Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 29 Er fyrirvinnan of þung á fóðrum? — eftir Tómas I. CHrich Á þeim fjórtán árum, sem liðin eru síðan Viðreisnarstjórin svonefnda skilaði af sér tiltölulega styrku þjóðarbúi, eftir mikið efna- hagslegt áfall, hefur orðið veruleg breyting á íslensku þjóðfélagi. Þótt það kunni að hljóma einken- nilega, þá hefur þetta tímabil, sem að hluta til hefur verið kennt við Framsóknarflokkinn einkennst af rnikilli einstaklingshyggju. Hér hefur að vísu verið um nokkuð sér- stæða einstaklingshyggju að ræða, sem hefur lýst sér í kröfu um auk- in réttindi og minnkandi skyldur einstaklings. Ríkisvaldið hefur í raun ekki aðeins gengið til móts við þessar kröfur, heldur beinlínis átt þátt í að móta þær. Það hefur nú tekið á sig stórlega aukna áb- yrgð á velferð þegnanna og jafn- framt seilst til stóraukinna af- skipta af atvinnurekstri. Ábyrgð ríkisvaldsins á velferð þjóðarinnar hefur óhjákvæmilega leitt yfir hana Austurevrópskt sið- ferði í efnahagsmálum. Aukið ef- nahagslegt taumhald hefur hagt í för með sér vaxandi stjórnleysi. Á sama tíma og ríkið hefur vaxið, hefur það veikst. Ríkisvaldið hefur haft forgöngu um að leiða þjóðina inn í sannkallaðan vítahring erl- endra lántaka, að miklu leyti eytt höfuðstól hennar og veðsett eignir hennar og lífskjör komandi kynsl- óða. í raun má lýsa þessu tímabili sem víðtækri tilraun til að laga raunveruleikann að almennri og opinberri óskhyggju. Óþarft ætti að vera að taka það fram í þessari samkundu, að framagreind þróun hefur brotið í bága við allar meginhugsjónir Sjálfstæðisflokksins. Við stöndum fjær yfirlýstum markmiðum okkar en við gerðum fyrir 14 ár- um. Það er engin tilviljun, að á sama tíma og íhaldsflokkum og örðum borgaralegum öflum hefur hvervetna vaxið fiskur um htygg, hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins að mestu staðið í stað á þessu tímab- ili. Styrk sinn á flokkurinn ekki því að þakka, að hann hafi barist einarðlega fyrir grundvallarh- ugsjónum sínum, heldur miklu fremur því, að hann hefur haslað sér völl sem sá stjórnmálaflokkur sem, að öllu jöfnu, er raunsæjast- ur og því minnsti opinber skað- valdur í íslensku efnahagslífi. Að þessu leyti er hann vissulega það, sem eftir er af kjölfestu í íslensk- um stjórnmálum. Hluti af þeirri almennu þjóðfél- agsþróun, sem hér að framan er getið, hefur gengið undir nafninu byggðastefna. Markmið byggðast- efnunnar var að efla atvinnulíf og þjónustu utan höfuðborgarinnar og snúa við mannafla og atgervis- flótta, sem staðið hafði áratugum saman. Byggðastefna var fjár- mögnuð af opinberum aðilum gegnum sjóði og stofnanir, en einnig og í vaxandi mæli hjá erl- endum lánastofnunum. Það sem virtist réttlæta hina opinberu byggðastefnu var, að afli jókst verulega í kjölfar útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Byggðastefnan leiddi ekki að- eins til mikillar fjárfestingar i út- gerð og fiskvinnslu heldur hljóp einnig mikill vöxtur í þjónustu og byggingariðnað. Þott vafalaust hafi margur íslendingurinn kynnst á þessum árum í fyrsta einn því, sem kalla mætti manns- æmandi húsnæði, var hér einnig um að ræða skyndifjárfestingu sem verðbólgan ýtti undir. Akur- eyringar byggðu t.d. þrefalt meira íbúðarhúsnæði en nam fólksfjölg- un, sem var þó langt yfir lands- meðaltali. Auk þess sem uppbygg- ingin var í ríkum mæli opinber, var hún þingstýrð, þ.e.a.s. í takt við aðstöðu og aðgangshörku þing- manna, sem heyja sumir sína