin, fulltrúi á skrifstofu við-
skiptafulltrúa Sovétríkjanna.
Söluaukning á freð-
fiskflökum og saltsíld
Gert er ráð fyrir minnkandi viðskiptahalla við Sovétrfldn, þegar samingurinn kemur til framkvæmda
I STAÐFESTUM viðskiptasamningi
Islands og Sovétríkjanna fyrír næstu
fimm ár, hækka viðmiðunarmörk á
sölu saltsíldar um 50.000 tunnur og
á sölu frystra fiskflaka hækka þau
um 8.000 lestir. Viðmiðunarmörk
vegna kaupa okkar á olíuvörum frá
Sovétríkjunum lækka í beildina og
má þvf gera ráð fyrir minnkandi
viðskiptahalla við Sovétríkin á
næstu árum.
Viðskiptasamningurinn gildir
um verzlun milli þjóðanna árin
1986 til 1990 að báðum árunum
meðtöldum, en árlegir sölusamn-
ingar verða síðan gerðir innan við-
miðunarmarkanna fyrir hverja
vðru. Viðmiðunarmörk frystra
fiskflaka hafa hækkað úr 12.000
til 17.000 lestum árlega í 20.000 til
25.000 lestir, mðrk fyrir heilfryst-
an fisk eru óbreytt, 4.000 til 7.000
lestir. Saltsíldarmörkin hækka úr
150.000 til 200.000 tunnum i
200.000 til 250.000 tunnur. Sama
lágmark verður á lagmeti, 4 millj-
ónir dollara, en efri mörk lækka í
5,5 milljónir, þó með mögulegri
aukningu. Mörkin fyrir ullarvörur
verða 5 til 6,5 milljónir dollara i
stað 4 til 4,9 milljóna áður. Mörkin
fyrir málningarvörur verða 1.500
til 2.000 lestir eða hin sömu og
áður og ýmsar vörur 1,5 milljónir.
Hvað innkaup varðar er talað
um allt að 100.000 lestir af bensíni,
eða sama og áður var, en kaupin
hafa þó ekki náð nema um 70.000
lestum árlega til þessa. Af gasolíu
110.000 til 150.000 lestir, en efri
mörk voru áður 190.000 lestir. Af
svartolíu allt að 180.000 lestir.
Sigvaldi Hjálmarsson
gerðir, leiðbeiningar um hugrækt
og þýðingar. Síðasta bók hans,
ljóðabókin „Víðáttur", kom út
fyrir síðustu jól.
Eftirlifandi kona hans er Bjarn-
ey H. Alexandersdóttir.
Neðri mörk eru nú engin en voru
áður 110.000 lestir. Viðmiðunar-
mörk fyrir aðrar vörur eru
óbreytt.
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneyt-
isstjóri og formaður viðskipta-
nefndar íslands, sagði i samtali
við Morgunblaðið, að árangur við-
ræðnanna hlyti að teljast nokkuð
góður, þar sem um aukningu á
mikilvægustu vöruflokkunum
væri að ræða. Þetta ætti að
tryggja áframhaldandi sölu freð-
fisks og saltsíldar til Sovétríkj-
anna allt til ársins 1990. Þá gætu
viðskipti samkvæmt þessum við-
miðunum farið langt i það að brúa
bilið, sem verið hefði á greiðslu-
jöfnuðinum milli landanna. Við-
miðunarmörkin á útflutningsvör-
um okkar hækkuðu að jafnaði
meðan mörkin fyrir innflutning-
inn lækkuði heldur. Það færi þó
allt eftir því hvernig viðskipta-
samningar innan markanna tækj-
ust hver greiðslujöfnuðurinn yrði.
Ólafur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SH, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hér væri
aöeins um rammasamning að
ræða. Þessi samningur væri þó
engu að síður mjög mikilvægur og
jákvæður, en það ætti eftir að
koma i ljós hvernig gengi að semja
innan þessa ramma. Þá kæmi inn
verð og samanburður við aðra
markaði. Meðan við keyptum oliu
af Sovétmönnum á samkeppnis-
færu verði og seldum þeim meðal
annars fisk í staðinn, liti hann svo
á að viðskiptin væru mjög góð.
Sigvaldi Hjálmarsson látinn
SIGVALDI Hjálmarsson, rithöfund-
ur og blaðamaður, lést í sjúkrahúsi í
London sl. mánudag á 64. aldursárí.
