Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 43
43 „Eg er gull og gersemi“ Leikfélag Akureyrar gerði garðinn frægan í Færeyjum nú ekki alls fyrir löngu, þegar „Ég er gull og gersemi" var sýnt í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Sveinn Einarsson leikstýrði verkinu eins og lesendum er ef- laust kunnugt og um 30 manns frá leikfélaginu tók þátt í förinni. Um 500 manns sáu sýningarnar, en leikritið byggðist að hluta á sögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Islandus, sem kunnugt er. Lykil- persónan Sölvi Helgason er ýmist sá flakkari og listamaður sem hann var á sínum tíma, eða ungur myndlistarmaður í dag sem kemur róti á huga íslenskra borgara í stofu á Akureyri. Meginþema leik- ritsins er því hlutskipti lista- mannsins og samspil listar og samfélagsins. Það var töluvert fjallað um sýn- inguna í fjölmiðlum ytra og okkur hafa borist nokkrar úrklippur sem við látum fylgja hér með. hann kemur til með að verða ágætur strákurinn. Þar með var Baldur rokinn í burtu. Það verður gaman að fylgj- ast með í dag hvort töfrabrögðin hafa komið að miklu gagni hjá þeim félögum Gunnlaugi og Baldri en eins og getið var í upp- hafi hér, lýkur rallinu seinnipart- inn í dag. MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 Hvor er hvor? Keith fær smjörþef af frægöinni ... Af Jackson-bræðrum... Michael Jackson stórstjarna í poppinu heimsótti vax- myndasafn Madame Tusseaud fyrir skömmu. Tilefnið var að lok- ið hafði verið gerð eftirlíkingar af poppgoðinu og fylgja hér með nokkrar myndir frá þessu tæki- færi. Það upplýsist hér með, að Jackson er sá með sólgleraugun. Hann lýsti yfir að eftirlíkingin væri „hnökralaus" og hnipptu þá gárungar hver í annan og töldu það sönnun fyrir því að goðið sæi ekki glóru í gegn um sólgleraugun sem sögð eru einhver hin svört- ustu sem um getur. Það vakti mikla athygli viðstaddra, að Jack- son fékkst til að taka gleraugun niður nokkur andartök, slíkt er geysilega óvanalegt. Annars er það helst af Michael að frétta, að hann hefur gert samning við Geffab-kvikmynda- framleiðslufyrirtækið um að vera aðalnúmerið í tveimur kvikmynd- um á vegum þess. Báðar munu myndirnar snúast meira og minna um kosti og snilld Jacksons, hann mun syngja, dansa og leika, auk þess að semja lög og texta. Þvkir mörgum með ólíkindum hvað Jackson leggur fyrir sig með hliðsjón af því að pilturinn er tal- inn hlédrægur með afbrigðum. Jackson er einn bróðir af mörg- um og allir eru þeir geysilega músíkalskir. Einn þeirra er Jermaine Jackson, sem er að baksa við sólóferil eins og Michael bróðir hans. Hefur honum gengið sæmilega, einkum er hann fékk hina snoppufríðu Píu Zadora til að syngja með sér dúett. En frægð Jermaine og frami hafa þó ekki verið nema lítið brot af því sem Michael hefur aflað sér. Um þetta segir Jermaine: „Michael var rétt- ur maður að gera rétta hluti á réttum tíma. Ég gæti allt eins ver- ið í hans sporum.“ Ef við höldum aftur til vax- myndasafnsins þar sem við hófum þennan pistil, þá varð talsvert uppistand fyrir utan, en það var auðvitað samankominn mikill mannfjöldi til að skoða poppgoðið. Þar í hópi var Keith Preddie, en hann er nauðalíkur Michael. Ekki bar á öðru en vinsældir hans væru síst minni en popparans og þakk- aði hann það útlitinu. „Nú veit ég hvernig hann hefur það, þetta er ekki eftirsóknarvert," stundi hann móður og másandi eftir að hafa sloppið úr klónum á æstum að- dáendum Michaels Jackson. COSPER — t*ú segir ad það sé erfitt að afia peninga, en það er ekkert hjá því að eyða þeim. ★ * 4 ★ 4 COUNCfL * * CÖNSlL Of EUROPE * * * DE L'BJROPE EVRÓPURÁÐ auglýsir stöðu FRAMK VÆMDAST JÓRA EVRÓPUSJÓÐS ÆSKUNNAR Ráðning er til tveggja ára. Til greina kemur aö hún veröi framlengd til fimm ára. Umsækjendur þurfa aö vera yngri en 45 ára og hafa lokiö háskólaprófi. Krafist er viötækrar reynslu af æskulyösstarfi heima fyrir og á alþjóölegum vettvangi. Þá er einnig krafist mjög góörar ensku- eöa frönskukunnáttu (og góörar kunnáttu í hinu tungumálinu). Qóö laun í boöi. greiöslur vegna fjölskyldu og flutninga. Umsóknir verða aö hafa borist þann 8. mai 1985. Skrifiö eftir umsóknareyðu- blööum og frekari upplýsingum. The Head of Establishment Division. Counsil of Europe B.P. 431 R6 — F-67006 Strasbourg Cedex. Stofnfundur Styrktarfélags Staðarfells verður haldinn sunnudaginn 21. apríl nk. á Hótel Loftleiöum kl. 15. Allir sem hafa áhuga á meðferðarmálum velkomnir. FJÖLMENNUM! Undirbúningsnefnd. Ekta austurlenskt úr pottunum hjá Ning Um helgina mælum viö sérstaklega meö: Lambakjötssneiðar í ostrusósu m/nýjum ísl. sveppum og vorlauk og ef þú vilt heldur fiskrétt þá er það Ný ýsa í tamarindsósu m/grænmeti og hrísgrjónum Fjölskyldan reynir austurlenska matarveislu um helgina Ódýrt — eftirminnilegt — að maður tali ekki um bragðgott (ummmm!) Boröapantanir: s. 46212. Manðarin Nýbýlavegi 20 Sími 46212 Tökum aö okkur veislur — sendum mat — „taktu-með- þér-þjónusta“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.