Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 17
HORGlTNBLAÐn>, PnMMTUDAGUTt 18. iÁPRfL 19B5
Byggingar-
list í 700 ár
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Olive Cook: The Knglish House
through Seven Centuries. With
photographs by Edwin Smith.
Penguin Books 1984.
Höfundurinn segir hér sögu
enskra ibúðarhúsabygginga i sjö
aldir. Þetta er listasaga, sem sýnir
þróun byggingarstils og smekks,
sem hefur mótast af vissri afstöðu
til umhverfis og af lífsháttum á
Englandi og i vestrænum rikjum
almennt. Undirstaðan er að dómi
höfundar „einstaklingshyggja sem
grundvöllur afreka og persónu-
legrar tjáningar ..." Hún telur
að þess sjáist nú merki að þessi
hugmynd sé nú á undanhaldi, sem
kveikja vestrænnar menningar.
Það er erfitt að sjá eigin samtíð
hlutdrægnislaust eins og höfund-
ur skrifar, en hún telur sig sjá, að
erfðavenjur og aldagamlar hefðir
séu sniðgengnar og megi skírast
sjá það í listum. Stefnur í heim-
speki og stjórnmálastefnur virð-
ast að hennar dómi einkennast af
frávikum frá gildi persónubundins
mats að hóphyggju. Þetta kemur
greinilega fram í byggingarstíl,
menn reistu sér hús fyrrum með
gagnsemi fyrir augum auk þess
sem smekkur húsbyggjandans
mótaði útlit og skreytingar. Nú er
það gagnsemin ein sem mótar
byggingarnar.
Höfundurinn lýsir fjölbreyti-
leika bygginganna, sem kemur oft
til af því hvaða efni var notað og
hvernig með það var farið. Mikið
er enn við lýði af fornum bygging-
um á Bretlandseyjum, en hún tel-
ur það mikið helgast af þvi að það
hefur aldrei verið gerð innrás
óvinahers á Bretlandseyjar síðan
á dögum Vilhjálms bastarðs.
Hefðbundinn stíll var ráðandi,
reyndar með smávegis breyting-
um og stílhvörfum, en það urðu
ekki nein slit við byggingarhefðir
fortíðarinnar fyrr en eftir 1945.
Þá varð gjörbylting í bygg-
ingarsmekk. Ný hugmyndafræði
orsakaði nýja framleiðsluhætti og
nytjahyggju, sem mat allt til
verðs. Höf. skrifar „það nýja vex
ekki upp við hlið þess eldra, heldur
virðist þessi nýi byggingaróskapn-
aður vera á góðri leið með að út-
rýma því eldra.
Það var löngu séð að dagar
hinna glæsilegu landsetra fortíð-
arinnar voru allir, en það eru ekki
aðeins landsetrin sem hverfa held-
ur einnig hefðbundinn stílsmáti
húsa minni gerðar. Ástæðan er
fyrst og fremst nútíma iðnvæðing,
bifreiðin, barnaleg afstaða til þess
sem nefnt er þægindi og nytsemi
og vanþróaður smekkur. Hús for-
feðra okkar hentar ekki lengur
nútíma lifnaðarháttum, og vúlgær
nytjahyggja á ekki næmi til þess
að meta hin fornu hús.“
Olive Cook kemur skoðunum
sínum umbúðalaust til skila og
iðkar enga tæpitungu. Skoðanir
hennar samræmast augljósum
staðreyndum. T.d. má nefna, hvort
glæstustu listasverk mannsand-
ans hafi nokkru sinni verið sköpuð
með hópefli eða í starfshóp?
Hóphyggja nútímans er fjand-
samleg allri list í eðli sínu, vegna
þess að viðmiðunin og stefnan er
meðaltalið, grámóskan.
Nútíma byggingarlist er sönn-
ust opinberun hóphyggjunnar og
nytsemishyggjunnar, samfélags-
Fostertrafikk
— fosteretik
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Claude Jacquinot og Jacques
Delaye: Fostertrafik-fosteretik.
Dönsk þýðing: Lene Christensen
og Bodil Quistgaard.
Útg. Klimforlag 1985.
Þetta er einhver sérkenni-
legasta og óhugnariegasta frásaga
sem ég hef lengi lesið: hér segir
frá umfangsmikilli sölu á frystum
fátrum annars vegar og hins vegar
er fjallað um ýmsar aðferðir til að
koma barnlausu fólki til hjálpar,
meðal annars með leigumeðgöngu,
en einnig skammtímalánum á legi
frjórra kvenna sem taka þá að sér
nokkurra daga fóstrun á fóstur-
vísi. Vikið er að hinum lagalegu og
siðfræðilegu hliðum þessara mála
og margt annað er tekið fyrir.