lífsbaráttu á öðrum grundvelli en arðseminnar. í lok Framsóknaráratugarins hafði á yfirborðingu tekist að snúa þróun byggðamála landsbyggðinni í hag. Henni hafði tekist, fyrir opinbert tilstilli, að fá aukna hlutdeild í þeim verðmætum, sem hún skapaði, hún hafði byggt yfir sig og eflt þjónustu. En hún hafði einnig safnað skuldum og öðlast nýtt hlutverk í íslensku þjóðlífi. Hún var, í augum verulegs hluta þjóðarinnar, þiggjandi opinberra styrkja. Þegar þjóðartekjur drógust saman þrjú ár í röð í upphafi 9. áratugarins, sýndi landsbyggðin fyrstu veikleikamerkin. Straum- urinn suður hófst á ný og hefur sjaldan verið stríðari. Veikleiki landsbyggðarinnar er ekki aðeins efnahagslegur, heldur einnig og ekki síst hugmyndafræðilegur. Hún á í höggi við nýja þjóðfrels- ishreyfingu, sem telur flest vand- ræði þjóðarinnar sprottin af því, að fyrirvinnan sé of þung á fóð- rum, framleiðandinn ekki nógu af- kastamikill miðað við stofnfjárf- estingu og rekstrarkostnað. Við þessar aðstæður hefur nú skotið upp kollinum vísir að nýrri byggðastefnu, sem að þessu sinni á rætur að rekja beint til lands- byggðarinnar, en ekki til Alþingis. Stofnuð hafa verið samtök áhug- afólks víða um land, sem hafa það að markmiði að efla stjórarfarsl- egt sjálfstæði landsbyggðarinnar með því að stofna héruð með veru- lega sjálfstjórn, m.a. í skattamál- um og bankamálum. Þótt hugmyndir þessara sam- taka séu ekki enn fullmótaðar, hafa þær nú þegar kallað fram viðbrögð og verið teknar alvarl- ega. Ýmislegt bendir t.d. til þess, að formaður Alþýðuflokksins hafi haft veður af þessum hræringum og muni að einhverju leyti haga seglum eftir þeim. Án þess að hér verið lagður dómur á gildi þessara hugmynda, er rétt að geta þess, að þær bera vott um almenna trúa á stórnun- araðgerðum. Þeri sem hafa mótað þær, virðast trúa því, að til nýs stjórnkerfis, til nýrrar opinberrar stjómsýslu verði sótt það afl, sem landsbyggðin þarfnast. Þessi trú er náskyld þeim almennu og nú- orðið ósjálfráðu viðbrögðum fjölda íslendinga, að líta fyrst og fremst til ríkis, opinberra stofn- ana, sveitarfélaga og atvinumál- anefnda í leit að bjargráðum. Sjálft hugtakið „byggðarstefna" hefur tekið á sig læknisfræðilegan blæ. Því er beitt eins og verið sé að stumra yfir sjúku fyrirbæri. En í landi, þar sem þetta sjúklega fyrirbæri leggur til bróðurpartinn af rauntekjum er sennilegt, að það þjáist fyrst og fremst af blóðtöku „Að veita undirstödu- atvinnuvegunum, beint og milliiiöalaust, meiri hlutdeild í verömætum, sem þeir skapa, er ein- faldasta og áhrifarík- asta leiöin til aö auka framleiÖni, efla nýsköp- un og virkja þekkingu. Til þess aö ná þessum markmiöum þarf fyrst og fremst heiöarleika í viöskiptum viö atvinnur- eksturinn og óbrenglaö- an skilning á leikreglum markaös og sam- keppni“. og langvarandi hrossalækningum. Það má leiða að því sterk rök, að þjóðin þarfnist ekki sérstakrar byggðastefnu ef hún hefur ráð á að hverfa af braut opinbers bjargræðis og óskhyggju og færa sig nær raunveruleikanum. Nú hafa verið stigin fyrstu skrefin í þá átt að gera íslenska þekkingu og menntun að söluvöru. Á því sviði eigum við vonandi bjarta framtíð, en hún er enn óljós og á henni lifum við ekki. Orkan er vissulega auðlind. Þótt erfiðlega gangi að beisla hana á ódýran hátt, eiga íslendingar efalaust möguleika á að nýta hana í sam- vinnu við aðrar þjóðir. Iðnaður leggur mikið til þjóðarbúsins þrátt fyrir óhagstætt skattakerfi og fjandsamlega