Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 Endalaust hægt að bæta sig Rætt við Jón Baldursson, skærustu stjörnuna í íslensku bridgelífi undanfarin ár Arnór Ragnarsson, bridgefréttaritari Morgun- blaösins, gaf sig á tal við undirritaðan milli um- ferða undir lok íslandsmótsins í tvímenningi í fyrravor. Eins og bridgespilarar vita, er oft mikil spenna í barómeter þegar halla fer á mótið; staðan liggur fyrir og línur farnar að skýrast varðandi það hvaða pör koma til með að berjast um efsta sætið. Þegar þarna var komið sögu voru 4—5 pör í hnapp á toppnum og nokkuð Ijóst að eitt þeirra færi með sigur af hólmi. Jón Baldursson og Hörður Blöndal voru í þessum hópi. Arnór tottaði vindilinn framan í mig og við skeggræddum stöðuna. — Hann ætlar sér að vinna, segir Nóri skyndilega. — Hver þá? spyr ég, en sé um leið hvar Jón Baldursson kemur inn á radarinn, fyrirferðarmikill að vanda. — Nonni, meinarðu, held ég áfram, jæja þá. Það gátu varla tal- ist merkileg tíðindi að Jón Bald- ursson ætlaði sér að vinna mót. — Það er mikið í húfi fyrir hann, segir Nóri. Ef hann vinnur núna er þetta í fjórða skiptið 1 röð sem hann verður íslands... Skipta! Agnar Jörgensen keppnisstjóri skar þarna blessunarlega á tal okkar, enda var sú hugsun ekki efst á blaði hjá mér að eftirláta Jóni fyrsta sætið í þetta sinn. Ég hafði mínar eigin hugmyndir um hverjir ættu að vinna þetta mót. En svo sem mannkynssagan hefur kennt okkur eru hugmyndir eitt og veruleikinn annað. Klukku- stund síðar tók ég i höndina á þeim Jóni og Herði, „gradúleraði“ með fyrsta sætið og reyndi að láta það ekki fara í taugarnar á mér þegar þeir óskuðu mér til ham- ingju með annað sætið á móti. — Ég hef nefnilega alltaf verið sam- mála þeirri kenningu Stefáns Guðjohnsen, að annað hvort vinni menn mót eða tapi þeim. Annað sætið sé ekki annað en salt í sárið. (Þess má geta innan sviga, að Stefán setti þessa kenningu sína fram eftir að hafa orðið neðstur í 40 para tvímenningskeppni endur fyrir löngu.) - O - Jón Baldursson er þrítugur að aldri, prentari að mennt, en starf- ar sem skrifstofumaður í bók- haldsdeild Flugleiða. En sjálfur lítur hann fyrst og fremst á sig sem bridgespilara, og reyndi meira að segja eitt sinn að fá sig skráðan sem slíkan í símaskrána. Það hafðist ekki í gegn, enda er titillinn „bridgespilari“ ekki opinberlega viðurkenndur sem starfs- eða embættisheiti. — Það eru fleiri sem þekkja mig sem bridgespilara en sem prentara, útskýrir Jón þessa til- burði sína, og hefur vafalaust rétt fyrir sér í því efni. Jón byrjaði 17 ára gamall að spila bridge, en var þá orðinn nokkuð slunginn skákmaður. — Við byrjuðum nokkrir skák- arar á því að taka í spil eftir sumaræfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur og það þróaðist fljót- lega út í það að við ýttum tafl- borðunum algerlega til hliðar, seg- ir hann. Þetta sumar spilaði ég botnlaust og gekk síðan í Bridge- félag Reykjavíkur um haustið og hef varla slegið slöku við bridds- inn síðan. Það má segja að Jón hafi upp- skorið laun „erfiðis" síns: Hann hefur margsinnis spilað i landsliði okkar og unnið flesta helstu titl- ana í íslensku bridgelífi. 1 fyrra- vor vann hann það afrek að verða i fjórða sinn i röð íslandsmeistari í tvímenningi. Einstæður árangur, sem erfitt verður að leika eftir. En vel á minnst, Jón hefur unnið þessa titla með þremur spilafélög- um: 1981 og 1982 með Val Sigurðs- syni, 1983 með Sævari Þorbjörns- syni og í fyrra með Herði Blöndal. Og nú er að sjá hvort Jóni tekst að næla sér i titilinn í fimmta skipt- ið, en undankeppni íslandsmótsins í tvímenningi er einmitt spiluð um þessa helgi. Spilafélagi Jóns i vet- ur hefur verið Sigurður Sverris- son, og það er ekki að sökum að spyrja, þeir félagar hafa náð mjög góðum árangri það sem af er. Unnu til dæmis stórmótið svokall- aða með yfirburðum og eru, ásamt sveitarfélögum sínum, Val Sig- urðssyni, Aðalsteini Jörgensen, Herði Blöndal og Guðmundi Pét- urssyni, bæði Reyjavíkur- og ís- landsmeistarar í sveitakeppni. Hinn mikli fjöldi spilafélaga sem Jón hefur spilað með undan- farin ár vekur furðu margra, og því er ekki úr vegi að leita skyr- inga á því hjá honum sjálfum. — Jón, hvers vegna ertu alltaf að skipa um makker? — Það gefast allir upp á mér, ég er svo skapvondur! Þú ættir að vita það sjálfur. En í alvöru talað, ég held að það sé nauðsynlegt að skipta nokkuð oft um spilafélaga — þannig lærir maður mest. Eg hef margoft tekið eftir því að pör brenna út eftir nokkurra ára spilamennsku. Þau staðna á ákveðnum punkti, halda síðan í besta falli þessum toppi, en oftast fer þeim hægt