Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1986 ARSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar: Aukin rafhitun húsa á kostnað olíukyndingar MorgunblaðiA/Ól.K.M. Frá ársfundi Landsvirkjunar á Hótel Sögu. Halldór Jónatansson er í ræðustól. Fremst á myndinni eru Valur Arnþórsson og Jón G. Sólnes. Vid boróið sitja Jóhannes Nordal, Jóhann Már Maríusson, Páll Flygenring, Jón Tómasson og Órn Marinósson. Hagnaður í fyrsta skipti síðan 1977 Raforkuverð til ÍSAL hækkaði um 88 % „MARKAÐSMÁL eru ávallt meira og minna til athugunar hjá Lands- virkjun og ekki síst nú, þegar Ijóst er að orkuspáin mun ekki standast og orkueftirspurnin í ár því áætlast verða um 300 GW-stundum minni en ella,“ sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, m.a. í skýrslu sinni um fjárhagsafkomu fyrirtækisins, rekstur og fram- kvæmdir. Halldór sagði ennfremur, að hinar breyttu aðstæður hefðu leitt til þess, að stjórnin hefði sam- þykkt að Landsvirkjun beitti sér fyrir sérstöku markaðsátaki til að vega að nokkru upp á móti hinm fyrirsjáanlega minni aukningu í orkusölu á næstu árum en orkuspáin hefði gert ráð fyrir. Liður í þessu átaki yrði könnun leiða til að auka rafmagnssölu til iðnaðar almennt, en fyrst í stað yrði markaðsátakið hins vegar fólgið í því að auka sem mest raf- hitun húsa á kostnað olíukynd- ingar. í þeim tilgangi hefði nú ver- ið komið á fót samstarfshópi full- trúa Landsvirkjunar, Rafmagns- veitna ríkisins og iðnaðarráðu- neytisins. Halldór sagði að það sameigin- Landsvirkjun 20 áræ Kynningar- kvikmynd um virkjun og nýt- ingu vatnsafls HINN 1. júlí nk. verða 20 ár liðin frá stofnun Landsvirkjunar. Landsvirkj- un mun í tiiefni af því efna til víð- tækrar kynningar á starfsemi sinni, að því er fram kom í skýrslu Hall- dórs Jónatanssonar á ársfundi Landsvirkjunar. Halldór sagði að liður í þeirri kynningu yrði gerð kvikmyndar um vatnsaflið hér á landi, virkjun þess og nýtingu. Verður kvik- myndin væntanlega sýnd í sjón- varpinu í sumar. í tilefni afmælis- ins mun Landsvirkjun ennfremur gefa út sérstakan bækling með al- mennum upplýsingum um starf- semi sína og hafa aflstöðvar sínar opnar almenningi til sýnis á sumri komanda. lega átak sem kæmi til greina að gera til aukinnar rafhitunar gæti einkum falist í eftirfarandi ráð- stöfunum: 1. Eins og orkusparnaðarátak iðn- aðarráðuneytisins gerir ráð fyrir verði olíustyrkur felldur niður á þessu ári að því er tekur til húsnæðis, sem á kost á raf- hitun, en hann áætlast alls um 50 milljónir króna samkvæmt fjárlögum í ár að ðllu óbreyttu. 2. Til að standa straum af kostn- aði við að breyta úr olíukynd- ingu í rafhitun verði haldið áfram að veita verðtryggð lán að fjárhæð kr. 50.000,- til 5 ára með 3,5% vöxtum p.a. vegna hvers og eins húsnæðis, sem í hlut á. Hánsfjáráætlun ríkisins fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir 50 milljónum króna til lánveit- inga af þessu tagi og ættu því um 1000 hús og íbúðir að geta notið góðs af í ár. 3. Niðurgreiðslum á rafhitun verði enn um sinn haldið áfram í óbreyttri mynd (kr. 0,63 á kWst) og varið til þeirra auknu fjármagni svo þær geti tekið jafnt til fyrirhugaðrar aukn- ingar í rafhitun á þessu ári sem þeirrar rafhitunar sem fyrir hendi er í landinu í dag. Fé sem sparast við niðurfellingu olíu- styrks verði varið til hinna auk- nu niðurgreiðslna á rafhitun. 