Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 15 Endurhæfingarstöð Geðvernd- arfélags íslands tekin í notkun MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis- ráðherra opnaði formlega endurhæf- ingarstöð Geðverndarfélags íslands í Alfalandi 15 í Reykjavík sl. þriðju- dag. Oddur Bjarnason formaður Geð- verndarfélags íslands, flutti ávarp við opnunina. Hann sagði m.a. að Geðverndarfélag íslands hafi áður reist nokkur hús að Reykjalundi til meðferðar og endurhæfingar á 22 sjúklingum. Einnig hefur það stuðl- að að byggingu Bergiðjunnar sem er verndaður vinnustaður í tengslum við Geðdeild Landspítalans, auk hússins í Álfalandi 15. Hönnun hússins og undirbún- ingur hófst 1981, en verklegar framkvæmdir við stöðina hófust í apríl 1982. Þeim var lokið haustið 1984 og var Endurhæfingarstöðin tekin í notkun 27. október 1984. Hún er nú fullnýtt. Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Geðdeildar Landspítal- ans, var til ráðuneytis um fyrir- komulag stöðvarinnar. Arkitektar voru Þorvaldur S. Þorvaldsson og Manfred Vilhjálmsson og bygg- ingarverkfræðingur Gunnar H. Pálsson. Ásgeir Bjarnason, fram- lndland: 8 skotn- ir í götu- óeirðum Nýju Delhí, IndUndi, 17. aprfl. AP. HERMENN voru sendir á vettvang og útgöngubann sett á á miðvikudag í borginni Ahmedabad í Gujarat-ríki á Vestur-Indlandi. Lögreglan þar skaut á uppþotsmenn og vó átta manns, samkvæmt blaðafregnum. Blaðið India Times sagði, að átta manns hefðu fallið er lög- regla skaut á múg, sem fór um ruplandi og rænandi og bar eld að húsum. Þar að auki særðist hálfur þriðji tugur manna. Þá sagði blaðið, að a.m.k. tveir hefðu verið stungnir til bana í óeirðunum. Til uppþotanna var stofnað til að mótmæla því, að fleira lágstétt- arfólki væri tryggður aðgangur að námi og vinnu. Auka átti hlut lág- stéttanna í þessu efni um 18% í um 49%, en það hefur mætt ákafri andstöðu stúdenta úr mið- og há- stéttum. Miklar skemmdir voru unnar á húsum og bílum í höfuðborginni, Ahmedabad, sem er um 750 km suðvestur af Nýju Delhí. kvæmdastjóri og gjaldkeri Geð- verndarfélagsins, sá um fjármála- stjórn en Baldur Skarphéðinsson hafði yfirumsjón með verklegum framkvæmdum auk Hagerup Isaksen. Kiwanismenn á íslandi hafa varið öllu söfnunarfé sem safnast hefur á svokölluðum K-dögum til að styrkja endurhæfingu geð- sjúkra. Ágóðanum af fyrsta K-deginum var varið til uppbygg- ingar Bergiðjunnar, en ágóðanum af síðari K-dögum hefur að mestu verið varið til að reisa endurhæf- ingarstöðina í Álfalandi. Auk framlags Kiwanismanna hefur Endurhæfingarráð og síðar Framkvæmdasjóður fatlaðra veitt lán og styrki til stöðvarinnar. Þá úthlutaði borgarstjórn Reykjavík- ur kjörlóð undir stöðina. Endurhæfingarstöðin er hönnuð með tilliti til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. í stöðinni er rúm fyrir átta ibúa svo og lítil íbúð sem nota má fyrir húsráð- endur, hjón i endurhæfingu eða aðstandendur sjúklinga utan af landi. Húsið er 366 fermetrar að flat- armáli og er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er anddyri, íbúð, þrjú einstaklingsherbergi, bað- herbergi, þvottahús og geymsla. Á efri hæð er eldhús, borðstofa, setustofa, sjónvarpsstofa, þrjú einstaklingsherbergi, eitt tveggja manna herbergi og vinnuherbergi. Heimilið er ætlað fyrir þá geð- sjúklinga sem náð hafa svo góðri heilsu að þeir þurfa ekki lengur að dvelja á geðdeildum, en eru þó ekki enn í stakk búnir til að lifa á eigin vegum í samfélaginu. Starfsemi stöðvarinnar þjónar meðal annars þeim tilgangi að veita vistmönnum nauðsynlegan læknisfræðilegan, félagslegan og tilfinningalegan stuðning meðan á endurhæfingu stendur og veita þeim tækifæri til markvissrar endurhæfingar með leiðbeiningum og stuðningi sérþjálfaðra aðila. Meginmarkmið endurhæfingar- innar er að auka færni vistmanna til daglegs lifs, starfs og mann- legra samskipta. Lögð verður áhersla á sjálfstæði sjúklinganna og sjálfsábyrgð. Gert er ráð fyrir að þeir stundi reglulega vinnu, vinnuþjálfun eða nám. Þá er gert ráð fyrir að þeir greiði leigu og framfærslukostnað og taklþátt í heimilishaldi. VjWÍ"* oð' Vsa;t +-* VN „ov*- íítV5, #***&** e\& ^ A9.00 1 k oP"aö^WSÍ>V sa' - 09 úö'- fv ** t. 0»nS" ,ðt'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.