Bókin er nýlega komin út i
Frakklandi og vakti þar mikla at-
hygli og var þýdd snarlega yfir á
dönsku og þá útgáfu hef ég sem
sagt i höndunum. Höfundar hafa
bersýnilega rannsakað þessi mál
ítarlega og styðjast hvarvetna við
öruggar heimildir, oft og einatt
nafngreindar, svo að varla er hægt
að draga frásögnina í efa þótt
óhugnarleg sé á stundum. Að vísu
hafa birzt fréttir af leigumæðrum,
svo og aðferðum til að koma sæði
fyrir í legi kvenna ef viðkomandi
kona getur ekki orðið þunguð af
maka síns völdum. Segja má að
um allt það megi deila út frá hin-
um ólíkustu sjónarhornum. En
það vakti þó ekki tiltakanlega
óhug, alténd ekkert í samanburði
við langar og vandlega unnar frá-
sagnir af sölu á fóstrum. Oft í
vísindalegum tilgangi — eða að
minnsta kosti er skotið sér á bak
við þá ástæðu. Við lesturinn um
hvernig þau mál ganga fyrir er
ekki langt í að manni finnist „vis-
indatilraunir" nazistalækna í sfð-
ari heimsstyrjöldinni hafi verið
nánast grín í samanburði við það
sem hér er sagt.
Þessar tilraunir eru eftir bók-
inni að dæma með hinum mesta
blóma í Frakklandi og ýmsum öð-
rum Evrópulöndum, þar sem
menn stæra sig af hvað mestri sið-
menningu.
leg nauðsyn er leiðarljósið og þar
með er vilji og smekkur hins ein-
staka útilokaður frá áhrifum og
mótun. Hvergi kemur þetta skírar
fram en í þeim byggingaróskapn-
aði sem kallast blokkir eða háhýsi,
þar sem þessu er hrúgað upp á
mjög takmörkuðum svæðum og
þéttleiki byggðarinnar minnir á
búrsamsteypur verksmiðjubú-
anna, umhverfið steindautt, þótt
sé verið að bjástra við að planta
trjám á milli steinsteypu-eyði-
markanna, sem gera i rauninni illt
verra, gerir óskapnaðinn enn
álappalegri, gróöurinn á þessum
svæðum minnir á dýr í dýragörð-
um.
Einbýlishúsabyggingar eru
markaðar smekkleysi og ofhleðslu,
bera merki þeirra manntegunda,
sem álíta að hægt sé að kaupa
menningu fyrir peninga, einhæfni
þessara bygginga er átakanleg,
frávikin verða öll til þess að auka
enn á smekkleysið. Hugmynda-
fræði hóphyggjunnar kemur e.t.v.
hvergi ein's skírt fram og í einbýl-
ishúsabyggingum og raðhúsa-
byggingum.
Olive Cook rekur hér dæmi um
byggingar á Englandi allt frá dög-
um Rómverja og til loka 19. aldar,
aðalefnið er þó bundið við síðustu
sjö aldir. Frumstæðustu bygg-
ingarnar minna nokkuð á bygg-
ingar eins og þær tíðkuðust hér á
landi fyrrum. Það eru til dæmi um
slíkar byggingar á Englandi og
byggingartækni þeirra tíma lifði
lengi. Hér á landi var fjöldi
merkra bygginga rifinn, eftir að
steinsteyputímabilið hófst út um
sveitir. Með þeim breytingum sem
urðu hér í atvinnuháttum og
tækni jókst niðurrifs-æðið. Fjöl-
margar byggingar úr torfi og
grjóti, stórar og smáar, voru rifn-
ar, oft að nauðsynjalausu. Sumar
þessara bygginga voru stórmerki-
legar byggingafræðilega séð og
margar þeirra báru vott um gró-
inn smekk og verklagni, og voru
fagrar á að líta. Með vúlgaríser-
ingu alls smekks hlutu þessar
byggingarleyfar að hverfa og í
staðinn voru reistar byggingar
sem einkenndust af vankunnáttu
og smekkleysi, lágmenningarmat-
ið tók völdin.
Höfundurinn birtir lýsingu og
myndir fjölda bygginga, íbúðar-
húsa og landsetra og lýsir hverju
þeirra. Það sem einkum vekur at-
hygli er fjölbreytileikinn á hverjú
tímabili og jafnframt fjallar hún
um merkustu arkitektana. í bók-
arlok ræðir hún nokkuð um nú-
tíma byggingarlist og þar með
niðurkoðnun byggingarlistarinn-
ar. Þetta er skemmtilega skrifuð
bók, af miklum fróðleik og næm-
um og grónum smekk.