Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAPIP, LAUGARPAGUR 20. APRÍL1985 5 Listasafn alþýðu: Sýning á yerðiaunaljósmyndum í samkeppni World Press Photo í LISTASAFNI alþýðu á Grensásvegi 16 hófst í gær sýning á Ijósmyndum, World Press Photo. Sýning þessi kemur frá Hol- landi og á henni eru 137 erlendar verðlauna- myndir, en að auki eru þar verk íslenskra Ijósmyndara. Stofnunin World Press Photo í Hollandi efnir árlega til verðlaunasamkeppni meðal ljósmyndara um allan heim. í janúarlok sl. hóf dómnefnd störf og valdi bestu myndir ársins 1984 úr rúmlega 5800 myndum eftir 859 ljósmyndara frá 55 löndum. Á sýning- unni í Listasafni alþýðu eru allar verðlauna- myndirnar, en þær skiptast í 16 efnisflokka. Or öllum flokkum var valin fréttamynd árs- ins og hlaut þann heiður indverski ljósmynd- arinn Pablo Bartholomew. Mynd hans sýnir greftrun barns, sem var fórnarlamb gaslek- ans í Bhopal á Indlandi. Sýning World Press Photo var opnuð í Amsterdam hinn 4. apríl sl. og hefur einnig verið í New York og Osló. Sýningartími er alla virka daga frá kl. 14—20 og um helgar frá kl. 14—22. í ráði er að velja myndir ís- lensku ljósmyndaranna til verðlauna næsta Ein af verðlaunamyndum þeim, sem verða á sýningu í Listasafni alþýðu i næst- ár á sama hátt og gerist hjá World Press unni. Alls eru Ijósmyndirnar 137 í mörgum efnisflokkum. Photo. Á fimmtudag var unnið að uppsetningu Ijósmyndasýn- ingarinnar og sést hér brot af myndunum. Borgarráð úthlutar lóðum í Grafarvogí: Búseti fær 32 íbúðir í fjölbýli og 12 raðhús BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti í gær tillögur borgarverk- fræðingsins í Reykjavik um lóða- úthlutanir í Grafarvogi. Húsnæðis- samvinnufélagið Búseti hlaut þar 32 íbúðir í fjölbýlishúsum við Frosta- fold 14 og 16, ennfremur 12 raðhús við Fannafold 128 til 150. Þá hlaut Byggung sf. við Eiðisgranda í Reykjavík samtals 48 íbúðir í fjöl- býlishúsum við Frostafold 6, 8,10 og 12. Auk þessa var úthlutað fleiri lóðum til einkaaðila og fyrirtækja undir fjölbýlishús. Gatnagerð- argjöld Húsnæðissamvinnufélags- ins Búseta voru ákveðin að lág- marki kr. 5.904.978 og Byggung kr. 3.964.116. Þriðjung áætlaðs gatna- gerðargjalds skal greiða innan mánaðar frá dagsetningu úthlut- unarbréfs. Eftirstöðvar greiðast í tvennu lagi, 1. ágúst 1985 og 1. nóvember 1985. 7—9 % hækkun þjónustuliða VERÐLAGSRÁÐ heimilaði hækkan- ir á verði nokkurra þjónustugreina, á fundi sínum á miðvikudag, um 7—9% Far- og farmgjöld í innanlands- flugi hækka um 7%, aðgöngumið- ar kvikmyndahúsa um 9% (úr 110 kr. í 120 kr.), þjónustugjöld skipa- félaga (vöruafgreiðslugjöld) um 9% og vinnuvélataxtar um 9%. meö aukasýningu í Broadway síöasta vetrardag 24. aprfl nk. Eins og alþjóö veit þá voru skemmtanirnar meö ómari Ragnars- syni sl. vetur einhverjar þær allra hressustu og léttustu sem sviösettar hafa veriö hér á landi — þar sem ómar fór sannarlega á kostum og gladdi gesti af sinni alkunnu snilld. Vegna fjölda áskorana höldum viö nú áfram meö Ómari, Hauki Heiöari, Hljómsveit Gunnars, Björgvin og Þuríöi á síðasta vetrardag og hvetjum fólk til aö tryggja sér miöa og borö í tíma í Broadway, sími 77500, sem allra fyrst því síöast þurftu hundrúö frá aö hverfa. Fréttin ekki frá ríkisskattstjóra SIGURBJÖRN Þorbjörnsson rik- isskattstjóri vill taka fram til að koma í veg fyrir misskilning, að frétt Morgunblaðsins á bls. 2 í gær um bílafríðindi bankastjóra er ekki eftir honum höfð. VERIÐ VELKOMIN A GLEÐIKVÖLD MEÐ GRÍNARANUM MIKLA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.