Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 21 Iðnþróunarsjóði breytt í áhættu- fjármagnsstofnun Iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, hefur í hyggju að flytja tillögu um gjörbreytingu á hlutverki Iðnþróunarsjóðs. Skýrði ráðherra frá þessu á fundi hjá Félagi ísl. rekstrarráðgjafa. Sverrir minnti á að Iðnþróun- arsjóður hefði á sínum tíma verið stofnaður til að létta íslenskum atvinnurekstri aðildina að Frí- verslunarbandalagi Evrópu — Róbert Agnarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. Mývatni, 18. aprfl. RÓBERT Agnarsson var í dag ráðinn framkvæmdastjóri Kísil- iðjunnar hf. við Mývatn. Róbert hefur undanfarin ár verið skrif- stofustjóri við fyrirtækið. Hann er mjög vel látinn og ágætur starfs- maður. Honum er hér með óskað velfarnaðar í hinu nýja starfi. Kristján EFTA — og í sjóðinn hefðu þá komið alls 14 milljóna dollara framlag 13 Vfe milljón dollara frá Norðurlöndunum á móti V4 millj- ónar dollara framlagi frá fslensk- um stjórnvöldum. Sverrir sagði að nú væri hins vegar komið að því að endurgreiða þetta fé, en á því tímabili sem sjóðurinn hefði starfað hefðu hins vegar myndast 20 milljónir doll- ara, eigið fé, sem yrðu eftir hjá sjóðnum. Ráðherra minnti á að alla tíð hefðu gilt hjá sjóðnum strangar útlánsreglur hvað varð- aði tryggingar, sem hefðu undan- tekningarlítið þurft að vera í formi fasteignaveðs. Ráðherra kvaðst nú hafa í hyggju að leita eftir heimild til að breyta hlutverki sjóðsins og gera hann að áhættufjármagnsstofnun, sem gæti keypt allt að helming hlutafjár í nýjum vænlegum at- vinnufyrirtækjum með það fyrir augum að selja þessi hlutabréf aftur þegar fyrirtækin væru kom- in vel á legg. Styrktarfélag Stadarfells stofnad SUNNUDAGINN 21. aprfl verður haldinn stofnfundur Styrktarfé- lags Staðarfells og hefst fundurinn klukkan 15 á Hótel Loftleiðum. Allir sem áhuga hafa á meðferð- armálum alkahólista eru velkomn- ir og geta þeir gerst stofnfélagar. SÁÁ hefur rekið meðferðar- heimili á Staðarfelli í Dölum frá 29. nóvember 1980 og frá þeim tíma hafa rúmlega eitt þúsund einstaklingar verið þar í svo- nefndri eftirmeðferð vegna alka- hólisma. Styrktarfélag Staðarfells mun starfa í fullu samráði við SÁÁ og ætlar að efla starf og upp- byggingu endurhæfingarheimil- isins að Staðarfelli með fjáröfl- un og vinnu. Einnig á að reyna að efla sam- stöðu með þeim, sem hafa áhuga á meðferðarmálum. Góður árangur hefur orðið af starfinu á Staðarfelli og margir einstakl- ingar hafa þar stigið sín fyrstu spor til betra lífs. Þá hafa Dala- menn sýnt þessu starfi mikinn skilning. Að sögn bandarískra fræði- manna, sem voru hér á landi i fyrra, er endurhæfingarheimilið á Staðarfelli eitt það allra besta, sem völ er á fyrir alkahólista og telja þeir Islendinga vera komna í fremstu röð í þessum efnum. (Fréttatilkynning) Ríkisábyrgðasjóður fjármagni svokallað útflutningslánakerfi — öðruvísi verðum við ekki samkeppnisfærir, segir Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Plasteinangrunar á Akureyri PLATSEINANGRUN á Akureyri hefur óskað eftir því við ríkisábyrgðasjóð, að hann fjármagni ákveðna lánaþjónustu við erlenda viðskiptavini fyrirtækins. Telja stjórnendur þess það nauðsynlegt eigi fyrirtækið að geta reist rönd við samkeppni erlendra fyrirtækja, sem veitt geta viðskiptavinum sínum mjög góð lánakjör með aðstoð opinberra sjóða. Ekki er Ijóst hvort af þessu verður. Plasteinangrun hefur undanfar- Gunnar Þórðarson, fram- in ár framleitt og flutt út verulegt kvæmdastjóri Plasteinangrunar, magn fiskikassa úr plasti í sam- vinnu við norska fyrirtækis Pers- box. Hefur plasteinangrun meðal annars flutt fiskikassa til Græn- lands, Kanada og Færeyja. sagði í samtali við