Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra: ÞAÐ óhapp varð í gærkvöldi að bfll lenti í Kópavogs- læknum. Einn maður var í bflnum en sakaði hann lítt. Bfllinn er stórskemmdur. Tildrög óhappsins voru þau, að bflnum var ekið á mjög miklum hraða í norðurátt að sögn sjónarvotta. Er hann kom að beygjunni rétt sunnan við lækinn missti ökumaðurinn stjórn á bfln- um með fyrrgreindum afleiðingum. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. fyrir mitt þetta ár? Af slysstað í Kópavogi. Morgunblaðii/Friðþjófur Lenti úti í Kópavogslæk SVERRIR Hermannsson iðnaðarráðherra sagði á fundi Félags íslenskra rekstrarráðgjafa á miðvikudagskvöld, að nú væru yfirgnæfandi líkur á því að samningar næðust um stækkun álversins í Straumsvík. Ennfremur sagði Sverrir, að samningaviðræður Alusuisse við japanskt fjölskyldufyrirtæki, sem framleiðir rennilása, væru langt komnar um að það gerist þriðji aðili að stækkuninni. Sverrir sagði í viðtali við blaða- mann Mbl., að japanska fjölskyldufyrirtækið flytti inn sem svaraði 180 þús. tonn af áli á ári til framleiðslu sinnar. Ársframleiðsla ÍSAL er í dag um 85 þúsund tonn. Alusuisse hefur átt viðræður við þrjú japönsk fyrirtæki og er umrætt fjölskyldu- fyrirtæki nú líklegast til að gerast hluthafi. Sverrir sagðist gera sér vonir um að samningar um stækk- unina næðust fyrir mitt ár. Iðnaðarráðherra var í fram- haldi af þessu spurður, hvaða áhrif þessir samningar gætu haft Aösópsmiklir þjófar teknir á virkjanaframkvæmdir okkar. Hann sagði, að ef samningar næð- ust um stækkunina þyrftum við að herða á framkvæmdum við Blöndu, en ef samningarnir næð- ust ekki fljótlega gætum við frest- að Blönduvirkjun um eitt ár og sparað 82 millj. kr. „En við höfum heimildir inni á lánsfjárlögum, ef svo skyldi fara sem mestar líkur eru á, að samningar gangi hratt fyrir sig,“ sagði hann. Fram- kvæmd málsins verður sú, að fyrst setjast Alusuisse og japanska fyrirtækið að samningaborði. Ef þeir samningar nást setjast þeir að samningaborði með íslending- um um rafmagnsverð o.fl. Vandi skreiðarframleiðenda: Samningar um stækkun álversins Seðlabankinn endurgreiðir 100 milljóna kr. gengismun Forsætisráðherra telur nauösynlegt að 250 milij.kr. til viðbótar komi úr Verðjöfnunarsjóði FORSÆTISRÁÐHERRA, Steingrímur Hermannsson, sagði meðal annars í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins I gær, að Seðlabankinn hefði nú fallizt á að endurgreiða skreiðarframleiðendum tæpar 100 milljónir af gengismun. Hann áliti það þó ekki nóg. Líklega þyrfti að gera Skreiðar- deild Verðjöfnunarsjóðs kleift að greiða framleiðendum 250 milljónir króna úr deildinni, svo þeir geti endurgreitt afurðalán sín að fullu. UPPLÝÍfT hefur verið um innbrot og þjófnað í verslunina Gelli í Skipholti þar sem stolið var miklum verðmæt- um um páskana. Hefur þýflð allt kom- ið til skila, skv. upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Innbrotið var framið aðfaranótt 7. apríl sl. Var stolið þaðan þremur myndbandstækjum, þar af einu af- ar dýru og fullkomnu, fimm stórum ferðaútvarps— og segulbandstækj- um, nokkrum myndavélum, leift- urljósum og fleiru. Verðmæti þýfis- ins var hundruð þúsunda króna. I fyrrinótt hafði rannsóknarlögr- eglan hendur í hári tveggja ungra manna, 27 og 30 ára, sem játuðu á sig innbrotið og gátu vísað á þýfið. Hluta þess höfðu þeir selt fyrir brot af raunverulegu andvirði. Menn þessir hafa oft komið við sögu lögr- eglu vegna ýmissa mála og eru nú báðir í vörslu lögreglunnar. PILTURINN, sem aðfaranótt síð- asta laugardags rak 17 ára dreng á hol skammt frá Hlemmi við Lauga- veg, var í Hæstarétti í gær úrskurð- aður í gæsluvarðhald allt til 1. maí næstkomandi. Sakadómur Reykja- víkur synjaði kröfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins um gæsluvarðhald yfir piltinum um síðustu helgi og áfrýjaði ríkissaksóknari málinu til Hæstaréttar í framhaldi af því. 1 forsendum Hæstaréttar- dómsins frá í gær segir m.a. að pilturinn, sem er 19 ára gamall, sé sakaður um tilraun til mann- dráps (brot á 211. grein al- mennra hegningarlaga samanber 20. grein), en refsing við því sé að minnsta kosti fimm ára fangelsi. Því beri að taka til greina kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um að pilturinn sæti gæsluvarðhaldi allt til 1. maí næstkomandi. Talið er sannað í málinu, að læknisað- gerð hafi bjargað lífi drengsins, sem varð fyrir hnífsstungunni. Viðbótarkrafa ríkissaksóknara um að hann yrði jafnframt lát- inn sæta geðrannsókn var ekki höfð uppi af hálfu RLR fyrir sakadómi og kom hún því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Árásarmaðurinn var fluttur í gæsluvarðhald strax eftir upp- Nú er talið að áhvílandi afurða- lán