gjaldeyrisstefnu. En raunveruleikinn á íslandi er samt fyrst og fremst fiskur og landbúnaður. Það er svo beint vel- ferðarsmband milli manns, hafs og lands og þessarar eyju, að það er raunar stórmerkilegt að það skuli þurfa að benda á það. Til þessa raunveruleika verðum við að sækja okkar styrk um ófyrirsjá- anlega framtíð. En það verður ekki gert með því að éta upp höf- uðstól sjávarútvegsins. Að veita undurstöðuatvinnuveg- unum, beint og milliliðalaust, meiri hlutdeild í þeim verðmæt- um, sem þeir skapa, er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að auka framleiðni, efla nýsköpun og virkja þekkingu. Til að ná þessum markmiðum þarf fyrst og fremst heiðarleika í viðskiptum við at- vinnureksturinn og óbrenglaðan skilping á leikreglum markaðs og samkeppni. Okkur sjálfstæðismönnum er tamt að tala innilega um frjálsa samkeppni og markaðslögmál. Þar hefur þó viljað gæta nokkurs tvís- innungs. Trúin á lögmál framboðs og eftirspurnar, sannfæringin um gæti markaðskerfisins hefur því miður oft verið meiri í orði en á borði, og gilt um hin minni mál en gleymst í hinum stærri. Alvarleg- asta brot á heiðarlegum viðskipt- um við atvinnurekstur, mesta frá- vik frá leikreglum samkeppninn- ar, er meðferð íslenskra stjórn- valda á gjaldeyrismálum. í viðsjárverðum heimi steja margar hættur að íslendingum og misjafnlega augljósar. Einangrun er sú hætt, sem alla tíð hefur ógnað þjóðinni og vegið að sjálfst- æði hennar. Hættulegast einangr- unin er sú, sem kemur innan frá. Sá raunveruleiki, sem íslendingar hrærast í, er ekki eyland heldur stórt meginland mannlegra viðsk- ipta. Þar gilda lögmál, sem við getum ekki mótað, heldur aðeins lagða okkur að. Þau kjör, sem við búum við á erlendum mörkuðum, sníða þjóðinni stakk. 1 samræmi við þau á þjóðin að lifa. Þau eiga að endurspeglast undandráttarl- aust í íslensku efnahagslífi. Það er fullkomlega tímabært að velta því fyrir sér, hvort sjálfstæð íslensk gengisstaefna hefur ekki veikt tengsl íslendinga við umheiminn og firrt á jarðsambandinu og þar með veikt efnahagslegt sjálfstæði þeirra. Á sama hátt og það er nauðsynl- egt ð laga eyðslu þjóðarinnar að þeim kjörum, sem við njótum á erlendum mörkuðum, er varasamt að beita hugtökum framboðs og eftirspurnar, þar sem þau eiga ekki við. Það er merkilegt, að sá atvinnuvegur íslenskur, sem harð- ast hefur verið dæmdur á grundv- elli einshvers konar markaðsh- yggju er landbúnaðurinn. Tvenns konar rök hníga til þess, að skynsamlegt sé að vernda ís- lenskan landbúnað fyrir innflutn- ingi erlendra búvara. Full ástæða virðist til þess, að íslendingar ha- ldi fast utan um þann erlenda gjaldeyri, sem þjóðin aflar og auka ekki viðskiptahalla með inn- flutningi búvara. Auk þess eru erl- endar búvörum boðnar á undir- verði, sem ónothæft er til að meta á sanngjarnan hátt samkeppnish- æfni íslensks landbúnaðar. { helstu nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlandtshafsins eru matvæli dýrari í framleiðslu en al- menningur og sjórnmálamenn eru reiðubúnir að viðurkenna. Til þess að halda niðri framfærslukostnaði er framleiðslukostnaður búvara falsaður með styrkjum. Hér er um næsta alþjóðlega verndarstefnu að ræða, einangrunarstefnu sem við verðum að sætta okkur við. Þótt óhæft sé að meta íslenskan landbúnað í ljósi óraunhæfs heimsmarkaðsverðs, þá er ekki þar með sagt, að markaðslögmál geti ekki gilt á innlendum búvör- umarkaði. Það er þvert á móti mikilvægt fyrir bændastéttina, að hún geti þróað