Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 38
38
MORQUWBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR18. APRlL 1985
Lánsfjárlög:
500 milljónir til ný-
sköpunar í atvinnulífi
Heildarlántaka um 2400 m.kr.
Frumvarp til lánsfjárlaga kom til þriöju umræðu í fyrri
(efrí) þingdeild í gær. Samþykktar vóru breytingartillögur frá
meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar, þ.e. stjórnarliðum,
sem Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður nefndarinnar, mælti
fyrir, efnislega sem hér segir:
• Lántökuheimild Landsvirkjun-
_ar var hækkuð úr 884 m.kr. í
1.036 m.kr.
• Jafnfram var Landsvirkjun
heimilað að taka til viðbótar lán
allt að 82 m.kr., ef semst um
stækkun álversins í Straumsvík
1985.
• Hitaveitu Egilsstaða og Fella
var heimiluð 7 m.kr. lántaka.
• Fjármálaráðherra var heimil-
að, fyrir hönd ríkissjóðs, að
ábyrgjast með sjálfskuldará-
byrgð lán, sem Framkvæmda-
sjóður tekur og endurlánar vegna
þróunarfélags til nýsköpunar í
atvinnulífi, að fjárhæð 500 m.kr.
• Fjármálaráðherra er á sama
hátt heimilt að ábyrgjast lán
sem endurlánuð vegna sölu fimm
fiskiskipa, raðsmíðaðra innan-
lands 1982—1985. Ráðherra
ákveður nánar framkvæmd laga-
greinar þessarar með reglugerð.
Stjórnarandstæðingar gagn-
rýndu hve seint lánsfjárlög væru
til afgreiðslu í þingdeildinni sem
og breytingartillögur er ykju en
drægju ekki úr erlendum lántök-
um.
Stjórnarliðar lögðu áherzlu á
fjárútvegun til þróunarfélags um
nýsköpun atvinnulífsins. Fyrri
ábyrgðir vegna hinna raðsmíð-
uðu skipa gerðu framhaldið
óhjákvæmilegt. Hækkun heim-
ilda vegna orkumála byggðist
m.a. á Blönduvirkjun og vænt-
anlegri orkusölu til orkuiðnaðar,
t.d. í tengslum við helmings-
stækkun álvers i Straumsvík.
Frumvarpið gengur síðan til
meðferðar í neðri deild.
Frumvarp þingmanna Alþýðuflokks:
Umboð bankaráða felld niður
— Ný bankaráð frá 1. maí nk.
Þrátt fyrir ákvæði laga, sem gilda um Landsbanka, Út-
vegsbanka, Búnaðarbanka og Seðlabanka, segir efnislega í
frumvarpi sem Jóhanna Siguröardóttir og fleiri þingmenn
Alþýöuflokks lögöu fram á Alþingi í gær, skal umboð þeirra
bankaráöa, sem kosin vóru á Alþingi 20. desember sl., falla
niöur 1. maí 1985. Frá sama tíma skai Alþingi kjósa fímm
menn í bankaráð fyrir hvern ríkisbanka og jafnmarga til vara
sem gangi inn í kjörtíma þeirra bankaráða sem síöast vóru
kosin.
un, sem gangi gegn réttarvitund
fólks í landinu, sem orðið hafi að
sæta mikilli kjaraskerðingu sem
og afnámi vísitölubóta á laun.
Alþingi kýs bankaráð og þau
fara með völd í umboði þess,
segja flutningsmenn. Þess vegna
verði þingið að grípa inn þegar
bankaráðsmenn „hafi brugðizt
skyldu sinni“. Það getur ekki lát-
ið þetta mál afskiptalaust.
Svipmynd nr atvinnulífinu.
í greinargerð segir að banka-
ráö rikisbankanna hafi nýlega
samþykkt að greiða bankastjór-
Átvinnuleysistryggingar:
Fvrirheit við
samninga efnd
Alþingi samþykkt) i g*r lög um
atvinnuleysistryggingar. Lögin eru
efndir á fyrirheiti, sem rikisstjórnin
gaf við gerð síðustu heildarkjara-
samninga, þess efnis, að hækka við-
miðunarflokk bóta til samræmis við
þær breytingar sem orðið höfðu á
röðun sUrfa í launaflokka.
Samkvæmt breytingartillögu
frá heilbrigðis- og trygginganefnd
efr deildar, sem samþykkt var,
skulu hámarksdagpeningar at-
vinnuleysistrygginga jafngilda
launum fyrir 8 klukkustunda
Uagvinnu í almennr fiskvinnu,
samkvæmt samningum VMSÍ og
VSÍ á hverjum tíma, miðað við
starfsaldursþrep eftir 7 ár. Lág-
marksdagpeningar eru V* hluti
sömu launa.
um árlegan launaauka að upp-
hæð kr. 450.000.— í stað bifreiða-
hlunninda. Þrjú af fjórum
bankaráðanna hafi að auki
ákveðið vísitölubindingu launa-
aukans, sem væri andstætt gild-
andi lögum.
Þar er einnig vitnað til um-
mæla viðskiptaráöherra á þingi,
er mál þetta bar á góma:
• „Varðandi skoðun mína á vísi-
tölubindingu umræddra launa-
greiðslna, þá er hún sú að vísi-
tölubindingin sé andstæð lög-
um.“
• „Áætlaðar skattgreiðslur
munu innifaldar í fjárhæðinni.
Þá greiða bankarnir rekstrar-
kostnað vegna bifreiða banka-
stjóra."