og viðbótarlán á skreið séu kvaðningu dóms Hæstaréttar síðdegis í gær. rúmlega einn milljarður króna. Áætlað verðmæti birgða er 1,7 milljarðar og ógreiddur útflutn- ingur er talinn nema 600 milljón- um króna. Skreiðin rýrnar um 5% á ári við geymslu og vextir auka stöðugt áhvílandi skuldir. Björgvin Jónsson er formaður samstarfshóps skreiðarframleið- enda um lausn vandans og leiðir til úrbóta. Morgunblaðið innti hann álits á því hve mikið endur- greiðsla Seðlabankans lagaði stöð- una og ennfremur á orðum Steimgríms Hermannssonar um greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði. Björgvin sagði framleiðendur vera mjög þakkláta Seðlabankanum fyrir að sýna vanda þeirra þennan skilning. Seðlabankinn væri eina stofnunin í stjórnkerfinu sem sýnt hefði meira en í orði, að hún skildi þann mikla vanda, sem framleiö- endur stríddu við. Ríkisstjórnin hefði fögur orð um aðstoð við skreiðarverkendur, en ennþá væru það ekkert nema orð. Framleiðendur hefðu rökstuddan grun um að fyrst og fremst stæði fjármálaráðherra í RAFMAGNSLAUST varð í stórum hluta Reykjavíkur, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Suður- nesjum upp úr miðnætti aðfara- vegi þess að dreifa þessum mikla vanda með aðstoð Verðjöfnunar- sjóðs í bili. Það væru framleiðend- um afskaplega sár vonbrigði, þar sem hér væri um eitt mesta áfall, sem nokkur atvinnugrein hefði orðið fyrir í áratugi. „Það er jafn- framt vert að undirstrika, að það er ekki farið fram á eina krónu í styrk vegna þess arna," sagði Björgvin Jónsson. nætur föstudagsins. Rafmagns- leysið varði í um fjórðung stundar er álag var flutt milii rafmagnslína inn í borgina. Aðalsteinn Guðjónsen, raf- magnsveitustjóri Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að þetta hefði verið eins kon- ar stillingaratriði í svonefndum liðabúnaði. Þurft hefði að færa álag á milli lína, Korpúlfsstaða- linu og Elliðaárlínu, en liða- búnaður, sem væri til að vernda línurnar og stýra rofum, hefði ekki unnið sem skyldi. Því hefði línunni frá Elliðaárvirkinu sleg- ið út, en um hana færi rafmagn í Árbæjarhverfi, Breiðholt, Voga-, Háleitis- og Bústaðahverfi, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Suðurnes. Á þessum tíma var verið að gera að fótbroti í Borgarspítal- anum, en að sögn Sigurðar Ang- antýssonar, forstöðumanns tæknideildar spitalans, kom rafmagnsleysið ekki að sök, þó að vararafall spítalans hefði ekki farið í gang, þegar á átti að reyna. Skurðstofuljós hefðu strax kviknað og þar sem raf- magnsleysið hefði ekki varað nema stutta stund hefði það ekki komið að sök. Auk þess hefði verið hægt að koma raflinum í gang ef nauðsynlegt hefði verið. Greiðslukortavanskil: Tveir menn fá skilorðs- bundinn fangelsisdóm Vanskil korthafa við Búnaðarbankann 5—10 millj. kr. í dag, segir Stefán Hilmarsson bankastjóri TVEIR dómar hafa nýverið verið kveðnir upp vegna vanskila Visa- korthafa við Búnaðarbanka íslands. Annar dómurinn, sem kveðinn var upp í sakadómi Kópavogs 4. marz sl., hljóðaði upp á fangelsisvist í einn mánuð, skilorðsbundið til eins árs. Hinn, kveðinn upp í sakadómi Reykja- vikur 28. nóv. sl„ fangelsisvist í tvo mánuði, skilorðsbundið í tvö ár. Stefán Hilmarsson bankastjóri I Búnaðarbankanum sagði í viðtali við Mbl., er rætt var við hann um dóma þessa, að vanskil Visa-korthafa við bankann næmu í dag á milli 5 til 10 milljónum króna. Stefán sagði vanskil á greiðslu- hefði kært. Dómarnir væru mjög kortum óneitanlega mjög mikil og mikið væri um að farið væri yfir umsamdar hámarksupphæð- ir, bæði í erlendum og innlendum gjaldmiðlum. Aðspurður um dómana sagði hann, að þarna væri um að ræða fyrstu dómana í málum sem Búnaðarbankinn harðir, byggðir á 249. gr. hegn- ingarlaga um skilasvik, þannig að dómstólar litu á þetta sem auðg- unarbrot. Hann sagði að í málum þessum væri ekki um að ræða há- ar vanskilaupphæðir og að bank- inn tæki ekki til þess ráðs að kæra fyrr en tveimur til þremur mánuðum eftir fyrsta gjalddaga. Þá sagði Stefán, að hann reikn- aði með að fólk gerði sér ekki grein fyrir, hversu dómstólar litu alvarlega á brot sem þessi. Yfir- dráttur á greiðslukortum væri I raun sama brotið og yfirdráttur á ávísanareikningum, en hafa bæri í huga, að bankarnir gætu gengið að þeim sem færu yfir á ávísana- reikningum og þeim sem ábektu ávísanir á einfaldari hátt. „Hér er því um býsna alvarlegt mál að ræða,“ sagði Stefán, „sem ég held að korthafar geri sér kannski ekki grein fyrir.“ Hnlfsstungumálið við Hlemm: Árásarmaðurinn í gæsluvarðhald Hæstiréttur féllst á kröfu ríkissaksóknara Víðtækt rafmagns- leysi í fyrrinótt Elliðaárlínu sló út er álag var flutt milli lína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.