Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. APRÍL1985 Skipting loðnustofnsins: Stefnt að samkomulagi fyrir upphaf vertíðar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning fri utanrík- isráðnneytinu um viðræður íslendinga, Grænlendinga og Norðmanna um skiptingu loðnustofnsins: Dagana 15,—17. april 1985 fóru fram i skrifstofu grænlensku heimastjórnarinnar i Kaup- mannahöfn viðræður milli full- trúa Islands, Grænlands og Nor- egs um málefni er varða loðnu- stofninn á hafsvæðinu við ísland, Jan Mayen og Grænland. Voru þetta fyrstu viðræður að- ila um málið eftir útgöngu Græn- lands úr Efnahagsbandalagi Evr- ópu fyrr á þessu ári. I viðræðunum var einkum fjall- að mjög ítarlega um skiptingu Söngfélag Skaftfellinga: Söngferð til Austurlands SÖNGFÉLAG Skaftfellinga í Reykjavík fer í söngferð til Austur- lands um þessa helgi og verða fyrstu tónleikarnir i Seyðisfirði annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Næstu tónleikar verða í Egils- staðakirkju á laugardag kl. 15 og á Eskifirði á laugardagskvöld kl. 21. Söngstjóri kórsins er Violeta Smidova og undirleikari Pavel Smid, en þau munu einnig leika saman fjórhent á píanó. Violeta og Pavel hafa bæði starfað á Eski- firði og Reyðarfirði í nokkur ár sem tónlistarkennarar og kór- stjórar. Með í för Söngfélags Skaftfell- inga verður söngvarinn Friðrik S. Kristinsson frá Eskifirði, sem syngur nokkur einsöngslög. (Krétuiilkynning) „ROKKHJARTAÐ slær“ hefur nú verið sýnt níu sinnum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tíunda sýning i söng- leiknum verður í kvöld, fimmtu- dagskvöld, 18. aprfl, 11. sýning i föstudag og 12. sýning i laugardag. Sýningar hefjast klukkan 20.30. Samtök áhugaleikfélaga halda leiklistarhátið i Monaco um mán- aðamótin ágúst-september. Full- trúi íslenzkra leikfélaga á þessari hátíð verður Leikfélag Hafnar- fiarðar með „Rokkhjartað slær“. A hátiðinni leikur hver hópur á sinu móðurmáli. heildarveiði úr loðnustofninum milli aðilanna. Munu hugmyndir þær sem fram komu á fundinum verða athugaðar nánar af stjórn- völdum landanna og leitast við að ná samkomulagi fyrir upphaf loðnuvertíðar í sumar. í íslensku viðræðunefndinni voru: Ólafur Egilsson sendiherra, formaður, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur, Krist- ján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, og óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands fslands. Formaður grænlensku viðræðu- nefndarinnar var Einar Lemche og formaður norsku nefndarinnar Trond S. Paulsen. Næturklúbburinn í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefnr tekið til sýningar kvikmyndina Næturklúbbinn (The Cotton Club), sem er ein dýrasti kvikmynd er gerð hefur verið. Kostnaðurinn nam um 50 milljónura dollara, eða 2 milljörðum króna, segir í kynningu frá kvikmyndahúsinu. Leikstjóri er Francis Ford tima. Coppola, en framleiðandi er Robert Evans. Þeir gerðu í sam- einingu kvikmyndina „The God- father". Sagan gerist á bannár- unum í Bandaríkjunum og teng- ist ýmsum þekktustu bófum þess Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Richard Gere, Gregory Hines, Diane Lane og Bob Hosk- ins. Handrit er eftir Mario Puzo, William Kennedy og Francis Ford Coppola. Leikfélag Akureyrar: Rokkhjartað slær í Hafnarfirði Flytja söngleikinn í Monaco í haust Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir LEIKFÉLAG Akureyrar æfír nú nýtt barna- og unglingaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikritið