Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 1

Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 1
80 SIÐUR/B STOFNAÐ 1913 87. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 Gorbachev gagnrýnir sovézkt efnahagslíf: Slæm skipulagning og sinnuleysi ráða mestu Mowkvu. 17. aoríl AP. Moekvu, 17. aprfl AP. SOVÉZKA fréttastofan TASS gagn- rýndi í dag ýmsar helztu atvinnu- greinar Sovétríkjanna fyrir mjög lé- lega frammistöðu og afköst Skír- skotaði TASS til ræðu, sem Mikhail Gorbacbev, leiðtogi sovézka komm- únistaflokksins, flutti fyrir nokkrum dögum, en þar komst hann m.a. þannig að orði: „Slæm skipulagning, sinnuleysi og ábyrgðarleysi eiga mestan þátt í lélegum afköstum á mörgum sviðum." Framleiðsla á kol- um, olíu og raforku hefði verið mun minni en vonir stóðu til og sömu sögu væri að segja í greinum eins og efna- og stáliðnaði. Ræðu þessa flutti Gorbachev á fundi með helztu ráðamönnum í efnahags- og atvinnu- lífi Sovétríkjanna. Fyrir tveimur dögum birti Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, forystu- grein á forsíðu, þar sem óstjórn i starfsemi járnbrautalesta í Sov- étríkjunum var harðlega gagn- rýnd. Sagði þar m. a., að tugir milljóna tonna af járnbrauta- farmi hefði aldrei komizt á áfangastað sökum óstjórnar. Gorbachev hefur hvað eftir ann- að ítrekað þörfina á meiri aga í sovézku atvinnulifi að undan- förnu. 1 ræðu sinni hér að framan kvaðst hann jafnframt hafa áhuga á því að auka athafnafrelsi fram- kvæmdastjóra í verksmiðjum landsins í von um aukin afköst. Samtímis gaf hann i skyn, að nauðsyn væri á að draga úr þeirri þunglamalegu miðstjórn, sem rik- ir i sovézka hagkerfinu, og sagði: „Við verðum að hætta þeirri röngu aðferð að láta miðstjórn hagkerf- isins taka allar ákvarðanir." Sovétmeim: Stöðva skíp á Eystrasalti Stokkhólmi, 17. aprfl. Frá frétUríUra Morjfun bUAHÍnM. SOVÉZKIR varðskipsmenn stöðvuðu í gær sex fiskiskip frá Danmörku, tvö frá Vestur-Þýzkalandi, og þrjú frá Svíþjóð. Gerðist þetta á Hvíta svæðinu svokallaða í Eystrasalti fyrir austan Gotland. Létu Rússarnir sér ekki nægja að stöðva skipin, heldur fóru um borð í þau öll. Sven Uhler, yfirmaður sænsku strandgæzlunnar, telur að með þessu hafi Sovétmenn rofið það samkomulag, sem þeir höfðu áður gert við Svía um að trufla ekki fiskveiðar á þessu svæði, en öll ríki við Eystrasalt hafa stundað þar fiskveiðar. Rússar halda því hins vegar fram, að öll fiskiskipin hafi verið komin inn í sovézka efnahagslögsögu. Samkvæmt mælingum sænsku strandgæzlunnar voru fiskibát- arnir í 10 mílna fjarlægð frá mörkum efnahagslögsögunnar. Halda samtök sjómanna í Svlþjóð því þess vegna afdráttarlaust fram, að hér sé um gróft brot að ræða af hálfu Sovétmanna og hafa krafizt þess í orðsendingu til sænska utanríkisráðuneytisins, að það fari skilyrðislaust fram á skýringu á þessum atburði af hálfu sovézkra yfirvalda. Svíar og Rússar hafa í 16 ár deilt um takmörk efnahagslög- sögu sinnar í Eystrasalti. Báðir halda því fram, að miðlína skuli þar ráða. Svíar vilja hins vegar að hún sé miðuð við Gotland en Sov- étmenn aftur á móti við megin- land Svíþjóðar. Andstæðir bópar múhameóstrúarmann* áttn í hörðum bardögum í vestur- hluta Beirút í gær og er talið, að 29 manns hafí misst lífið í þessum átökum, þar sem sprengjuvörpum var óspart beitt. Mynd þessi sýnir vegsummerki þessara bardaga á byggingu einni í BeirúL Afstöðu íslands líkt við stefnu Nýja-Sjálands — Engin breyting varðandi kjarnorkuvopn segir Geir Hallgrímsson UMMÆLI Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í fyrradag um að stefna íslenskra stjórnvalda