Hann fæddist á Skeggsstöðum i
Bólstaðarhliðarhreppi í A-Húna-
vatnssýslu 6. október 1921, sonur
hjónanna Hjálmars Jónssonar og
ólafar Sigvaldadóttur. Sigvaldi
lauk prófi frá Héraðsskólanum i
Reykholti 1940 og kennaraprófi
þremur árum siðar. Hann var
kennari í Hveragerði 1943—’46,
settur skólastjóri barna- og ungl-
ingaskólans þar eitt ár og kenndi
siðan í Reykjavik 1946—’47.
Sigvaldi var blaðamaður við Al-
þýðublaðið (með hléum) 1947—'72,
fréttastjóri var hann þar
1952—’58 og ’62—'63, fulltrúi rit-
stjórnar 1958—61 og ritstjóri Úr-
vals 1961—’62. Hann var ritstjóri
vikublaðsins Fálkans 1966, yfir-
maður þýðingardeildar sjónvarps-
ins um tíma 1973—’74 og i hluta-
starfi hjá dagblaðinu Visi
1975—’77. Hann átti sæti i stjórn
Blaðamannafélags íslands 1954 og
’55 og var formaður félagsins sið-
ara árið. Hann var fréttaritari
sænsku fréttastofunnar TT á ís-
landi um nokkurra ára skeið.
Sigvaldi Hjálmarsson dvaldist
þrjá vetur við nám á Indlandi, vet-
urna 1963—’64, ’68—’69 og
*74—’75. Hann var forseti Guð-
spekifélags íslands 1956—'67 og
aftur 1972—’75. Hann átti lengi
sæti i allsherjarráði félagsins, var
um tima í stjórn Evrópusambands
guðspekifélaga, var ritstjóri fé-
lagsritsins Ganglera i mörg ár og
átti sæti i stjórn félagssamtak-
anna Verndar og Réttarverndar.
Hann var félagi í Rithöfunda-
sambandi íslands frá 1975 og
skrifaði margar bækur, ljóð, rit-
Hjálpartækja-
sýningunni lokað;
Aðsókn framar
öllum vonum
— segir Sigurður Magnús-
son, framkvæmdastjóri
SÝNINGU á hjálpartækjum fyrir
fatlaða, sem haldin var á Hótel Loft-
leiðum, lauk á mánudagskvöld. Að
sögn Sigurðar Magnússonar fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar var að-
sókn mjög góð. Ekki er vitað um
nákvæmar tölur yfir fjölda gesta,
þar sem aðgangur var ókeypis, en
Ijóst er að þeir skiptu nokkrum þús-
undum.
„Á mánudagskvöld sprengdum
við utan af okkur húsnæðið og
þurftum að sýna sænsku myndina,
Smártegrðnsen, tvisvar sinnum.
Siðan voru pallborðsumræður og
stóð dagskráin alveg til miðnætt-
is,“ sagði Sigurður.
„Aðsóknin var framar öllum
vonum og var áberandi í viðhorf-
um og umræðu fólks, að það telur
þetta mjög gott viðfangsefni og
gagnlegt að setja upp sýningu sem
þessa. Fram hafa komið raddir um
að svona sýningu ætti að halda á
þriggja til fjögurra ára fresti og
minni sýningar, fyrir fagfólk sem
vinnur með hjálpartæki, inn á
milli.“
Sigurður sagði að lokum að sýn-
ingin hafi verið mjög viðtæk með
fræðsluerindum og skemmtunum
og hafi þess vegna náð vel til al-
mennings.
MorgunblaðiA/Július
Borinn Narfi við Korpu í Mos-
fellssveit
Borað
yið Korpu
BORINN Narfi er nú við ósa Korpu
í Mosfellssveit þar sem borað hefur
verid í mánaðartíma eftir heitu vatni
fyrir Reykvíkinga.
Að sögn Karls Ragnars for-
stjóra Jarðborana ríkisins er bor-
inn nú á 900 metra dýpi og bendir
allt til þess að þarna sé að finna
um 100° heitt vatn. Engar upplýs-
ingar er enn að fá um hve mikið
vatn er í holunni.
Borað verður niður í 1200—1400
metra og verður þá dælt úr hol-
unni og gerðar ýmsar mælingar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr
þeim mælingum verði að fá eftir
2—3 mánuði.