Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 89. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grískir kommúnistar: Tilbúnir í stjórn með sósíalistum Aþenu, 19. aprfl. AP. HARILAOS Florakis, formaður Kommúnistaflokks Grikklands, sagði á blaðamannafundi í dag, að flokkurinn væri reiðubúinn til að taka þátt í stjórnarsamstarfi við Sósíalistaflokk Andreasar Papandreou, núverandi forsætisráðherra. Flokkarnir yrðu hins vegar að komast að samkoraulagi um málefnasamning, sem tryggði að gerðar yrðu nauðsynlegar breytingar í landinu. Florakis sagði að kommúnistar hefðu ekki í hyggju að mynda kosningabandalag með sósíalist- um fyrir þingkosningarnar, sem verða í júní. Kommúnistaflokkur Grikklands, sem fylgir Sovét- stjórninni að málum, er fámenn- ur, en áhrifamikill. Hafa verið uppi getsakir um það að sósíalist- ar muni snúa sér til flokksins og óska eftir samstarfi ef þeir ná ekki þingmeirihluta i kosningun- Aftur til jarðar Starfsmaður bandarísku geim- ferðastofnunarinnar aðstoðar Jake Garn, öldungadeildar- þingmann, sem var í áhöfn geimferjunnar Discovery, sem lenti á Kanaveralhöfða síðdegis í gær. Sjá frétt um geimferð- ina: „Mennirnir eiga erindi út í geiminn", á bls. 24. I fyrri mánuði tókst samvinna með sósíalistum og kommúnistum á þingi um að tryggja kjör Christ- osar Sartzetakis, sem forseta Grikklands. Kommúnistar hafa aðeins 13 af 300 fulltrúum á griska þinginu, en stuðningur þeirra réð úrslitum. Florakis gagnrýndi Papandreou í dag fyrir að hafa ekki efnt fyrir- heit sín um úrsögn Grikklands úr Atlantshafsbandalaginu og Evr- ópubandalaginu og lokun her- stöðva Bandaríkjamanna á Grikklandi, sem eru fjórar. Dýrasta málverk í heimi Fyrír verk eftir ítalska endurreisnarmálarann Andreas Mantegna var í gær greidd upphæö sem samsvarar 421 milljón ísl. króna. Er þaó hæsta verð sem nokkru sinni hefur verió greitt fyrir málverk. Kaupandinn var Getty-safníö í Malibu í Kaliforníu og kaupin annaóist Tim Bathurst frá Artemis-safninu í London. Sjá „421 milljón fyrir málverk", á bls. 25. P.W. Botha í þingræðu í Höfðaborg: Andrúmsloft byltingar ríkir í Suöur-Afríku Jóhannesarborg, 19. aprfl. AP. P.W. BOTHA, forsætisráðherra Suður-Afríku, sagði í þingræðu í Höfðaborg í dag, að andrúmsloft byltingar ríkti í landinu. Öfgamenn ætluðu að reyna að brjóta þjóðfélagskerfí Suður-Afríku niður, en hann kvaðst þess fullviss að meirihluta íbúa landsins stæði á bak við sig. Aukalið lögreglunnar var í dag kvatt út til að vernda íbúðarhverfi hvítra manna í bænum Uitenhage í Suður-Afríku, þar sem hópur herskárra svertingja dró 19 ára gamlan hvítan mann út úr bifreið í gær, hellti yfir hann steinolíu og bar eld að. Maðurinn er með hættuleg brunasár. Til átaka kom í dag milli lög- reglu og svertingja í Soweto- hverfinu í Jóhannesarborg, en þau eru ekki talin alvarlegs eðlis. Að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum í borginni. Atvik, eins og það sem varð í Uitenhage, hefur ekki áður gerst í hverfi hvítra. Enn hefur lögreglan engan handtekið vegna málsins, en leit hefur farið fram í bænum Langa, sem er skammt frá Uiten- hage. Á þeim slóðum felldu hvítir lögreglumenn hinn 21. mars sl. a.m.k. 20 svertingja, sem voru á leið til útfarar. Opinber rannsóknarnefnd, sem kannar árásina á svertingjana í Langa, hlýddi í dag á vitnisburð, sem gefur til kynna að allt að 43 hafi verið skotnir þar til bana. Er því haldið fram að lögreglumenn- irnir hafi grafið lík nokkurra fórnarlamba sinna til að