4. Landsvirkjun leggi sitt af mörkum með því að veita al- menningsrafveitum afslátt af orkusölu vegna aukningar í rafhitun á þessu ári og því næsta, frá 1. júlí nk. að telja, og nemi afslátturinn allt að kr. 0,34 á kWst. Halldór sagði ennfremur að það væri svo íhugunarefni hvort ekki væri tímabært að stefna mark- visst að afnámi niðurgreiðslna á rafhitun áður en langt um líður, til dæmis með lækkandi raun- verði. Hann sagði að á sviði stór- iðju stæðu nú fyrir dyrum viðræð- ur við Alusuisse um aukna orku- sölu til álbræðslunnar í Straums- vik, auk þess sem athugun hefði undanfarið farið fram á möguleik- um á að reisa kísilmálmverksmið- ju á Reyðarfirði. Vegna rikjandi óvissu um báða þessa stóriðju- möguleika yrði ekkert fullyrt eins og sakir standa um hvaða áhrif þeir kynnu að hafa á orkueftir- spurnina i náinni framtið. VERULEGA dró úr rekstrarhalla Landsvirkjunar á árinu 1983 og á síðastliónu ári var Landsvirkjun rek- in með hagnaði í fyrsta skipti síðan árið 1977. Þetta var meðal þeirra atriða sem Jóhannes Nordal, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, tók til umfjöllunar í ræðu sinni á árs- fundi Landsvirkjunar, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Jóhannes Nordal sagði að margt hefði stuðlað að þessum bata. { fyrsta lagi hefði með endurskoðun raforkusamningsins milli Lands- virkjunar og ÍSAL verið tryggð mjög mikil hækkun á raforku- verði, sem komið hefði í tveimur áföngum, fyrst með bráðabirgða- samningi haustið 1983 og síðan með gildistöku endurskoðaðs raf- orkusamnings 1. desember sl. Raf- orkuverðið til ÍSAL hækkaði um 88% á árinu 1984, en verð til al- menningsveitna aðeins um 5%. I öðru lagi hefðu breytingar á er- lendum lánum Landsvirkjunar úr bandariskum dollurum í aðrar myntir bæði haft í för með sér beinar vaxtaiækkanir og minna gengistap af lánum en ella hefði orðið. Þá hefði verið í það ráðist, eftir að verðstöðvun hafði verið afnumin, að hækka verðlag til almenningsveitna mjög verulega á árunum 1982 og 1983, og hefði það átt mikinn þátt í bættri afkomu. Vegna hækkunar á orkuverði til ÍSAL hefði hins vegar verið unnt að halda raforkuverði tiltölulega stöðugu síðan í ágúst 1983 og hefði hækkun á því tímabili verið langt innan við almennar verðhækkan- ir. Jóhannes Nordal, sagði m.a. í ræðu sinni: „Margt bendir þannig til þess, að orðið hafi þáttaskil I rekstri Landsvirkjunar á undanförnu ári. Eftir margra ára hallarekstur, er nú útlit fyrir, að afkoma fyrirtæk- isins og eiginfjárstaða geti farið batnandi á komandi árum, en þó verði jafnframt unnt að halda hækkunum á rafmagnsverði til al- menningsveita innan við verð- bólgu, þannig að raunverð raf- magns haldi áfram að fara smám saman lækkandi frá ári til árs. Að þessu markmiði verður að keppa með aukinni hagkvæmni i rekstri fyrirtækisins, fjármálastjórn og framkvæmdum. Sé til lengri tími litið, ræðst af- koma Landsvirkjunar ekki síst af því, hverjar ákvarðanir eru teknar um nýjar framkvæmdir og fjár- mögnun þeirra. Framleiðsla og dreifing raforku er fjármagnsfrek starfsemi, svo að miklu skiptir að rétt sé valið milli virkjunarkosta, en þar kemur ekki aðeins til greina áætlaður framleiðslukostn- aður miðað við fullnýtingu, heldur ekki síður hitt, að stærð og tíma- setning nýrra virkjana sé í sem bestu samræmi við þróun markað- arins. Sé vöxtur markaðarins ofmetinn, er hætt við því, að virkj- anir verði tímasettar of snemma og umframorka verði fyrir hendi um lengri eða skemmri tíma. Sé eftirspurnin hins vegar vanmetin, getur það leitt til orkuskorts sem kostað getur stórfé í olíukeyrslu og framleiðslutruflunum." Jóhannes Nordal kom víða við í ræðu sinni og vék m.a. að Blöndu- virkjun. Sagði hann að megin- vandamálið