Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAPIP, LAUGARPAGUR 20. APRÍL1985
5
Listasafn alþýðu:
Sýning á yerðiaunaljósmyndum
í samkeppni World Press Photo
í LISTASAFNI alþýðu á Grensásvegi 16
hófst í gær sýning á Ijósmyndum, World
Press Photo. Sýning þessi kemur frá Hol-
landi og á henni eru 137 erlendar verðlauna-
myndir, en að auki eru þar verk íslenskra
Ijósmyndara.
Stofnunin World Press Photo í Hollandi
efnir árlega til verðlaunasamkeppni meðal
ljósmyndara um allan heim. í janúarlok sl.
hóf dómnefnd störf og valdi bestu myndir
ársins 1984 úr rúmlega 5800 myndum eftir
859 ljósmyndara frá 55 löndum. Á sýning-
unni í Listasafni alþýðu eru allar verðlauna-
myndirnar, en þær skiptast í 16 efnisflokka.
Or öllum flokkum var valin fréttamynd árs-
ins og hlaut þann heiður indverski ljósmynd-
arinn Pablo Bartholomew. Mynd hans sýnir
greftrun barns, sem var fórnarlamb gaslek-
ans í Bhopal á Indlandi.
Sýning World Press Photo var opnuð í
Amsterdam hinn 4. apríl sl. og hefur einnig
verið í New York og Osló. Sýningartími er
alla virka daga frá kl. 14—20 og um helgar
frá kl. 14—22. í ráði er að velja myndir ís-
lensku ljósmyndaranna til verðlauna næsta
Ein af verðlaunamyndum þeim, sem verða á sýningu í Listasafni alþýðu i næst- ár á sama hátt og gerist hjá World Press
unni. Alls eru Ijósmyndirnar 137 í mörgum efnisflokkum. Photo.
Á fimmtudag var unnið að uppsetningu Ijósmyndasýn-
ingarinnar og sést hér brot af myndunum.
Borgarráð úthlutar
lóðum í Grafarvogí:
Búseti fær
32 íbúðir í
fjölbýli og
12 raðhús
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær tillögur borgarverk-
fræðingsins í Reykjavik um lóða-
úthlutanir í Grafarvogi. Húsnæðis-
samvinnufélagið Búseti hlaut þar 32
íbúðir í fjölbýlishúsum við Frosta-
fold 14 og 16, ennfremur 12 raðhús
við Fannafold 128 til 150. Þá hlaut
Byggung sf. við Eiðisgranda í
Reykjavík samtals 48 íbúðir í fjöl-
býlishúsum við Frostafold 6, 8,10 og
12.
Auk þessa var úthlutað fleiri
lóðum til einkaaðila og fyrirtækja
undir fjölbýlishús. Gatnagerð-
argjöld Húsnæðissamvinnufélags-
ins Búseta voru ákveðin að lág-
marki kr. 5.904.978 og Byggung kr.
3.964.116. Þriðjung áætlaðs gatna-
gerðargjalds skal greiða innan
mánaðar frá dagsetningu úthlut-
unarbréfs. Eftirstöðvar greiðast í
tvennu lagi, 1. ágúst 1985 og 1.
nóvember 1985.
7—9 % hækkun
þjónustuliða
VERÐLAGSRÁÐ heimilaði hækkan-
ir á verði nokkurra þjónustugreina,
á fundi sínum á miðvikudag, um
7—9%
Far- og farmgjöld í innanlands-
flugi hækka um 7%, aðgöngumið-
ar kvikmyndahúsa um 9% (úr 110
kr. í 120 kr.), þjónustugjöld skipa-
félaga (vöruafgreiðslugjöld) um
9% og vinnuvélataxtar um 9%.
meö aukasýningu í Broadway síöasta vetrardag 24. aprfl nk.
Eins og alþjóö veit þá voru skemmtanirnar meö ómari Ragnars-
syni sl. vetur einhverjar þær allra hressustu og léttustu sem
sviösettar hafa veriö hér á landi — þar sem ómar fór sannarlega
á kostum og gladdi gesti af sinni alkunnu snilld.
Vegna fjölda áskorana höldum viö nú áfram meö Ómari, Hauki Heiöari,
Hljómsveit Gunnars, Björgvin og Þuríöi á síðasta vetrardag og hvetjum
fólk til aö tryggja sér miöa og borö í tíma í Broadway, sími 77500, sem
allra fyrst því síöast þurftu hundrúö frá aö hverfa.
Fréttin ekki frá
ríkisskattstjóra
SIGURBJÖRN Þorbjörnsson rik-
isskattstjóri vill taka fram til að
koma í veg fyrir misskilning, að
frétt Morgunblaðsins á bls. 2 í gær
um bílafríðindi bankastjóra er
ekki eftir honum höfð.
VERIÐ VELKOMIN
A GLEÐIKVÖLD MEÐ GRÍNARANUM MIKLA.