leyna ódæðisverkinu. í þingræðunni í dag viðurkenndi Botha að ókyrrðin að undanförnu stafaði af raunverulegu misrétti, en sagði að umbætur yrði að fram- kvæma með friðsamlegum hætti og á grundvelli stjórnarskrárinn- ar. Átökin í Líbanon: Yves Montand í franska sjónvarpinu: „Vil hvorki vera rauður né dauður, heldur frials“ París, 19. aprfl. AP. YVES Montand, einn af þekktustu leikurum og söngvurum Frakklands og fyrrum friðarhreyfingarmaður, fjallaði um stríð í 90 mínútna löngum sjónvarpsþætti í gærkvöldi, sem vakið hefur mikla athygli og deilur. Markmið Montand var vekja umræður meðal þjóðarinnar um öryggis- og varnarmál. Þættinum, sem nefndist „Horfst í augu við stríð“, var ákaft mótmælt af sovéska sendi- ráðinu í París, og franski komm- únistaflokkurinn og ýmsir úr röð- um friðarhreyfingarfólks for- dæmdu hann. En með þættinum tókst Montand það sem hann ætl- aði sér: að vekja rækilega athygli á þessu efni. „Land eða álfa, sem ekki er lengur fær um aö tryggja eigin varnir, verður fljótt og sjálfkrafa öðrum háð, sagði Montand i iok þáttarins. „1 stað slagorðanna „Betra er að vera rauður en dauð- ur“, sem vestur-þýska friðar- hreyfingin hefur tileinkað sér, kýs ég fremur að hafa: „Hvorki rauður né dauður — heldur frjáls“.“ Meginboðskapur þáttarins var eftirfarandi: Evrópa hefur búið við hagsæld, frelsi og frið undan- farin 40 ár, á sama tima og yfir 150 styrjaldir hafa verið háðar á jarðarkringiunni. Friður Evr- ópu, já. „En niúr- hann vara öllu lengur? Það er spurningin," sagði Montand. Ástandið er að breytast. Það sem eitt sinn var Evrópu til varn ar, verður það e.t.v. ekki í fram- tíðinni. „Leikreglurnar voru hvort tveggja í senn einfaldar og kaldhæðnislegar: Hvor aðili um sig gat heitið hinum gereyðingu.“ Nú er ný tækni komin til sögunn- ar. Hefðbundið stríð er aftur hugsanlegt. Getur Evrópa varið sig? „Það er sama hvor af áðurnefndum möguleikum yrði ofan á, eitt yrði eftir sem áður víst’ Hætta mun steðja að Evrópu í framtíðínní Þátturinn var i bianri viðtöl, gamlar myndir, skýrsiur og skálriskapur. Stutt mynd sýndi afleiðingar kjarnorkuárásar. „Hræðilegar sýnir,“ sagði Montand, „en það er eflaust þeim að þakka, að okkur hefur tekist að lifa í friði.“ Áætlun Ronalds Reagans for- seta um að verja 26 milljörðum dollara á næstu fimm árum i rannsóknir á geimvarnakerfi, gæti breytt leikreglunum um tryggingu fyrir gagnkvæmri tor- tímingu, hinu svonefnda Jafn- vægi óttans", í tryggingu fyrir gagnkvæmum vörnum,“ sagði Montand. „Ef mögulegt væri að gera slíkt, kerfi að veruleika. væri vissulega engin vitgióra i að vera á móti því,' sagði Montanri. Lausn yirðist í sjónmáli BeirúL 19. aprfl. AP. RASHID Karami, forsætisráðherra Líbanons, sneri í dag heim eftir við- ræður við Hafez Assad, forseta Sýr- lands. í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér, er gefið til kynna að í sjón- máli sé lausn á hinni blóðugu valda- baráttu meðal herskárra múham- eðstrúarmanna í vesturhluta Beirút. Lögreglan í Beirút segir að í götubardögum þar að undanförnu hafi samtals 38 manns látið lífið og 167 særst. Karami skýrði ekki nánar frá efnisatriðum þess samkomulags, sem hann virðist hafa náð við Assad, og greindi heldur ekki frá því hvort hann mundi draga til baka afsögn ríkisstjórnar sinnai Karami. sem er reyndastí stjórnmálaieiðtogi Líbana. tii- heyrir þeim flokk múhameðstrú- armanna er nefnast sunnítar, en Sýrlendíngar hafa stutt sbíta og drúsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.