heitir „Kötturinn sem fer sínar eigin leið- ir“ og er byggt i samnefndri smi- sögu Rudyard Kipiing. Olafur Haukur samdi bæði handrit, söngtexta og lög við verkið, sem fjallar um kött, hund, hest og kú og mann, konu og barn. Fjallað er um það hvernig þessi dýr þróast frá því að vera villidýr yfir í húsdýr, en konan mun vera kænust í að lokka dýrin til þjón- ustu við manninn. Kötturinn fer þó jafnan sinar eigin leiðir. Leikstjóri er Sigrún Valbergs, hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, Gunnar Þórðarson hefur leikið útsetn- ingar sínar á tónlistinni inn á snældu og Alfreð Alfreðsson sér um lýsinguna. Leikarar eru Þrá- inn Karlsson, Þórey Aðalsteins- dóttir, Theodór Júliusson, Sunna Borg, Pétur Eggerz, Marinó Þor- steinsson og Rósberg Snædal. Frumsýning á leiknum verður síð- ustu helgina í apríl. (FrétUUIkjnawg) Margeiri nægir jafntefli til að komast áfram Skák Jóhann Hjartarsson Bragi Kristjánsson Nn fer fram í ísrael einvígi á milli Margeirs Péturssonar og ísraelsmannsins Shvidler. Keppa þeir um réttinn til þátttöku á milli- svæðamóti sem fram fer síðar á árinu. Tefla kapparnir í Beersheva, sem er 120 þúsund manna bær og liggur rúmlega 100 kflómetra frá Tel Aviv. Skákfélag Beersheva sér um framkvæmd einvígisins. Klúbburinn er álitinn sterkastur í ísrael og hefur innan sinna vé- banda marga af sterkustu skák- mönnum landsins, þar á meðal ís- raelsmeistarann Greenfeld og al- þjóðlega meistarann Gutmann, sem íslendingum er að góðu kunn- ur, síðan hann vann alþjóðlega skákmótið í Grindavfk í fyrra. Að sögn Braga Kristjánsson- ar, aðstoðarmanns Margeirs, eru áhorfendur öllu færri en menn eiga að venjast á skákmótum á íslandi. Framkvæmd einvígisins er engu að síður meö miklum sóma og aðstæður eru hinar bestu. Heimamaðurinn nýtur j>ó góðs af því að hitinn er mikill, 35 stig. Þeir Margeir og Shvidler eru jafnaldrar, báðir 25 ára gamlir. Shvidler er sovéskur að uppruna og bjó í Úkraínu þar til hann fluttist til Israels fyrir 5 árum síðan. Frami Shvidlers i skák- heiminum hefur verið ótrúlega skjótur, en nafn hans var nær óþekkt fyrir svo sem einu ári. Nú er lokið fyrstu þremur skákunum af fjórum i einvíginu. Tapaði Margeir hinni fyrstu, vann aðra, en þriðju skákinni lauk með jafntefli. Er staðan því jöfn fyrir síðustu skákina, sem tefld verður í dag. Stendur Margeir með pálmann í höndun- um, en hann getur leyft sér að gera jafntefli, þar sem hann vinnur á jöfnu vegna hagstæð- ara vinningshlutfalls úr svæða- mótunum í vetur. Er óskandi að allt fari vel, en langt er um liðið síðan tslendingar áttu síðast fulltrúa á millisvæðamóti, en það var Friðrik Ólafsson sem tefldi í Stokkhólmi 1962. Hér á eftir fara skákirnar sem lokið er. 1. skákin: Hvítt: Shvidler Svart' Margeir Pétursson Tarrasch-vörn 1. c4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. g3 — Rf6, 4. Bg2 — Be7, 5. (H) — 0-0, 6. d4 — d5, 7. cxd5 — exd5, 8. Be3 — Rg4, 9. Bf4 6 Rc6, 10. Rc3 — Be6, 11. dxc5 - Bxc5,12. Rg5 12. — Rxf2? (Þessi fórn stenst ekki. Betra var e.t.v. 12. — Db6.) 