Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 33

Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 33 Carrington íNoregi Peter Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom á sunnudag í fyrstu opinberu heimsókn sína til Noregs, síðan hann tók við embætti. Carrington dvaldist í Noregi í tvo daga og átti viðræður við ráðamenn, auk þess sem hann þá heimboð konungs og forseta Stórþingsins. Þá flutti framkvæmdastjórinn fyrirlestur við háskólann í Ósló. A myndinni sést er Káre Willoch forsætisráðherra tók á móti honum á Fornebu-flugvelli. Úrgangsmála- ráðherra Lundúnum, 17. april. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur skipað sérstakan úrgangsmálaráðherra og er hann hinn fyrsti sinnar tegundar í landinu. Hlutverk úrgangsmálaráð- herra verður að skipuleggja nýtingu sorps og annars úrgangs. Ráðherrann heitir David Trippier og er 39 ára gamall fyrr- um starfsmaður hjá samgöngu- málaráðuneytinu. Frú Thatcher sagði er hún skipaði Trippier i embættið, að 60 prósent hinna 56 milijóna tonna af úrgangi sem fellur til í Bretlandi ár hvert væru nýtanleg, þar væri að finna efni á borð við gler, pappír, ál, kopar og gúmmi að andvirði 750 milljóna punda. Annan úrgang mætti nýta til rafmagnsframleiðslu og fleira. „Úrgangur er allt of víða og raun- ar nær alls staðar meðhöndlaður eins og hvert annað sorp, en það er hugarfar sem þarf að breytast, því í úrgangi eru mikil verðmæti fólg- in,“ sagði frú Thatcher. Andstæðingar sandinista fái áframhaldandi aðstoð Wauhington, 16. npril. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti skoraði í dag enn á ný á fulltrúa- deild Bandaríkjaþings að samþykkja tillögu hans um 14 millj. dollara framlag til skæruliða, sem berjast gegn vinstri stjórn sandinista í Nic- aragua. „Hvert atkvæði gegn þessari tillögu er bókstaflega ekkert annað en atkvæði gegn friðnum," sagði for- setinn. Forsetinn sagði ennfremur, að þessi fjárhæð væri „svo litil en samt svo þýðingarmikið tákn um einurð okkar“. Lýsti forsetinn bar- áttunni fyrir auknu frelsi i Nicar- agua sem „einu mesta siðferðis- lega baráttumáli sögunnar allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari“. Andstæðingar forsetans hafa nú hafið mikla herferð gegn allri aðstoð við skæruliða í Nicaragua, ekki hvað sizt með greinum i blöð- um og auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi með frásögnum af meint- um ofbeldisverkum skæruliða. Daniel Ortega, forseti Nicar- agua, skoraði í dag á fulltrúadeild Bandaríkjaþings að greiða at- kvæði gegn tillögu Reagans for- seta. „Með því að greiða atkvæði með tillögunni er verið að greiða atkvæði með árásarstefnu og hryðjuverkum gegn þjóð Nicar- agua,“ sagði Ortega. Hestamenn — Fáksfélagar Evrópumót íslenska hestsíns 1985 Hópferö til Svíþjóöar og Danmerkur í ágúst Ferðatilhögun: Flogiö til Gautaborgar 15. ágúst og gist þar í 4 nætur, á meöan mótiö fer fram í Alingsás. Frá 19.—25. ágúst veröur dvaliö á Hótel Marienlyst í Helsingör, sem er eitt af glæsilegri hótelum á Noröurlöndum, staösett viö eina bestu baöströnd Danmerkur. Siöustu dagana, 25.-27. ágúst, veröur dvaliö á Hótel Cosmo- pol í Kaupmannahöfn. Verð kr. 29.800,- fyrir utan flugvallarskatt. Viö- bótarverð fyrir einn kr. 6.000,- Allar nánari upplýsingar hjá Útsýn. Feröaskrifstofan 0TSÝN Austurstræti 17, sími 26611. STJÓRNUN BREYTINGA Management of change Stöðugar breytingar í vinnuumhverfi stiórnenda leiða tn meiri krafna og auka vinnuálag. Til þess að ráða við betta þarf nýjar aðferðir og nyja hæfni sem ekki er tif staðar nema að litlu leyti i dag. Breytingar eru eðliiegur hluti af lífinu, en hinar öru tæknifram- farir á undanförnum árum hafa aukið hraða breyt- inganna og áhrif þeirra fara vaxandi. Vaxandi skilningur er á því innan atvinnulífsins að geta fyrirtækjanna til þess að lifa af, velti mjög á næfninni til þess að stjórna breytingum á árangurs- ríkan hátt. tngin einfold leið er til. Markmið námskeiösins er m.a. að: - greina eðli breytinga og þau vandamál sem þær skapa - yfirfara aðferðir við stjórnun breytinga - greina vandamál sem við er að etja í dag vegna breytinga Efni námskeiðsins er m.a.: - þörfin fyrir breytingar og framtíðarspár - nin raunverulequ vandamál breytinga - þróun bestu aðstæðna - skipulagning og framkvæmd á árangurs- ríkum stjórnunaraðferðum - helstu lykilatriði við stiórnunbreytinga - markvirkar stjórnskipulagsbreytingar Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum stjórn- endum fyrirtækja og stofnana, sem á einhvern hátt þurfa ao stjórna breytinaum; námskeiðið hentar einnig mjög vel rekstrarráogjöfum, sem óska að ná tökum á viofangseefninu. Leiðbeinandi: Mike Fischer, starfar sem stjórnun- arráðgiafi hjá fyrirtækinu Organisation Dynamics. samskiþta- og nvatningaraoteroir. Hann ára starfsreynslu við Teiðbeiningarstörf í breska flughernum og hjá breska varnarmálaráðuneytinu, og starfaði sem aðalleiðbeinandi á þjálfunarnám- skeiðum hersins. Staður og tími: 23.-24. apríl 1985 í Krist- alssal Hótels Loftleiða. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.