varðandi bann við kjarnorkuvopnum á íslandi ætti einnig við um skip í íslenskri lögsögu hefur vakið athygli víða um heim. í gærkvöldi sendi AP-fréttastofan út skeyti þar sem fram kom, að yfírlýsing utanríkisráðherra væri sambærileg við ákvarðanir Nýja- Sjálands í þessum efnum og lýst var viðbrögðum talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. „Þessi yfírlýsing sem ég gaf er staðfesting á stefnu íslenskra stjórnvalda áratugum saman," sagði Geir Hallgrímsson í gærkvöldi „og er ekkert í tengslum við yfírlýsingu Nýja-Sjálands.“ Samkvæmt frétt AP voru það um herskipum. Bernard Kalb, viðbrögð talsmanna Bandaríkja- talsmaður bandaríska utanrik- stjórnar við fréttunum frá Is- isráðuneytisins sagði, að stefna landi að ítreka, að þau játuðu bandarískra stjórnvalda varð- hvorki né neituðu tilvist kjarn- andi kjarnorkuvopn erlendis orkuvopna um borð í bandarísk- Væri i fullu samræmi við gagn- kvæma, gildandi samninga og i samræmi við varnaráætlanir NATO og samninga við þau ríki, sem málið snertir beint. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það lægi ljóst fyrir, að leiðtogafundur At- lantshafsbandalagsins hafi lýst því yfir þegar árið 1957, að kjarnorkuvopn yrðu ekki flutt til eða geymd í neinu aðildarríki bandalagsins nema með sam- þykki yfirvalda þess. „Við höfum markað skýra stefnu i þessum málum af okkar hálfu,“ sagði utanríkisráðherra. „Við höfum sömu starfsaðferðir og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins sem lýst hafa yfir að þau vilji ekki kjarnorkuvopn á sínu yfir- ráðasvæði eins og Norðmenn og Danir.“ Nýja-Sjáland setti hafnbann á öll skip með kjarnorkuvopn fyrr á þessu ári, sem olli upplausn ANZUS-bandalagsins, en í því hafa Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland verið. Prentamiðja Morgunblaðsins Hittast Reagan og Gorbachev í október? Boston. 17. apríL AP. BANDARÍSKA blaóið Boston Globe sagðist í dag hafa það eftir háttsettum sendistarfsmanni frá Austur-Evrópu, að Mikhail Gorb- achev, leiðtogi Sovétríkjanna, væri því hlynntur að eiga fund með Reagan forseta í október nk. Skilyrði væri þó, að Bandaríkjastjórn tæki fram- komnum tillögum Sovétmanna um eftirlit með vígbúnaði bet- ur en hún hefur gert til þessa. Boston Globe heldur því fram, að Gorbachev hafi hug á að koma til Bandaríkjanna í október sökum hátiðahalda þeirra, sem fyrirhuguð eru vegna 40 ára afmælis Samein- uðu þjóðanna. Líbanon: Hætta á stjórnar- kreppu BriróL 17. aaríl AP. „ÞAÐ, SEM gerzt hefur, er likast hræðilegri martröð,“ sagði Rashid Karami, eftir að hann hafði sagt af sér sem forsætisráðherra í Líbanon. Með þessum orðum átti hann við blóðsúthellingar þær, sem haldið hafa áfram án afláts í landinu að undanfornu. Á síðustu þremur vikum hafa 118 manns beðið bana og síðasta sólarhring voru enn að minnsta kosti 29 manns drepnir i áköfum bardögum andstæðra hópa múhameðstrúarmanna i Beirút. Þrátt fyrir það að Amin Gema- yel forseti hefði beðið Karami um að gegna forsætisráðherraem- bættinu áfram til bráðabirgða, er talin mikil hætta á alvarlegi stjómarkreppu í Líbanon nú. Kar- ami hafði varla tilkynnt forsetan- um afsögn sína símleiðis, er ísra- elar gerðu sína sjöttu loftárás á þessu ári á staði i Líbanon. Til- kynnti ísrelska herstjórnin, að herþotur hennar hefðu gert mikla árás á stöðvar skæruliða í bænum Barr Elias í Bekaadal. Gemayel forseti átti i dag klukkustundar simtal við Hafez Assad Sýrlandsforseta um það ástand, sem komið væri upp i Líb- anon eftir afsögn Karamis. Ekki var sagt nánar frá efni viðræðna þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.