Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir RICHARD BORDREAUX fréttaskýranda AP Suður-Ameríka: Stjórnað í skugga óþolinmóðrar alþýðu og kröfuharðra herforingja FIMM ÁR eru liðin frá því að her í Suður-Ameríku steypti síðast lýðræðis- lega kjörnum forseta, en víðast hvar hafa herforingjarnir þó selt stjórnar- taumana í hendurnar á borgurum á ný. Mjög er þó misjafnt hversu algert vald nýju borgaralegu valdhafarnir hafa í raun því þeir stjórna þrátt fyrir allt enn í skugga herforingjanna og hersins sem er í eðli sínu eins og snjóflóð, en það þarf ekki mikið að bregða út af til þess aö snjóflóð fari af stað. f flestum löndum Suður-Ameríku hafa allt fram til ársins 1979 verið herforingjastjórnir sem voru að sölsa undir sig völdin á sjötta og sjöunda áratugnum . Einu einræðisherrarnir sem eftir sitja í heimshlutanum, Pinochet í Chile og Strössner 1 Paraguay, komu til valda fyrr og eru því ekki í hópi seinni tíma herforingja sem steyptu hinum réttkjörnu stjórnum vegna þess að þeir töldu sig sjálfskipaða til að uppræta vinstri öfl og leysa efnahagsvandamálin. Þetta hefur þeim mistekist og því hafa þeir í Ijósi almenningsáiitsins faiið borgurum stjórnina aftur í hend- ur. En þeir eru ekki langt undan og hafa enn geysileg áhrif. Þeir eru í raun eins og ok á stjórnvöld- um í dag, ef eitthvað bregður út af, þá er fátt líklegra en að skriða vaidarána fari aftur af stað. Stjórnarfarið Skriðan fór af stað árið 1964 er herforingjar gripu í taumana í Brasilíu og á næstu árum settust herstjórnir að völdum í hverju landinu af öðru, alls var 10 forset- um bylt og herinn barðist víðast við uppreisnartilraunir vinstri sinna. Herforingjarnir tóku sér mikil völd, þeir reistu vopnaverk- smiðjur og efldu herina, mótuðu utanríkisstefnu, miðstýrðu olíu- versluninni og menntakerfunum. Og í Bólivíu var framleiðsla og útflutningur á kókaíni undir verndarvæng hersins. Þingmenn voru reknir heim, stjórnmála- flokkar voru bannaðir og stjórn- arandstæðingar, einkum vinstri- sinnar, voru ofsóttir, pyntaðir, sendir í útlegð án réttarhalda og jafnvel myrtir í mörgum tilfell- um. Verst var ástandið í Argent- ínu þar sem að minnsta kosti 8961 manns urðu að „hinum týndu“. Oft var talað um „óvænta hern- aðarlega íhlutun í einkalíf fólks í Suður-Ameríku” og þess vegna eru framfarasporin til lýðræðis á ný stigin varlega því herforingj- arnir eru sannarlega tii alls lík- legir og áhrifamiklir þó ekki séu þeir lengur æðstu ráðamenn þjóð- anna. Tökum Uruguay sem dæmi. 1. mars sór Julio Mario Sanguin- etti forsetaeið og sagði í ræðu við það tækifæri, að því mætti treysta að herinn myndi lúta stjórnarskrá landsins. Þarna sátu nýskipaðir ráðherrar í nýrri stjórn og einnig helstu herforingj- ar Uruguayhers, þar á meðal yfir- maður heraflans, Hugo Medina. Nokkrum dögum áður en þetta gerðist sagði Medina í samtali við fréttamenn, að yrði gengið of nærri hernum, kæmi ekkert ann- að til mála en nýtt valdarán. Ekki einungis orðin tóm Víða er ekki látið sitja við orðin tóm. Að vísu sitja hinar nýju borgarastjórnir enn að minnsta kosti, en á mörgum vígstöðvum glíma stjórnvöld og her um áhrif og völd og herinn setur sig jafn vel ofar lögum. Lítum á dæmi: í Argentínu vinna nú saksókn- arar að stefnu á hendur níu fyrr- um herforingjum fyrir þátt þeirra í „skítuga stríðinu" svokallaða. í október gerðist það hins vegar, að fjórir einkennisklæddir menn brutust inn í skrifstofu dómara og höfðu á brott með sér skýrslur hersins um „hina týndu“. Hafa skýrslurnar ekki sést síðan