nú væri að meta, hversu snemma skuli stefna að því að ljúka virkjun Blöndu. Vegna óvissu um endanlega tímasetningu virkjunarinnar, hefði Landsvirkj- un áskilið sér rétt til þess að fresta gangsetningu hennar um allt að þrjú ár, eða til ársins 1991. Virtist slík frestun réttlætanleg miðað við hina endurskoðuðu raf- orkuspá og ef ekki kæmi til nein aukin sala til orkufreks iðnaðar. Tilboð Hagvirkis hf.: Hægt að hefja framkvæmdir í júní ef samningar nást fljótlega — segir Jóhann G. Bergþórsson forstjóri HAGVIRKI hf. hefur gert ríkisstjórninni tilboð um að fullgera fyrir árslok 1987 þá kafla vegarins frá Reykjavík til Akureyrar sem eftir er að Ijúka, með tvöfaldri klæóningu og brúm. Á fundi sem forsvarsmenn Hag- virkis héldu með fréttamönnum á föstudaginn kom m.a. fram að kostnaður við gerð þessara vega- kafla, sem eru samtals um 180 km, yrði um 920 milljónir króna, eða um 74% af vegaáætlun, en þar er gert ráð fyrir að kostnaður verði 1.250 milljónir króna. Þessar framkvæmdir eru nú fyrirhugaðar á 2. og 3. tímabili gildandi lang- tímaáætlunar í vegagerð, eða árin 1987-1990 og 1991-1994. Ha- gvirki hyggst aftur á móti ljúka verkinu fyrir árslok 1987. Til þess að fjármagna þessar framkvæmdir hyggst Hagvirki hf. afla fjár með innlendu skulda- bréfaútboði, með aðstoð innlendra verðbréfamarkaða, og verði þau tryKKÖ með skuldaviðurkenningu ríkissjóð eftir því sem verkinu miðar áfram. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að ríkissjóður greiði skulda- bréfin á tímabilinu 1987—1994. Hagvirki hf. fékk Kaupþing hf. til að athuga möguleika á þessari fjáröflun og telur Kaupþing engin vandkvæði á að afla fjár með þess- um hætti og segist vera reiðubúið að annast þessa fjáröflun. Hagvirki hf. hefur byggst upp á sl. fjórum árum og unnið við verk- efni á sviði virkjanaframkvæmda, vega- og hafnargerðar. Það hefur yfir stórvirkum tækjum að ráða sem metnar eru á yfir 500 milljón- ir króna. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins telja að það hafi sparað þjóð- arbúinu um 500 milljónir króna miðað við kostnaðaráætlanir þeirra verkefna sem það hefur tekið að sér. Á þessu ári hafa framkvæmdir við byggingu virkjana verið skorn- ar niður um nálægt 520 milljónir króna og fjárveiting til Vegagerð- arinnar lækkuð um 435 milljónir króna og telur fyrirtækið þetta koma mjög illa niður á atvinnulíf- inu. Af þessum ástæðum telur Hagvirki hf. sig eiga aðeins tvo valkosti, ef ekki nást samningar um þetta verkefni. Annars vegar að fara inn á markað smærri verk- efna, sem m.a. myndi valda því að smærri verktakar lentu í erfið- leikum, eða að selja hagkvæm tæki úr landi. Fyrirtækið hefur Morgunblaftið/Emilia Bjðrg Forstjóri og stjórn Hagvirkis hf. við hluta af tækjakosti fyrirtækisins, sem nú er staðsettur við Reykjanesbraut, þar sem fyrirtækið er að leggja veginn úr Garðabæ í Breiðholt. Fralvinstri: Aðalsteinn Hallgrímsson, Svavar Skúlason formaður stjórnarinnar, Jóhann G. Bergþórsson forstjóri og Gísli Friðjóns- son. þegar gert tilboð i verkefni í Eþíópíu. Ein af ástæðunum fyrir því að Hagvirki gerir þetta tilboð er sú að með samningi um verkefnið yrði tryggð atvinna þeirra 220 manna sem nú starfa hjá fyrir- tækinu, auk a.m.k. annars eins fjölda lengstan hluta ársins. Fyrirtækið leggur áherslu á að samningum sé flýtt, svo hægt verði að nýta sumarið 1985 sem best. Jóhann G. Bergþórsson for- stjóri Hagvirkis hf. telur að hægt verði að hefja framkvæmdir strax í júní ef samningar nást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.