Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 33 Carrington íNoregi Peter Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom á sunnudag í fyrstu opinberu heimsókn sína til Noregs, síðan hann tók við embætti. Carrington dvaldist í Noregi í tvo daga og átti viðræður við ráðamenn, auk þess sem hann þá heimboð konungs og forseta Stórþingsins. Þá flutti framkvæmdastjórinn fyrirlestur við háskólann í Ósló. A myndinni sést er Káre Willoch forsætisráðherra tók á móti honum á Fornebu-flugvelli. Úrgangsmála- ráðherra Lundúnum, 17. april. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur skipað sérstakan úrgangsmálaráðherra og er hann hinn fyrsti sinnar tegundar í landinu. Hlutverk úrgangsmálaráð- herra verður að skipuleggja nýtingu sorps og annars úrgangs. Ráðherrann heitir David Trippier og er 39 ára gamall fyrr- um starfsmaður hjá samgöngu- málaráðuneytinu. Frú Thatcher sagði er hún skipaði Trippier i embættið, að 60 prósent hinna 56 milijóna tonna af úrgangi sem fellur til í Bretlandi ár hvert væru nýtanleg, þar væri að finna efni á borð við gler, pappír, ál, kopar og gúmmi að andvirði 750 milljóna punda. Annan úrgang mætti nýta til rafmagnsframleiðslu og fleira. „Úrgangur er allt of víða og raun- ar nær alls staðar meðhöndlaður eins og hvert annað sorp, en það er hugarfar sem þarf að breytast, því í úrgangi eru mikil verðmæti fólg- in,“ sagði frú Thatcher. Andstæðingar sandinista fái áframhaldandi aðstoð Wauhington, 16. npril. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti skoraði í dag enn á ný á fulltrúa- deild Bandaríkjaþings að samþykkja tillögu hans um 14 millj. dollara framlag til skæruliða, sem berjast gegn vinstri stjórn sandinista í Nic- aragua. „Hvert atkvæði gegn þessari tillögu er bókstaflega ekkert annað en atkvæði gegn friðnum," sagði for- setinn. Forsetinn sagði ennfremur, að þessi fjárhæð væri „svo litil en samt svo þýðingarmikið tákn um einurð okkar“. Lýsti forsetinn bar- áttunni fyrir auknu frelsi i Nicar- agua sem „einu mesta siðferðis- lega baráttumáli sögunnar allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari“. Andstæðingar forsetans hafa nú hafið mikla herferð gegn allri aðstoð við skæruliða í Nicaragua, ekki hvað sizt með greinum i blöð- um og auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi með frásögnum af meint- um ofbeldisverkum skæruliða. Daniel Ortega, forseti Nicar- agua, skoraði í dag á fulltrúadeild Bandaríkjaþings að greiða at- kvæði gegn tillögu Reagans for- seta. „Með því að greiða atkvæði með tillögunni er verið að greiða atkvæði með árásarstefnu og hryðjuverkum gegn þjóð Nicar- agua,“ sagði Ortega. Hestamenn — Fáksfélagar Evrópumót íslenska hestsíns 1985 Hópferö til Svíþjóöar og Danmerkur í ágúst Ferðatilhögun: Flogiö til Gautaborgar 15. ágúst og gist þar í 4 nætur, á meöan mótiö fer fram í Alingsás. Frá 19.—25. ágúst veröur dvaliö á Hótel Marienlyst í Helsingör, sem er eitt af glæsilegri hótelum á Noröurlöndum, staösett viö eina bestu baöströnd Danmerkur. Siöustu dagana, 25.-27. ágúst, veröur dvaliö á Hótel Cosmo- pol í Kaupmannahöfn. Verð kr. 29.800,- fyrir utan flugvallarskatt. Viö- bótarverð fyrir einn kr. 6.000,- Allar nánari upplýsingar hjá Útsýn. Feröaskrifstofan 0TSÝN Austurstræti 17, sími 26611. STJÓRNUN BREYTINGA Management of change Stöðugar breytingar í vinnuumhverfi stiórnenda leiða tn meiri krafna og auka vinnuálag. Til þess að ráða við betta þarf nýjar aðferðir og nyja hæfni sem ekki er tif staðar nema að litlu leyti i dag. Breytingar eru eðliiegur hluti af lífinu, en hinar öru tæknifram- farir á undanförnum árum hafa aukið hraða breyt- inganna og áhrif þeirra fara vaxandi. Vaxandi skilningur er á því innan atvinnulífsins að geta fyrirtækjanna til þess að lifa af, velti mjög á næfninni til þess að stjórna breytingum á árangurs- ríkan hátt. tngin einfold leið er til. Markmið námskeiösins er m.a. að: - greina eðli breytinga og þau vandamál sem þær skapa - yfirfara aðferðir við stjórnun breytinga - greina vandamál sem við er að etja í dag vegna breytinga Efni námskeiðsins er m.a.: - þörfin fyrir breytingar og framtíðarspár - nin raunverulequ vandamál breytinga - þróun bestu aðstæðna - skipulagning og framkvæmd á árangurs- ríkum stjórnunaraðferðum - helstu lykilatriði við stiórnunbreytinga - markvirkar stjórnskipulagsbreytingar Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum stjórn- endum fyrirtækja og stofnana, sem á einhvern hátt þurfa ao stjórna breytinaum; námskeiðið hentar einnig mjög vel rekstrarráogjöfum, sem óska að ná tökum á viofangseefninu. Leiðbeinandi: Mike Fischer, starfar sem stjórnun- arráðgiafi hjá fyrirtækinu Organisation Dynamics. samskiþta- og nvatningaraoteroir. Hann ára starfsreynslu við Teiðbeiningarstörf í breska flughernum og hjá breska varnarmálaráðuneytinu, og starfaði sem aðalleiðbeinandi á þjálfunarnám- skeiðum hersins. Staður og tími: 23.-24. apríl 1985 í Krist- alssal Hótels Loftleiða. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.