Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADH), LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 Tveir íslendingar í fangelsi á Spáni: Teknir með 360 gr af hass- olíu við komuna frá Marokkó TVEIR ungir íslendingar voru handteknir meö 360 grömm af hassolíu í hafnarbænum Algeciras á Gíbraltarströnd Spánar á föstudegi fyrir viku. Sitja þeir nú í fangelsi þar í benum. Er taliö aö þeir hafi kevpt hassolíuna handan sundsins, í borginni Ceuta í Marokkó. Ræöismaður Islands í Mal- aga, Marín Guðrún Brian de Crevecoer, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að 3—4 vikur myndu líða áður en piltarnir yrðu leiddir fyrir rétt í borginni Cadiz. Hún sagði að þeir hefðu komið utan með íslenskri ferðaskrifstofu á miðvikudaginn í fyrri viku. Hefðu þeir tekið sér bíl á leigu og haldið yfir til Marokkó en toll- verðir hefðu fundið hassolíuna í fórum þeirra við komuna til Al- geciras. Þeir voru umsvifalaust fluttir í tugthús þar í bænum og verða geymdir þar unz þeir hafa verið fluttir í fangelsið í Cadiz. Ekki mun vera mögulegt að fá piltana Iátna lausa gegn trygg- ingu. Annar þeirra hefur áður setið f spánsku fangelsi í fjórtán mánuði grunaður um smygl á kannabis- efnum. Hann hlaut þó ekki dóm þá og var sleppt úr fangelsinu fyrir- varalaust eftir liðlega árs setu. Hassolía er unnin úr kannabis eins og hass en er talin vera 3—5 sinnum sterkari miðað við magn. Gangverð á hassolíu hér heima er talið vera um 2.500 krónur grammið, þannig að áætlað sölu- andvirði efnisins, sem piltarnir voru teknir með á Spáni, er um 900 þúsund krónur. Ekkert liggur þó fyrir um að ætlunin hafi verið að flytja efnið til Islands. Vitað er um annan íslending f fangelsi á Spáni. Sá situr f fang- elsi í Malaga og hefur verið þar í rúma níu mánuði eða eftir að hann var handtekinn ásamt öðr- um í ágúst í fyrra og þeir sakaðir um að hafa stolið úr hótelherbergi íslenskrar konu í Torremolinos. Annar þeirra var látinn laus gegn 500 þúsund peseta (um 120 þúsund króna) tryggingu, sem spánsk vinkona hans gat reitt fram. Mál hins hefur ekki komið fyrir dóm en síðan í desember hefur verið beðið eftir að það yrði tekið fyrir á hærra dómsstigi. Engin vitni voru að meintum þjófnaði piltanna og hefur það m.a. tafið fyrir framgangi máls- ins, skv. upplýsingum ræðis- mannsins í Malaga. Meðal þess, sem fullyrt var að hann hefði stol- ið úr herbergi konunnar í fyrra- sumar, var leikfangabyssa. Hann var upphaflega handtekinn fyrir að skjóta af samskonar leikfanga- byssu upp í loftið á götu úti — en kveðst engu hafa stolið, byssuna hafi hann keypt af manni á förn- um vegi. „Ósatt að til okkar hafi verið leitað um vinnuafl" — segir Guðríður Elíasdóttir, formaður verkakvennafélagsins í Hafnarfirði í framhaidi af aðalfundi VSÍ: ,ÞAÐ SEM maðurinn segir eru belber ósannindi. Hann hefur aldrei Ulað ið mig eða okkur bér hjá verkakvennafélaginu Framtíðinni. Við erum mjög eiðar út af svona framkomu og vinnubrögðum,“ sagði Guðríður Elíasdóttir, ormaður Framtíðarinnar og annar varaforseti Alþýðusambands Islands, er 4bl. bar undir hana ummæli Jakobs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Sjé- angs í Örfírisey, á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands sl. þriðjudag. í frétt blaðsins af aðalfundinum sl. miðvikudag var haft eftir Jakobi að hann hefði óskað eftir að minnsta kosti tíu atvinnulaus- um fiskvinnslustúlkum til vinnu í Örfirisey og boðist til að borga fyrir þær ferðir, mat og kaffi „en ég fékk neitun", sagöi hann á aðal- fundinum. Kvaðst hann telja að þetta sýndi einfaldlega, að fólkinu þætti jafngott að vera heima og gera ekki neitt. Guðríður Elíasdóttir sagði að hún hefði fyrir nokkru fengið upp- hringingu frá fiskverkanda í Hafnarfirði, sem hún taldi að væri í einhvers konar samstarfi við Jakob Sigurösson i Sjófangi. „Ég fékk ekki skýr svör um þaö hvort ferðir yrðu borgaðar. Það hefur enginn boðið upp á ferðir og fritt fæði,“ sagði hún. „ísbjörninn hringdi til mín og bauðst til að borga ferðir fram og til baka. Það getur auðvitað enginn skikkað fólk til að fara að vinna i öðru bæjarfélagi — margar þess- ara kvenna halda heimili og þurfa að komast heim i hádeginu til að sinna börnum sinum. Það geta þær vitaskuld ekki ef þær eru að vinna í