13. Hxf2 — Bxf2, 14. Kxf2 — Db6, 15. Kfl — h6, 16. Ra4 - Dd4, 17. Dxd4 — Rxd4,18. Rf3 — Rxf3,19. Bxf3 — Hac8, 20. Rc3 — Hfd8, 21. Rb5 — Hc2, 22. b3 — a6, 23. Rd4 — Hc5, 24. Bd2 — Hdc8, 25. Kf2 — H5c7, 26. a4 - Kf8, 27. a5 — Ke7, 28. Ha4 — g5, 29. Hb4 - Kf6, 30. Hb6 — Ke5, 31. Ke3 — Bd7, 32. g4 — 16, 33. Bel — Hc3, 34. Bxc3 — Hxc3, 35. Kd2 — Hc5, 36. Hxb7 — Kxd4, 37. Hxd7 — Hxa5, 38. e3 - Ke5, 39, Kd3 6 H»2, 40. Bxd5 — Hxh2, 41. Bc4 og svartur gafst upp. 2. skákin: Hvítt: Margeir Pétursson Svart' Shvidler Drottningar-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6,4. Rc3 — Bb4, 5. Bf4 — Bb7,6. Db3 (Þessum leikmáta beitti Korchnoi til sigurs í einvíginu við Htibner 1978, en honum hef- ur litið brugðið fyrir í seinni tíð.) 6. — a5, 7. e3 — Bxf3? (Svartur lætur af hendi góðan biskup möglunarlaust. Auk þess opnast hvítum línur á kóngs- væng. Betra var 7. — Re4, eða 7. - 0-0.) 8. gxf3 — Rh5, 9. Bg3 — Rc6, 10. a3 (Hvítur hefur fengið mun rýmra tafl og ætti að öllu jöfnu að geta lokið liðskipan sinni á undan andstæðingnum. Þvi kom vel til greina að leika 10.0-0-0 og síðan eftir atvikum 11. d5 með gegnumbroti á miðborðinu. Nú tekst Israelsmanninum að rétta nokkuð úr kútnum með því að njörva niður peðin á drottn- ingarvængnum.) 10. — a4I, 11. Dc2 — Bxc3, 12. Dxc3 — Ra5, 13. Bd3 — Rxg3? (Opnar linur að nauðsynja- lausu. Betra var 13. — f5, eða 13. — 0-0 og síðan f5.) 14. hxg3 - Df6, 15. Be4 - c6, 16. r4 (Hér missti Margeir af enn betri leið en hann valdi: 16. Db4! — d5,17. cxd5 — exd5,18. Bd3 — Dxf3, 19. Hh4 og héitur hefur nægar bætur fyrir peðið, þar sem menn svarts standa afar illa og vinna lítt saman.) Margeir Pétursson 16. — d5, 17. cxd5 — exd5, 18. Bd3 — h5, 19. Hcl — b5, 20. Dc5 — De7, 21. Db6 — Dd8 (Shvidler eltir drottningu Margeirs og er greinilega ánægður með jafntefli. Okkar maður var ekki á þeim buxunum og teflir ótrauður til vinnings, þótt staðan gefi ekki tilefni til jæss að öðru leyti.) 22. Dc5 — De7,23. g4 — h4,24. g5 — Dxc5, 25. Hxc5 — Kd7, 26. Hc2 (Nauðsynlegur leikur. Svartur hótaði að skerða athafnafrelsi hvíta hróksins með 26. — Rc4.) 26. — Hab8, 27. (H) — f6? (Eftir skákina fordæmdi Margeir þennan leik. Betra var að leita hófanna á drottningar- vængnum með 27. — b4, 28. axb4 — Rb3 og næst Hxb4.) 28. Kh2 - fxg5, 29. fxg5 - Rc4, 30. Kh3 — Hbf8 (Israelsmaðurinn skilur ekki að sókn er besta vörnin. Á kóngsvængnum biður hans ekk- ert nema þröng vörn.) 31. Kg4 — h3, 32. Hhl — Ke6,33. He2! (Hvítur undirbýr peðafram- sókn á kóngsvængnum. Shvidler var hér kominn i mikið tímahrak og bera næstu leikir hans þess merki.) 33. — Hb8, 34. f4 — b4, 35. f5 — Kd6, 36. Bxc4 (Svartur bregður nú á það ráð að fórna manni til að fá mótspil. Eftir 36. — dxc4, 37. axb4 — Hxb4, 38. e4 myndu hvítu peðin ryðjast áfram, án jæss að svart- ur fengi við nokkuð ráðið.) 36. — bxa3,37. Ba2 — axb2,38. e4 — Hb4, 39. e5 — Kd7, 40. f6 — Ke6 41. — Hd2 (Þetta var biðleikur Margeirs. Hvíta staðan er léttunnin.) 41. — c5, 42. Bbl — cxd4, 43. Hd3 — gxl6 (Eftir 43. — Kxe5 hefði hvítur einnig unnið, eins og Bragi Kristjánsson aðstoðarmaður Margeirs sýndi fram á eftir skákina: 44. Hlxh3 — Hxh3, 45. fxg7 - Hxd3, 46. g8=D - Hdl, 47. De8 - Kd6, 48. Dg6 - Kd7, 49. Bf5.) 44. exf6 — h2, 45. Hel — Kd6, 46. f7 — Hc4,47. g6 — Hcl, 48. Hddl og svartur gafst upp. 3. skákin: Hvítt: Shvidler Svart: Margeir Pétursson Catalan-byrjun 1. c4 — e6, 2. Rf3 — Rf6, 3. g3 - d5, 4. Bg2 — Be7, 5. 0-0 — 04), 6. d4 — dxc4, 7. Dc2 — a6, 8. a4 — Bd7, 9. Dxc4 — Bc6, 10. Bg5 — Kbd7, 11. Rc3 — Hc8, 12. Hfdl — Rd5, 13. Bxe7 — Dxe7, 14. a5 — Hfd8, 15. Hacl — Rxc3, 16. bxc3 — Be4,17. Rd2 — Bxg2,18. Kxg2 — c5,19. Db3 — cxd4,20. cxd4 — Hxcl, 21. Hxcl — Rb8, 22. e3 — Rc6, 23. Rc4 — Hd5, 24. Hbl — Rxa5, 25. Rxa5 — Hxa5, 26. Dxb7 — Dxb7, 27. Hxb7. Jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.