og ekki hefur tekist að hafa uppi á ræningjunum. I Bólivíu rak nýiega skipaður forseti, Hernan Siles Suazo, yfir- mann heraflans eftir að nokkrir herforingjar ásökuðu hann um að heimila í laumi vinstri sinnum að afla sér vopna. Siles rak nýja herforingjann þremur mánuðum seinna eftir að sá varð uppvís að þvi að ætla að steypa Siles af stóli. í Kólombíu samdi forsetinn Belisario Betancur um vopnahlé við fjórar fylkingar vinstri sinn- aðra skæruliða og er þess nú freistað þar í landi að leysa deilu- málin með því að ræða um þau. Með því móti dró hann verulega úr útgjöldum til hervæðingar og stöðvaði að auki réttarhöld yfir aðilum sem taldir höfðu verið ör- yggi landsins hættulegir. Betanc- ur vinnur ötullega að friðarmál- um fyrir Mið-Ameríku og stórt skref í viðleitni hans var að stofna til stjórnmálasambands við Kúbu. En það gengur ekki átakalaust, herforingjarnir eru því andvígir og því er eins gott fyrir Betancur að rasa ekki um ráð fram. í Uruguay samþykktu herfor- ingjarnir að stofna til almennra kosninga þegar aimenningsálitiö var orðið þeim óhagstætt, en þeir sýndu vald sitt með því að banna vinsælasta frambjóðandanum að keppa um forsetastólinn. Og Sanguinetti, sem kjörinn var, varð fyrst að ganga að því að hrófla ekki við yfirmönnum hers- ins. Herforingjarnir í Ecuador léku sama leikinn árið 1979. Sömu vandamálin Valdapendúllinn sveiflast til og frá og hefur nú sveiflast til lýð- ræðiskjörinna forseta og ráð- herraflokka þeirra. En ástæðan fyrir því að pendúllinn sveiflaðist til þeirra er sú, að herforingjarnir réðu ekki við vandamálin, efna- hagslíf flestra ríkja Suður- Ameríku er afar bágborið, verð- bóiga, erlendar skuldir og at- vinnuleysi tröllríða þjóðfélögum í þessum heimshluta. Þessu ætluðu herforingjarnir að breyta og þiggja fyrir vikið virðingu og stuðning almennings. En það varð ekkert úr því, þeir réðu ekki við vandamálin. Þau eru því óleyst og það hjálpar ekki núverandi vald- höfum að ekki einungis fólkið krefst skjótra úrlausna, heldur herforingjarnir einnig og þeir bíða reiðubúnir að gripa inn í á ný. Efnahagsástandið hefur orðið til þess að auka ólguna í löndum eins og Bólivíu og hvetja skæru- liða „skínandi stígs“ í Perú til að kollvarpa kerfinu. Þar af leiðandi verða forsetarnir nýju að treysta í vaxandi mæli á herinn til þess að halda uppi lögum og reglu og gefa þeim vinnufrið. Ekki treystir það heldur stöðu þeirra gagnvart hernum. Og meira: Herinn fer fljótlega að vaxa í áliti á ný eftir að hafa afsalað sér völdum, fólk er fljótt að gleyma þegar það hefur nýja menn og valdhafa til að úthella vonbrigðum sínum yfir vegna lé- legs stjórnarfars. Raul Lopez Leyton hershöfðingi og yfirmaður heraflans í Bólivíu sagði til dæmis nýlega: „Síðustu dagar herstjórn- arinnar árið 1982 voru erfiðir. Ef við voguðum okkur út á götu í ein- kennisbúningum brást það ekki að við urðum fyrir aðkasti, fólk kallaði okkur kúgara, morðingja, þjófa og ailt hvað eina. Ég barðist fyrir því að koma hernum frá völdum og nú sér fólk eins og er, að stjórnmálamennirnir eru síst betri en við. Nú er öldin önnur, við höfum áunnið aftur virðingu fóiksins, i stað þess að kasta grjóti í okkur, færir það okkur blóm. Herinn er eina sterka aflið sem fyrirfinnst í landinu, það eina sem fólkið getur treyst þegar erf- iðleikar steðja að.