Reykjavik. Orðsendingar af þessu tagi eru hreinasta ósvífni, ekkert annað,“ sagði Guðriður Eli- asdóttir. Ómar skemmtir aftur á Broadway ÓMAR Ragnarsson mun á næstu vikum halda nokkrar skemmtanir ( veitingahúsinu Broadway og verður sú fyrsta nk. miðvikudagskvöld, síðasta vetrardag. Skemmtanirnar verða með sama sniði og ómar var með i Broadway í fyrra, en þar gefur að heyra og sjá þverskurð af þvi efni, sem Ömar hefur gert vin- sælt á 25 ára ferli sem skemmti- kraftur. I fyrra voru haldnar 25 skemmtanir, ávallt fyrir fullu húsi. Þeim varð að hætta i miðj- um kliðum vegna þess að Sumar- gleðin var að hefja starfsemi sína, en þar er ömar meðal skemmtikrafta. Ákeðið var að taka upp þráð- inn í vetur en það hefur dregist vegna mikilla vinsælda Ríó tríósins, sem skemmt hefur í Broadway í vetur. Ríó tríó hefur komið fram i 45 skipti, oftast fyrir fullu húsi. Ljóst er að Ríó tríóið mun skemmta áfram a.m.k. fram í miðjan mai, að þvi er ólafur Laufdal veitingamaður tjáði blaðinu í gær. í næstu viku byrjar Reviu- leikhúsið sýningar á reviunni Grænu lyftunni i Broadway. Fyrsta sýningin verður nk. þr iðj udagskvöld. Frá borgarstjórn Börnin í borginni fá ný leiktæki í afmælisgjöf í Reykjavík eru um 200 leiksvæði sem æthið eru börnum til útivistar, leikja og sUrfa. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag var tillaga borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að unnið verði að áætlun um að endurnýja og endurbæta leiktækjakost á útivistar- og leiksvæðum barna ( borginni samþykkt samhljóða. Samkvæmt henni verður framkvæmdaáætlun unnin til 3—5 ára og haflst handa um framkvæmdir ekki síðar en í byrjun næsta árs og verður þetta gjöf borgarinnar til barna á 200 ára afmæli borgarinnar. Ingibjörg Rafnar, formaður fé- lagsmálaráðs, sagði m.a. að fela ætti starfsmönnum borgarinnar, sem kunnugastir eru þessum mál- um og þörfum barna og unglinga á þessu sviði, að vinna úr þeim hugmyndum sem fyrir hendi eru og gera um þær tillögur. Þá væru borgarbúar eldri sem yngri hvatt- ir til að koma sinum hugmyndum á framfæri um gerð leiktækja. Raddir hefðu heyrst um, að borgarbörn séu orðin leið á hinum hefðbundnu leiktækjum og leggja þyrfti áherslu á nýjar útfærslur og hugmyndir og í framhaldi af því mætti auka enn fjölbreytnina með því aö flytja mismunandi tæki og tól á milli hverfa í borg- inni með litlum tilkostnaði. Hugmyndin væri að verja um 5 milljónum króna til þessa verk- efnis á næsta ári, en með þessari afmælisgjöf til barna ( borginni vildu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins minna á börnin og að leikir barna væru mikilvægur þáttur á þroskabrautinni og að það væri skylda borgaryfirvalda að sinna þessari þörf. Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfisráðs sagði m.a. að þessi fjárhæð til leiktækjagerðar væri ætluð umfram þær fjárhæðir sem varið verður til leiksvæða. Hafði hún orð á því að borgarfulltrúar minnihlutans hefðu fagnað þess- ari tillögu með snúð og reynt að eigna sér hana. Orðum um hvort meirihlutinn ætlaði með þessari gjöf til barnanna að afgreiða börnin á afmælisárinu kvað hún ekki vert að svara. Stuttar fréttir Stjórn SPRON Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag voru Ágúst Bjarnason og Sigurjón Pétursson kjörnir í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til eins árs. Auk þeirra var gerð tillaga um Guðríði Þor- steinsdóttur, en hún náði ekki kjöri. Félag einstæðra foreldra Nýlega samþykkti borgarráð tveggja milljóna króna lánveit- ingu til Félags einstæðra foreldra vegna kaupa félagsins á húseign. Samþykkti borgarráð að færa lánveitinguna á fjárveitingu borg- arinnar vegna leiguíbúða. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag lét Guðrún Jónsdóttir, borgarráðs- maður og borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins, bóka að Kvenna- framboðið fagnaði þessari veit- ingu, en mótmælti hins vegar að taka ætti hana af fjárveitingu til leiguíbúða. Þar sem hún hefði þurft að víkja af fundi borgarráðs áður en lánveitingin var samþykkt hefði hún ekki getað gert þessa athugasemd við afgreiðslu máls- ing. Varsla skóla, barnaheitnila og félagsmiðstöðva Borgaryfirvöld hafa gert samn- ing við Securitas um sameiginlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.