Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985
15
Endurhæfingarstöð Geðvernd-
arfélags íslands tekin í notkun
MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra opnaði formlega endurhæf-
ingarstöð Geðverndarfélags íslands
í Alfalandi 15 í Reykjavík sl. þriðju-
dag.
Oddur Bjarnason formaður Geð-
verndarfélags íslands, flutti ávarp
við opnunina. Hann sagði m.a. að
Geðverndarfélag íslands hafi áður
reist nokkur hús að Reykjalundi til
meðferðar og endurhæfingar á 22
sjúklingum. Einnig hefur það stuðl-
að að byggingu Bergiðjunnar sem er
verndaður vinnustaður í tengslum
við Geðdeild Landspítalans, auk
hússins í Álfalandi 15.
Hönnun hússins og undirbún-
ingur hófst 1981, en verklegar
framkvæmdir við stöðina hófust í
apríl 1982. Þeim var lokið haustið
1984 og var Endurhæfingarstöðin
tekin í notkun 27. október 1984.
Hún er nú fullnýtt.
Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Geðdeildar Landspítal-
ans, var til ráðuneytis um fyrir-
komulag stöðvarinnar. Arkitektar
voru Þorvaldur S. Þorvaldsson og
Manfred Vilhjálmsson og bygg-
ingarverkfræðingur Gunnar H.
Pálsson. Ásgeir Bjarnason, fram-
lndland:
8 skotn-
ir í götu-
óeirðum
Nýju Delhí, IndUndi, 17. aprfl. AP.
HERMENN voru sendir á vettvang
og útgöngubann sett á á miðvikudag
í borginni Ahmedabad í Gujarat-ríki
á Vestur-Indlandi. Lögreglan þar
skaut á uppþotsmenn og vó átta
manns, samkvæmt blaðafregnum.
Blaðið India Times sagði, að
átta manns hefðu fallið er lög-
regla skaut á múg, sem fór um
ruplandi og rænandi og bar eld að
húsum. Þar að auki særðist hálfur
þriðji tugur manna.
Þá sagði blaðið, að a.m.k. tveir
hefðu verið stungnir til bana í
óeirðunum.
Til uppþotanna var stofnað til
að mótmæla því, að fleira lágstétt-
arfólki væri tryggður aðgangur að
námi og vinnu. Auka átti hlut lág-
stéttanna í þessu efni um 18% í
um 49%, en það hefur mætt ákafri
andstöðu stúdenta úr mið- og há-
stéttum.
Miklar skemmdir voru unnar á
húsum og bílum í höfuðborginni,
Ahmedabad, sem er um 750 km
suðvestur af Nýju Delhí.
kvæmdastjóri og gjaldkeri Geð-
verndarfélagsins, sá um fjármála-
stjórn en Baldur Skarphéðinsson
hafði yfirumsjón með verklegum
framkvæmdum auk Hagerup
Isaksen.
Kiwanismenn á íslandi hafa
varið öllu söfnunarfé sem safnast
hefur á svokölluðum K-dögum til
að styrkja endurhæfingu geð-
sjúkra. Ágóðanum af fyrsta
K-deginum var varið til uppbygg-
ingar Bergiðjunnar, en ágóðanum
af síðari K-dögum hefur að mestu
verið varið til að reisa endurhæf-
ingarstöðina í Álfalandi.
Auk framlags Kiwanismanna
hefur Endurhæfingarráð og síðar
Framkvæmdasjóður fatlaðra veitt
lán og styrki til stöðvarinnar. Þá
úthlutaði borgarstjórn Reykjavík-
ur kjörlóð undir stöðina.
Endurhæfingarstöðin er hönnuð
með tilliti til þeirrar starfsemi
sem þar fer fram. í stöðinni er
rúm fyrir átta ibúa svo og lítil
íbúð sem nota má fyrir húsráð-
endur, hjón i endurhæfingu eða
aðstandendur sjúklinga utan af
landi.
Húsið er 366 fermetrar að flat-
armáli og er á tveimur hæðum. Á
neðri hæðinni er anddyri, íbúð,
þrjú einstaklingsherbergi, bað-
herbergi, þvottahús og geymsla. Á
efri hæð er eldhús, borðstofa,
setustofa, sjónvarpsstofa, þrjú
einstaklingsherbergi, eitt tveggja
manna herbergi og vinnuherbergi.
Heimilið er ætlað fyrir þá geð-
sjúklinga sem náð hafa svo góðri
heilsu að þeir þurfa ekki lengur að
dvelja á geðdeildum, en eru þó
ekki enn í stakk búnir til að lifa á
eigin vegum í samfélaginu.
Starfsemi stöðvarinnar þjónar
meðal annars þeim tilgangi að
veita vistmönnum nauðsynlegan
læknisfræðilegan, félagslegan og
tilfinningalegan stuðning meðan á
endurhæfingu stendur og veita
þeim tækifæri til markvissrar
endurhæfingar með leiðbeiningum
og stuðningi sérþjálfaðra aðila.
Meginmarkmið endurhæfingar-
innar er að auka færni vistmanna
til daglegs lifs, starfs og mann-
legra samskipta.
Lögð verður áhersla á sjálfstæði
sjúklinganna og sjálfsábyrgð.
Gert er ráð fyrir að þeir stundi
reglulega vinnu, vinnuþjálfun eða
nám. Þá er gert ráð fyrir að þeir
greiði leigu og framfærslukostnað
og taklþátt í heimilishaldi.
VjWÍ"*
oð'
Vsa;t
+-* VN
„ov*- íítV5,
#***&**
e\& ^
A9.00
1 k oP"aö^WSÍ>V
sa' -
09
úö'-
fv
** t.
0»nS"
,ðt'