Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 31
MORGUNBLADIÐ, KIMMTITDAGUR18. APRÍL 1885
31
Mistókst að bjarga
fjarskiptahnettmum
Kanaveralhöfða, 17. aprfl. AP.
Geimfararnir um borð í geimferj-
unni Discovery reyndu tvisvar í dag
að smella rofa á fjarskiptahnetti,
sem bilaður er i braut um jörðu.
Tilraunin til að bjarga hnettinum
mistókst og var frekari aðgerðum af-
lýst
Geimfararnir höfðu búið grip-
arm geimferjunnar verkfærum til
að ýta við rofa á hnettinum og
koma þannig rafstraumi á
hreyfla, sem koma áttu honum á
rétta braut um jðrðu. Er 80 millj-
óna dollara hnötturinn því óstarf-
hæfur, þar sem hann er nú niður-
kominn.
Reyndu geimfararnir allt sem í
þeirra valdi stóð til að bjarga
hnettinum, en án árangurs. Verk-
færum, sem líktust flugnaspöðum,
var komið fyrir á griparmi geim-
ferjunnar til að ýta við rofanum.
Tvisvar a.m.k. var komið við rof-
ann og reynt að opna fyrir raf-
strauminn, en allt kom fyrir ekki.
Þykir það benda til þess að rofinn
hafi staðið á sér og sé fastur í
þeirri stöðu, sem hann var í. Talið
er, að komið hafi verið við rofann
fyrir slysni þegar ferjumenn voru
að búa sig undir að koma hnettin-
um á braut.
Geimfararnir sigldu ferju sinni
upp að hnettinum og var bilið á
milli þeirra aðeins 9 metrar.
Höfðu þeir aðeins sex mínútur til
að reyna að smella rofanum. 1 ein-
ni tilrauninni brotnaði hluti verk-
færanna. Verkið var sýnt í beinni
sjónvarpssendingu.
Áður en reynt var að hleypa
rafstraumi á fjarskiptahnöttinn
flugu geimfararnir umhverfis
hnöttinn og skoðuð í krók og kring
til að ganga úr skugga um að með
öllu væri óhætt að leggja til at-
lögu. Sáu þeir þar m.a. að rofinn
var opinn til hálfs. Stóð hann
opinn að 90 gráðum og þurfti að-
eins að færast í 110 gráður til að
opna fyrir rafstraum. En hann lét
ekki undan þótt a.m.k. tvisvar
væri komið harkalega við hann.
Er því hnötturinn aðeins 80 millj-
óna dollara ruslahaugur úti i
geimnum sem stendur.
Peres og Mubarak
eiga fund í maí
JerámJem, 17. ayrfl. AP.
FYRIRHUGAÐ er að í næsta mánuði eigi þeir Shimon Peres, forsætisráð-
berra ísraels. og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, með sér fund, en
leiðtogar ríkjanna hafa ekki hist í fjögur ár. Það voru embættismenn f
Jerúsalem sem skýrðu frá þessu í dag.
myndu utanríkisráðherrar fsraels
og Egyptalands hittast fyrir leið-
togafundinn.
Weizman er staddur í Egypta-
landi í boði Kamal Hassan, for-
sætisráðherra landsins, og hefur
ferð hans vakið mikla ólgu í ís-
rael. Hefur Yitzhak Shamir, utan-
ríkisráðherra ísraels, látið í ljós
mikla óánægju með það að
Weizman skuli ræða við egypska
ráðamenn án samráðs við sig. Per-
es, forsætisráðherra, hefur hins
vegar haldið hlífiskildi yfir hon-
Ezer Weizman, ráðherra í ríkis-
stjórn ísraels, sem er staddur i
Kaíró, sagði blaðamönnum i dag
að fundurinn yrði haldinn ein-
hvers staðar i útiaðri egypsku höf-
uðborgarinnar. ísraelsku embætt-
ismennirnir segja hins vegar að
engin ákvörðun um fundarstað
hafi verið tekin.
Haft er eftir ísraelsku embætt-
ismönnunum, sem ekki eru
nafngreindir, að þegar hafi verið
settur á laggirnar vinnuhópur sér-
fræðinga úr nokkrum ráðuneytum
til að undirbúa fundinn. Embætt-
ismennirnir sögðu, að hugsanlega
GUFUSTÝRIBÚNAÐUR i
fyrir: fiskimjölsverksmiðjur,
frystihús, skelvinnslur og
rækjuverksmiðjur.
réttu hitastigi ítönkum og kerjum, óháð rafmagni.
Ventlastærðir 15-50 mm. Stillisvið 10-140 °C.
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRAIMTANIR-WÓNUSTA
FALCON CREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreifing: MYNDBOND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.