Morgunblaðið, að spurningin væri hvort ríkis- ábyrgðasjóður tæki að sér fjár- mögnum þessarar lánaþjónustu eins og gert væri í nágrannalönd- um okkar. Stjórnendur fyrirtækis- ins teldu það algjöra nauðsyn ætti að halda uppi útflutningsiðnaði hér, eins og allir væri að tala um í dag. Það væri mikilvægasta málið, að við sætum við sama borð og keppinautar okkar og nágranna- þjóðir. íslenzk fyrirtæki yrðu að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á einhverja fjármögnun og greiðslufrest eins og allar grann- þjóðir okkar gerðu í gegnum útflutningslánakerfi sín. Sem dæmi mætti nefna að stofnun, sem héti Norsk Export Finans, lánaði kaupendum ákveðinnar vöru allt að 85% kaupverðsins í þrjú til fimm ár. „Við erum að óska eftir því, að eitthvað álíka verði gert fyrir ís- lenzkan útflutningsiðnað, öðru vísi verður hann ekki samkeppnisfær," sagði Gunnar Þórðarson. Erfið lausafjár- staða Nútímans LAUSAFJÁRSTAÐA Nútímans, út- gáfufélags NT, er nú erfið. Af þeim sökum hefur meðal annars komið til tals að hætta mánudagsútgáfu blaðs- ins, en engin ákvörðun þar að lút- andi hefur enn verið tekin. Hákon Sigurgrímsson, stjórn- arformaður Nútímans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að verið væri að skoða reksturinn mjög nákvæmlega og það, að hætta út- gáfu á mánudögum eða færa hana til, væri eitt af því, sem orðað hefði verið til bóta rekstrinum. Nýr framkvæmdastjóri hefði tekið við blaðinu 1. marz og væri hann að skoða reksturinn niður í kjöl- inn. Þessar vangaveltur væru í tengslum við það, enda væri lausa- fjárstaða blaðsins erfið um þessar mundir. Engin ákvörðun um niðurfellingu mánudagsútgáfunn- ar hefði enn verið tekin, hvað sem verða kynni. Grímsey: Engin loforð um aukinn kvóta Grímsey 18. aprfl. HÉÐAN fóru þrír útgeröarmenn ásamt oddvita hreppsins til Reykja- víkur til skrafs og ráöagerða viö al- þingismenn kjördæmisins og sjávar- útvegsráðherra um ástand og horfur í fiskveiðimálum Grímseyinga. Eins og fram hefur komið er bú- ' ið að veiða það sem veiða má á þessu ári. Að vísu ber að geta þess að 5% viðbótin sem veidd var á dögunum þýðir 11 tonna aukningu á stærsta bátinn. Sendinefndin er nú komin heim og lætur þess eins getið að þeir hafi fengið þægilegar viðtökur og vinsamleg orð, en engin loforð um aukna veiði. Það er að sjálfsögðu gott að fá notalegar viðtökur hjá ráðamönnum, en ekki munu þær fylla aska margra fjölskyldna til næstu áramóta. Alfreð vörslu skóla, barnaheimila og félgsmiðstöðva í Árbæjar- og Breiðholtshverfum og er samning- ur þessi til reynslu í nokkra mán- uði. Stundaskrá gninnskóla í vor Áð tillögu Bessíar Jóhannsdótt- ur samþykkti fræðsluráð borgar- innar nýlega að beina því til skóla- stjóra grunnskóla Reykjavíkur, að reyna eins og kostur er að hafa drög að stundaskrám nemenda fyrir skólaárið 1985—1986 tilbúin fyrir lok yfirstandandi skólaárs. Rökin fyrir þessum tilmælum eru þau að slík skipan sé til mikils hagræðis fyrir heimili barnanna, vegna .a. skipulagningar útivinnu foreldra. Sumarvinna skólafólks Skráning umsókna skólafólks um sumarvinnu hjá borginni hófst hjá Ráðningarstofunni 1. apríl sl. Listahátíð kvenna Stjórn Kjarvalsstaða samþykkti nýlega að veita 250 þúsund króna styrk til sýningar vegna Listahá- tíðar kvenna á Kjarvalsstöðum í haust og fella niður leigu. Lista- hátíð kvenna er haldin í samvinnu við stjórn Kjarvalsstaða, en að henni standa aðilar að nefnd ’85 i tilefni af lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Sjúkrahúsprestar Stjórn sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hefur lýst jákvæðri afstöðu til prestsþjónustu á sjúkrahúsum, sbr. ályktun kirkju- þings 1984 um störf sjúkrahús- presta. „Vímuefni — hvað er það?