atvinnugrein sína með hliðsjón af raunverulegum tilkostnaði við framleiðslu og markaðsdreifingu vörunnar. Það er raunar forsenda þess, að bænd- ur geti metið staðreyndir land- búnaðarins og að þjóðin geti lagt sanngjarnt mat á framlag bænda til þjóðarbúsins. Áratugur óskhyggjunnar hefur skilið eftir sig djúp spor í okkar eigin röðum, skapað áhrif sem við eigum erfitt með að losna við. Fundargögnin sem þið hafið undir höndum bera þess glögglega vitni. Þar kemur m.a. fram að við virð- f umst trúa því að útflutnings- nefndir og sérstakt „útflutningsár 1986“ séu líkleg til að örva útflutn- ingsstarfsemi og „glæða áhuga al- emmings á útflutningsmálum", rétt eins og útflutningur væri hugsjón. Það er að vísu rétt að við lifum á útflutningi en höfum aðal- lega áhuga á innflutningi. Er það vegna þess að haldið hafi verið sérstakt kynningarár fyrir inn- flutning? Þess þurfti ekki. Al- menningur skynjaði árið 1973 sem sérstakt innflutningsár, árið 1982 var ekki í orði, en á borði, helgað innflutningi. Áratugur óskhyggj- unnar hefur verið áratugur inn- flutnings. Jafnvel þetta annálaða tímabil, sem við hælum okkur af, vorið 83 til haustdaga 84, var orðið undir lokin áður en hægt var að kenna kjarasamningum um það, tími innflutningsins þótt á yfir- borðinu ríkti jafnvægi. Jafnframt því sem við ánetjumst hégómleg- um slagorðum eins og „ári inn- flutnigsins" virðumst við hætt að trúa því að gróðavonin sé eðlilegur aflvaki í útflutningsmálum sem og í örðum atvinnurekstri, raunar eini málflutningurinn sem al- menningur tekur mark á. Meðferð , íslenskra stjórnvalda á gjaldeyr- * ismálum hefur lengi grafið undan gróða útflutningsatvinnuvegn- anna og beint áhuga almennings að innfluttri vöru. Forsendur þess að útflutningsatvinnuvegirnir styrkist er sú að grundvöllur viðskiptanna, mælieiningin sjálf, sé ekki fölsuð. Heiðarlegar tilraunir Sjálfstæð- ismanna til að veita nýju líi í at- vinnurekstur missa því miður oft marks vegna þess að sjálfur grundvöllur efnahagslífsins er ekki frjór. Reynt er t.d. að örva fjárfestingu einstaklinga í atvinn- urekstri með skattaívilnunum. En til hvers er það ef arðsemi hlutafj- ár er eins og hún er á Islandi: oftast lítil, alltaf illmælanleg og nú orðið í vonlausri samkeppni um sparifé við ríkisbanka og ríkissjóð. Við búum á margan hátt við efna- hagslega einangrun sem hefur gert okkur að útkjálkamönnum. Að rjúfa þessa einangrun þarf ekki að kosta Sjálfstæðisflokkinn neinar hugmyndafræðilegar fórn- ir. Það á ekki að þurfa að kosta hann aðrar fórnir en þær sem hann hefur efni á. Hér hefur verið leitt getum að þvi, að sérstakrar byggðastefnu sé ekki þörf, ef í orði og á borði fæst viðurkennt, hvað hlutverki lands- byggðin gegnir í þjóðarbúskap ís- lendinga. Sú viðurkenning krefst heiðarleika í viðskiptum við und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og virðingar fyrir lögmálum sam- keppninnar. í framkvæmd mun slík viðurkenning sennilega leiða til einhverrar röskunar á högum landsbyggðarinnar, en hún mun einnig leiða til raunhæfs endur- mats á stöðu og hlutverki höfuð- borgarinnar. Viðurkenning á framlagi landsbyggðarinnar og heiðarleg viðskipti við frumatv- innugreinar er raunar forsenda þess, að byggð geti staðið með byggð í þessu landi. Höíundur er mcnntaskólakennari á Akureyri, ristjóri íslendings og formaður skógræk tarfélags Eyfiró- inga. Erindi þetta var flutt í lands- fundi Sjálfstæóisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.