Flutningsmenn segja að marg-
ir hafi orðið til að fordæma og
lýsa vanþóknun á þessari ákvörð-
Stutíar þinjífréttir
Rannsókn hörpudisks-
miða í Breiðafirði
Sturla Böðvarsson (S) spyr
sjávarútvegsráðherra: Hefur
ráðherrann gert ráðstanir til
þesí- að hörpudisksmiðin í
Breiðafirði verði rannsökuð eftir
að aflamark á hörpudikski var
hækkað á sl. ári? Ef svo er ekki,
mun þá ráðherra beita sér fyrir
því að nákvæmar rannsóknir
fari fram á vegum Hafrann-
sóknastofnunar er tryggi að
veiðisvæði verði ekki ofveidd nú
þegar sóknin er aukin?
Lán til fiskeldisstöðva
Kjartan Jóhannsson og Karl
Steinar Guðnason, þingmenn Al-
þýðuflokks, spyrja forsætisráð-
herra: Hvað tefur að Fram-
kvæmdasjóður íslands veiti
Fiskeldi Grindavíkur og ís-
landslaxi hf. ábyrgð á láni hjá
Norræna fjárfestingarbankan-
um sem báðir aðilar hafa vilyrði
fyrir að fenginni slíkri ábyrgð?
Úrbætur í atvinnumálum
í Hafnarfirði
Kjartan Jóhannsson (A) spyr
forsætisráðherra: Hefur ríkis-
stjórnin tekið til umfjöllunar hið
alvarlega atvinnuleysi í Hafnar-
firði, samanber síðustu atvinnu-
leysistölur í bænum og nýlega
ályktun verkalýðsfélaganna þar
sem áskorun er beint til ríkis-
stjórnarinnar? Kjartan spyr og
fleiri spurninga um sama efni.
Jörðin Hamar í Glæsi-
bæjarhreppi
Landbúnaðarnefnd neðri deild-
ar flytur frumvarp til laga um
heimild til að selja jörðina Ham-
ar í Glæsibæjarhreppi í Eyja-
fjarðarsýslu, sem er eyðijörð,
nafngreindum bændum í ná-
grenni hennar.
| Heimspekisaga frá Oxford
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Anders Wedberg: A History of
Philosophy. Volume I—II. Antiquity
and the Middle Ages — The Mo-
dern Age to Romanticism. Clarend-
er Press — Oxford 1982.
Anders Wedberg var prófessor í
t heimspeki við Stokkhólmsháskóla
1949—1975. Hann lagði stund á
heimspeki við þann háskóla og
Uppsalaháskóla og við Princeton
og Harward. Hann kenndi við
Cornwall frá 1941—43. Eftir hann
liggja nokkur rit um heimspeki
m.a. þetta, sem kom út að 3ja
bindi viðbættu á árunum 1958—59
og 1966
í inngangi segir: „Þótt, þróun
þeirra hugmynda, sem venja er að
nefna sögu heimspekinnar, sé að-
eins lækjarsytra í hinni breiðu
móðu menningarinnar ... þá er
efnið of viðamikið til þess að hægt
sé að gera þv full skil. I sagn-
fræðiskrifum gildir alltaf akveðið
val viðfangsefna eða þátta. Þetta
gildir einnig um heimspekisögu."
Valið hefur vissulega verið
þrengt af þeim tilviljunum sem
hafa ráðið þvi hvað týndist og
glataðist í tímans rás, af þeim
heimspekiritum, sem sett voru
saman og hver varðveittust. Eng-
inn veit hvað þau rit innihéldu
sem glötuðust. Þess vegna „getur
enginn nokkru sinni vitað ná-
kvæmlega þróun fornar heimspeki
... Jafnvel þar sem heimildir eru
fyrir hendi verður val úr þeim
meira og minna ókerfisbundið.
Óhemju magn miðaldarita er til
staðar dreift um hin fjölmörgu
bókasöfn Evrópu. Enginn hefur
yfirlit, heildaryfirlit, yfir hvað er
unnið í þessum fræðum og gefið út
og það líklegasta er að það lfði
langur tími þar til ástandið i þess-
um efnum batnar. Nýrri heim-
speki er að mestu leyti á prenti, en
hún er svo viðamikil að enginn
einn höndlar það allt.“
Mat á heimspekikenningum er
bundið hverjum tíma, eftir daga
Galileos og Descartes hrapaði álit
manna á skólaspeki miðalda mjög
svo og þetta mat hélst út alla nýju
öld og fram á okkar daga. en nú er
þetta að breytast, skólaspekin er
fjarri því að standa að baki heim-
speki nýju aldar á fjölmörgum
sviðum.
Höfundurinn einskorðar sig við
þá heimspekisögu. sem hefst með
Grikkjum til forna og framófst í
kristinni heimspeki miðalda og
þróaðist síðan i þeim löndum Evr-
ópu, sem mótuðu evrópska menn-
ingu öðrum fremur. Höfundurinn
segist ekki taka hér með heim-
speki Kínverja, Indverja né araba
og gyðinga.
Höfundurinn fjallar siðan um
þau þemu heimspekinnar, sem
hann velur sem inntak i þessa
sögu, það-er merkingafræði, rök-
fræði, visindaheimspeki og heim-
speki sem snertir tungumál.
Fyrsta bindið spannar sögunar frá
Þalesi fram á 14. öld og lýkur þar
með á kristinni heimspeki og
tengslum kristindóms og heim-
speki í hugmyndum Ockhams og
nýjum hugmyndum varðandi
náttúruheimspeki Annað bindið
hefst á þeim tíma, þegar vísinda-
hyggjan varð trúnni yfirsterkari
og mekanisk heimsmynd tekur að
ryðja sér til rúms og síðan er röð-
in, Decartes, Spinoza, Leibniz,
Locke Hume og Kant. Viðbætir
fylgir um Marx og Engels