“ Æskulýðsráð borgarinnar og fé- lagsmálaráð hafa í samvinnu gefið út tvo bæklinga um vímuefni, sem ætlaðir eru foreldrum og ungling- um. Bera bæklingarnir heitið „Vímuefni — hvað er það?“ Ársreikningar BÚR Ragnar Júlíusson, formaður út- gerðarráðs Rvk., kynnti niðurstöð- ur ársreikninga Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1984 á fundi borgar- stjórnar á fimmtudag. Kom fram að tap á rekstri BÚR árið 1984 var 48,5 milljónir króna eða 9% af tekjum, en árið 1983 var tapið 141,4 milljónir króna eða 25% af heildartekjum. 1983 var höfuðstóll neikvæður um 16,7 milljónir króna, en var nú um áramót já- kvæður um 2 milljónir króna. Um áramótin 1983/1984 voru vanskil um 130 milljónir króna, en um síð- ustu áramót um 20 milljónir króna. Áð lokinni umfjöllun um stöðu fyrirtækisins sagði Ragnar m.a. að spurning væri hvort menn hlytu ekki að leiða hugann að því hvort breyting á rekstrarformi BÚR væri ekki réttlætanleg. Þá sagði hann m.a. að æskilegt væri að starfsemi BÚR væri öll samein- uð á nýju athafnasvæði, en hún væri mjög dreifð í dag. En það væri spurning hvort BÚR er fjár- hagslega í stakk búin til að ráðast í slíkar framkvæmdir og hvort reksturinn gæti borið nýjar fjár- festingar í húsakynnum og vélum. Hitt væri til athugunar hvort ein- hvern hluta starfseminnar væri hægt að sameina og ná þannig meiri hagræðingu m.a. með tilliti til þess að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Útivistarsyæði: Vinstri menn tóku 70 ha. lands undir íbúðir og fleira — núverandi meirihluti 1,4 ha. „Núverandi meirihluti borgarstjórnar verður ekki sakaður um að hafa gengið harkalega fram við breytingar á útivistarsvæöum borgarinnar í íbúð- ar- eða atvinnuhverfum né á stofnanasvæðum. í tíð vinstri meirihlutans 1978—1982 var rúmlega 70 hekturum lands í borginni breytt úr útivistar- svæðum í íbúöar-, atvinnu- og stofnanasvæði. í tíð núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna hefur 6,18 hekturum af útivistarsvæði verið breytt í íbúð- ar- eða atvinnusvæði. Á móti hefur núverandi meirihluti breytt 5,6 hekturum íbúðar- og atvinnusvæðis í útivistarsvæði, þannig að eftir stendur 1,4 hektar- ar gegn 70 hekturum í tíð vinstri meirihlutans. Öll umhyggja vinstri manna fyrir útivistarsvæðum er því ekki nema í orði. Það sýna verk þeirra á þessum vettvangi," sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar á fundi borgar- stjórnar í gær við umræður um deiliskipulag við Lágmúla. Ný tillaga að deiliskipulagi var samþykkt á fundi borgarstjórnar í gær með atkvæðum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Svæðið, sem tillagan tók til, er alls um 9.750 fermetrar og afmarkast af Kringlumýrarbraut, Háaleitis- braut, Lágmúla og Suðurlands- braut. Þar er gert ráð fyrir þrem- ur tveggja hæða þjónustubygging- um og tæplega 50 bílastæðum fyrir Lágmúla 7 og 9. Meirihluti umhverfisráðs borgarinnar gerði ekki athugasemd til tillöguna, en lagði áherslu á að reynt yrði eftir föngum að halda grænu yfirbragði svæðisins. Minnihluti ráðsins taldi hins vegar að nóg hafi verið gengið á græn svæði umhverfis umferðaræðar við Lágmúla. Borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði vegna þeirra upplýsinga, sem fram komu í máli Vilhjálms um breytingar á útivistarsvæðum borgarinnar, að það væri rétt að vinstri meirihlutinn hefði horfið frá bersvæðapólitík í skipulags- málum. Hann hefði ákveðið þétt- ingu byggðar og tekið í notkun ýmis opin svæði og sú stefna hefði leitt til góðs að hans mati. Svæði í Fossvoginum og víðar hefðu verið tekin undir íbúðarbyggð en vinstri meirihlutanum hefði aldrei dottið í huga þær breytingar sem nú ætti að gera við Lágmúlann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.