“ Þessi orð Leyton hershöfðingja lofa ekki góðu fyrir núverandi iýðræðisiega kjörna valdhafa, þau benda til að fólk missi fljótlega þoiinmæðina ef þeim mistekst að bæta efnahagslífiö og fieiri vandamál sem við er að glíma. Og þeir stjórna í skugga hersins. Valdataka hersins f Argentínu árið 1978, Leopoldo Snarez varnarmála- ráðherra hefur veríð handtekinn. Forseti snæðir poppkorn Konald Reagan Bandaríkjaforseti með nemendum úr Martin Luther King jr.-barnaskólanum á fjölleikahússýningu. Forsetinn opnaði sýn- inguna, sem haldin er í þágu barnamálefna. Að því búnu snaraði hann sér á áhorfendabekkina og snæddi m.a. poppkorn með börnun- um. Frakkar ljúka smíði nýrrar gerðar kafbáts lle Lonpie, KrnkkUndi, 19. aprfl. AP. FRAKKAR hafa lokið smíði fyrsta af sex kafbátum af nýrri og endurbættri tegund og mun hernaðarmáttur þeirra aukast til mikilla muna fyrir vikið. Kafbátur þessi hefur verið nefndur „Inflexible" og verður komið fyrir um borð eldflaug með sex kjarnaoddum. Þá dregur flaugin lengra en flaugar í öðrum frönskum kafbátum. Frakkar eiga fimm kafbáta búna kjarnorkuvopnum fyrir og þrír eru stöðugt á hafi úti. Nú hækkar talan í fjóra. „Þetta eflir varnar- og sóknarmátt okkar til mikilla muna,“ sagði Alain Coat- anea, flotaforingi og sérlegur yfir- maður kafbátaflotans franska. „Inflexible" getur hæft hvaða skotmark sem er í Evrópuhluta Sovétríkjanna og búast má við því að Sovétmenn leggi nú enn meiri áherslu á kröfur sínar um að kjarnorkuvopn Breta og Frakka verði talin með í afvopnunarvið- ræðunum í Genf. Slegist yfir kvikmynd um Maríu guðsmóður Rómaborg, 19. aprn. AP. TIL ATAKA kom í kvikmyndahúsi í Rómarborg á öðrum degi sýningar á myndinni „Je vous salue Marie“, sem færir Maríu mey og uppruna Krists í nútímabúning. 15 hægri sinnaðir öfgamenn ruddust inn i kvikmyndahúsið og einn þeirra kýldi eiganda hússins svo að stórsá á honum áður en að viðstadd- ur gátu skakkað leikinn. Voru 15-menningarnir, sem eru allir í samtökum nýnasista, að mótmæla nútímalegri umfjöllun í kvimyndinni á kristinfræð- inni. Kvikmynd þessi, sem leikstýrt er af hinum kunna Jean Luc Goddard, var frumsýnd í Frakk- landi fyrir nokkru og olli miklum deilum. Maria mey er leikin af fal- legri ungri leikkonu, sem heitir Myriem Roussel, og er hún dóttir bensínstöðvareiganda í myndinni og barnsfaðir hennar er hafður leigubílsstjóri. Ungfrú Roussel er alloft kviknakin í myndinni. Þessi umfjöllun hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og hávær- ar raddir hafa verið uppi um „guð- lastið“. Mennirnir, sem réðust inn í kvikmyndahúsið, æptu slagorð gegn myndinni og dreifðu sneplum með boðskap sínum. Er bíóeigand- inn hugðist skakka leikinn, byrj- uðu pústrarnir og síðan áflogin. Var það ójafn leikur og maðurinn hlaut talsverða áverka eins og áð- ur sagði. Taiwan: Lífstíðarfangelsi vegna morðsins á Liu Taipei, Tahraa, 19. aprfl. AP. WONG Hsi-Iing, fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustu hersins á Taiw- an, var í dag dæmdur i lífstíðarfang- elsi fyrir morð á kínversk-banda- ríska blaðamanninum Henry Liu. Tveir aðstoðarmenn Wongs voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fang- elsi hvor. Áfrýjunardómstóll mun síðan taka dómsorðið til endurskoð- unar, samkvæmt lögum Taiwans. Kona Henry Liu, Helen, hefur fullyrt, að stjórnmálalegar ástæð- ur liggi að baki ódæðinu. Stjórn- völd á Taiwan hafa þvegið hendur sínar af morðinu. Henry Liu var fimmtíu og tveggja ára og starfaði fyrir San Fransisco Journal, sem er gefið út á kínversku. Hann hafði ritað all- margar greinar þar sem hann gagnrýndi óspart stjórn Taiwans. Hann var skotinn við heimili sitt í Kaliforníu þann 15. október sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.