og sígandi aftur. Þegar svo er komið verða menn að breyta til, fá nýtt blóð og nýjar Morgunblaðið/Gunnlmugur Rðgnvaldmson Jón Baldursson og núverandi félagi hans, Sigurður Sverrisson, fóru með yfirburða sigur af hólmi í stórmótinu fyrr í vetur. Þarna eru þeir kampakátir að móti loknu með Elínu, konu Jóns. hugmyndir. — Sem sagt, nýjan makker? — Já. Við Valur vorum til dæmis algerlega búnir þegar við hættum að spila saman. Sem staf- aði kannski ekki síst af því að við erum báðir bandbrjálaðir i skap- inu og það fer ekki vel saman til lengdar. Og eins erum við of líkir spilarar til að geta lært mikið hvor af öðrum. Spilum ærslafeng- inn bridge. Sævar er gjörólíkur okkur sem spilari, miklu rólegri og leggur áherslu á að láta kerfið vinna fyrir sig — í stað þess að vera sífellt að grugga vatnið og búa til vandamál eins og okkur Val hættir til. Ég hefði gjarnan viljað spilað lengur við hann, en hann stakk af til Danmerkur í framhaldsnám. Sama er að segja um Hörð, hann er allt önnur týpa, rólegur og yfirvegaður, enda lærði ég töluvert á að spila við hann. — Þú ætlar þá að halda upp- teknum hætti og skipta um spila- félaga á eins til tveggja ára fresti? — Svo lengi sem parið heldur áfram að þróast er engin ástæða til að hætta að spila saman. Og það getur meira en verið, að það sé orðið tímabært núna að fara að vinna upp makkerskap til margra ára, en það verður bara að koma f ljós. En ég sný ekki aftur með það, að það er gífurlega lærdómsríkt að spila við sem flesta. — Þú hefur spilað fjölmörg kerfi með hinum ýmsu makkerum, Jón, Precision, Pass-kerfi og eðli- leg kerfi eins og Acol og Standard. Hvaða kerfi er best að þínu mati? — Standard. Á því er enginn vafi. — Segirðu þetta í alvöru? — Fúlustu alvöru. En þá er ég auðvitað ekki að tala um kviknak- inn Standard American, algerlega án „konventsjóna". Það verður að vera bunki af sagnvenjum í kerf- inu ef það á að virka almennilega. En Standard er traustasta undir- staðan. — Því er oft haldið fram að sterku laufkerfin séu nákvæmari en eðlileg kerfi þegar slemmur eiga í hlut, að minnsta kosti. — Það er eitthvað til í því. Þau eru kennski betri ef andstæð- ingarnir blanda sér ekkert í sagn- ir. En það er bara tiltölulega hættulítið að skella sér inn á sterka laufopnun með lítil spil, og slíka truflun er oft erfitt að eiga við. En það er ekki svo auðvelt að trufla sagnir í eðlilegu kerfunum, strax í fyrstu sögn er byrjað á því að koma litunum að, sem er lykil- atriði þegar lætin eru mikil við borðið. Menn standa betur að vígi til að verjast hindrunarsögnum, auk þess sem öll barátta í láglit- unum verður auðveldari. Og svo er það styrkur, frekar en veikleiki, á eðlilegu kerfunum hve punktabilið er breitt á opnunum á einum — það eykur áhættuna hjá andstöð- unni að stinga sér inn á lítil spil. — Róum á önnur mið, Jón. Þú hefur tekið þátt í alþjóðamótum fyrir íslands hönd. Á hvaða stigi erum við sem bridgespilarar og miðað við aðrar þjóðir? — Almennur bridgeáhugi er mjög mikill hér á landi. Það er um eitt prósent af þjóðinni sem er fé- lagar í Bridgesambandi tslands, fyrir utan þann mikla fjölda sem tekur ekki þátt í keppnisbridge, en spilar reglulega í heimahúsum. Ég hef það eftir Sævari Þorbjörns- syni að styrkleiki hins almenna spilara hérlendis sé nokkuð svipaður og í Danmörku. Menn kunna eitt og annað fyrir sér, en skortir almennt ögun og skilning á grundvallaratriðum spilsins. Mað- ur getur átt von á öllum andskot- anum, bæði hroðalegum mistökum og inn á milli nokkuð góðri spila- mennsku. í Svíþjóð er þessu öfugt farið. Þar er stærsti hópurinn nokkuð sæmilega spilandi, en fáir góðir. Undirstaðan er betri þar, en hjá okkur og Dönum. — Þú talar um hinn almenna spilara. En hvað með toppinn á tslandi? Hvar stendur hann? — Við getum í grófum dráttum skipt spilurum í þrjá hópa; toppspilara, þá sem eru við topp- inn og svo hinn almenna spilara, sem spilar mest sér til afþrey- ingar, en leggur ekki mikið upp úr því að ná árangri. Og mér virðist að undanfarin ár hafi breiddin í grúppu tvö aukist til muna, en toppurinn hins vegar staðið í stað. — Hvað veldur þvi? — Megnið af toppspilurum okk- ar láta sér nægja að spila, en vinna ekki saman á milli við að þróa sagnkerfið og vörnina. Tala of lítið saman, með öðrum orðum. Nú, einangrun okkar hefur auðvit- að líka sitt að segja, eins og marg- oft hefur verið bent á; við erum alltaf að spila við sömu andlitin og höfum því færri til að læra af. Annars hef ég þá trú að við höf- í þungum þönkum við spilaborðið. Morgunblaðiö/ GunnlauRur Rögnvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.